Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978
Einsöngur
MÁR Magnússon „þjófstart-
aði“ Listahátíðinni s.l.
föstudagskvöld í Norræna
húsinu og naut til þess
aðstoðar Jónínu Gísla-
dóttur. Á efnisskránni voru
lög eftir okkar gömlu og
góðu tónskáld og nokkur
erlend stórnúmer og voru
sum þeirra laglega sungin.
Már hefur hljómfallega
rödd og bæði tilfinningu
fyrir texta og lagferli. í
honum er samofin sérkenni-
leg listamennska, djúpstæð
þörf fyrir að syngja og
gæfuleysi, sem verður skap-
sárast þegar hann velur sér
verkefni sem hann ræður
ekki við. Vitneskja og
þekking á verkefni er ekki
ávallt réttur mælikvarði
hvort það er meðfærilegt
eða við hæfi flytjandans. Þó
það kunni að hljóma eins og
öfugmæli, er raddþjálfun
Más Magnússonar ekki á því
stigi að söngur hans gleðji
áheyrendur, vegna þeirrar
áhættu sem, hann sífellt
tekur. Misfellurnar eru svo
sérkennilegar að það sem
Tðnllst
eftir JQN
ÁSGEIRSSON
Már Magnússon
hann í sama lagi gerir illa
í eitt skipti, gerir hann vel
í annað. Þannig getur
áheyrandinn átt von á öllu.
Þetta er í fyrsta sinn sem
undirritaður heyrir Má
syngja á tónleikum og eftir
því sem hann gerði bezt,
eins og t.d. í lagi Páls
Jónína Gísladóttir
ísólfssonar, Sáuð þið hana
systur mína og hluta af
Ideale, eftir Tosti, og La
Dansa, eftir Rossini, ætti
hann að geta, í samstarfi
með góðum undirleikara og
leiðbeinanda, valið sér verk-
efni við hæfi og flutt þau
mjög vel.
____________- 35
Stofnar S.H.
eigin stofn-
lánadeild?
Aöalfundur Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, sem lauk í
Reykjavík í gær, samþykkti að
stjórn S.H. athugaði, hvort ekki
Væri hagkvæmt að víkka hlutverk
Minningarsjóðs Elíasar Þorsteins-
sonar þannig, að hann gæti
jafnframt gegnt hlutverki stofn-
lánasjóðs fyrir frystihús innan
Sölumiðstöðvarinnar.
S.II. skipuleggi
fræðslustarfsemi
Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í gær var samþykkt
að fela stjórn S.H. að skipuleggja
fræðslustarfsemi fyrir starfsfólk
frystihúsanna. Starfsemin á að
verða í formi kvikmynda, fyrir-
lestra og námskeiða eftir því sem
heppilegast er talið á hverjum
stað.
„Vorblómið”
I vor kom út 15. árgangur af
Vorblóminu, barnariti Unglinga-
reglu I.O.G.T. Er það selt á degi
Unglingareglunnar í byrjun maí.
Þetta er barnabók og efni hennar
sögur, leikrit og kvæði, auk þess
sem þar hefur verið minnst í
stuttu máli nokkurra merkis-
manna (karla og kvenna) sem
unnið hafa fyrir Unglingaregluna
mikið starf.
I ritnefnd Vorblómsins hafa
verið öll þessi ár sömu mennirnir:
Ingimar H. Jóhannesson, Ólafur F.
Hjartar og Sigurður Gunnarsson.
En efnisval og útgáfa hefur að
langmestu leyti hvílt á Sigurði
Gunnarssyni sem annast hefur
þetta rit af mikilli samviskusemi.
Tilgangurinn með útgáfu Vor-
blómsins er að gefa út hollt lesefni
fyrir börn. Birta í því siðrænar
sögur sem stundum hafa bindis-
boðskap og leikrit til lestrar á
heimilum og til nota á fundum í
barnastúkunum. En aldrei hafa
þær átt eins miklu hlutverki að
gegna og nú, þegar reykingar og
jafnvel drykkjuskapur eru farin að
færast til barnanna, vegna óheppi-
legs fordæmis hinna fullorðnu og
þeirrar lausungar sem einkennir
þjóðfélagið.
í þessum 15 árgöngum Vor-
blómsins er mikið af góðu lesefni
handa börnum, svo vel hefur val á
því tekisti Ritið er líka mynd-
skreytt og smekklega útgefið. En
það sem einkennir það eru margar
ágætar bindindissögur sem vekja
til umhugsunar. Ekkert annað rit
hefur eins mikið af því efni í
sögulegum búningi við hæfi barna.
í það hafa einnig ritað sögur
margir af kunnustu barnabóka-
höfundum þjóðarinnar.
Vorblómið hefur verið Ungl-
ingareglunnistyrkur í félagsstarfi
og auk þess hefur það verið henni
töluverður fjárhagslegur styrkur
þar sem sala þess hefur gengið
mjög vel. Meðan það seldist best
var það gefið út í 4000 eintökum,
en síðan barnastúkum fækkaði
hefur þessi tala lækkað allmikið.
Eigi að síður kemst það inn á mörg
heimili.
Segja má að með þessu 15. hefti
Vorblómsins séu nokkur tímamót
í sögu þess. En vonandi verður
Unglingareglan svo gæfusöm að
halda áfram útgáfunni, þótt senni-
lega verði skipti á mönnum í
ritnefndinni.
Með Vorblóminu hefur verið
reynt að gefa íslenskum börnum
hollt lesefni og er þess þörf í öllu
því moldviðri sem nú gengur yfir
í rituðu máli. Það þarf eitthvert
mótvægi gegn öllum þeim ómerki-
legu myndabókum sem nú eru
gefnar út að taka frá börnunum
alla umhugsun um bókarefnið.
Ég vil flytja ritnefnd Vorblóms-
ins bestu þakkir fyrir vel unnin
störf í 15 ár og óska Vorblóminu
heilla í framtíðinni.
Eiríkur Sigurðsson.
Nú hýrnar heldur betur yfir Herrahúsinu. Sumarið er komið. Húsið er
fullt af vönduðum sportfatnaði sem hentar jafnt eldri sem
yngri í ævintýri og ferðalög komandi mánaða, hvort sem er
innanlands eða utan.
BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM1150<