Morgunblaðið - 17.06.1978, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
25 ár frá blóðugri valdbeitingu rússnesks herafía gegn
vopnlausri a/þýðu í kröfugöngu í Austur- Ber/ín
Sovéskir skriðdrekar í Lcipzigcrstrasse í A-Bcrlín 17. júní 1953. „Rússncskt skriðdrekalið „verndar“ austur-þýzkan vcrkalýð fyrir bættum kjörum.“ Þetta er fyrsta myndin sem
barst tii Vesturlanda frá júníhyltintíunni í A-Berlín.
Fyrir 25 árum, eða dagana 16. og 17. júní 1953,
gerði vopnlaus verkalýður Austur-Berlínar
uppreisnartilraun gegn ofbeldisstjórn kommún-
ista í Austur-Þýzkalandi. Rússneskar stormsveit-
ir, sem fluttar voru í skyndi til borgarinnar úr
nágrenninu og búnar voru þungum skriðdrekum,
bældu uppreisnina vægðarlaust niður. Rússneska
hernámsstjórnin setti þegar herlög í borginni og
þeir sem voru handteknir voru umsvifalaust
leiddir fyrir herrétt og aftökur hafnar strax.
Mótmælaalda verkalýðsins breiddist skjótlega til
annarra borga landsins en var strax brotin á bak
aftur.
Vinnuskylda aukin
án launa
Þann 16. júní 1953 lögðu verka-
menn við byggingu við Stalín-
stræti í A-Berlín niður vinnu og
gengu í fylkingu til stjórnarráðs-
bygginganna í borginni. Upphafleg
krafa þeirra var sú að tilskipun
austur-þýzkra yfirvalda frá 28.
maí s.á. þess efnis að verkamenn
ykju vinnuafköst sín um 10% , án
þess að sú vinnuskylduaukning
væri borguð, yrði afnumin.
Fregnin um kröfugöngu verka-
mannanna barst eins og eldur í
sinu um alla borgina og þúsundir
annarra verkamanna og ríkis-
starfsmanna lögðu niður vinnu og
fylktu sér í gönguna. Mannfjöld-
inn í kröfugöngunni varð svo
gífurlegur að lögreglulið borgar-
innar fékk við ekkert ráðið. Þegar
fólkið gerði sér grein fyrir því að
lögreglan mátti sín einskis gegn
því — óx því kjarkur og kröfur
voru bornar fram um frjálsar
kosningar, allsherjarverkfalli var
hótað og þess ennfremur krafizt að
stjórn kommúnista færi þegar frá
völdum.
Þegar kommúnistastjórnin
gerði sér grein fyrir framgöngu og
J OPNUM turni forystu-
skriödrekans stendur
Gretschko yfirhershöfbingi.
Allt í einu breyta skriödrek-
arnir um stefnu oy aka beint
inn í verkamannahópinn og
hrœ&ilegt marr heyrist: For-
ystuskriódreki Gretschkos er
í miöri mannþrönginni og
blóbugir líkamshlutar manna
liggja á dreif um abalgötu
Berlínar Unter den Linden“.
Tekib úr frásögn Dieters
Borkowski í blabinu Welt am
Sonntag af atburbum 17. júní
1953 í götunni Unter den
Linden í A-Berlín. Borowski
var ábur náinn samstarfs-
mabur Honecker ríkisleib-
t.oga A-Þýzkalands, en var
handtekinn eftir uppreisnar-
tilraunina, og sat í 2 ár í
fangelsi í A-Berlín.
Borkowski skrifabi síban
fyrir Die Zeit undir dulnefni
1966 — 1971. — Þá var hann
handtekinn og dæmdur í 7
ára fangelsi fyrir landráb.
Eftir 1 árs veru í fangelsi
keypti V-þyýzka stjórnin
hann lausan.
Joísundir verkamanna í
A-Berlín lögbu nibur vinnu
og söfnubust saman á stræt-
unum ib mibborginni. Þeir
gengu í þéttri fylkingu um
Friedrichstrasse og stefndu
til stjórnarbygginganna.: —
Vib erum verkamenn, en
ekki þrælar! Burt meb stjórn
kommúnista! Vib heimtum
frjálsar kosningar!
Rússneskir skribdrekar
æba inn x borgina. Vélbyssu-
skothríb í Potsdamer-torgi.
Skribdrekarnir rússnesku,
sem vega 1,0 tonn, aka vœgö-
arlaust á múginn í Fried-
rickhsstrasse og hold þýzkra
verkamanna er kramiö undir
stálplötum skribdrekanna.
Leikurinn er ójafn — berir
vinnulúnir hnefar alþýbunn-
ar gegn stáli, blýi og dýna-
miti kommúnista.“
heift verkalýösins glúpnaði hún og
lét útvarpa tilkynningu um að
fyrrnefnd tilskipun um aukna
vinnuskyldu væri úr gildi fallin og
hefði verið stór mistök af þeirra
hálfu.
Við það lét göngufólkið sitja en
róstusamt var á götum borgarinn-
ar fram eftir kvöldi og aðsúgur var
gerður að rússneskum hermönnum
sem stóðu vörð við opinberar
byggingar.
Við erum verkamenn
en ekki þrælar“
Miðvikudaginn 17. júní var
allsherjarverkfall í allri A-Berlín.
Strax um morguninn tóku verka-
menn að safnast saman til funda
í miðborginni sem varð eitt
mannhaf. Kröfugöngur voru farn-
ar um göturnar og fólkið hrópaði
á frelsi, „Við heimtum frelsi. Við
erum verkamenn en ekki þrælar“.
Ráðizt var með grjótkasti á
verzlanir ríkisins og kveikt í
bifreiðum háttsettra kommúnista.
Þannig fékk niðurbælt hatur
fólksins á kommúnistastjórninni
útrás.
Um hádegisbilið var rauði fán-
inn, sem blakt hafði á Branden-
borgarhliðinu, rifinn niður og
brenndur á bálkesti með áróðurs-
spjöldum kommúnista sem fyrir
hafði verið komið um alla borgina.
— En snemma um daginn fór að
bera á öflugu rússnesku storm-
sveitarliði sem flutt hafði verið til
borgarinnar, skriðdrekar og her-
menn dreifðu sér um borgina.
Skothríð á vopn-
lausan fjöldann
Um kl. 16.00 um daginn byrjuðu
rússnesku hermennirnir að skjóta
miskunnarlaust á mannfjöldann.
Vélbyssum var beint að fólkinu á
Potsdamertorgi og skothríðin látin