Morgunblaðið - 13.06.1978, Side 35

Morgunblaðið - 13.06.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 35 ÞJÓNSSON&CO Skeilan 17 s. 84515 — 84516 SOLEX-BLÖNDUNGAR Solex blöndungar fyrirliggjandi í ýmsar geröir bifreiöa. Einnig blöökur í Zenith blöndunga. Útvegum blöndunga í flestar geröir Evrópskra bifreiöa. Hagstætt verö. Gamall og slitinn blöndungur sóar bensíni sá nýi er sparsamur og nýtinn. Varahlutir íbílvéiar Stimplar, slífar og hrlngir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventllgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og kefljur Olíudælur Rokkerarmar ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU HÚSBYGG JENDUR- Einangrunarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðiö frá mánudegi - f östudags. Afhendum vöruna á byggingar- staö, viðskiptamonnum aÖ kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmáiar við flestra hæfi riimi 93-7370 kvVM «f belferslml S3-735S t>óroddur Guðmundsson: Hafnarfirði 20 ára Vesturbær Ásvallagata frá 52—79 Upplýsingar í síma 35408 Flutt á kvöldvöku er haldin var í tilefni afmælisins 12. marz 1978. Það var 2. maí 1958, að hringt var til mín. Ég var þá staddur á himili Stefáns Júlíussonar bóka- fulltrúa, sem þá var að halda stjórnarfund sem nýorðinn for- maður Félags íslenzkra rithöf- unda, hafði tekið við því trúnaðar- starfi af undirritúðum. í símanum var Ólafur Þ. Kristjánsson skóla- stjóri Flensborgarskóla, en hann var á fundi í Flensborg, sem Magnús Gíslason, framkvæmda- stjóri Norræna félagsins í Reykja- vík, hafði boðað til, stofnfundi Norræna félagsins í Hafnarfirði, en Ólafur var fundarstjóri þess fundar. Erindi hans við mig var að fara þess á leit, að ég gerðist formaður fyrirhugaðs félags. Þeg- ar til þess kom að kjósa formann, var fyrst stungið upp á Þorgeiri Ibsen, skólastjóra Lækjarskólans, en hann skoraðist eindregið undan því sakir anna. Ekki man ég nú, hvort samtal okkar Ólafs var langt eða stutt. En því lauk á þá lund, að ég lét til leiðast að verða formaður félags- ins, ef enginn annar fengist til þess. Mér hefur líklega fundizt það vera þegnleg skylda. Líklega hefur Ólaf skólastjóra einnig rennt grun í, að ég væri hlynntur norrænni samvinnu og því snúið sér til mín sem væntanlegs formannsefnis. - Einhver varð líka að taka það að sér. Ég var heldur ekki of góður til þess, fyrst enginn mér færari maður vildi verða til þess. Á þessum stofnfundi Norræna félagsins hér, 2. maí 1958, þar sem mættir voru 33 stofnendur, voru samþykkt lög þess, kjörin stjórn og endurskoðendur reikninga. Og síðan hefur félagið starfað óslitið undir leiðsögn sama formanns í öll þessi 20 ár. Þykir því hlýða, að nú verði gerð stutt grein fyrir hag félagsins, þegar það hefur lifað unglingsárin. Þegar félagið varð 10 ára, skrifaði ég um það stutta ritgerð í Morgunblaðið. Þar segir svo meðal annars í sambandi við aðalfundinn, sem um er getið: „Haldnir hafa verið 20 stjórnar- fundir á þessum 10 árum og 9 kvöldvökur, auk aðalfunda. Full- trúar frá félaginu hafa mætt á 4 vinabæjarmótum: á Friðriksbergi í Danmörku, að Uppsölum í Svíþjóð, Hámeenlinna í Finnlandi og Bærum í Noregi, sem allt eru vinabæir Hafnarfjarðar. Tekið hefur verið á móti og greitt fyrir mörgum norrænum gestum af stjórn félagsins og fleirum. Þá hafði og stjórnin milligöngu um útvegun skólavistar á lýðháskólum á Norðurlöndum fyrir fjölda ung- linga. Tala félagsmanna er nú 68, auk styrktarfélaga,“ segir í þessari Morgunblaðsgrein frá vorinu 1968 — eða rösklega helmingi fleiri en hún var, þegar félagið var stofnað. Síðan þetta var skrifað, hefur margt breytzt: tímarnir, félags- starfið, félagatalan, og er hvað öðru tengt. Sakir breyttra tíma hafa samgöngur milli íslands og hinna Norðurlandanna mjög auk- izt, en það aftur haft áhrif á félagatölu, aukið hana að miklum mun, svo að hún hefur um það bil orðið tólfföld á við það, sem hún var, þegar stofnfundurinn var haldinn. Jafnfranit þessari miklu fjölgun félaga hefur starfið auö- vitað orðið miklu meira, bæði inn á við og út á við, enkum hið síðar nefnda. Bylgjur ferðafólks hafa flætt hingað, ekki sízt frá Norður- löndum, með óskum um fyrir- greiðslu. Vinabæjarmótunum hef- ur verið haldið áfram, önnur fjögur hafa verið haldin eríendis síðan 1968, þar að auki eitt hér í Hafnarfirði, sem þótti takast með afbrigðum vel. Kvöldvökur hafa verið haldnar tvær á vetri hverj- um síðari 10 árin, þó að æ örðugar gangi að fá þær sóttar. En á þeim Stundum er talað í fyrirlitn- ingartóni um slíkar samkomur og ræður, sem á þeim eru haldnar. En það er ekki rétt. Slík eldingaleiftur á fagnaðarfundum vinabæjarmóta og annarra skemmtana geta orðið til að lyfta tilveru vorri í þær hæðir, sem vieta hugum vorum og hjörtum birtu og yl ævilangt, hvenær sem vér minnumst þeirra. Þóroddur Guðmundsson. hefur jafnan verið nok'kurt menningarsnið. Ég ætla ekki að lýsa því, hvaða fyrirhöfn og áhyggjur allt þetta hefur kostað stjórn félagsins, konu mína og mig, svo og bæjarstjórn- ina, sem hefur verið vor fjárhags- legi bakhjarl. Þráfaldlega höfum vér spurt: Tekst að fá aðsókn að kvöldvökunni? Tekst að fá heim- sóknina á vinabæjarmótið til að heppnazt? Tekst kynningin, fræðslan, skemmtunin, sem gest- ina þyrstir eftir? Þessum og fleiri spurningum höfum vér orðið að svara í verki og helzt að sem mestu leyti jákvætt. Annars stæðumst yér ekki prófið. Ég efast um, að Olafur skólastjóri hafi gert sér ljóst, hvílíka ábyrgð hann lagði mér á herðar, þegar hann fékk mig til að tka að mér forystu þessa félags fyrir tuttugu árum. En líka gleði, stundum, einkan- lega þegar vel hefur tekizt vina- bæjarheimsóknin. Ég hef tekizt þær sex á hendur, fyrir utan þátttökuna í Hafnarfjarðarmótinu 1972. (Fyrstu þrjár feröirnar gat ég ekki farið, því að ég var bundinn við skyldustörf — vor- próf). Og heppnin má heita, að ævinlega hafi verið hliðholl. Vér minnumst þess lengst, sem oss hefur bezt tekizt, eins og kunnugt er: við móttökur, í ferð og ræðuflutningi, þó að hið síðast nefnda sé oftast gleymt, jafnóðum og gleypt hefur verið. En eitthvert blik af þeim kann þó að varðveit- ast, minning, sem lýsir eins og leiftur um nótt liðins tíma. Skáldið Stephan G. Stephansson segir svo í einu kvæði sínu: Það koma stundum þær stundir, stopular, því er svo farið, þegar eitt augnablik opnast, útsýni, launkofi, smuga. Örlögin blasa við augljós eldingum leiftrandi huga. HEKLAhf Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240 N orræna f élagið í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.