Morgunblaðið - 13.06.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 13.06.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Höfuðkúpubrotn- aði úti á sjó SKIPVERJI á Rán GK 42, Haf- steinn Andrcsson, höfuðkúpu- brotnaði, er hann hlaut þungt höfuðhögg um borð. þegar skipið var að vefðum í Lónsbugt á laugardagskvöld. Rán fór til Djúpavogs og þangað sótti þyrla frá varnarliðinu Hafstein, en ólendandi var á flugbrautinni á Djúpavogi vegna veðurs. Svo hvasst varaf vestri á laugardags- kvöld, að þyrlan var tvo tíma austur, en þrjá og hálfan tíma frá Djúpavogi til Reykjavíkur. Haf- steinn missti meðvitund við slys- ið, en kom til sjálfs sín í flutningunum. Ilann var lagður inn á gjörgæzludeild Borgar- spítalans, þar sem líðan hans var í gærkvöldi sögð sæmileg eftir atvikum. Slysið varð laust fyrir klukkan hálf tíu á laugardagskvöld. Rán var að veiðum, sem fyrr segir, og fékk Hafsteinn höggið er hann var að slá úr blökkinni. Ófært var inn til Hafnar í Hornafirði svo Rán fór til Djúpavogs og kom þangað um míðnættið. Þar var ólendandi á flugbrautinni vegna hliðarvinds, en um ellefuleytið var leitað til Slysavarnafélags íslands, sem sneri sér til varnarliðsins, sem sendi þyrlu til Djúpavogs og Herkúles-flugvél með eldsneytis- BÚH: birgðir fyrir þyrluna. Var þyrlan tvo tíma austur til Djúpavogs, en vegna hvassvirðis af vestri tók suðurleiðin 3V2 tíma, en í sjúkra- hús í Reykjavík var Hafsteinn kominn klukkan rösklega sex ásunnudagsmorgun. 3,8 miHj. kr. vegna land- helgisbrots SKIPSTJÓRINN á Heimaey VE 1 var dæmdur í 800 þúsund króna sekt og afli að verðmæti 550 þúsund krón* ur og veiðarfæri að verð- mæti 2,5 milljónir króna gerð upptæk vegna land* helgisbrots út af Eystra Horni á laugardag. Varðskipið Ægir kom að Heima- ey að veiðum um 1,3 sjómílur innan leyfilegra marka út af Eystra Horni. Farið var með bátinn til Eskifjarðar þar sem mál skipstjórans var tekið fyrir og viðurkenndi skipstjórinn brot sitt. Bæjarstjórnar- fundur í dag — kosið í útgerðarráð Útifundur herstöðvarandstæðinga: 1800 manns segja mynd- ir — 7000 segja þeir „ÞAÐ voru um 7000 manns á útifundinum á Lækjartorgi cftir að göngunni Iauk,“ sagði talsmaður Samtaka herstöðvar- andstæðinga þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, en Keflavíkurgangan var á laugardag. 'Fjölda fundar- manna er hægt að telja á meðfylgjandi mynd, að mestu, og samkvæmt talningu Morg- unblaðsins eru þeir um 1800 talsins. Veður var slæmt og slíkir fundir hafa oft verið fjölmennari. Farið var til Keflavíkur kl. 7 að morgni laugardags og frá hliðinu að Keflavíkurflugvelli lögðu 600 manns af stað gang- andi til Reykjavíkur. Áð var nokkrum sinnum á leiðinni, fyrst við Vogastapa, og þegar komið var til Hafnarfjarðar var haldinn stuttur útifundur, sem að sögn talsmanna herstöðvar- andstæðinga sóttu um 2000 manns. Síðan var stanzað í Kópavogi en þar voru flutt stutt ávörp. Þar fjölgaði nokkuð í göngunni og fólk bættist við allt þar til komið var niður á Lækjartorg rétt um kl. 10 á laugardagskvöld. Á útifundin- um flutti Magnús Kjartansson alþingismaður ræðu og Ás- mundur Ásmundsson, formaður miðnefndar Samtaka hernáms- andstæðinga, las ávarp mið- nefndarinnar. Þá barst fundin- um fjöldi skeytaa sem lesinn var upp á fundinum. Greiðsla útflutningsbóta og niðurgreiðslna beint til bænda: „ÞAÐ er bæjarstjórnarfund* ur á morgun, þar sem meðal annars verður kosið út* gerðarráð og ég reikna með að mál Bæjarútgerðarinnar og starfsfólks þess komi þar til umræðu en það hefur ekki verið gengið frá nein- um tillögum til lausnar málinu,“ sagði Árni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, er Mbl. spurði hann um Bæjarútgerðarmál- ið í Hafnarfirði og hvort bæjarfulltrúar hefðu ákveð- ið svör við tillögu þeirri, sem starfsfólkið samþykkti á fundi sínum, þar sem það felldi siðari sáttatillögu bæjarstjórnar í málinu. „Ég hef ekki trú á því að þetta mál leysist nema fyrir tilstilli bæjarstjórnarinnar," sagði Árni Grétar. „Og því mun ekkert gerast fyrr en að loknum fundi bæjarstjórnar- innar á morgun." „Það er ekkert nýtt að frétta af deilunni og verður vart fyrr en eftir bæjar- stjórnarfund, sem haldinn verður á morgun kl. 17“, sagði Hallgrímur Pétursson formaður Hlífar þegar rætt var við hann. „Eitt aðalefnisatrið- ið, sem við skoðum” — segir Gunnar Gudbjartsson, sem sæti á í nefnd, er f jallar um leidir til lausnar vanda landbúnaðarins „SPURNINGIN, hvort sú leið verður farin að greiða útílutn- ingsbætur og þá hugsanlega einnig eitthvað af niðurgreiðslum Ráðherrar Alþýðubandalags vorið 1974: Stódu ad 12% rýrnun kaupmáttar — síðustu 3 mánuði valdaferfls síns VORIÐ 1974 stóðu ráðherr- ar Alþýðubandalagsins, þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson, að því að rýra kaupmátt laun- þega um 12% á síðustu þremur mánuðum valda- tíma vinstri stjórnarinnar. Þessi kjaraskerðing kom fram með þeim hætti, að hinn 1. marz 1974 hækkaði kaup verkafólks að meðal- tali um 27%. Hækkun fram- færsluvísitölu nam rúm- lega 19% frá 1. febrúar til 1. maí. Hluti þessarar hækkunar kom fram á siðustu fjórum vikunum áður en nýir kjarasamn- ingar voru gerðir en á móti kom, að verulegar verð- hækkanir urðu eftir 1. maí og var talið á þeim tíma, að þetta tvennt jafnaðist upp. Vinstri stjórnin greiddi niður með peningum, sem ekki voru til í ríkissjóði á þeim tíma, rúmlega 7% af hækkun framfærsluvísitölu en eftir stóðu þá 12%, sem kaupmáttur hafði rýrnað um frá 1. marz. Þessa rýrnun áttu launþegar að fá bætta með vísitöluhækkun- um 1. júní 1974 en með bráðabirgðalögum, sem vinstri stjórnin setti, var þessi vísitöluhækkun tekin af launþegum. Ráðherrar Alþýðubandalagsins stóðu því að 12% kjaraskerðingu með þessum hætti síðustu þrjá mánuðina, sem þeir sátu við völd. beint til bænda, er eitt aðalefnis- atriðið, sem við í þeirri nefnd, er landbúnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur um leiðir til lausnar markaðs- og framleiðslu- málum landbúnaðarins, erum nú að skoða. Tími okkar fram að þessu hefur mest farið í öflun upplýsinga en þess er að vænta að við reynum að láta tillögur fara frá okkur um mitt sumar,“ sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda í samtali við blaðið í gær en hann á sæti í nefnd, sem landbúnaðarráðherra skipaði á liðnum vetri að tillögu Búnaðarþings til að gera tillögur eins og áður sagði um lausnir á markaðs- og framleiðsluvanda- málum landbúnaðarins. Eiga sæti í nefndinni sex bændur, þrú tilnefndir af Búnaðarfélagi ís lands og þrír af Stéttarsamband inu en formaður nefndarinnar ei Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu neytisstjóri. „Meðan nefndin er enn ai störfum er lítið hægt að ræð: þessa hugmynd efnislega. Aðra leiðir, sem til skoðunar eru, hvor rétt sé að leggja á fóðurbætisgjali og hvernig þeirri gjaldheimtu yrð hagað, hvort rétt sé að taka upi kvótakerfi og í hvaða mynd, hvor hægt sé að nota jarðræktarfram lögin með einhverjum hætti til ai mæta þessum vanda og þá hvor hægt sé að beita lánamálunum þessu sambandi. Eins og ég sagð áðan höfum við aðeins verið ai afla gagna til að geta myndai okkur skoðanir á raunhæfun grunni og nú er t.d. verið að kann: skiptingu bænda eftir innlegg þeirra að magni til,“ sagði Gunnai að lokum. N eskaupstaður: Miklar skemmdir á gróðri af völdum veðurs Neskaupstað 12. júní GEYSILEGT hvassviðri af norð- vestri gerði hér um helgina og á sunnudag gekk sjórok yfir allan bæinn og olli geysimiklum skemmdum í görðum, bæði á trjágróðri og blómum, en gróðu var óvenju langt kominn. Einnig skemmdust tvær litla trillur í veðrinu og Börkur, sem 1 í innri höfninni, losnaði frá e óhappalaust gekk að binda skipi aftur- Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.