Morgunblaðið - 13.06.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 13.06.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 31 Sigríður Guðmunds- dóttir - Afmæliskveðja Áttræð er í dag sæmdarkonan frú Sigríður Elísabet Guð- mundsdóttir. Hún fæddist 13. júní 1898 á Naustu/n við Skutulsfjörð, dóttir hjónanna Elísabetar Sturlu- dóttur og Guðmundar Jónssonar er þar bjuggu. Guðmundur og Elísabet áttu sex börn, fjóra drengi og tvær stúlkur. Einn drengjanna, Samúel, misstu þau er hann var 24 ára. Hin komust til fullorðinsára og er af þeim komið valið fólk. Er Sigríður hafði náð tveggja ára aldri fluttist hún með foreldr- um sínum og systkinum, er þá voru fædd, að Fossum í Engidal. Bjuggu þau svo þar næstu fimm árin. Þá er flutzt búferlum til Hnífsdals. Þar dvöldu foreldrar hennar til æviloka í hárri elli. Af systkinum sínum er Sigríður nú ein eftir á lífi og hefir búið í Hnífsdal í samfleytt 73 ár. Hinn 23. desember 1923 giftist Sigríður Ingimar Finnbjörnssyni fyrrverandi formanni og útgerðar- manni. Síðan hefir heimilið verið hennar vettvangur og bar hún gæfu til að búa bónda sínum hlýlegt og gott heimili og gerir enn. Þeim varð sex barna auðið, 3 drengir og 3 stúlkna. Elsta dreng- inn, Guðmund, misstu þau á öðru aldursári. Hin eru Halldóra Inga, Guðmundur Sturla, Hrefna, Björn Elías og Margrét. Sigríður annað- ist börnin af mikilli prýði, enda eru börn þeirra hjóna dugmikið og — Maraþon tónleikar Framhald af bls. 29. frumsmíð eftir Loft S. Loftsson, ágætt lag viö Ijóðið Vakri Skjóni, eftir Jón Þorláksson frá Bægisá. Annað efni var gamalt og margsungið nema helst Motetta eftir Ludovico Grossi da Víadana (1564—1627). Viadana og Juilo Caccini eru taldir upphafsmenn sólómót- ettunnar og hafði tónlist eftir Viadana mjög mikil áhrif á gerð kirkjutónlístar á 17. öld. Karla- kórinn Þrestir flutti verkið en var illa í stakk búinn til pess. Þarna kemur fram eitt sér- kennilegt vandamál karlakóra, að aðsókn í Þá er bundin viö tiltekna tónlist en vonandi tekst stjórnanda kórsins, Páli Gröndal, að fá til liðs við sig menn, sem vilja vitja góðrar tónlistar. Fóstbræður sungu mjög vel sín lög, Þó gömul séu. Fóstbræður hafa reynt eins og Karlakór Reykjavíkur að flytja og fá gerð ný tónverk en betur má ef duga skal til endurreisn- ar og stórrar Þátttöku í fram- vindu tónmenntar á íslandi. Jón Ásgeirsson. V þáttur Þjóðdansar Þjóðdansafélag Reykjavíkur stóð fyrir lokaatriðinu á Mara- Þontónleikunum og var efnis- skráin priskipt. Fyrst voru dansar frá 19. öld, Þá dansar sem almennt ganga undir nafn- inu „gömlu dansarnir“, og síðast ísl. söngdansar og Þjóð- lög. Það er ekki viöeigandi aö undirritaöur leggi dóm á sýn- inguna. í Þess stað er freistandi að fjaila lítillega um starf Þjóðdansafélagsins og starf. Sigríðar Valgeirsdóttur. Til skamms tíma hefur vantrúnað- ur og vanÞekking á danssögu íslendinga verið nærð á Þröng- sýni „fræðimanna", sem sam- kvæmt stirðbusalegu atferli sínu telja Það sannað, að Það sé andstætt eöli islendinga aö dansa. Sigríður Valgeirsdóttir hefur gengið Þvert í veg fyrir Þessa kennimenn stirðleikans og kennt Þjóödansa, lesiö heimíldir og safnað dönsum hjá eldra fólki og telur sig hafa nokkuð glögga mynd af dans- sögu ísiendinga. Þaö er ekki nóg meö aö Sigríöur hafi Þurft að tala til dansfólkið, sem margt vildi aðeins dansa erlenda dansa, til aö feta erfiðíi og óljósa leið til endurvakning- ar á íslenzkum dönsum, heldur og sáu fáir áheyrendur nokkurt vit í Þessu. Nú er svo komið aö Þjóðlög eru komín í tísku og ísl. danshöfundar á sviði Þjóðleik- hússins sækja í smiöju Sigríö- ar. Það má vera Ijóst aö sé eitthvað til sem kalla má íslenzkan alþýdudans er spor- gerö hans og form, stílgerd og sköpun Sigríöar Valgeirsdóttur, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hún hefur skapað dansinum Það form, sem hann hefur í dag og Þegar menn Þykjast ætla að vera Þjóðlegir á Því sviði, eru Þeir að stæla verk hennar eins og á sér reyndar alltaf staö um nýskap- andi listamenn. Þessu er vert að halda á loft og muna, ef von er til pess að sporgöngumönn- um hennar auðnist að hlúa að Þessum veika gróðri. Að Þess- ari sýningu stóöu auk Þjóð- dansafélagsins söngflokkurinn Hljómeyki, sem auk Þess að syngja fyrir dansi, flutti nokkur íslenzk Þjóðlög mjög fallega. Fyrir gömlu dönsunum léku Eggert Þorleifsson á klarinett, Harold Wright á fíðlu, Jósef Magnússon á flautu, Þorvaldur Björnsson á dragspil og Agnes Löve, píanóleikari, sem einnig lék undir hjá Hljómeyki. Jón Ásgeirsson. — Sonur Sáms Framhald af bls. 1 þrír — einn úr hverju hverfi þar sem hann framdi morðin — lásu fangelsisdómana sem nema alls 275 árum. í réttarhöldunum í dag gerð- ist það að Daniel Carrique, vinur fjölskyldu Stacy Mosko- witz, síðasta fórnarlambs Berkowitz, reis á fætur og hrópaði til sakborningsins: „Þú munt brenna í víti Berkowitz. „Hann hótaði jafnframt að ná sér niðri á Berkowitz ef hann lcsnaði úr fangelsi. Carrique var fljótlega yfir- bugaður og fjarlægður úr dómssalnum. Dómarinn Willion Kapelman spurði hvort „illir andar“ sem Berkowitz segir ásækja sig hefðu haft einhver áhrif á þá ákvörðun hans að játa sig sekan í réttarhöldunum. Hann svaraði: „Þeir höfðu nokkur áhrif. Þetta var það sem þeir vildu. En ákvörðunin var mín þótt hún væri ekki eingöngu mín Kapelman dómari sagði að Berkowitz hefði tjáð fangaverði að hann vildi verða í fangelsi það sem eftir væri ævinnar af ótta við að andarnir næðu yfirhöndinni þegar hann yrði látmn laus. Ástkær sonur okkar og bróölr OLAFUR PÁLL HJALTASON, Heiöargeröi 10, sem lézt í Hammersmith-hospital, London, 8. júní sl„ veröur jarðsunginn trá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 1,30. Þeir, sem vitdu minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Halldóra Sveinbjörnadóttir, Hjalti Ólatur Jónaaon systkini hins látna og aórir vandamenn. ágætis fólk. Áður en Sigríður giftist Ingimar eignaðist hún eina dóttur, Huldu, með Valdimar B. Valdimarssyni, ættfræðingi. Hún ólst upp hjá föður sínum og foreldrum hans. Samband hefir ætíð verið náið milli Huldu, móður hennar, stjúpa og systkina. Kæra Sigríður, með þessum fáu línum vil ég færa þér mínar beztu þakkir fyrir þá órofa tryggð, er þú sýndir okkur hjónum og börnum okkar alla tíð. Sérstaklega vil ég þakka hina traustu vináttu þína við konu mína í veikindum hennar og þar til yfir lauk. Ég óska þér allra heilla og blessunar við þessi tímamót, ævi þinnar og góðra elliára. Fjölskyldu þinni óska ég alls velfarnaðar. Helgi Björnsson Bakkavegi 3, Ilnífsdal. — 3 flýja Framhald af bls. 1 maðurinn hefði villzt yfir landa- mærin áður en hann lenti skammt frá Kassel en sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum benda allar líkur til þess að um flótta hafi verið að ræða. Mennirnir voru færðir til yfir- heyrslu. Austur-þýzkur landaniæra- vörður flúði yfir Berlínarmúr- inn í gær og gaf sig fram við yfirvöld. Félagar hans tóku ekki eftir flóttanum. — Átuskilyrði Framhald af bls. 18 Langanesi. Ut af vestanverðu Norðurlandi var einkum ung og vaxandi rauðáta en í Austur-ís- landsstraumnum var pólsævarát- an ríkjandi að venju. Fæðuskilyrði átunnar eru með bezta móti vegna þess hve þör- ungagróður er nú mikill og má því búast við að átan aukist og dafni næstu vikur. Við lok mánaðarins fundust verulegar kolmunnalóðningar á Dohrnbanka milli íslands og Grænlands eins og þegar hefur verið skýrt frá í fjölmiðlum. Austur og suðaustur af landinu fannst kolmunni einkum á tveimur svæðum. Eystra svæðið er á 64° n. br. milli 4 og 5° v.l. en hið vestara var miklu stærra og náði frá 61° að 64° n. br. Sunnan til á þessu svæði var kolmunni við vesturbrún færeyska landgrunnsins og lá kolmunnabeltið þaðan í norðvest- ur og var einkum á milli 10—11° v.l. norður undir 64° n. br. Norðan þessarar breiddargráðu fannst óverulegt magn nema helzt við djúpkantinn út af Austfjörðum. Ekki er talið að kolmunni hafi myndað nægilega þéttar torfur til að unnt sé að stunda bræðsluveið- ar á rannsóknatímanum. Þá segir að ljóst sé að kolmunn- inn gangi norður á bóginn í tveimur aðskildum göngum. Stefn- ir önnur NNA í haf en hin NNV í átt að Austfjörðum. STRÍÐSSÖNGUR MISTAKANNA. Hér é Fróni finnast enn frjálslyndir og vinstrimenn sem hegóa sér í veislum vel og verður ekki um blöörusei. Syngja hátt í sunnanátt sorgarljóöin gleöifljóö: „Báglega tókst meó Alping enn;“ eru par haröir zetumenn. Aldnar kempur eigra um sal Þótt enginn sé Þar Hannibal. Einnig Karvel er fyrir bí. Eflum Magnús Torfa Þvít Nú er úr doðadúr, drengir, starf aó hrífa skarf. Ef enginn kemst af oss á Þing Það er hin mesta svíviróingl Ný kynslóð til aukinna átaka! Volvo býður nú nýja gerð vöru- bíla, F-línuna; F6, F10 og F12 F- línan er bylting í hönnun og frá- gangi, hvað varðar allt öryggi og þægindi fyrir bílstjórann, hvort sem er í akstri eða annarri með- höndlun á bílunum. Leitaðu frekari upplýsinga um F-línuna í Volvosalnum hjá Þor- leifi Jónssyni. Hann talar varla um annað en vörubíla. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.