Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Spánverjar lögðu Svía SPÁNVERJAR unnu sóðan sigur gegn Svíum, en þcgar upp var staðið skipti sigurinn engu máli, því að á sama tíma vann Brasilía lið Austurríkis og tryggði sig í átta liða úrslitin. Sigur Spánverja var naumur, 1—0, en eftir atvikum sanngjarn. Það voru lengst af Spánverjar sem gáfu tóninn og var sókn þeirra til muna þyngri, en bæði liðin fengu þó sín tækifæri. Ronnie Hellström varði snilld- arlega frá Gomez af stuttu færi og einnig frá Juanito, sem komst einn inn fyrir vörn Svía eftir laglega sendingu frá Cardenosa. Juanito skaut einnig yfir markið úr góðu færi og Alonso skallaði í þverslána. Síar léku mjög upp á það að senda háar sendingar á kollinn á Ralf Edström, en hann er ekki samur leikmaður og fyrr. Hann átti þó eitt dauðafæri í síðari hálfleik, en þá bjargaði Isidoro á mark- línu. Skömmu síðar var Ed- ström kippt út af og Benny Wendt settur inn á. Fáeinum mínútum síðar var Wendt kom- inn í gegn en Miguel Angel í markinu varði mjög vel. Hann varði einnig glæsilega þrívegis, fyrst frá Nordin, síðan frá Lennart Larson eftir horn- ÆBT- *'• "• ,-»v- spyrnu og að lokum þrumuskot frá Bo Larson. Sigurmarkið kom ekki fyrr en aðeins 15 mínútur voru til leiksloka, en þá áttu Spánverjar fallega sóknarlotu sem lauk með því að Asensi skoraði með góðu vinstri fótar skoti. Svíum tókst ekki að jafna metin og nokkuð sanngjarn sigur Spánverja var í höfn en sem síðar kom í ljós skipti hann engu máli. LIÐ SPÁNARi Angel, Marcelino, Riosca, Olmo (Pirri), San Jose, Uria, Asensi, Leal, Cardenosa Juanito, Santillana. LIÐ SVÍAi Hellström, Borg, Anderson, Nordquist, Erlandson, Larson, Larson, Sjöberg, Kanders (Linderoth), Nilson, Nordin, Edström (Wendt). DÓMARI. Biwersi frá V-Þýzkalandi. — 13 mörk 1958 Eusabio — 9 mörk 1966 Gerd Miiller — 10 mörk 1970 MarkakóngurHM frá ifiphafi IIIVERT skipti sem ÍIM kcppnin er yfirstaðin. lætur herramaður á miðjum aldri fara vcl um sig í húsbóndastólnum heima hjá sér og teygir sig eftir martini glasinu sínu, fær sér örlítinn sopa og brosir út í annað munnvikið. Metið mitt stendur ennþá hugsar hann með sér. Svona hcíur þetta verið fyrir Frakkann Just Fontaine síðan heitan sumardag í Svíþjóð fyrir tuttugu árum. Þá gerði Fontaine sér lítið fyrir og sendi knöttinn 13 sinnum í net andstæðinganna og stendur það met enn í dag. Næst honum hefur komist fallbyssan frá V-Þýskalandi Gerd Múller, sem náði að skora 10 mörk í Mexico. Kannski tekst einhverjum að hnekkja metinu í Argentínu, enn margir hallast að því að markmet Frakkans standi lengi enn. Lítum á hverjir hafa verið markhæstir í HM á undanförnum árum. England 1966: Eusabio (Portugal) 9 Haller (Vestur Þýskaland) 5 Beckenbauer (Vestur Þýs.) 4 Bene (Ungverjaland) 4 Porkujan (Sovét) 4 Hurst (Englandi) 4 Mexíkó 1970: Gerd Múller (Vestur Þýs.) 10 Jairzhino (Brasilía) 7 Cubillias (Perú) 5 Pele (Brasilíu) 4 Vestur Þýskaland 1974: Lato (Póilandi) 7 Edström (Svíþjóð) 5 Szarmach (Póllandi) 5 Rep (Hollandi) 4 Neeskens (Hollandi) 4 Gerd Múller (V-Þýskal.) 4 Arqentina78 Skotar báru höfuðið hátt er þeir gengu af velli — VIÐ vorum farnir að halda að okkur tækist að komast í átta liða úrslitin þegar staðan var 3—1, sagði fyrirliði Skofa eftir leik Hollands og Skotlands. Við heyrðum áköf hróp landa okkar á áhorfendapöllunum og þau hjálpuðu okkur mikið. En draumurinn • Miðherji skoska liðsins Joe Jordan er þarna í kröppum dansi við varnarmenn írans í leik Skota og íran sem endaði með jafntefli 1«1. stóð ekki lengi, Rep skoraði möguleikar okkar voru úti. Stolt skosku knattspyrnunnar fékk uppreisn er Skotum tókst að sigra Hollendinga í síðasta leik sínum í riðlakeppninni 3—2. Léku Skotar mjög góða knatt- spyrnu og voru nánast óþekkj- anlegir frá fyrri leikjum sínum í keppninni. Nú áttu 11 menn góðan leik og börðust vel, en í hinum fyrri voru einn eða tveir sem léku af einhverri getu en hinir sáust varla. Skotar hófu annað mark Hollendinga og leikinn af miklum krafti og strax á 5. mínútu átti Joe Jordan góðan skalla að marki en rétt yfir þverslána. Á 10. mínútu varð Neeskens að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla og kom það nokkuð niður á leik hollenska liðsins. Það var stjarnan Robby Rensenbrink sem náði foryst- unni fyrir Holland með því að skora úr vítaspyrnu á 34. Rensenbrink skoraöi 10OO markiðí HM ÞAÐ ERU 48 ár síðan fyrsta Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram, í Uruguay. Fyrsta mark keppninnar skoraði Bandarikjamaðurinn Mc Ghee, var það í leik Bandaríkjanna við Belgiu. Síðan þetta fyrsta mark var skorað hafa margar frægar stjörnur sont knöttlnn \ n?tl() í kcinisincistsrHkoppRlríiRÍ í knattspyrnu sem nú orðið er sjónvarpað um allan heim og dregur að sér slíkan fjölda sjónvarpsáhorfenda að það er með ólíkindum. í ieik Skota og Hollendinga skoraði vítaskyttukóngurinn Rob Rensenbrink 1000. mark keppninnar frá upphafi úr vítaspyrnu. Þar með skráði hann nafn sitt gylltum stöfum í sögu keppninnar. Cubillias skoraði aðeins tveimur mínútum síðar úr vítaspyrnu í leik Perú og íran 1001 markið. Hinn mikli knattspyrnusnillingur Péle skoraði 1000. mark á ferli sfnum úr vítaspyrnu, er Iið hans Santos lék á móti Vasco Da Gama í Brasilíu 1972. Rensenbrink mun fá ýmis konar verðlaun frá ýmsum fyrirtækjum í Argentínu fyrir að skora þetta sögulega mark. Sjaldan hafa 100 mörk verið skoruð á IIM en þó hillir undir það í keppninni í Argentínu. Þegar hún hófst voru mörkin í heild orðin 948. Sá sem hefur skorað flest mörk í einni keppni er Frakkinn Just Fontanie. alls 13 í Svíþjóð 1958. Það dugði samt ekki Frökkum til að vinna bikarinn. Brasiliumenn með Péle, Vava, Didi, og Garrincha í broddi fylkingar urðu heimsmeistarar. mínútu. Var þetta sögulegt mark þar sem þetta var 1000. mark HM keppninnar frá upp- hafi. Skotar létu þetta ekki á sig fá og léku stórvel og sóttu ákaft. ' Rétt fyrir lok hálfleiksins sendi Asa Hartford góðan bolta á Joe Jordan sem skallaði áfram á Kenny Dalglish sem sýndi snilldartakta er hann sendi knöttinn með miklum snúningi í netið. Síðari hálfleikur byrjaði með stórsókn af hálfu Skota, og áður en tvær mínútur voru liðnar tókst Graeme Souness að brjót- ast í gegn en brotið var gróflega á honum og samstundis dæmd vítaspyrna. Gemmill tók víta- spyrnuna af mikilli yfirvegun og stillingu og skoraði með glæsi- brag. Var nú komin mikil spenna í leikinn ekki síst vegna þess að Skotar yfirspiluðu Hol- lendinga á köflum og sóttu ákaft. Þegar 22 mínútur voru eftir af leiktímanum bættu Skotar þriðja marki sínu við. Gemmill einlék í gegn um vörn Hollend- inga, lék á í það minnsta þrjá varnarmenn áður en hann sveiflaði vinstra fætinum og skaut þrumufleyg framhjá Jon Jongblood, markverði Hollands. Þetta er álitið fallegasta mark keppninnar til þessa. Jafnframt þótti einleikur Gemmills vera hreint frábær. Allt ætlaði vit- laust að verða hjá áhangendum Skota sem horfðu á leikinn er markið var skorað. En dýrðin stóð ekki lengi. Spennan hélst aðeins í þrjár mínútur. Fyrirliði Hollands Rudi Krol sendi góðan stungubolta inn á Rep sem var ekki að tvínóna við hlutina, brunaði upp völlinn og skaut af löngu færi og skoraði. Liö HoDandst Jan Jongbloed, Jan Poortvliet, Rudi Krol, Wim Janssen, Wim Suurbier. Wim Rijsbergen, (Peter Wiidschut), Wiliy Van Ðer Kerkhof, Johnny Rep. Lið Skotlandst Aian Roueh, Willie Donachie, Martin Buchan, Stuart Kennedy, Tom Forsyth, Bruce Rioch, Asa Hartford, Archie Gemmiil, Graeme Souness, Kenny Dalglish, Joe Jordan. Dómari Erich Linemayr frá Austur- ríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.