Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 46

Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNÍ 1978 Aftur kvænist Evtusjenko London, 10. júní. AP. Reuter. BREZKA blaðið Daily Mail skýrði frá því í morgun að sovézka skáldið Evgeny Evtusj- enko heíði fyrir nokkru gengið að ci)?a 25 ára gamla brezka stúlku, Jan Butler. Ilún helur þýtt verk Evtusjenkos og verið ritari ha> í Moskvu síðustu árin. Daiiy Mail segir að þau hafi gengið í hjónaband þann 20. aprfl sl. en hrúðkaupinu hafi nánast vcrið haldið levndu þar til þetta kvisaðist út frá foreldrum stúlk- unnar sem húa í London þar sem faðirinn starfar við trygginga- íélag. Evtusjenko er í hópi þekktra skálda sovézkra. Hann er 43 ára gamall og hefur verið kvæntur áður. Hann kynntist nýju eigin- konunni eftir hún kom til Moskvu að hefja þar háskólanám eftir að hafa lagt stund á rússnesku við Cambridge. Evtusjenko var á sínum tíma einn af „reiðu ungu mönnunum í Sovétríkjunum" og vakti þá á sér mikla athygli. Hann virtist hlið- hollur Alexander Solzhenitsyn og baráttu hans fyrir frelsi og jafnrétti, en minna hefur borið á því hin síðustu ár að Evtusjenko láti í sér heyra hvað þau málefni snertir. Hann hefur iðulega ferð- ast til Vesturlanda einkum til að flytja ljóð sín. Réttarhöld- um frestað Porrcntruv. Sviss. 12. juní. AI\ SVISSNESKUR lögfræðingur og verjandi tveggja vestur-þýzkra hryðjuverkamanna gekk út úr réttarsal þar sem yfirhcyrslur stóðu í dag, vegna þess að dómarinn neitaði að máisókn færi fram á þýzku í stað frönsku og féllst ekki á að slaka á öryggis- gæzlu fanganna. Réttarhöld þessi stóðu yfir Gahriele Kröcher-Tiedeman, 27 ára gamalli og Christian Möller, 28 ára gömium. ákærðum fyrir að hafa skotið á tvo svissneska landamæraverði. sem stöðvuðu þau á landamærunum 1 desember 8.1. og særðust í þeim skotbar daga. Verjandi þeirra Zweifel, 28 ára gamall, gekk út úr dómssalnum eftir tveggja stunda yfirheyrslur. Dómarinn í málinu, Gabriel Boiney, sagði að rétturinn mundi skipa nýjan verjanda fyrir hryðju- verkafólkið. Zweifel, sem er mjög hippalegur útlits, skýrði fréttamönnum frá því að hann hygðist halda áfram sem verjandi hryðjuverkafólksins og rétturinn hefði enga heimild til að skipa nýjan verjanda. Sagði hann ennfremur að réttarhöldin líktust skrípaleik og að rétturinn væri hræddur við lögregluna, en svo virtist sem hann áliti að hryðjuverkafólkið þyrfti ekki á verjanda að halda. Réttarböldunum, sem hófust á mánudag, var frestað eftir að Zweifel gekk út um óákveðinn tíma. Ákærandi sagði að Kröch- er-Tiedeman og Möller hefðu skotið á landamæraverðina með sovézkum hermannabyssum og sært þá báða alvarlega. Það er almennt álitið að Kröch- er-Tiedeman tilheyri innsta hring rauða hersins í V-Þýzkalandi og hún er eftirlýst alls staðar fyrir aðild sína í árás hryðjuverka- manna í höfuðstöðvar samtaka olíusöluríkja í Vín í desember 1975. Fimm mánuðum áður hafði hún verið látin laus ásamt fjórum öðrum, ákærðum fyrir morðtil- raun, í skiptum fyrir vestur-þýzka stjórnmálamanninn Peter Lorenz, sem rænt var af rauða hernum. Var Tiedeman og samverkafólki hennar flogið til Suður-Yemen. Hins vegar er talið að Möller sé nýliði innan rauða hersins. Eftir skotárásina á landamæra- verðina fann lögreglan peninga- seðla í bíl þeirra sem voru hluti af lausnarfé því er greitt var fyrir austurríska „nærfatakónginn" Michael Palmers, sem rænt var í nóvember s.l. og þurfti fjölskylda hans að leggja fram upphæð að andvirði tvær milljónir banda- ríkjadala. Hvorugur hryðjuverkamann- anna hefur sagt nokkuð sér til málsvarnar í réttarhöldunum. Þeim hefur verið haldið í algerri einagruní fangelsi í Bern en var flogið til Porrentruy vegna réttar- haldanna. ERLENT Unglingarí átök- um við lögregluna llamhorK. 12. júní. AP. VESTUR-ÞÝZKA vikuritið Der Spicgcl skýrði frá því í gær að hundruð austurþýzkra ung- menna hefðu ient f átökum við lögregluna í bænum Erfurt 28. maí s.I. Der Spiegel sagð ennfremur að átökin hefðu brotizt út á úti- skemmtun. sem dagblað komm- únistaflokksins í bænum hélt. Sagði Spiegel að í umræddu dagblaði hefði verið skýrt frá því að sjö ungmenni hefðu verið handtekin og dæmd til þriggja ára fangavistar fyrir líkamsárás- ir og eyðileggingarstarfsemi. Að sögn hófust átökin þegar kona tók ljósmyndir af lögreglunni við að hrinda unglingum af grassvæði. Reyndi lögreglan að taka myndavélina af konunni og lögregluhundurinn glefsaði í öxl hennar þegar hún þrjóskaðist við að láta myndavélina af hendi. Réðst þá hópur ungmenna að lögreglunni og upp hófust slags- mál með mörg hundruð þátttak- endum. Flest voru þetta ungmenni sem köstuðu steinum og tómum glerflöskum að lögreglunni. í október s.l. kom til átaka milli ungmenna og lögreglu á útitón- leikum í Austur-Berlín. Utanríkisráðuneytið í Aust- ur-Berlín neitaði fyrir mánuði sögunum um það að fjöldi manns hefði særst 1. maí í bænum Wittenberg, þegar lögregla gekk á fólkið með hunda og barefli, en það var að mótmæla háu.verðlagi á matvælum. Rhódesíu-her fellir 22 óbreytta borgara Salisbury, 11. júní. Reuter. IIERSTJÓRNIN í Rhódesíu til- kynnti í dag að 22 hefðu látið lífið Albanía gagnrýnir Kína Vín 11. júní. Reuter — AP ALBANÍA gagnrýndi Kína harð- lega í dag fyrir hina svonefndu- ..þriggja heima" stefnu og hét því að „berjast fyrir því að þessar lygar yrðu afhjúpaðar". í ræðu sem Amiz Alia hélt á sunnudag sagði hann að „þriggja heima" stefnan væri í raun „andstæð marxískum hugmyndum og í anda gagnbyltingarhug- mynda". Alia á sæti í miðstjórn albanska kommúnistaflokksins. Þótt svo Kína væri ekki nefnt með nafni í ræðunni duldist engum að Alia átti við Kína, því Kínverjar voru þeir fyrstu er komu fram með „þriggja heima" stefnuna. Samkvæmt henni eiga öll ríki heims að sameinast til að mynda mótvægi gegn risaveldun- um Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum. Bandarískri eldflaug skot- ið út í geiminn Canaveral-höfða, Florída, 10. júní. Reuter — AP. MIKLAR öryggisráðstafanir voru hafðar í frammi í dag á Canaver- al-höfða, er Bandaríkjamenn skutu eldflaug af gerðinni Titan-36 út í geiminn. Með eldflauginni var gervihnöttur, sem síðar mun fara á braut umhverfis jörðu. Ekkert hefur verið látið uppi um hlutverk gervihnattarins. Sjónarvottar segja að öryggis- ráðstafanirnar nú séu þær mestu sem nokkurn tíma hafa verið gerðar við eldflaugaskot á höfðan- um. Öryggisverðir með varðhunda voru alls staðar á ferli og orrustu- flugvéladeild var höfð til taks ef eitthvað skyldi bera út af. Titan-36 er kraftmesta eldflaug- in, sem flugherinn hefur til afnota og aðeins Satúrnus V eldflaugin, sém flutti Apollo-geimfarið til tunglsins forðum, er kraftmeiri. Ekki hefur enn verið sagt hvort eldflaugaskotið heppnaðist full- komlega, en sjónarvottar segja að þetta hafi verið venjulegt eld- flaugaskot og ekkert hafi komið fram sem berit gæti til þess að það hafi misheppnast. í átökunum milli stjórnarhersins og skæruliða Þjóðernishreyfing- ar blökkumanna á laugardag. Átökin urðu í þorpi um 12 kflómetra norður af Salisbury og meðal hinna föllnu voru konur og börn. Samkvæmt fréttum stjórnar- hersins kom til átakanna er hermenn stjórnarinnar hófu skot- hríð á vopnaða skæruliða sem voru í fylgd með óbreyttum borgurum. Skæruliðarnir svöruðu skotárás hermannanna og „í átökunum, sem fylgdu í kjölfarið létu tveir karlmenn, níu konur og tvö börn lífið. Þá kviknaði í kofa og skotfæri þar inni sprungu með þeim afleiðingum að níu manns sem í kofanum voru lét lífið,“ segir í frétt stjórnarhersins. Þorpsbúar sögðu fréttamönnum í dag að stjórnarherinn bæri alla ábyrgð á því hvernig farið hefði. Þeir sögðu að af þeim 22 sem féllu, væru allir nema þrír konur og börn. Þá sögðu þorpsbúarnir að kofinn hefði ekki sprungið í loft upp, eins og stjórnarherinn segði, heldur hefði flugvél varpað sprengju á kofann. Stjórnarherinn sagði að her- mennirnir hefðu nýlokið vopnaleit í þorpinu og fundust þá skotfæri Veður víöa um heim Amsterdam 15 skýjað Apena 32 sólskin BrOssel 23 skýjaó Chicago 32 bjart Frankfurt 17 skýjaó Genf 23 skýjaó Helsinki 17 bjart Jóhannesarb. 16 sólskin Lissabon 21 skýjaó London 24 skýjað Los Angeles 28 bjart Madrid 26 sólskin Malaga 21 skýjað Miami 30 rigning Moskva 20 skýjað New York 27 rigníng Osló 20 skýjaó Palma, Majorca 25 skýjaó París 19 skýjað Róm 26 bjart Stokkhólmur 14 skýjað Tel Aviv 28 sólskin Tokýo 27 skýjað Vancouver 19 rignin Vin 21 skýjað og vopn frá kommúnistalöndun- um. Þetta er í annað sinn á innan við mánuð sem óbreyttir borgarar láta lífið í átökum stjórnarhersins og skæruliða. Hinn 14. maí létu 52 lífið og 14 særðust er til skotbar- daga kom við Fort Victoria skammt suður af Salisbury. Blökkumannaleiðtoginn Able Muzorewa biskup sagði í dag, að hann hefði það eftir ábyggilegum heimildum að tala fallinna hefði verið mun hærri en 22. Þá sagði Muzorewa að auk þeirra 22 sem létu lífið, hafi átta skæruliðar beðið bana í átökunum á laugar- dag. Konfúsíus tekinn í sátt í Kina MARGT hefur breytzt í Peking síðan Maó formaður féll frá og „íhaldssamari“ menn tóku stjórnartaumana í sfnar hendur. Það sfðasta er að nú má ræða kosti og galla kenninga Konfúsfusar opinberlega á ný. Þegar kommúnistar komust til valda f Kína bönnuðu þeir allar umræður um Konfúsfus og tilvitnanir til hans þar sem hann var fhaldssamur og fylgjandi því stjórnmálakerfi sem bylt var. Á árunum milli 1960-1970 var mikil hcrferð farin gegn þeim sem vörðu kenningar hans. Misstu margir leiðtogar stöðu sína f þessum hreinsunum. Á ráðstefnu sem haldin var nýlega á vegum heimspekideildar Pekingháskóla og næstum eitt hundrað fræðimenn sátu kom ný stefna stjórnarinnar fram. Sagn- fræðingurinn Ting Wei-chih sagði þar að fylgja ætti vísinda- legri leið Marxista og tala aðeins um sögufræga menn í samhcngi samtíðar þeirra. Ekki mætti líta Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.