Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 1
1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SlÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
123. tbl. 65. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Jarðskjálfti
kostar 21 lífið
Tokyo 12. júní. Reuter — AP.
TUTTUGU og einn beið bana og
350 slösuðust í jarðskjálfta á
Ilonshu. aðaley Japans. í dag.
betta er mesti jarðskjálfti sem
hefur orðið í Japan í 15 ár.
Skýjakljúfar í Tokyo léku á
reiðiskjálfi í jarðskjálftanum sem
gerði milljónum bilt við þegar
fólk var að fara heim frá vinnu
og olli ugg um flóðbylgju með-
fram Kyrrahafsströnd Honshu.
Harðast úti varð horgin Sendai
þar sem flestir slösuðust og
mestar skemmdir urðu. Kippur-
inn stóð í nokkrar sekúndur og
jarðskjálftinn mældist 7.5 stig á
Richterskvarða.
Lögreglan sagði að allir þeir sem
biðu bana, 21 að tölu, og næstum
því allir sem slösuðust hefðu verið
í Sendai, 600.000 manna borg um
300 km norðaustur af Tokyo á
strönd Ky'rrahafs.
Flestir þeirra sem biðu bana
urðu undir byggingum sem hrundu
en tveir týndu lífi þegar stórt
rafmagnsmastur hrundi á þá.
Lögreglan telur að fleiri kunni
að hafa farizt enda er að minnsta
kosti tveggja enn saknað.
Jarðskjálftastofnunin í Uppsöl-
um sagði að þetta væri kröftugasti
jarðskjálfti sem hefði mælzt í
heiminum það sem af er þessu ári.
Jarðskjálftinn olli skriðuföllum
á mörgum stöðum umhverfis
Sendai og víða varð rafmagnslaust
og gaslaust. Skemmdir urðu á
tveimur jarðvarmastöðvum í borg-
inni.
Flestum járnbrautarferðum á
norðurhluta Honshu var aflýst og
járnbrautarstarfsmenn sögðu að
ferðirnar hæfust ekki aftur fyrr en
á morgun.
Alls er talið að 140 hús séu ónýt
og níu brýr hafa eyðilagzt, aðal-
lega í Miyagi-héraði.
V-þýzk
útfærsla
Bonn 12. júní. Reuter. AP.
VESTUR-ÞJÓÐVERJAR til-
kynntu í dag að þeir mundu
fara að dæmi annarra þjóða
við Eystrasalt og færa út
fiskveiðilandhelgi sína þar að
miðlínum á fimmtudaginn.
í yfirlýsingu frá
Bonn-stjórninni sagði að nýja
lögsagan yrði opin fiskiskipum
frá öðrum aðildarlöndum Efna-
hagsbandalagsins en ríki utan
bandalagsins fengju aðeins
réttindi í lögsögunni sam-
kvæmt sérsamningum.
Það á sinn þátt í ákvörðun-
inni að Pólverjar hafa tekið
vestur-þýzka togara að undan-
förnu á umdeildum svæðum á
Eystrasalti en Vestur-Þjóðverj-
ar boðuðu fyrst í febrúar að
fiskveiðilandhelgin yrði stækk-
uð á Eystrasalti.
I tilkynningu stjórnarinnar í
dag segir að útfærslan sé
nauðsynleg til að bægja alvar-
legri hættu frá afkomu fiski-
manna og fiskiiðnaðarins.
Ítalíustjórn
fær stuðning
Róm 12. júní — Reuter. i
FYRSTU tölur sýndu í dag
greinilegan stuðning við kristi-
lega demókrata og kommúnista
sem styðja stjórn þeirra á þingi
í tvennum þjóðaratkvæðagreiðsl-
um sem fóru fram á Ítalíu um
helgina.
Þegar 15 af hundraði atkvæða
höfðu verið talin virtist Róttæki
flokkurinn hafa beðið ósigur í
baráttu sinni fyrir afnámi
tveggja umdeildra lagai Flokkur-
inn knúði fram þjóðaratkvæða-
greiðslurnar og vildi afnema lög
frá 1974 er veita lögreglu aukin
völd og lög um opinberar f járveit-
ingar til stjórnmálaflokka er
nema 51 milljón dollara á ári.
Bæði kristilegir demókratar og
kommúnistar lögðu álit sitt að
veði með því að skora á Itali að
styðja bandalag flokkanna og
hafna tillögunum. Samkvæmt
fyrstu tölum greiddu 40% kjós-
enda atkvæði með því að lögin um
opinberan fjárstuðning við stjórn-
málaflokka yrðu afnumin en 60%
á móti. Aðeins 23% vildu afnema
lögin um aukin völd lögreglu og
76% vildu halda þeim. Kjörsókn
var rúmlega 80%.
Róttækir héldu því fram að
lögreglulögin hefðu ekki komið í
veg fyrir sífellda aukningu glæpa
og að þau hefðu leitt til „almenns
vígbúnaðar" ítalskra glæpamanna
og morða á saklausu fólki. En
morðið á Aldo Moro er öllum í
fersku minni og því var ekki búizt
við að tillaga róttækra fengi
hljómgrunn.
Því var enn fremur haldið fram
að lögin um fjárveitingar hins
opinbera til stjórnmálaflokka sem
skipta þeim á milli sín í samræmi
við styrk þeirra á þingi komi
aðeins gömlum stjórnmálaflokk-
um til góða og að þau hafi ekki
bundið enda á mútuþægni stjórn-
málamanna.
3flýja
í lítilli
flugvél
Kassel, 12. júní
AP. Reuter.
ÞRÍR menn virðast hafa flúið
frá Austur-Þýzkálandi í dag í
lítilli einshreyfils flugvél að
sögn landamæravarða.
Landamæraverðir sögðu að
það væri hugsanlegt að flug-
Framhald á bls. 31
| ' f 'i l* j s I ■ I
J [ i S:
1 *. ■
* 'Æ
' -PS
* \ %
'"If;
I ftl wytti i „ 1 mjí
B 11 1 j
i ?! m a , j I % \
Þrír bílar klemmdust undir veggjum sem hrundu úr byggingu og eyðilögðust í miklum
jarðskjálfta í Izumi skammt frá borginni Sendai í Japan í gær.
Líbanskir hægrimenn
fá ísraelskar stöðvar
Beirút, 12. júní.
Reuter.
STARFSMENN Sameinuðu þjóðanna áttu í dag mikilva'gar viðræður
við líbönsku stjórnina og reyndu að leysa erfiðleika sem hafa komið
upp á síðustu stundu og geta tafið fyrirætlanir um að friðargæzlusveit-
ir Sameinuðu þjóðanna taki við stöðvum Israelsmanna í Suður-Líban-
on á morgun.
Ileimildir í Beirút herma að leyniviðræður hafi verið hafnar þegar
Israelsmenn afhentu flestar stöðvar sínar í Suður-Líbanon
hermönnum líbanskra hægrimanna en ekki friðargæzluliði SÞ.
Samkvæmt heimildunum hörf-
uöu allar helztu sveitir Israels-
manna í gær og líbanskir hægri-
menn tóku við stöðvum þeirra:
Brottflutningi ísraelsmanna á að
ljúka á morgun.
Starfsmenn SÞ reyna sam-
kvæmt heimildunum að komast að
málamiðlunarsamkomulagi við lí-
bönsku stjórnina þannig að gæzlu-
sveitunum verði le.vft að fara inn
á svæði þau sem nú eru á valdi
hægrimanna. Gæzluliðið hefur
reynt um skeið að fá skýringu frá
stjórninni á stöðu herliðs hægri-
manna og síðasta ráðstöfun Isra-
elsmanna gerir það að verkum að
slík skýring er nauðs.vnleg að því
er heimildirnar herma.
ísraelsstjórn hikar.
Jafnframt frestaði ísraelska
stjórnin ennþá einu sinni í dag
ákvörðun um svar við tveimur
mikilvægum spurningum frá
Bandaríkjamönnum um friðarum-
leitanir í Miðausturlöndum —
gagnstætt því sem við var búizt.
Svars ísraelsstjórnar er beðið
með eftirvæntingu í Washington
þar sem vonað er að það verði til
þess að friðarviðræður geti hafizt
Lögregluforingjar skoða litla austur-þýzka flugvél sem
lenti skammt frá Kassel í Vestur-Þýzkalandi.
aftur milli Israelsmanna og
Eg>*pta.
Fyrri spurningin er um afstöðu
Israelsmanna til vesturbakkans og
Gaza-svæðisins að loknu fimm ára
Framhald á bls. 32
Sonur
Sáms:
25 ár
New York 12. júní — Reuter.
MORÐINGINN David Berkow-
itz — „Sonur Sáms“ — sem
olli skelfingu í New York með
morðæði í fyrra var í dag
dæmdur þyngstu refsingu, 25
ára fangelsi, og lagt var til að
hann yrði hafður bak við lás
og slá það sem eftir væri
ævinnar.
Morðinginn hefur játað á sig
sex morð og sat eins og í leiðslu
þegar dómararnir, sem voru
Framhald á bls. 31
Málaliðar
til Zaire?
Kaupmannahiifn 12. júní. AP. Kcutcr.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Breta.
David Owen. sagði í dag. að það
væru mikil mistök ef Zaire réði
málaliða.
Hann sagði þetta vegna blaða-
fréttar um að Mobutu Sese Seko
forseti hefði í hyggju að koma á
fót 2.000 manna málaliðaher og
skrá í hann menn í Evrópu og
Suður-Aíríku. Fréttin hefur ekki
Framhald á bls. 32