Morgunblaðið - 17.06.1978, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
Sœnskar söngdrottningar
TVÆR heimsþekktar sænskar óperusöngkonur eru nú staddar hér á landi i tilefni
listahátíðar, þær Birgit Nilsson og Elisabeth Söderström. Hélt Söderström hljómleika i
Háskólabiói sl. miðvikudagskvöld við Undirleik Ashkenazys, en Birgit Nilsson söng í
Laugardalshöll i gærkvöldi með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Þrátt fyrir mikið annriki gáfu söngkonurnar sér tima til að ræða við blaðamann
Morgunblaðsins.
Elisabet Söderström:
„Við Guðmund-
ur dönsuðum
saman ballett”
Birgit Nilsson:
„Alltaf spennandi að
syngja í fyrsta sinn
einhvers staðar”
ELÍSABETH Södcrström raddi við
blaðamann Morgunblaðsins sl.
fimmtudaK. en hún mun dvelja hér
á landi í nokkra daga. Blm. innti
hana eftir því hvernÍK henni hefði
þótt að syngja hcr í þetta skipti, en
hún hefur sem kunnuKt er sungið
hér á landi einu sinni áður.
— „Það er nú eiginlega áhorfend-
anna að dæma um það hvernig þetta
tókst í gærkvöldi en ég vona að það
hafi gengið vel. Það var allténd
gaman að syngja hér aftur. Mér þótti
það mjög skemmtilegt þegar ég var
hér fyrir nokkrum árum og varð þá
afskaplega hrifin af Reykjavík og
langaði mikið að koma hingað aftur
og skoða mig þá svolítið um. Það
ætla ég svo að gera núna næstu
dagana. Eyjar heilla mig alltaf. Fólk
sem býr á eyjum er líka alltaf
svolítið sérstakt. Það er svo opið
gagnvart gestum sem koma yfir
hafið. Svo finnst mér líka alltaf gott
að sjá til hafs þar sem ég er, enda
er ég gift yfirmanni í sænska
flotanum. Þar fyrir utan hef ég
fjarska gaman af því að ganga á
fjöll, þannig að ég held að það sé
næsta öruggt að ég kunni vel við mig
hér.“
— Hafið þið Ashkenazy oft komið
fram saman áður?
— „Já, samstarf okkar hófst á því
að við vorum beðin að flytja lög eftir
Rachmaninoff á hljómplötu og þegar
við höfðum svo lokið við það bað
útgáfufyrirtækið okkur um að gera
fleiri slíkar og við erum nú búin að
gera fjórar slíkar plötur. Auk þess
höfum við svo haldið hljómleika í
London og Stokkhólmi og víðar. Það
er geysilega skemmtilegt að vinna
með Ashkenazy."
— Geturðu nefnt einhver tónskáld
sem þér þykja skemmtilegri en
önnur?
— „Ja, það er nú kannski svolítið
erfitt, enda er það skylda manns að
þykja það ætíð skemmtilegast sem
maður er að vinna að hverju sinni.
Ég get þó sagt það að ég hef sérhæft
mig nokkuð með árunum eftir því
sem ég finn hvað á best við mína
rödd. Nú syng ég mikið eftir Mozart
og Strauss og svo Janacek. Einnig
hef ég sungið mikið af nútímatónlist.
Ég tók til dæmis þátt í frumupp-
færslu á óperu eftir Ungverjann
Ligeti í Stokkhólmi nú nýlega. Fólk
var búið að bíða eftir þessari óperu
í átta ár svo það ríkti mikil
eftirvænting þegar verið var að
vinna að þessu verki sem fjallar um
heimsendi sem ekki verður."
— Hvort þykir þér áhugaverðara
að syngja í óperum eða að halda
einsöngskonserta?
— „Helst vil ég nú blanda þessu
saman. Þetta er hvort tveggja
skemmtilegt og ómögulegt að taka
annað fram yfir hitt.“
— Þegar þú lítur til baka yfir
þessi síðustu ár, hvernig þykir þér
hafa til tekist?
— „Ég er mjög ánægð með minn
feril. Ég hef gert næstum allt sem
mig hefur langað til og fengið
tækifæri til að ferðast mikið um
heiminn og skoða mig um og ég á
góða fjölskyldu sem er mér mjög
mikils virði. Þegar synirnir mínir
þrír voru yngri ferðuðust þeir um
allt með mér en eftir að þeir hófu
skólagöngu verða þeir að láta sér
nægja að ferðast með mér þegar þeir
Framhald á bls. 25.
Birgit er á mikilli hraðferð og
heldur utan á föstudag og því
reyndist ógerlegt að ná tali af henni
nema simleiðis á miðvikudag. Blm.
spurði söngkonuna fyrst hvernig
henni litist á að syngja hér.
— „Það er alltaf spennandi syngja
í fyrsta sinn einhvers staðar en ég
hef aldrei sungið hér á landi áður.
Ég er búin að æfa með hljómsveit-
inni og það gekk ágætlega. Það er
áhugasamt og dugmikið fólk í
hljómsveitinni."
— Hvernig þótti þér hljómburð-
urinn vera í Laugardalshöllinni?
— „Ég hef nú ekki heyrt neitt
nema kvartanir um það en mér
fannst hljómburðurinn ágætur. Það
var náttúrlega ekkert fólk í salnum
á æfingunni svo þetta breytist
kannski eitthvað á hljómleikunum
sjálfum en þetta hljómaði ágætlega
í dag.“
— Hvar hefur þér fundist
skemmtilegast að syngja?
— „Þetta er afskaplega erfið
spurning. Ég er búin að syngja á svo
ótalmörgum stöðum. Ég veit hreint
ekki... Það er vissulega mjög
gaman að syngja í tónlistarborginni
PEUCEOT
DIESEL
Viö útvegum dieselvélar og fylgihluti
til ísetningar í ýmsar geröir bifreiöa.
Frekari upplýsingar gefur
HAFRAFELL HF
VAGNHÖFÐA 7, SÍMI 85211
UGE
FQLKE
H0ÍSKO1E
UGE Lýöháskólinn,
Tinglev Danmörk.
NÝR NORRÆNN
LÝÐHÁSKÓLI í DANMÖRKU
6 mánaöa námskeiö, er hefst 1/11,
veröur haldið fyrir alla eldri en 18
ára. Venjulegar lýðhaskólanáms-
greinar. Mikiö úrval námsgreina í
handmennt. Sundkennara-
menntun. — Skrifiö eftir
kennsluskrá.
Norrænn-evrópskur skóli. DK-6360
_________ Myrna og Carl Vilbæk.
jazzBOLLeCCGkóLi Búru(
líkom/rcekt j.b.S. <
N
★ Síðasta námskeiö fyrir sumarfrí hefst 26. júní.
★ 3ja vikna námskeiö.
★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri.
★ Morgun-, dag- og kvöldtímar.
★ Tímar tvisvar og fjórum sinnum t viku.
Vaktavinnufólk athugið „lausu tímaha“ hjá okkur
Sérstakir matarkúrar fyrir þær, sem eru í megrun.
_ Sturtur — sauna — tæki — Ijós.
|\i ★ Muniö okkar vinsæla sólaríum.
★ Hjá okkur skín sólin, allan daginn, alla daga.
★ Upplýsingar og innritun í síma 83730.
^JdZZBQLLeCCBkÓLÍ BÓPU
5
rT
cr
co
7$
p
2
Börn úr
Eyjafjalla-
hreppum
heimsækja
Reykjavík
KYNNISFERÐ borgar-
barna í sveit er fastur liður
í starfsemi Æskulýðsráðs
Reykjavíkur. í samvinnu
við Samband sunnlenskra
kvenna hefur verið boðið til
slíkra ferða á sunnlensk
sveitaheimili undanfarin ár,
og hafa þegar um 200
reykvísk börn notið þeirra.
Um 20 börn úr Reykjavík
dvöldu á bæjum í Austur-
og Vestur Landeyjum dag-
ana 13. —15. júní. Til
Reykjavíkur komu 20 börn
úr Eyjafjallahreppum 13.
AUCíLVSINtiASÍMtNN ER:
22480
JfUreunblabib