Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 FRAKKAR OG UNGVERJAR VERÐA AÐ HALDA HEIM LEIKUR Frakka og Ungverja á laugardaginn byrjaði ekki á réttum tíma, og er það fyrsti leikurinn í HM sem ekki hefst á mínútunni. Ástæðan var sú að bæði liðin komu til leiks í hvítum búningum. Senda varð lögreglubifreið eftir búningum til félagsliðs í nágrenninu til að bjarga við málunum. Þetta sýndi best hve litla þýðinjtu leikurinn hafði fyrir bæði liðin, en hvorujít þeirra átti mönuleika á að halda áfram í keppninni. Nú var aðeins um hið franska stolt að ræða. Er leikurinn hófst kom í ljós að Frakkar, sem nú léku mjöK afslappaðir, léku stórvel oft voru nánast óþekkjan- iegir frá fyrri leikjum sínum í keppninni. Fyrsta mark Frakka kom á 20. Argentina'78 mínútu er Christian Lopez skaut af 25 metra færi, Of; þrumuskot hans hafnaði í samskeytum marksins. Færðist nú mikið líf í leikinn og var hann vel leikinn af báðum liðum. Frakkar sköpuðu sér þó hættulefiri tækifæri og léku oft mjöf; vel saman. Á 37. mínútu léku Frakkar unf;versku varnarmenn- ina grátt og eftir ftlæsilegan samleik komst Marc Berdoll einn innfyrir vörnina, lék á unf;verska markvörðinn of; skoraði. Ungverj- ar náðu að minnka muninn með rnarki Zombori á 41. mín., en aðeins einni mínútu síðar skora Frakkar sitt þriðja mark, eftir að þvaf;a hafði myndast við mark tinpverja of; Rócheteau potaði knettinum í netið. Þannif; var staðan í leikhléi 3—1. Síðari hálfleikur var ekki eins vel leikinn ok er líða tók á mátti sjá að leikmenn fóru sér að engu óðslega. Leikurinn endaði 3—1, ekkert mark var skorað í síðari hálfleik. Þjálfari Frakká sagði eftir leikinn að þéir þyrftu ekki að vera óánægðir. Þeir hefðu verið í besta riðlinum og sýnt góða leiki á móti Argentínu og nú á móti Ungverj- um. Þá sagði hann að knattspyrn- an í úrslitunum ætti eftir að verða mun betri en sést hefði til þessa. LIÐ FRAKKLANDS, Dropsy, Janvion. Tresor. Lopez. Bracci. Petit. Bathenay. Papi. (Platini) Rocheteau. (Dider Six) Berdoll. Rouyer. LIÐ UNGVERJALANDS. Gujdar. Martos.. Balint. Kereki. Jozef. Nyilasi. Pinter, Zombori. Paszai. Torozsik, Nagy. DÓMARIt Armando Coeino Brasiliu. • Markvörður Mexíkó. Pedro Soto Morrio. niðurbrotinn er cnn eitt markið heíur verið skorað hjá honum. Að þessu sinni var það hinn pólski Zbignew Bonick sem fann leiðina í netið hjá Mexikönum. (Símamynd AP) Pólverjar efst- ir í öðrum riðli • Markið sem fleytti Brasilíumönnum í átta liða úrslitin. Robcrto skorar sigurmarkið gegn Austurríki. (Símamynd AP) Vamarieikur Bras- ilíu aðall liðsins LOKSINS tókst Brasilíu að ná sigri. Þeir sigruðu Austurríkismenn 1-0 á Mar Del Plata leikvanginum í Buenos Aires á sunnudag. Meö sigri sínum hlutu Þeir fjögur stig í riðlinum, jafnmörg og Austurríkismenn. Austurríki hefur samt hagstæðara markahlutfall og er pví í efsta sæti. Það var Carlos Roberto De Oliveira sem skoraði sigurmark Brasilíu- manna eftir stórkostlegan samleiks- kafla þeirra á 75. mínútu leiksins. Af aðeins 12 metra færi náði hann að skjóta með vinstra fæti föstu skoti sem hinn annars ágæti markvörður Austurríkis réði ekki við. Austurríkismenn léku varnarleik, og voru aðeins með tvo framherja. Náðu þeir aldrei að gera neinn usla í hinni sterku vörn Brasilíumanna. Fjórar breytingar voru gerðar á liði Brasilíu og einn af þeim sem kom inn í liöið var Carlos Roberto sem skoraði markið. Brasilíumenn sóttu mun meira allan leikinn og áttu nokkur allgóð marktækifæri, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Á 28. mínútu fyrri hálfleiks áttu Brasilíumenn auka- spyrnu við vítateigslínu. Mendonca tók spyrnuna og náði að skjóta framhjá varnarveggnum en Koncilia bjargaöi vel. Fimm mínútum síðar fékk Mendonca besta tækifæriö í öllum leiknum en með úthlaupi tókst markverði Austurríkis að bjarga. Austurríkismenn áttu sárafá tæki- færi í leiknum enda lítil áhersla lögð á sóknarleikinn. Hinn snjalli Krankl mátti sín lítið óstuddur í framlínunni. Er leiknum lauk var Brasilíumönn- um ákaft fagnaö af fjölda áhorfenda, og mikil gleöi braust út í Brasilíu. Eftir leikinn sagöi þjálfari Brasilíu að lið sitt hefði sýnt framfarir en yrði 1. riðill LOKASTAÐAN í 1. riðli varð Dessí: PÓLVERJAR sigruðu Mcxico 3—1 í öðrum riðli IIM keppninnar í Argentínu á laugardag. ,Með sigri si'num hrepptu þeir fyrsta sætið í riðlinum og fengu fimm stig. V Þjóðverjar hlutu annað sætið með fjögur stig. Lið Póllands hefur staðið sig vel í keppninni ofj má búast við því að þcim takiht að verða í einu af efstu sætunum. I IIM keppninni í V-Þýskalandi höfnuðu þeir í þriðja sæti. Fyrstu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks tóku leikmenn beggja liða lífinu með ró. Mexico-menn vissu að sigur dygði þeim skammt og léku því án allrar taugaspennu. Pólverjum dugði jafntefli til að komast áfram og lögðu áherslu á sterkan varnarleik. Það var Sanches frá Mexico sem átti fyrsta skot Ieiksins á áttundu mínútu, en rétt framhjá. Fjórum mínútum síðar var framlínumaður hjá Mexico felldur gróflega inni í vítateig en dómarinn sá ekki ástæðu til að flauta. Smátt og smátt náðu Pólverjar góðum tök- um á leiknum og fóru að sækja meira. Markið lét samt standa á sér, og það var ekki fyrr en í lok fyrri hálfleiks, er aðeins þrjár mínútur voru til hlés, að Zbigniew Boniek skoraði eftir frábæra sendingu frá Lato. Boniek var aðeins átta metra frá marki og réði markvörðurinn ekkert við skotið. Lið Mexico var mjög breytt frá leiknum við V-Þýskaland. Alls voru gerðar sex breytingar á liðinu. Kom það mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og var ákaft hvatt af fjölda áhorfenda. Lék liðið vel og skapaði sér fljótt góð marktækifæri. Á 51. mínútu leiks- ins jafnaði svo Victor Rangle fyrir Mexico. Kom mark þetta eftir mikinn einleik hjá Flores sem lék hvern varnarmanninn á fætur öðrum mjög grátt, og sendi svo knöttinn inn á Rangle sem gat varla annað en rennt knettinum í netið. Fimm mínútum síðar not- fæíði fyrirliði Pólverja, Kazimierz Deyna, sér til hins ítrasta upp- lausn í vörn Mexico og skoraði með skoti af löngu færi, óverjandi fyrir markvörðinn. Síðasta hluta leiksins sóttu svo Mexicomenn og tvívegis var brotið illa á framlínumönnum þeirra inni í vítateig án þess að dómarinn dæmdi. í annað skiptið var Ortega felldur mjög illa og hefði umsvifa- laust átt að dæma vítaspyrnu. Fékk dómarinn líka ófagrar kveðjur frá áhorfendum sem púuðu og flautuðu án afláts á hann það sem eftir var leiksins. Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 83. mínútu og enn var þar að verki Boniek, sem öllum að óvörum sendi þrumufleyg langt utan af velli, í net Mexicomanna. Var glæsilega að þessu marki staðið, Heldur dofnaði yfir leiknum við markið og eftir þetta tóku Pólverj- ar litla áhættu. LIÐ PÓLLANDS, Tomaszewski, Szyman- owski. Zmuda. Gorgon, Rudy, Kasperczak, Masztaler, Deyna, Boniek. Iwan. Lato, (v - Luhanski). LIÐ MEXICOt Soto, Flores, Cisneros, Gomes. Vazqez, Tores. Cucllar. Cardenas. Ortega. Itangel, Sanches. (vm Mendizabal). DÓMARL Jafar Namdar. íran. að gera betur ef þeir ætluöu sér að sigra. Varnarleikur liösins var aðall þess í þessum leik og sá besti sem það hefur sýnt. Nú þarf að brýna sóknarleikinn. Nú hefst keppnin fyrir alvöru — og nú fer að sjást falleg knattspyrna, sagði Couthino. Liö Brasiliu, Leao. Toninho. Oscar, Amaral. Rodriquez. Neto, Cerezo. Batista. Jortje. Gil. Roberto. Dirceu. Lið Austurrfkis, Koncilia. Sara. Ober mayer. Breienberxer. Pezzey. Hickersbenr er. Prohaska. Krnakl. Kreuz, Jara. Krieiter. Dómarl, Roherto Wurtz frá Frakklandi. Argentína Frakkland — italía Argentína Frakkland Ungverjaland Italía 0—1 Ungverjaland 3—1 3 3 0 0 6—2 6 3 2 0 1 4—3 4 3 1 0 2 5—5 2 3 0 0 3 3—8 0 2. riðill Lokastaðan í 2. rióli varð pessí: Austurríki — Brasilía 0—1 Spánn — Svípjóó 1—0 Austurríki 3 2 0 1 3—2 4 Brasilía 3 1 2 0 2—1 4 Spánn 3 111 2—2 3 Svípjóó 3 0 12 1—3 1 3. riðill Lokastaðan í 3. rióli varó pessi: Túnis — Vestur-Þýzkal. 0—0 Pólland — Mexíkó 3—1 Pólland 3 2 1 0 4—1 5 V-Þýzkaland 3 1 2 0 6—0 4 Túnis 3 111 3—2 3 Mexíkó 3 0 0 3 2—12 0 • Perúmaðurinn Cubil- las er nú markahæsti leikmaður Heimsmeist- arakeppninnar í Arg- entínu og ýmsir spá því að hann verði marka- kóngur keppninnar. Úr því fæst skorið síðar í mánuðinum. 4. riðill Lokastaðan í 4. riðli varö þessi: Perú — íran 4—1 Holland — Skotland 2—3 Perú 3 2 1 0 7—2 5 Holland 3 111 5—3 3 Skotland 3 111 5—6 3 íran 3 0 1 2 2—8 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.