Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 34

Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 Listahátíð í Reykjavík: Viðtal við Oscar Peterson og frásögn af hljómleikum hans í Laugardalshöll .... Stundum gleði og stundum kannski ofboðlitla sorg” og fyrstu tónarnir svifu út yfir fullsetinn salinn varð svo hljótt í höllinni að heyra hefði mátt saumnál detta. Það var greini- legt að hallargestir hugðust ekki missa af neinu í leik þessa ofurmennis á sviði jazzpíanó- leiks. Peterson hóf tónleikana á því að leika einn í um það bil fimmtíu mínútur. Mátti þá iðulega greina ýmsar þekktar laglínur, enda hefur Peterson leikið flest kunn jazzlög inn á hljómplötur einhvern tíma á ævinni. Gátu áhorfendur enda ekki stillt sig um að klappa honum lof í lófa þegar þeir greindu gamalkunnar laglínur. Peterson leikur af mikilli tilfinningu og sönglar um leið og hann leikur og blandast þá oft sérkennilega 'saman klið- mjúkir tónar píanósins og hin hrjúfa rödd listamannsins. Að loknum þessum einleik Petersons var gert hlé á tón- leikunum í fimmtán mínútur og mátti þá sjá ýmsar aldnar íslenzkar jazzkempur brosa breitt er þær ræddu saman um það sem fram hafði farið. Eftir hléið kynnti Peterson félaga sinn, bassaleikarinn Niels Henning 0rsted Peder- sen, sem hann kvaðst álíta snilling á sitt hljóðfæri. Þeir hófu síðan að leika saman og mátti ekki á milli sjá hvor átti stærri hlut í hjörtum áhorf- enda, meistari Peterson eða hinn afburða snjalli danski bassaleikari. Það var hins vegar ljóst að þeir áttu hvor um sig dágóðan hlut í hjarta hins því þegar maður horfði á þá gantast og brosa hvor til annars af tómri leikgieði, varð manni iðulega hugsað til gleði og algleymis barna að leik. Þeir félagarnir léku saman í rúma klukkustund við mjög góðar og innilegar undirtektir og eftir að þeir höfðu lokið efnisskrá sinni voru þeir klappaðir fram hvað eftir annað og léku þeir eitt aukalag. SIB. Að loknum hljómleikum Oscar Petersons og Niels Henning Orsted Pedersens sl. laugardagskvöld gafst blm. Morgunblaðsins tæki- færi til að ræða við þá félaga. Blm. innti Peter son fyrst eftir því hvernig honum hefði þótt að leika jazz á íslandi. „Það var mjög ánægjulegt að leika hér í kvöld, enda er alltaf gaman að leika fyrir góða áhorfendur. Hvort sem er á íslandi eða annars staðar í heiminum." — Þegar nokkur þúsund manns eru saman komin eins og nú í kvöld til þess eins að hlýða á þig leika, þá verður manni hugsað til þess hvað það er, sem þú ert að tjá öllu þessu fólki, hvaða tilfinningar viltu vekja hjá áhorfendum? „Aðeins þær tilfinningar sem tónlistin vekur hjá þeim hverj- um og einum, stundum gleði og stundum kannski ofboðlitla sorg. Ef þetta tekst er ég ánægður." — Hvað er helst á döfinni hjá þér á næstunni? „Ég er að skrifa tónlist fyrir tvær kvikmyndir núna. Önnur þeirra er hálfgerð hryllings- mynd, en hin er fræðslumynd um þrælahald í Kanada, gerð á vegum National Film Board of Canada. Þannig að ég kem ekki til með að hafa mikinn tíma til hljómleikahalds á næstunni.“ — Vildirðu geta leikið oftar á hljómleikum en þú gerir nú? „Nei, enda þótt það sé skemmtilegt að leika fyrir fólk, þá er ég fjölskyldumaður og vil gjarnan vera heima hjá fjöl- skyldu minni sem mest, en sá vilji samræmist illa hljóm- leikaferðalögum." — Hvern telurðu efnilegast- an ungra jazzpíanista um þess- ar mundir? „Þetta er erfið spurning, þeir eru svo margir. En ef ég á að nefna eitt nafn af þessum fjölda, verður það Cedar Wal- ton. Mér þykir hann mjög skemmtilegur." — Saknarðu þess að Pass gat ekki leikið með ykkur í kvöld? „Það var alla vega ekki um söknuð að ræða.í þeirri merk- ingu að manni fyndist vanta eitthvað, enda höfum við 0r- sted Pedersen leikið saman tveir fjöldamörgum sinnum á liðnum árum, hins vegar er auðvitað alltaf gaman að leika með Joe Pass og á þann hátt er hugsanlegt að segja sem svo að maður hafi saknað hans.“ — Hvenær Iékuð þið NH0P fyrst saman? „Það eru mörg ár síðan. Við skulum sjá ... ætli það hafi ekki verið á síðasta áratug, seint á síðasta áratug.“ Blm. náði einnig tali af Nils Henning 0rsted Pedersen eitt andartak þar sem hann var á tali við framámenn Jazzvakn- ingar og önnum kafinn við að gefa eiginhandaráritanir. NH0P kvaðst hafa feiknin öll að gera, þ.á m. með Oscar Peterson síðar í sumar, enn- fremur myndi hann leika inn á hljómplötu í Þýzkalandi á næstunni. Hann var ánægður með tónleikana og kvaðst vona að hann myndi leika hér á landi aftur, áður en langt um liði. Kliðmjúkir tónar — hugljúf rödd. Þegar Oscar Peterson gekk inn á sviðið í Laugardalshöll- inni á mínútunni kl. níu risu áhorfendur, yfir þrjú þúsund að tölu, úr sætum sínum og hylltu þennan þéttvaxna meistara jazzins innilega. Eftir að hafa tilkynnt forföl! Joe Pass settist Peterson við píanóið og um leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.