Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 44
44
MORGUNBLAÐIP, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
VltP ,í>)'
M0RöJ(v-s‘v
KAFf/NU M
U__
(i) :'pV^
—áV’>- -í
"s p
SjcM
GRANI göslari
Okkar í milli sagt hef ég líka sótt um forstjórastöðuna!
Hún er ákaflega falleg, einka-
ritarinn nýi, og ég vona að þú
gefir henni hin beztu meðmæli
þegar hún hættir hjá þér í
fyrramálið?
Ég veit þér leiðast blóm með
stórum blöðum og vona því að
þér muni falla þetta blóm í
geð?
BRIDGE
Umsjón: Páfí Bergsson
íslensku sveitunum hefur ekki
gengið sem best á norræna bridge-
mótinu. Þó náðu þeir jafntefli við
Svía í opna flokknum á laugar-
dagskvöld og konurnar náðu sex
stigum af bæði Danmörku og
Svíþjóð á sunnudaginn. En eftir
tvo tapleiki voru ungu mennirnir
íslensku að hressast á sunnudags-
kvöld. Höfðu 50 stig yfir Noreg í
hálfleik.
Spilið hér að neðan skipti
sköpum. Suður gaf, allir utan
hættu.
Norður
S. -
H. Á1043
T. ÁKG
L. D97632
Vestur Austur
S. 85432 S. ÁKDG1076
H. 852 H. KD9
T. 6543 T. 9
L. 10 L. 54
Jæja tengdamamma, — þú sérð að hann þekkir þig
nú þegar!
m.t.VENUS er bjartasta stjarna himins, ef frá eru talin sól og
máni. Myndin sýnir hin ýmsu kvartilaskipti stjörnunnar og hin
misjöfnu stærðarhlutíöll, eftir því, hvar hún er stödd á braut
sinni um sólu.
Venus hin fagra
Ingvar Gíslason skrifar.
„Vor hefur tekið við af vetri.
Sumarið færir okkur hvert blómið
af öðru. Trén laufgast. Grasið
grær. Myrkrið þokar fyrir birtu
sumars.
Stjörnurnar, sem prýtt hafa
himinhvelfinguna á hverju heið-
skíru kvöldi í allan vetur, þær
smáhverfa fyrir birtu sólar sem
breiðist um kvöldhimininn.
Ef við göngum út síðla kvölds
nú, um miðjan maí, sjáum við
aðeins örfáar af stjörnum himins,
þær allra björtustu.
I vesturátt má enn sjá um
lágnætti Júpíter og Mars og
jafnvel Satúrnus. Og þótt sól sé
fyrir nokkru hnigin til viðar
leggur geislabjarma hennar hátt á
loft í norðvesturátt. Og í þessum
bjarma, vinstra megin sólar, hefur
ný stjarna verið að birtast og
skírast undanfarið. Hún hefur
undanfarna mánuði verið á bak við
sól, en er nú komin í ljós aftur og
í stefnu beint á braut jarðar og
nálgast því óðum, og verður að
sama skapi skærari og skærari.
Þetta er reikistjarnan Venus, sem
gengur um sól, eins og allar aðrar
reikistjörnur sólhverfis okkar. Við
eigum þess kost að njóta birtu
hennar og fegurðar enn um
nokkurra mánaða skeið, uns hún
aftur hverfur sýn, og verður þá
stödd milli sólar og jarðar. En
síðar mun hún birtast á morgun-
himni, og verður þá stödd hægra
megin sólar.
• Tilefni
fagurra ljóða
Frá jörðu að sjá er Venus
bjartasta stjarna himins og hefur
heillað huga margra og verið af
skáldum kölluð ástarstjarnan,
enda heitin eftir fornri gyðju,
rómverskri. Þessi stjarna hefur
orðið tilefni fagurra ljóða.
Venus rennir hýrum hvörmum
himni bláum frá,
jörðu svefns í svölum örmum
sjónir festir á:
inn um lítinn gægist glugga —
grímu allt er hulið skugga —
hverju ertu að að gæta,
ástargyðjan mæta?
Jón Thoroddsen
• Litlar
sem engar *
líkur á lífi
Venus gengur á braut um sólu
næst innan við braut jarðar.
Fjarlægð hennar frá sól er 108
millj. km (jarðar um 150 millj.
km). Venus er að þvermáli 12.228
km á móts við 12.751 km þvermál
jarðar, og er því nærri jafnstór
henni. Umferðartími Venusar um
sól er 225 dagar, eða miklu
skemmri en jarðar, og hraði
Venusar á braut sinni er einnig
miklu meiri, vegna nálægðar
hennar við sól.
Venus er þakin miklu skýja-
þykkni, svo að aldrei sést á
yfirborð hennar. Erfitt reyndist
stjörnufræðingum að finna snún-
ingshraða stjörnunnar um sjálfa
sig og var lengi talið að hún hefði
bundinn möndulsnúning, þ.e. að
hún sneri alltaf sömu hlið að sólu,
og væri því heilt Venusarár að
snúast einn hring um sjálfa sig
Suður
S. 9
H. G76
T. D10872
L. ÁKG8
Frá yngri flokknum bárust þau
gleðilegu tíðindi að ísland hagnað-
ist um 17 stig á spilinu. í opna
herberginu sátu í norður-suður
Þorlákur Jónsson og Haukur
Ingason og sagnirnar voru líflegar.
Norður 1 II 5 L
Vestur , 6 L Austur
pass 4 S
pass pass
5 S Suður 1 T pass pass allir pass dobl
Austur spilaði út spaðaás og
sagnhafi fékk sína tólf upplögðu
slagi. 1090 takk.
En í lokaða herberginu sátu í
austur-vestur þeir Guðmundur P.
Arnarson og Egill Guðjohnsen.
Þar sagði suður pass í upphafi og
norður opnaði á einu laufi. Guð-
mundur stökk í fjóra spaða og fékk
að spila þá. Sennilega hefur suður
haft slæma reynslu af þriðju
handar opnunum makkers síns úr
því hann skipti sér ekki af sögnum.
Guðmundur fékk sína tíu slagi.
Með þessu spili náðu Islending-
arnir frumkvæðinu í leiknum og
skoruðu drjúgt eftir það.
MAÐURINN A BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzk
65
— Segið honum að s'leppa
mér.
— Það ætti að vera óhætt að
sleppa honum.
— Ja-ja eí þér segið það, en
Lögreglumaðurinn var við
því búinn að ungi maðurinn
reyndi að stökkva af stað.
— Ilann kom hrottalega
fram við mig. stundi Jorisse.
Hann kom fram við mig eins
og... eins og...
í geðshra'ringu sinni gat
hann ekki komið orðum að
hugsunum sfnum.
Maigret hrosti ósjálfrátt og
benti á hrufuna á kinn lög-
reglumannsins.
— Mér sýnist nú satt að
segja...
Jorisse leit upp og virtist nú
veita skrámunni athygli. Hann
fékk glampa í augun og sagði
hróðugur.
— Þetta var svei mér mátu-
legt á hann!
8. KAPITULI
LEYNDARMÁL MONIQUE
— Seztu niður götustrákur
litli.
— Ég er enginn götustrákur,
andmælti Jorisse.
Og enda þótt hann gengi enn
upp og niður af ma-ði bætti
hann við og sýnu rólegri,
— Ég hélt ekki að Maigret
liigregluíoringi móðgaði fólk
áður en það hefði fengið
tækifæri til að tjá sig.
Maigret leit hissa á hann og
hrukkaði cnnið.
— Hefurðu fengið að borða?
— Ég er ekki svangur.
Tónninn var eins og hjá
óþagum dreng.
— Halló. sagði Maigret í
sfmann. — Gefið mér samhand
við Brasserie Dauphnie... já er
það Joseph? Maigret hérna.
Geturðu látið scnda mér eins og
s<‘x samlokur.... Skinku handa
mér og... andartak.
— Mér er skítsama. Skinku.
— Bjór eða rauðvín.
— ílelzt vatn. Ég er þyrstur.
— Ilalló! sex samlokur með
skinku og íjórar bjórkollur...
bíddu við... sendu okkur kaffi
líka... geturðu komið með
þetta fljótlega?
Hann hringdi sfðan f aðrar
deildir án þess þó að hvarfla
augum af unga manninum.
— Halló. það má stöðva
leitina að Albert Jorisse. Látið
lögreglustöðvar og jarnbraut-
arfólk vita um það!
Ungi maðurinn opnaði
munninn en Maigret gaf hon-
um ekki færi á að tala.
— Bíðum nú ögn.
Skýin höfðu hrannast á ný
upp á himininn og hann var
rigningarlegur úti. Maigret
gekk út að glugganum og
lokaði honum án þess að mæla
enn orð af vörum. Svo lagaði
hann til á skrifborðinu sínu.
— Kom inn! sagði hann
þcgar barið var að dyrum.
Það var Neveau fulltrúi sem
stakk inn höfðinu. hann hélt að
yfirheyrslan væri í fullum
gangi.
— Afsakið. mig langaði bara
að vita hvort...
— Nei. ekkcrt fyrir þig sem
stendur, þakka þér fyrir.
Síðan fór Maigret að ganga
um gólf meðan hann beið eftir
að þjónninn kæmi frá Brass-
erie Dauphnie. Hann hringdi
til konu sinnar.
— Ég kem ekki heim í
hádegismat.
— Mér var satt bezt að segja
farið að detta það í hug! Veiztu
hvað klukkan er?
Ilann skildi ekki hvers vegna
hún var hkejandi yíir þessu.
— Hvað ég vildi nú sagt
hafa...
— Bfðum aðeins við.
Þetta var þriðja yfirheyrslan
þennan sama dag. Ilann var
þyrstur. Ilann leit eins og
ósjáj/rátt á konfaksflöskuna
semr stóð á skrifborðinu.
Það lá við að Maigret færi að
hafa uppi útskýringar um að
þetta va-ri ekki handa honum.
hcldur hefði Jef nokkur Schra-