Morgunblaðið - 17.06.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.06.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 / Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson 200 mílurnar unnust undír kjörorði Jóns Sigurðssonar EÍKÍ víkja, voru kjörorð Jóns SÍKurðssonar — og með þau í huga unnu Islendingar einn merkasta sigur í sögu sinni, þegar þeir tryggðu sér yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Þetta lokatakmark sjálfstæðisbaráttunnar var erfiður róður, en með stjórnmálasnilli, varkárni, samningum og samstöðu þjóðarinnar á örlagastund tókst að koma þessu mikilvægasta niáli líðandi stundar heilu í höfn. En þessi sigur mun ekki síður tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar og veita þannig komandi kynslóðum tækifæri til að ávaxta sitt pund, ekki sízt þann menningarlega arf, sem við höfum fengið til varðveizlu og ávöxtunar. í tilefni af því, að við höldum nú í fyrsta skipti upp á 17. júní með fullum yfirráðutn okkar yfir 200 mílna landhelginni hefur Morgunblaðið minnt sérstakiega á þennan merka áfanga í dag. Það er rétt sem Guðmundur Jörundsson segir í blaðinu, að lokasigurinn í landhelgismál- inu sé „einn merkasti atburður aldarinnar", en hitt er því miður jafnrétt sem sú gamla kempa, Eiríkur Kristófersson, skipherra, minnir á, að þeir sem dræmast tóku undir óskina um 200 mílurnar töldu útfærsluna „höggva nálægt landráðum“, eins og hann kemst að orði í blaðinu í dag. En hann bætir því við, að nú vildu allir Liiju kveðið hafa. Eiríkur minnir á framsýnina, þegar ákveðið var að færa út landhelgina og enginn vilji nú kannast við að hafa verið á móti þessari kröfu, en fullyrðir jafnframt, að margir Islendingar hafi ekki gert sér grein fyrir „hvílíkt risa-heillaspor var stigið með útfærslunni í 200 mílur". Það ætti að vera okkur íhugunarefni í dag og áminning um að horfa fram á veginn, um leið og fagnað er því sem áunnizt hefur. Önnur kempa úr þorskastríðinu, Guðmundur Kjærnested, minnir einmitt á þetta, einnig í Morgunblaðinu í dag, þegar hann segir, að staða okkar í landhelgismálinu sé mjög sterk, eins og hann kemst að orði, en nauðsynlegt sé að gæta þess vel, sem fengizt hefur — annars sé voðinn vís. Það skulum við ekki sízt hafa í huga á þessum degi. En mikilvægast er, að landhelgisdeilunni lauk með fullkomnum sigri okkar Islendinga eins og Guðmundur skipherra segir — og það „fyrr en ég átti von á“. Það var vegna þess, að sjómennirnir sem gættu landhelgirtnar börðust með þjóðinni allri undir kjörorði Jóns Sigurðssonar, en ekki úrtölum hentistefnumanna — þeim orðum sem fámennri þjóð er nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi: Fiigi víkja. Af þeim sökum getum viö haldið þennan þjóðhátíðardag hátíðlegan með sérstökum hætti. Og einnig af þeim sökum getur Morgunblaðið ekki sízt óskað lesendum sínum og þjóðinni allri heilshugar til hamingju með daginn. Það hefur oft stormað um blaðið í þorskastríðum, en það hefur haft góðan málstað — og orð Jóns Sigurðssonar að leiðarljósi. Öryggi þjóðar og hættuboðar Það er frumskylda sjálfstæðra þjóða að tryggja öryggi sitt í viðsjárverðum heimi. Bitur reynsla síðari heimsst.vrjaldar sýndi fram á algjört haldleysi hlutleysisyfirlýsinga í þeim tilgangi. F'jöldi þjóða, þar á rneðal þrjú Norðurlanda, var hernuminn, jtrátt fyrir hlutleysisyfirlýsingar. Þessar þjóðir, Danir, Norðmenn og íslendingar, eru nú ailar - aðilar að Atlantshafsbandalaginu, varnarsamtökum vestrænna lýðræðisríkja, sem tryggt hafa frið í okkar heimshluta í meir en þrjá áratugi. Aðild að Atlantshafsbandalaginu kom m.a. til athugunar hjá landvarnarnefnd Norðmanna, sem skipuð var haustið 1974, til að gera úttekt á öryggismálum Noregs fram til ársins 1990. 11 af 13 nefndarmönnum komust að þeirri niðurstöðu að engar breytingar verði á hagsmunasvæði Noregs á þessu tímabili. Þýðing landsins fyrir aðra minnki ekki við varnarleysi. Norðmenn geti ekki einir haldið uppi nægjanlegum landvörnum til að tryggja frið og jafnvægi umhverfis landið, eins og verið hafi. Aframhaldandi aðild að Atlantshafsbandalag- inu sé því forsenda öryggis landsins. Það er og eftirtektarvert að jafnvel Kommúnistaflokkar Italíu, Frakklands og Spánar láta nú í ljós samþykki við aðild landa sinna að Atlantshafsbandalaginu, a.m.k. í orði, enda muni úrsagnir úr því raska valdajafnvægi í álfunni og veikja friðarlíkur. I vinstri stjórn, 1971—1974, kom fram, að þáverandi stjórnarflokkar voru ekki sammála um aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. Hins vegar virtust þáverandi stjórnarflokkar sammála um að varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin skyldi endurskoðaður með uppsögn og brottför varnarliðsins fyrir augum. Þetta varð tilefni þjóðarvakningar, sem kölluð var Varið land. Meir en 55.000 atkvæðisbærir íslendingar undirrituðu áskorun til þings og stjórnar, þar sem stjórnvöld voru hvött til að „standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn varnarsamnings við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins." Það voru þessu almennu mótmæli, sem og úrslit alþingiskosninganna 1974, sem komu í veg fyrir afleiðingar óábyrgrar afstöðu þáverandi stjórnvalda í örvggismálum þjóðarinnar. Heift kommúnistakjarnans í Alþýðubandalaginu í garð forystumanna Yarins lands vegna þessarar þróunar mála kom svo fram í persónuníði í garð Jæirra, sem vart á sinn líka í Islandssögunni. Ný vinstri stjórn á íslandi myndi tvímælalaust stefna varnaröryggi Islands í tvísýnu á ný. Nýleg ummæli Flinars Agústssonar, utanríkisráðherra í sjónvarpsþætti varðandi brottför varnarliðsins á skemmri tíma en fjórum árum, ef slík stjórn fengi fótfestu á ný, var .ættumerki, sem allir stuðningsmenn vestræns varnarsamstarfs um jörvallt land hljóta að taka eftir. Sjálfstæðisflokkurinn, einn itjórnmálaflokka, getur tryggt áframhaldandi varnaröryggi landsins ef pjóðin Jtekkir sinn vitjunartíma og veitir honum styrk til þess í komandi aljnngiskosningum. Fyrsti 17. iúní með fi Hvað segja skipherrar Landhelgisgæzlunnar? ÞÁTTUR íslenzkra varðskipsmanna er óumdeilanlega stór í þeim sigri sem íslendingar hafa unnið í landhelgisbaráttunni. Morgunblaðið snéri sér til þriggja skipherra Landhelgisgæzlunnar í tilefni 17. júní og innti eftir áliti þeirra á stöðunni í landhelgismálinu í dag með tilliti til atburða síðustu ára. Skipherrarnir eru Guðmundur Kjærnested sem var einn 50 menninganna sem birtu áskorun um 200 mílurnar, Gunnar Ólafsson og Sigurður Árnason. Ekki náðist til fleiri skipherra Landhelgisgæzlunnar, þar sem þeir voru annað hvort við skyldustörf á sjónum eða í fríi. Guðmundur Kjærnested, skipherra. „Stada okkar í landhelgismál- mjög sterk í dag og við hefðum ekki við aðra en sjálfa okkur að sakast ef svo væri ekki. Úrslit 200 mílna deilunnar fengust fyrr en ég átti von á, ég bjóst við lengra og harðara þófi en raun varð á. En mikilvægast er að þessarri deilu lauk með fullkomn- um sigri okkar íslendinga. Við verðum að gæta þess að misnota ekki sjálfir þessa góðu stöðu því þá væri okkur voðinn vís. Þar á ég aðallega fjórðu hlutar skuttogaranna veiða mu er mjog sterk í dag“ Staða okkar í landhelgismálinu við notkun veiðisvæðanna. Að mínu mati eru sum veiðisvæðin ofnýtt eins og t.d. Vestfjarðamiðin, þar sem þrír svo til allt árið bæði með botnvörpu og flotvörpu og aftur mjög stór fiskisvæði, sem Þjóðverjar nýttu hér suðvestur af Reykjanesi, fiskuðu þar allt árið að jafnaði 10—12 tonn á dag hver togari, þau eru algerlega ónotuð af okkar fiskimönnum. Einnig eru fiskimið við norðanverða Vestfirði ákaflega lítið nýtt en við vissum að Bretar fiskuðu að jafnaði 10 tonn á dag þar á meðan á þorskastríðinu stóð. Þau mið hafa sáralítið verið nýtt af okkar fiskiskipum. Þetta tel ég miður. Um gæzlu landhelginnar vil ég segja þetta. Það var mikið efast um það að við værum færir um að gæta 50 mílnanna þegar þær voru upp á teningnum vegna erfiðleika á stað- setningu. Við höfum aldrei átt í neinum erfiðleikum og það var því algerlega rangt mat manna sem því héldu fram. Landhelgisgæzlan hefur sýnt það að hún er fær um að gæta Heimsádeíla og kr Eftir langt hlé kveður Guð- mundur Guðmundsson (F-ERRÓ) sér hljóðs aftur með viðamikla sýningu myndverka sinna í Reykjavík, sem er jafnframt fjórða meiriháttar sýning hans hér í borg. Allar hafa sýningar þessar vakið óskipta athygli, en sú síðasta er nú stendur sem hæst, er viðamest þeirra allra. Hinar fyrri þrjár sýningar 1957, 1960 og 1965, voru allar haldnar í Listamanna- skálanum gamla og fylltu skálann rækilega í hvert skipti, svo að ýmsum fannst nóg um. — Gengu þessar sýningar mjög vel og munu hafa reynst listamanninum ómælt veganesti í harðri lífsbaráttu á listabraut hans erlendis. Allar báru þessar sýningar óvenjulegum hæfileikamanni vitni, en hann vár allur í kafi við að brjóta til mergjar ótal tæknileg vandamál, áleitnum og framsæknum. Frá upphafi ferils Guðmundar sem nemanda í listaskóla hafa þeir eiginleikar verið mest áberandi í fari hans og dugað honum best, er að atorku og framsækni lúta. Vinnusemi hans í skóla og utan veggja skólans, meðan hann stundaði nám í Handíðaskólanum, hefur hlotið þjóðsagnablæ og uppskeran hefur fylgt í kjölfarið. Að kunna að hagnýta sér skólana þann tíma sem nemendur á annað borð eru þar, aðstöðu alla og þá reynslu er skólarnir miðla er það sem mestu varðar — og í sumum tilvikum skiptir öllu máli. — Tækniþekking er þung á metum í dag sem fyrr og þeir einir sem tækninni valda geta hafnað henni á rökvísan hátt, þeir hafa breiðast svið og úr flestu að velja. Þannig er einmitt að baki því þvælda hugtaki „frelsi" sú hugsun að afla sér sem mestrar þekkingar og ná sem mestri yfirsýn. Guðmundur dró ekki úr sókn árin tvö í Osló né í F'lórenz og Ravenna og því síður eftir að skólavist lauk, mætti frekar segja að fróðleiksþorsti hans hafi aukist. með hverju árinu sem leið. Hann hafði vanist mikilli vinnu í æsku- byggð sinni Kirkjubæjarklaustri, og síðar við vinnu að brúargerð og var það honum dýrmæt þjálfun til síðari átaka. Þá má þess geta að hann hafði vanist því að fara eldsnemma á ról og heldur hann þeim hætti enn í dag. Verður honum því hver dagur drjúgur til starfa og þó neitar hann sér ekki um hinar ljúfu hliðar lífsins. Hann sækir endurnýjun og ferskleika í víxlverkun strangrar vinnu og lífsnautna en enginn skyldi þó ætla að hér sé um óreglu að ræða. Ferðalög heimshorna á milli eru honum svipuð lífsnautn og t.d. heimsókn á úrvals matstofu eða krá á næsta götuhorni og hann er einn af fáum og jafnvel e.t.v. eini landi vor er tekið hefur próf í vínmati, en því fylgir m.a. að slíkir koma reglulega saman og dreypa á úrvals vínum, vega þau og meta. Þeir ferðast jafnvel langan veg til að bragða á ákveðnum tegundum og nýrri uppskeru. Þetta er íþrótt (sport) líkt og ótal margt annað ofar því almenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.