Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 17
i MORGUKBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 17 arðbærust eru. Mismunun í vaxtakjörum og öðrum kjör- um útlána milli atvinnu- greina sé að fullu afnumin. Afurðalánakerfið sé endur- skoðað og dregið úr sjálfvirk- um útlánum. Frelsi í verð- tryggingu fjárskuldbindinga sé aukið. Erlendar skuldir verði ekki auknar frá því sem orðið er. Að því skapi sem verðbólga fer minnkandi, verði lánakjör íbúðabygginga og atvinnuvega gerð hag- stæðari og myntbreyting framkvæmd til staðfestingar fengnum árangri. 3) Ríkisfjármálum sé beitt af alefli til að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Stefnt sé að verulegum tekju- afgangi ríkissjóðs og skulda- lækkun í góðæri. Skattar séu lagðir fyrst og fremst á eyðslu en ekki tekjur. Virðis- aukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda sé komið á. Verkefni og starfsemi opin- berra aðila séu endurskoðuð í hagræðingarskyni og til að minnka umsvif ríkisins. Starfsemi sé flutt frá ríki til sveitarfélaga, almennings- hlutafélaga og annarra aðila, þar sem það á við, og skipulagi opinbers rekstrar breytt í það horf, að áhrif ábyrgðar og samkeppni geti notið sín. Þjóðhagsáætlunar- gerð til nokkurra ára verði tekin upp, er marki almennt svigrúm til neyslu og frahi- kvæmda. 4) Stuðlað sé að virkri samkeppni og frjálsri verð- myndun. Gjaldeyrisreglum sé breytt í því skyni að gera þær sem fjálslegastar, ekki síst reglum um ferðagjaldeyri. Áfram sé haldið á þeirri braut að auka frelsi í inn- flutningi í öllum greinum. 5) Stuðlað sé að gerð raun- hæfra kjarasamninga. í því skyni sé stofnað til samráðs- vettvangs launþega, vinnu- veitenda og ríkisstjórnar. Leitast sé við að tryggja að launasamningar næstu ára, ásamt þeirri stefnu sem fylgt er í peninga- og fjármálum, leiði til minnkandi verðbólgu í áföngum. Jafnframt ein- beiti þessir aðilar sér í sameiningu að örvun fram- leiðniaukningar, sem er eini varanlegi grundvöllur batn- andi lífskjara. Um leið sé vísitölukerfið endurskoðað og leitað nýrra leiða til að tryggja að tekjur launþega séu í eðlilegu samræmi við þjóðartekjur og hag atvinnu- vega án síhækkandi verðlags og kaupgjalds. í samráði við aðila vinnumarkaðarins sé vinnulöggjöf, starfsemi sáttasemjara og sáttanefnda endurskoðuð og þess freistað að frjálsir launasamningar geti samræmst minnkandi verðbólgu. Nýtt skeiö ffram- fara og aukinn- ar veimegunar Verði þeirri stefnu hiklaust framfylgt, sem hér hefur verið lýst, mun reynast unnt að vinna bug á verðbólgunni á næstu árum. Grunnur væri þá lagður að nýju skeiði framfara og aukinnar vel- megunar. Mestu máli skiptir þó, að íslendingar hefðu sýnt það í verki, að þeir gætu ráðið málum sínum af ráð- deild og skynsemi í frjálsu ríki lýðræðis og jafnréttis. Sjálfstæðisflokkurinn heit- ir í komandi kosningum á stuðning þjóðarinnar við þessa stefnu. Fyrir sitt leyti mun hann láta framkvæmd hennar sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru og leita víðtæks stuðnings annarra stjórn- málaflokka og samtaka laun- þega og atvinnuvega til þess að hún geti náð fram að ganga. Hannes H, Gissurarson: Er Napóleon félagi í Alþýðuflokknum? Olafur Björnsson, prófessor í hagfræði, reit fróðlega grein sl. laugardag í Mbl., Félagshyggja og félagi Napóleon. Kenning hans var þessi: „Undan pilsfaldi félags- hyggjunnar gægist bæði hér á landi og annars staðar óhugnan- legur nánungi, sem ég vel að kalla nafni söguhetjunnar í hinni al- kunnu bók Orwells, en efni hennar er íslenzkum sjónvarpsáhorfend- um kunnug, auk þess sem bókin hefur verið þýdd á íslenzku. Sumir leggja nefnilega þá merkingu í orðið félagshyggja að hún sé í rauninni fallegra nafn á alræðis- hyggju eða þeirri stefnu, að í stað markaðsbúskaparins komi undir nafninu áætlunarbúskapur eða ^inhverju þess háttar ákvörðunar- tekt opinberra aðila á svokölluðum „félagslegum“ grundvelli." Við spyrjum: En hvers vegna er slíkur „áætlunarbúskapur" óæskilegur? Og svörum: Vegna þess að ein- staklingarnir eiga að taka ákvarðanir sjálfir um þarfir sínar, en ekki nefndakóngar og ráða- menn ríkisins fyrir þá. Þeir menn, sem sitja í nefndum og ráðum ríkisins, hafa eins og Ólafur segir í grein sinni ekkert „sjötta skilningarvit“ til þekkingar 'á Kjartan Jóhannsson. varaformaður Alþýðuflokksins og efnahags- málamaður hans. þörfum einstaklinganna. Þeir hljóta því að miða við þarfir sínar. þegar þeir taka ákvarðanir fyrir aðra. Og Ólafur sýnir fram á það, að „áætlunarbúskapurinn", sem var rekinn á íslandi ósællar minningar, fjötraði einstaklingana — allan almenning — við þarfir valdsmannanna. En þessum haftabúskap var hætt í áföngum 1950 og 1960 að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins. í þessum kosningum kenna þrír flokkar sig við félagshyggju, Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn. Alþýðuflokkurinn hefur hnuplað mörgum skynsamlegum tillögum til lausnar efnahagsvandanum frá Sjálfstæðisflokknum, og því telja sumir sjálfstæðismenn það ekki frágangssök að kjósa Alþýðuflokk- inn. En hvað segir í stefnuskrá Alþýðuflokksins, sem var sam- þykkt árið 1976? „Samfélagseign í þessum mynd- um — þjóðnýtingu í víðustu merkingu — vill Alþýðuflokkur- inn auka og finna henni sem lýðræðislegust form. Við hlið miðstýrðs áætlunarbúskapar er hún aðalstoð þess lýðræðislega efnahagslífs sem jafnaðarmenn vilja." Alþýðuflokkurinn krefst í stefnuskrá sinni þjóðnýtingar og miðstýrðs áætlunarbúskapar bein- um orðum. Og allir þeir, sem kjósa fremur frelsi einstaklinganna til að taka sjálfir ákvarðanir en vald ráðamanna og nefndakónga til að taka þær fyrir þá, hljóta að spyrja: Er Napóleon, söguhetja Orwells, félagi í Alþýðuflokknum? Komdu og. finndu þorðið sem hentar þer Borð við allra hæffi. sporöskjulöguð hring- fformuð og ferkönntuð. Margar stærðir og fjölbreytt litaúrval. Komdu og finndu borðið sem hentar þér. stAlhúsgagnagerð STEINARS HF. SKEIFUNNI 8 REYKJAVIK SIMAR 33 5 90 & 3 5110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.