Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JUNI 1978 27 sjálfri, Vín, ég hef sungið mikið þar og þekki þar allt svo vel. Svo er mjög skemmtilegt að syngja einhvers staðar í fyrsta sinn eins og ég sagði áðan og ég hef gert sérlega mikið af því á þessu ári. Ég er búin að syngja í fyrsta sinn í íran í ár og auk þess í Suður-Kóreu og svo núna hér á íslandi." — Veistu hvað þú hefur sungið í mörgum löndum? — „Nei, það veit- ég alls ekki. Öllum Evrópulöndunum, Suður- og Norður-Ameríku raunar í öllum heimsálfum nema Afríku. Þegar maður er búinn að syngja á svona mörgum stöðum rennur þetta allt saman í höfðinu á manni svo það er ómögulegt að hafa tölu á þessu." — En á milli allra þessara ferða- laga hlýturðu að hafa einhvern samastað. Hvar býrðu? — „Ég bý í Sviss en dvel mikið í sumarhúsinu mínu á Skáni á sumrin. Ég bjó áður í París, en ég kann betur við mig í Sviss. Það er líka mjög miðsvæðis þannig að það hentar vel svona manneskju eins og mér sem er á stöðugum ferðalögum." — Syngurðu mikið í Sviss? — „Nei, ég geri nú ekki mjög mikið af því. Það eru raunar ágætar óperur þar í mörgum borgum, en ég kem ekki oft fram þar, miklu oftar í Vín og í Þýskalandi." — Áttu þér einhver uppáhaldslög eða uppáhaldstónskáld? — „Ég á mörg uppáhaldslög og ég syng nokkur af þeim á tónleikunum hér. Annars syng ég afskaplega oft í óperum eftir Wagner. Röddin mín hæfir vel verkum hans og tónsmíðar hans eiga því mjög vel við mig, en það eru svo mörg góð tónskáld að það er illmögulegt að nefna eitthvert eitt þeirra sérstaklega sem eftirlæt- istónskáld." — Syngurðu eitthvað eftir Wagner á hljómleikunum í Laugar- dalshöll? — „Nei ég geri það nú ekki. Það er nú fyrst og fremst vegna þess að það er nauðsynlegt að nota mjög stóra sinfóníuhljómsveit við flutning verka eftir hann og það er ekki mögulegt hér.“ — Að lokum. Þekkirðu einhverja íslenska óperusöngvara? — „Ég get nú ekki sagt að ég þekki neinn þeirra, en ég veit að hér eru ýmsir góðir söngvarar og eitt- hvað af þeim var við nám í Óperuskólanum í Stokkhólmi um leið og ég.“ DAGINN eftir Hljómleika Birgit Nilsson i Laugardalshöll náði Mbl. einnig talí af nokkrum innlendum óperusöngvurum og innti pá eftir áliti peirra á hljómleikunum: Guðrún Á Símonar: — „Hún var stórkostleg. Þetta er glæsileg kona. Hljómsveitin spilaði lika afskaplega vel undir stjórn þessa stjórnanda. Þetta var sko söngur, sannkallaöur söngur." Krístinn Hallsson: — .Tón- leikarnir voru stórfenglegir alveg eins og tónleikar Söderström, enda þótt þessir væru með mjög ólíku sniði. Maður varð alveg hugfang- Inn. Það var sérstaklega gaman aö heyra hana syngja Verdi. Þetta var frábær söngur og samspil hennar og hljómsveitarstjórans var líka sérlega eftirtektarvert. Þau hafa aldrei unnið saman áður.“ Þuríður Pálsdóttir: — „Fram- koma Birgit Nilsson var stórbrotin. Þetta var alveg toppurinn. Tónn hennar var mjög skýr þrátt fyrir árin sextíu sem hún á nú að baki. Hljómsveitin hefur aldrei spilaö betur, held ég. Þetta voru dýrölegir tónleikar." Garðar Corfes — „Þetta voru alveg stórkostlegir hljómleikar. Birgit Nílsson er frábær söngkona með mikiö raddmagn. Það er ekkert hægt aö segja um þetta. Þetta er yfirnáttúrulegt.'' Mbl. haföi samband við nokkra íslenska óperusöngvara daginn eftir tónleika Elisabethar Söaer- ström. Söngvararnir höfðu eftir- farandi aö segja: Guðrún Á Símonar: — „Elisa- beth Söderström er stórkostleg listakona og mikill „performer". Hún túlkaöi Ijóðin af lífi og sál burt séð frá öllum hefðum." Kristinn Hallsson: — „Þetta voru alveg frábærir tónleikar. Stórkosttegur flutningur og elsku- leg framkoma hjálpuðust að við að gera stemmninguna geysilega. Það er alltaf dásamlegt aö heyra Elisabeth Söderström syngja." Þuríður Pálsdóttir — „Söder- ström er yndisleg söngkona og glæsileg og hefur afskaplega fína tækni. Hún er frábær listakona og hefur að mínu áliti verið einhver besta söngkona t heimi undanfarin tíu ár.“ Guömundur Jónsson: — „Ég veit ekki hvað er hægt að segja, — hún Söderström er frábær og ég er svo heppinn að þekkja hana og get því sagt að hún er geysileg heíöursmanneskja þar aö aukt. Þetta voru stórkostlegir tónleikar og þó geta menn sagt sér það sjálfir að það er mjög erfitt að syngja með svona miklum einlelk- ara elns og píanósnillingnum Ashkenazy." Jón Pálsson, Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar og Hinrik Bjarnason framkv.stj. Æskulýðsráðs Reykjavíkur ásamt börnum úr Eyjafjallahreppum í sal borgarstjórnar. júní, en þau börn voru gestgjafar Reykjavíkur- barna sumarið 1977. Börnin þáðu fyrst heim- boð hjá þeim sem verið höfðu gestir þeirra í fyrra er ftir hádegi beið þeirra ky inisferð um borgina á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hófst hún með því að forseti borgar- stjórnar, Sigurjón Péturs- son, tók á móti þeim í sal borgarstjórnar og rabbaði við þau um borgina og stjórn hennar. Því næst var farið á ýmsa merkisstaði svo sem Árbæjarsafn, í Hallgrímskirkjuturn, á sýn- ingu Errós á Kjarvalsstöð- um og víðar. Deginum lauk með ferð í kvikmyndahús og pylsu- veislu á Fríkirkjuvegi 11. LTMEÐ EIMSKIP - .( A næstunm ferma [ skip vor til íslands, J sem hér segir: ANTWERPEN: [ Fjallfoss 21. júní Lagarfoss 26. júní Fjallfoss 3. júlí | | ROTTERDAM: Fjallfoss 22. júní | Lagarfoss 27. júní Fjallfoss 4. júlí | FELIXSTOWE: Dettifoss 19. júní Mánafoss 26. júní Dettifoss 3. júlí Mánafoss 10. júlí HAMBORG: Dettifoss 22. júní Mánafoss 29. júní Dettifoss 6. júlí Mánafoss 13. júlí PORTSHMOUTH: Bakkafoss 28. júní Hofsjökull 29. júní Skeiðsfoss 5. júlí Brúarfoss 19. júlí Bakkafoss 19. júlí Selfoss 26. júlí GAUTABORG: Laxfoss 19. júní Háifoss 26. júní Laxfoss 3. júlí KAUPMANNAHÖFN: Laxfoss 20. júní Háifoss 27. júní Laxfoss 4. júlí HELSINGBORG: Urriöafoss 21. júní Grundarfoss 26. júní Urriðafoss 5. júlí MOSS: Grundarfoss 27. júní Urriðafoss 6. júlí § I i i I i I I I s I 9 ® KRISTIANSAND: Urriöafoss 23. júní í Grundarfoss 28. júní Urriðafoss 7. júlí STAVANGER: Urriðafoss 24. júní : Urriðafoss 8. júlí [ GDYNIA: [ Múlafoss 21. júní VALKOM: j Múlafoss 19. júní f írafoss 3. júlí WESTON POINT: Kljáfoss 27. júní Kljáfoss 11. júlí Rsglubundnar ferðir alla mánudaga fré Reykjavík til isafjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka í A-skála á föstu- dögum. ALLT MEÐ EIMSKIP laepfBqEpfllalSPalBfl!l Morgunblaðið óskar eftir blaóburóarfólki Uthverfi Hólahverfi II Blikahólar, Sogavegur, Rauöageröi. Upplýsingar í síma 35408 Allt á sama Stað Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILi. VILHJALMSSON HE Michelin hjólbarðar Eftlrtaldar stæröir af Michelin hjólböröum eru til á lager 145x10 135x13 145x13 155x13 165x13 175x14 185x14 180x15 205x16 Einnig seldir í Hjólbaröastöö inni s.f., Skeifunni 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.