Morgunblaðið - 17.06.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.06.1978, Qupperneq 13
1 sínum til styrktar. Um það geðslag á ég ekkert orð, ekki síst þegar það er af óheilindum gert og aðeins í þeim tilgangi að blekkja sjálfan sig og aðra. Álitið á Magnúsi vex ekki við það að hann vegur um leið að þeim sem haldið hafa á lofti þeirri utan- ríkisstefnu sem Bjarni Benediktsson átti þátt í að móta og varði allt fram á síðasta dag. Úr því að Magnús Kjartansson fann hjá sér hvöt til að nota nafn Bjarna Benediktssonar í ræðu sinni hefði honum verið nær að vitna í síðustu greinina sem hann ritaði: „Úr fjörutíu ára stjórn- málasögu", og út kom sumarið 1970. Þar segir Bjarni Benedikts- son: „Ekkert bendir til þess, að á síðari árum hafi dregið úr þýðingu varna á Islandi fyrir nágranna okkar. Þvert á móti hefur stóraukin sókn Sovét- manna á úthöfin aukið þýðingu íslands frá því, sem áður var. Fyrir ísland sjálft hafa varnir hér auðvitað úrslitaþýðingu. Eða hví skyldi Island eitt allra þjóðlanda geta legið óvarið og opið fyrir öllum þeim, er það vilja hremma? Ef menn vilja halda sjálfstæði, verða þeir nokkuð til þess að vinna. Óþægindi þau, sem af vörnunum leiðir, eru og smáræði miðað við þær hættur, sem varnarleysi mundu samfara. Allt annað mál er það, að allir góðir Islendingar hljóta að vona og vinna að því, að svo dragi úr spennu í heiminum, að hér sé óhætt að vera varnarlaus. En geta íslands til slíks er sáralítil. Öðru hvoru heyrist raunar, að Islendingar eigi að láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi. Þeir, sem svo tala, þekkja lítt til ástands þar. Úrslitaráðin eru í höndum stórvelda og virðing smáþjóða stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Menn verða þar, ekki síður en annars staðar, að hafa eitthvað raunverulegt til mál- anna að leggja. Enda er með eðlilegum hætti frekar hlustað á þá, sem mikið leggja af mörkum til að halda uppi friði í heimin- um, en hina, sem ekki skeyta um slíkt eða eru þess ekki megnugir." Veður víöa um heim Amsterdam 24 skýjaö Apena 34 heið8kírt Berlin 22 skýjað Brdssel 17 rigning Chicago 25 heiðskírt Genf 17 skýjað Helsinki vantar Jóhannesarb. 16 lóttskýjað Kaupmannah. 19 léttskýjað Lissabon 21 skýjað London 14 léttskýjað Los Angeles 27 heiðskírt Madrid 22 skýjað Malaga 22 léttskýjað Miami 29 skýjað Moskva 14 skýjað New York 25 heiðskírt Osló 22 léttskýjaö Palma 25 léttskýjað Paris 17 skýjað Reykjavík 11 bokumóða Róm 23 léttskýjað Stokkh. 18 léttskýjað Tel Aviv 27 léttskýjað Tókýó 30 skýjað Vancouver 18 skýjað Vínarborg 23 léttskýjað MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 13 í alþingiskosningunum 1974 gerðist það í fyrsta sinn að kona hlaut kosningu af framboðslista í kjördæmi utan Reykjavíkur, en það var Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi. Þessi úrslit urðu mér, gömlum ísfirðingi, mikið fagnað- arefni og ekki sízt vegna þess aí nú var í fyrsta sinn kona kjörin fulltrúi Vestfirðinga á Alþingi íslendinga, kona sem ég vissi að hefur það til brunns að bera að Auður Auðuns: Fulltrúi V estfirðinga gegna mundi þingmennsku með sæmd. Þeir, sem fylgzt hafa með þingstörfum Sigurlaugar, mál- flutningi hennar og tillögugerð, vita hve vel hún hefur staðið í ístaðinu fyrir kjördæmi sitt. Hún þekkir þarfir fólksins þar og hefur ótrauð barizt fyrir hagsmunamál- um þess. Það hefur verið Islendingum, og þá í rauninni fyrst og fremst íslenzkum komum, til lítils sóma hve rýr er hlutur kvenna á Alþingi: Á því kjörtímabili, sem nú er að enda hafa 3 konur átt sæti á Alþingi. Tvær þeirra skipa nú örugg sæti á framboðslistum. Sigurlaug Bjarnadóttir, sem skip- ar nú aftur 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, hlaut í kosningunum 1974 uppbótarþingsæti. Nú eru tvísýnar kosningar framundan og engin trygging fyrir því að Sigurlaug nái kjöri. Því heiti ég á vestfirzkar konur og sjálfstæðismenn alla á Vestfjörð- um að vinna ötullega að kosningu Sigurlaugar og tryggja þar með kjördæminu skeleggan málsvara á Alþingi. Gefa út minnispen- ing um Jón Sig- urðsson, forseta Ilrafnscyrarnefnd boóaöi til blaöamannafundar þann 15. júní sl. í því skyni að vekja athygli almcnnings á starfsemi þeirra og hvetja fólk til að leggja eitthvað af mörkum til framkvæmda. Hrafnseyrarnefnd beitir sér einkum fyrir því að á Hrafnseyri verði minnst hundruðustu ártíðar Jóns Sigurðssonar forseta. í því skyni hefur verið gerður minnis- peningur og mun hann verða boðinn til sölu með haustinu. Verður hann fáanlegur bæði úr silfri og bronsi. Ekki er fullráðið hvenær minn- ingarsamkoman verður en andlát forsetans 1879 bar að á jólaföstu sem ekki er hentugur tími til almennrar samkomu á Vestfjörð- um. Útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar konu hans var gerð í Reykjavík vorið 1880. Að Hrafnseyri er nú þegar kominn vísir að minjasafni um Jón Sigurðsson og er ætlunin að auka það með bókum, myndum og ljósritum. Jafnframt er í ráði að byggja við húsið í líkingu við það sem upphaflega var ætlað og yrði þar kepella en þannig fyrir komið að hentaði jafnframt sem fundar- salur. Stefnt er að því að gera þessa viðbótarbyggingu fokhelda á þessu sumri. Vonast er því til að framkvæmdir á Hrafnseyri komist eitthvað áleiðis fyrir minningar- hátíðina. I fjáröflunarskyni hugsar Hrafnseyrarnefnd sér að leita til almennings eftir frjálsum fram- lögum, en slík framlög eru frá- dráttarbær til skatts. Góður styrk- ur hefur þó verið að minningar- sjóði Dóru Þórhallsdóttur forseta- frúar en það nægir þó ekki. Nefndin treystir því að svo mörg- um sé annt um minningu forsetans og fæðingarstað hans að hér þurfi engu að kvíða. Hrafnseyrarnefnd var skipuð samkvæmt þingsályktunartillögu frá 1945 en endurskipuð árið 1974. Hana skipa nú þeir Þórhallur Ásgeirsson, Ágúst Böðvarsson, Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli, Hannibal Valdimarsson og Sturla Jónsson, Suðureyri. Nefnd- armenn veita framlögum viðtöku hver um sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.