Morgunblaðið - 13.06.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 13.06.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNÍ 1978 ísland úr NATO Herinn burt Skoðun Kínverja „Egyptar, Súdanir og Sómalir ráku sovéska sérfræöinga k brott eða rufu fyrir fullt og allt samninga sína við Sovétríkin til að vernda sjálfstæði sitt og þjóðlega virðingu. íbúar Zaire, sem á síðasta ári hrundu árás þeirri, sem Sovétmenn stóðu á bak við og framkvæmd var af málaliðum, veita nú hetjulegt viðnám gegn árás málaliða, sem Sovétmenn og Kúbumenn hafa á sínum snærum ... Þau (Sovétríkin) hafa einnig raðað herskipum sínum þannig í Barents-hafi, Norðursjó, Eystra- salti og Miðjarðarhafi, að þau mynda nú umgjörð um Vest- ur-Evrópu. í stuttu máli hafa þau skipulagt og búið venjulegan herafla sinn með þeim hætti, að hann geti gert skyndiárás á Vestur-Evrópu ... Augljóst er, að hnattræn hern- aðarleg markmið Sovétríkjanna eru þau að ráða yfir og einoka Evrópu, að veikja og þurrka út áhrif hins risaveldisins hvarvetna í heiminum og að lokum útrýma því 'og sölsa allan heiminn undir sig. Staðreyndir sýna, að þetta risaveldi, sem er svo ósvífið að Kína, flutti á auka-allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um afvopn- unarmál í New York 29. maí s.l. Ráðherrann færði rök fyrir þeirri kenningu kínversku stjórn- arinnar, að þriðja heimsstyrjöldin sé óhjákvæmileg. A einum stað kemst hann þannig að orði, að menn megi ekki byggja vonir sínar um frið á afvopnun. Ein af meginforsendunum fyrir því, að friður haldist, sé, að þjóðir heims séu fræddar um styrjaldarhætt- una og orsakir hennar. Það verði að búa þær undir árásarstyrjöld. Þeim mun betur, sem þær séu undirbúnar, því minni líkur séu á því, að stríðsæsingamennirnir láti til skarar skríða. Viðhorf Bandaríkjastjórnar í ræðu, sem Carter, Bandaríkja- forseti, flutti í síðustu viku og kynnt var sem meiriháttar stefnu- ræða um utanríkismál, sagði hann, að Sovétríkin gætu „valið milli átaka eða samvinnu" í samskipt- um sínum við Bandaríkin. Með þessum orðum gaf forsetinn Kremlverjum til kynna, að lang- lundargeðið gegn yfirgangi þeirra sé ekki takmarkalaust. Hann færði frekari rök fyrir máli sínu með þessum orðum: Björn Bjarnason Mat Bandaríkjaforseta í þessu efni er í samræmi við almenna niðurstöðu nýlegs leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Wash- ington. Stjórnmálamenn, sérfræð- ingar og herforingjar á Vestur- löndum eru samdóma utn það, að gífurleg aukning á hernaðarmætti Sovétríkjanna í Evrópu verði alls ekki skýrð út frá varnarþörf þeirra. Álit Afríkuleiðtoga í viðtali sem birtist í síðasta hefti Newsweek segir einn virtasti Péturs mikla Rússakeisara. Sovét- menn minnast þess, að Lenín ritaði eitt sinn: „Sá sem ræður yfir Afríku ræður Evrópu." “ í viðtalinu leggur Senghor á það áherslu, að hann sé sósíalisti og lýðræðissinni. Hann hafi ávallt fagnað bættri sambúð Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. En til þess að hún geti þróast verði báðir aðilar að þrá friðinn af einlægni. Senghor segir, að það sem sé að gerast í Afríku um þessar mundir, sé fyrsti hluti þriðju heimsstyrj- aldarinnar. Málsvörn Þjóðviljans Fróðlegt er að kynnast því, hvernig talsmenn „þjóðfrelsis" hér á landi leggja sig fram um að bera blak af hernaðaríhlutun kommún- ista í Afríku. Samhliða reyna þeir að gera sem minnst úr hernaðar- mætti Sovétríkjanna. Til að sjá þetta svart á hvítu er nóg að fletta Þjóðviljanum s.l. sunnudag og lesa grein Arna Bergmanns: „Satt og logið um valdajafnvægið í heimin- um“. Ef til vill er hættulegt að taka mikið mark á grein, sem rituð er undir slíkri fyrirsögn, engu síður skal gripið niður í hana. Árni segir: inga í þessum löndum við Sovét- ríkin. I þriðja lagi er því alltaf sleppt að Sovétríkin hafa ekki aðeins eignast pólitíska banda- menn. Þau hafa misst samherja og eignast nýja andstæðinga." Málsvörnin er einföld en ósann- færandi: Allt má gera í nafni „þjóðfrelsis". Bandaríkin eru blóraböggullinn. Úr því að Rauði herinn er rekinn úr einu landi má hann athafna sig í öðru. Líklega hefur meiri þjónkun gagnvart hernaðarbrölti Sovétríkjanna ekki verið opinberuð í „málgagni þjóð- frelsis" á íslandi síðan innrásin var gerð i Tékkóslóvakíu 1968. Aðdáendur Kúbu Úr því að Sovétríkin njóta þessa álits fyrir hernaðaríhlutun sína í Afríku geta menn gert sér í hugarlund, hve aðdáunin á Kúbu hlýtur að hafa vaxið. Kúbumenn telja sig í forystu- sveit þeirra ríkja, sem standa utan hernaðarbandalaga — þau eru stundum nefnd hlutlaus ríki eða óháð. Þau hafa með sér sérstök samtök og hittast leiðtogar þeirra af og til í því skyni að ræða heimsmálin. Ekki síst láta þeir mikið af friðarviðleitni sinni. Líklega er það þó svo, að það eru Huang Hua Carter Senghor Árni Bergmann nota sósíalismann sér til fram- dráttar, er árásargjarnara og bíræfnara en hitt risaveldið; það er hættulegasta uppspretta nýrrar heimsstyrjaldar og verður áreið- anlega aðalupphafsmaður hennar...“ í þessum orðum er alþjóðlegum markmiðum Sovétríkjanna ekki lýst með neinni tæpitungu. Þetta eru glefsur úr ræðu þeirri, sem Huang Hua, utanríkisráðherra „í huga Sovétmanna virðist slökun spennu þýða stöðuga sókn- arbaráttu til að bæta pólitíska stöðu sína og auka áhrif sín á margvíslegan hátt. Sovétmenn telja hernaðarvald og hernaðarað- stoð greinilega bestu leiðina til að auka áhrif sín í öðrum löndum. í augum annarra þjóða eru hernað- arumsvif Sovétríkjanna alltof mikil — langt umfram réttmætar þarfir í þágu eigin varna og bandamanna sinna.“ þjóðarleiðtogi í Afríku L.S. Seng- hor, forseti Senegal, m.a.: „Það eru meira en 40.000 Kúbumenn í Afríku um þessar mundir. Haldi Vesturlönd áfram að láta þróun mála afskiptalausa verða Aust- ur-Þjóðverjar mjög bráðlega einn- ig í Afríku — og liðsafli hins alþjóðlega kommúnisma mun leggja alla Afríku undir sig. Rússar hafa hagað sér mjög kænlega í Afríku. Þeir hafa fylgt gamalli útþenslustefnu í anda „Það er t.d. sagt: Rússar sækja allsstaðar fram með áhrif og ítök og við megum ekki leggja þeim lið. Þá er minnt t.d. á Kúbu, Víetnam og Angólu sem dæmi upp á úrþenslu (sic) sovéskra áhrifa. í þeirri romsu felst í fyrsta lagi fyrirlitning á þeim hreyfingum sem þjóðfrelsis- og byltingarbar- áttu hafa háð í þessum löndum. í annan stað er því gleymt að það er einmitt bandarísk heimsvalda- stefna sem tryggir samband bylt- einmitt ríkin úr þessum hópi, sem einna helst hafa átt í styrjöldum undanfarin ár bæði innbyrðis og við aðra. Málflutningur baráttu- manna fyrir íslensku „þjóðfrelsi" verður varla skilinn á annan veg en þann, að þeir vilji, að þjóðin skipi sér í flokk með þessum ríkjum, þegar þeir hafa komið henni úr Atlantshafsbandalaginu. Kúbumenn hófu hernaðarlega íhlutun í málefni Afríku, þegar þeir sendu herlið og sérfræðinga Stríðni og spurningarmerki Halldór S. Stefánsson> GALDUR OG GLÓALDIN Útgefandit Ljósbrá 1977. Jóhannes Sigurjónsson alias James McCooli ÆPT VARLEGA! Útgefandi: höfundur 1978. Letur fjölritaði báðar ha'kurnar. GALDUR og glóaldin er safn Ijóða úr syrpu Halldórs S. Stefánssonar elsta ljóðið frá árinu 1951 yngsta ort í fyrra. Halldór er kunnur fyrir þýðingar sínar, einkum úr dönsku, eri um þessar mundir er hann að lesa framhaldssögu í útvarp sem hann hefur þýtt og er hún eftir Finn Söeborg. Lesendur Lesbókar Morgunblaðsins ættu að kannast við hann því að í Lesbók hafa birst fjölmargar þýðingar eftir hann, einnig frumsamdar smásögur og fáein Ijóð ef ég man rétt. í Menntaskólanum á Akureyri setti Halldór saman kvæði í anda róttækra ungra manna um „amer- íska kúgun" og „innlenda mamm- onsdrottna". Þetta kvæði vakti deilur í skólanum vegna innihalds- ins, en ekki mun það hafa þótt tíðindum sæta að öðru leyti. Sagan kringum kvæðið er rifjuð upp í Galdur og glóaldin auk þess sem það er birt í heimildarskyni væntanlega. Félagslegur boðskapur er Hall- dóri ofarlega í huga samanber nýlegt ljóð sem hann nefnir Rökfræði. Þar er „Rússagrýlan" á dagskrá. Annars yrkir Halldór um hitt og þetta. Hann á jafnvel til að vera dálítið nýtískur, enda segist hann hafa gengið í lið með ungum skáldum sem hófu að yrkja órímað um og eftir 1950. Tök á yrkisefnum eru tilviljunarkennd hjá Halldóri. Honum lætur ekki ljóðagerð vel. Engu að síður eru hér erindi á stöku stað fyrir utan ljóð sem flokkast undir „stríðni" sem gætu bent til þess að Halldór yrði með tímanum frambærilegt skáld. Eitt ljóð,. Afi minn, er þokkalegt minriingaljóð, bernskumynd sem er að minnsta kosti efni í skáld- Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skap. Það spillir að vísu að orðfærið er í stirðara lagi: Ætli nokkra spýtu hafi rekið í nótt? Þannig hugsaði afi minn í morgunskímunni eftir norðan- garðinn. Hann gekk hægt um ströndina og gaf gætur að öllu; gleymdi ekki heldur þéttu hand- taki sem lukti smáa hönd lítils snáða í sigggrónum lófa — hlýjum. Enginn sagði flýttu þér tíminn var óræður. Gjöfular rekafjörur voru gull í greip, samt mundi hann allt og muldraði fyrir munni sér gömul stef sem aldrei urðu annað en minning og voru ei fest á pappír, enda hver hefði skilið þau? Jóhannes Sigurjónsson er ungur höfundur, fæddur 1954, með passa frá Birgi Svan Símonarsyni: „Hann setur spurningamerki við patentlausnir og hugmyndafræði- leg umferðarmei <vi“. Þótt Jóhann- es hafi sosum nóg að segja vill hann æpa varlega að hætti Andrésar andar. Fá ljóð hans eru heilleg, en í þeim er ljóðræn glóð sem lofar góðu. Jóhannes er efasemdamaður eins og mörg ljóðanna gefa til kynna, til dæmis Billy Liar: Mín stund var runnin ég starði á opnar dyr. Ég sá um dyrnar svartamyrkur úti hvar svarið beið. Ég óttaðist myrkrið afréð að bíða dags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.