Morgunblaðið - 17.06.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.06.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 25 ÞETTA ER BYLTINGIN", <■^0™»»« ,V1D HEIMTUM FRELSI krán-f.rirfitlsm. — Hollráðog hugrenningar Fyrstu íréttirnar sem bárust af mótmælum verkalýðsins 16. júní 1953. dynja yfir það. Skriðdrekar dreifðu fólkinu, og á horni Frið- riksstrætis og Leipzigerstrætis ók rússneskur skriðdreki á fullri ferð inn í mannfjöldann og kramdi undir sér tvo menn, en fjöldi manna særðist alvarlega. Rúss- neskir hermenn tóku stöðu við landamæri Austur- og Vest- ur-Berlínar, en í ljós hafði komið að a-þýzkir lögreglumenn reyndu unnvörpum að flýja yfir til V-Berlínar. Skömmu eftir að skothríðin hófst var því lýst yfir í hátölurum og í útvarpi rússnesku hernáms- stjórnarinnar að herlög væru í gildi í borginni. Allur mannsöfn- uður væri bannaður og ef vart yrði við tvo eða fleiri menn á tali saman á götum úti yrði vægðar- laust skotið á þá. Þannig var mótstaða fólksins sem gerði kröfu til frelsis og sæmilegra lífskjara brotin á bak aftur með rússneskum vopnum. Rússneskir skriðdrekar óku um götur borgarinnar og hersveitir þeirra búnar stálhjálmum, byssu- stingjum og vélbyssum, þrömmuðu um strætin. Heilt vélarherfylki Rússa og 3 fótgönguliðsherfylki eða 30 þúsund hermenn höfðu sótt inn í borgina. Handtökur og líflát Daginn eftir, eða 18. júní,-mættu verkamenn til vinnu sinnar en útvarpið í A-Berlín skýrði frá því að handtökur verkamanna væru hafnar. Þeir sem handteknir voru fyrstu dagana eftir uppþotið voru leiddir fyrir herrétt, dæmdir og skotnir fyrir áróðursstarfsemi og þátttöku í. tilraun til uppreisnar gegn stjórnvöldum landsins. Austur-Berlín leit út eins og víggirtar herbúðir og við og við heyrðist skothríð yfir til V-Berlín- ar. Rússneskt herlið fylkti sér við landamæri borgarhlutanna og lokaði þannig undankomuleið upp- reisnarmanna á meðan herlögregl- an leitaði fórnardýra sinna í borginni. Fregnirnar af mótmælum fólks- ins í A-Berlín bárust þegar í byrjun um allt A-Þýzkaland með útvarpssendingum og óeirðir urðu í fleiri borgum, s.s. Dresden, Leipzig, Madgeburg og Erfurt. Nokkrir létu lífið í Chamnitz. í Dresden var tveimur verkamönn- um stefnt fyrir rússneskan dóm- stól og þeir teknir af lífi. Kröfum alþýðu í A-Berlín og fleiri borgum í A-Þýzkalandi fyrir frelsi og bættum kjörum var Framhald á bls. 18 Júnífaylling þyzktn tsrkamnnnn vnr vsgðnrlnust bsM niður oi russneskum skriðdrnkasveitnm Kommnniitastiórnin hrApuS Hlnypli út úr inrnum ni»urnlþýrkrl ilþySu fangahtiðum f fyrrinótl Nytt luimgioidshneyksli S.LS. M faeíer il slérgreða_____________ »1 farigu skipsins Pmrúllf'.' Fréttir af miskunnartausu atferli „verndaranna". 17. júní 1953. — Myndlist Framhald af bls. 17. myndir sem mætti álíta lykilverk á ferli hans — myndir sem eiga vafaiaust eftir að verða klassískar í sögu þessa tímabils i myndlist t.d. sumar, „Scape“-myndirnar — „Ópið“ nr. II“, — „Stravinsky", sumar „Geimfara“-myndirnar, „Maó“-myndirnar — og yfirleitt hefur hvert tímabil, hver mynda- röð skilað nokkrum myndum sem eru i sérflokki að gerð. Sum tímabilin er ekki auðvelt að melta og hugsunin að baki ýmissa ólíkra myndaraða býður upp á slíkar andstæður að skoðandinn er þrumulostinn í fyrstu en sér þó visst samhengi í túlkununni við nánari kynni. Erró fjallar sérstak- lega um nokkur verk sín í sýning- arskrá og hyggst ég síðar birta myndir af þeim með skýringum hans hér í blaðinu. Vafalítið fáum við, er um myndlist fjöllum, næg tækifæri til að rita um list hans í framtíðinni en hér hef ég öðru fremur reynt að kynna manninn að baki myndanna ef takast mætti að varpa nokkru ljósi á tilurð þeirra, skoðendum til glöggvunar. Það var sannarlega snjöll hug- mynd að fá þennan íslenska viking til að sýna hér á Listahátíð. Viðtökurnar hafa reynst með ágætum og jafnvel betri en nokkurn óraði fyrir. Vel hönnuð og í alla staði vönduð bók um listamanninn, er Iceland Review og Almenna bókafélagið standa að, seldist upp á svipstundu í íslensku útgáfunni og vafalítið selst enska útgáfan upp fyrr en varir. Já, dregið saman í hnotskurn færir þetta framtak okkur heim sanninn um hvað hægt er að afreka í íslenskri myndlist — og fyrir íslenska myndlist — ef rétt er að staðið. — Dönsuðum Framhald af bls. 26. eiga frí. Einn þeirra er með mér hérna núna. Hann heitir Jens. Það stóð eiginlega til að barnið yrði stúlka og hún átti að heita Jenny í höfuðið á Jenny Lind en fyrst það varð drengur skírðum við hann Jens.“ — Búið þið í Svíþjóð? — „Já við búum í Stokkhólmi, það er að segja skammt frá Stokkhólmi, — að sjálfsögðu á eyju, Lidingö. Það er afskaplega gott að búa þar. Við bjuggum annars fimm ár í Banda- ríkjunum en ég kann best við mig þarna á eyjunni rétt fyrir utan Stokkhólm.“ — Syngurðu allt árið, eða áttu kannski löng frí annað veifið? — „Ég syng næstum því allt árið. Það er líka mjög óþægilegt að hætta að syngja í meira en svona tvær vikur í senn þannig að ég fæ mitt frí í formi nokkurra daga hér og þar um heiminn.“ — Hvernig lítur þú á hljóðfærið þitt, röddina? — „Þetta er voðalegt hljóðfæri. Það er svo viðkvæmt. Það er ekki bara viðkvæmt fyrir kvefi og kvill- um, heldur þarf ekki annað til en eina kexörðu til að maður fari að hósta og verði hás. Elísabet nafna mín Schwartzkopf varð að aflýsa heilu hljómleikaferðalagi vegna eins vínbers." — Þekkirðu einhverja íslenska óperusöngvara? — „Já, ég þekki Guðmund Jóns- son, enda er hann gamall skólabróðir minn frá Óperuskólanum í Stokk- hólmi. Hann hefur geysilega rödd og mikið raddsvið og mér er það alveg ógleymanlegt að við Guðmundur dönsuðum saman ballet þegar við vorum í Óperuskólanum forðum.“ — Gunnar H. Olafsson Framhald af bls. 17. línubátar. Þessi skip eru þó einungis hér vegna þess að við leyfum það og lúta í einu og öllu íslenzkum lögum. En er þá öllum átökum um íslandsmið lokið? Tæplega. Ennþá er eftir fjórða og kannski erfiðasta þorskastríðið en það er að rækta upp' aftur hálfeydda fiskistofna í kring- um landið. Og nú stendur þjóðin ekki einhuga lengur, hagsmunir rekast á hagsmuni og bróðir er á móti bróður. Þetta stríð verður þó að vinnast því án þess er öllum öðrum sigrum í landhelgismálinu á glæ kastað. Ef illa tekst til er það okkur sjálfum einum að kenna. En ef vel tekst til mun sjórinn veita okkur þann auð, sem þarf til uppbyggingar öflugs iðnaðar og betri lífskjara í sjálf- stæðu landi. Betri ósk á ég ekki landsmönnum til handa á þessum hátíðisdegi. Stórviðarsögin með bensínmótor. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keðju- smurning. Vinkilslipivél til iðnaðarnota. Þvermál skifu 7”. Hraði: 8000 sn/mín. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 © Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraði: 13.500 sn/mín. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/mín. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viðbrugöið hefur verið fyrir gæði, um allan heim í áratugi. Þvermál sagarblaðs: 7'/4”. Skurðardýpt: beint 59 mm, við 45° 48 mm. Hraði: 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. Fullkomin iðnaðarborvél með tveimur föstum hraðastillingum, stiglausum hraðabreyti í rofa, og afturábak’ og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött öflug beltaslípivél með 4” beltisbreidd. Hraði: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. Létt og lipur stingsög með stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraði: 0-3500 sn/mír. Mótor: 350 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmurfræsari. Hraði: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.