Morgunblaðið - 06.06.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 06.06.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 29 Örtröð á sýningu Errós að Kjarvals- stöðum — sagði Davíð Oddsson — Aðsókn að listahátíð hefur verið framar öllum vonum og gengið mjög vel, sagði Davíð Oddsson for- maður framkvæmdanefnd- ar listahátíðar í samtali við Mbl. Mjög góð aðsókn var að sýningu Errós að Kjarvalsstöðum, sagði Davíð, nánast örtröð og bezta aðsókn sem verið hefur að sýningu á Kjarvalsstöðum um lang- an tíma. Listahátíð var sett á laugar- dag á Kjarvalsstöðum og töluðu þá Davíð Oddsson og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórn- ar. Þar kom einnig flokkurinn Freies Theater frá Þýzkatandi og lék ýmsar listir á stultum og óð um allt húsið eins og Davíð komst að orði. Af öðrum viðburðum Lista- hátiðar um helgina má nefna opnun sýningar Kristjáns Dav- íðssonar í sal Félags ísl. mynd- listarmanna en þar sýnir hann 55 myndir og er helmingur þeirra til sölu. Nokkur hundruð manns höfðu séð sýninguna í gærkvöldi og einnig höfðu selzt nokkrar myndanna. Þá var opnuð í Bogasal sýningin Freies Theater lék listir sínar í miðborginni um helgina og í gærkvöldi er þessi mynd var tekin. Frá sýningunni á amerískum teikningum 1927-1977 sem er í Listasafni íslands, en hún er opin daglega kl. 13.30 til 22. Listamennirnir Kristján Davíðsson og Erró ræðast við á sýningu Kristjáns, sem er í F.Í.M. salnum við Laugarnesveg. „Frönsk vefjarlist og grafík", sem er komin hingað fyrir milligöngu franska sendiráðsins og opnaði sýninguna franski sendiherrann. Eru á sýningunni 43 verk 24 franskra listamanna og hefur hún farið víða um lönd. Samanstendur hún af frum- myndum, grafíkmyndum og ofn- um teppum. í Listasafni íslands var opnuð sýning á amerískum teikningum 1927-1977 og sagði dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður Lista- safnsins aðsókn hafa verið óvenjugóða. Er sýningin hingað Frá sýningu Errós að Kjarvalsstöðum. íslenzki dansflokkurinn sýndi í Þjóðleikhúsinu. komin fyrir tilstuðlan Menning- arstofnunar Bandaríkjanna á vegum Listasafns Minnesota- fylkis. Malcolm E. Lein forseti safnsins kom hingað til lands til að vera við opnun sýningarinnar og flutti ávarp við athöfnina. Er Island fyrsti viðkomustaður sýningarinnar á ferð hennar um Evrópulönd. Tvær sýningar voru opnaðar í Norræna húsinu. Vigdís Kristj- ánsdóttir sýnir þar vatnslita- myndir, íslenzkar jurtir og blóm í bókasafni hússins og í kjallaranum er Mattinen-sýn- ingin. Þar sýna hjónin Helle-Vi- beke Erichsen og Seppo Mattin- en, en þau hafa bæði tekið þátt í.einkasýningum og samsýning- um, heima og heiman og eiga mörg listasöfn verk eftir þau bæði. Að kvöldi laugardagsins voru síðan tónleikar Oscars Peterson og Niels-Henning Örsted Peder- sen í Laugardalshöllinni sem var þéttsetin og var listamönn- unUm vel fagnað. Sagði Davíð Oddsson að Oscar Peterson hefði verið mjög ánægður með viðtökur áheyrenda. I Þjóðleikhúsinu voru tónleik- ar og ballettsýning á sunnudag. Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson léku verk eftir Stravinsky og Bartók og um kvöldið sýndi Islenzki dans- flokkurinn ballett sem Davið sagði að hefði tekizt vel og verið vel fagnað og aðsókn góð að þessum tveimur dagskrárliðum. Strokkvartett Kaupmannahafn- ar hélt á sunnudagskvöld tón- leika í Norræna húsinu og verður aftur á fimmtudags- kvöldið með tónleika þar. Að síðustu skal nefnd sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem opnuð var á sunnudag í Ásmundarsal við Freyjugötu, en Sigurjón Ólafs- son myndhöggvari er heiðurs- gestur sýningarinnar. í dag verða tónleikar í Laug- ardalshöll kl. 20.30 þar sem Rostropovitch leikur einleik á selló með Sinfóniuhljómsveit Islands undir stjórn Vladimirs Ashkenasys, en Rostropovitch kom til landsins í gærkvöldi. I nótt var síðan væntanleg sér- stök flutningavél með hljóðfæri Smokie, alls 17 tonn og átti að flytja þau í Laugardalshöllina í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.