Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 5 Framhald Inn-D júpsáætlunar Samgöngur skipta Vestfirðinga miklu máli Hér á eftir verða rakin nokkur þcirra mála sem þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum hafa hreift á Alþingi og varða Vest- fjarðakjördæmi sérstaklega. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða og mál rakin í tímaröð en ekki eftir vægi þeirra fyrir kjördæmið. Þess ber og að geta að ekki eru talin með þau mál sem flokkurinn hefur staðið að í formi stjórnar- frumvarpa. • Virkjun Suðurfossár á Rauðasandi Árið 1974 flytja Þorvaldur Garðar Kristjánsson o.fl. tillögu til þings- ályktunar um virkjun Suðurfossár á Rauðasandi í V-Barðastrandarsýslu. Tillagan varð ekki útrædd. • Vegarstæði yfir Þorskafjörð 10. desember 1974 kemur til umræðu á Alþingi fyrirspurn frá ÞGKr. um vegarstæði yfir Þorska- fjörð. Fyrirspyrjandi lagði áherzlu á gildi þessarar vegarlagningar og drap á hugmynd um fiskirækt í Þorskafirði í því sambandi. • Jarðhiti við Bolungarvík í maimánuði 1975 var útbýtt fyrirspurn frá Sigurlaugu Bjarna- dóttur varðandi könnun á jarðhita í Syðridal við Bolungarvík. • Flugsamgöngur við Vestfirði Sigurlaug Bjarnadóttir flytur ásamt fleirum tillögu til þingsálykt- unar um athugun á úrbótum í flugsamgöngum við Vestfirði. At- hugunin beinist fyrst og fremst að lýsingu og öryggistækjum vegna aðflugs og lendingar á ísafjarðar- flugvelli; endurbótum og lendingu á flugbrautinni við Holt í Önundar- firði og flugbrautinni í Bolungarvík með það í huga að þær verði varaflugvellir fyrir Isafjarðarflug; öryggisútbúnaði og lýsingu á Þing- eyrarflugvelli og lýsingu og öryggis- tækjum vegna aðflugs og lendingar á Patreksfjarðarflugvelli. • Framhald Inndjúpsáætlunar Sigurlaug Bjarnadóttir, Þorvaldur Garðar Kristjánsson o.fl. fluttu tillögu til þingsályktunar um fram- hald Inndjúpsáætlunar. Tillagan gerði ráð fyrir að ríkis- stjórnin hlutaðist til um að bændur á svæði Inndjúpsáætlunar haldi næstu 5 ár, eftir að starfstima áætlunar lýkur, lánafyrirgreiðslu til ræktunar (Stofnlánadeild/Byggða- sjóður). Hið sama gildi næstu 3 ár til byggingaframkvæmda á áætlun- arsvæðinu. Inndjúpsáætlun er nú á lokaári. Tillagan var samþykkt 5. maí 1978. • Verndun varplanda Sigurlaug Bjarnadóttir og Jóhann- es Árnason flytja ásamt fleirum frumvarp til laga um br. á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Frum- varpið fjallar um varnaraðgerðir, sé eðlilegum nytjum af æðarvarpi ógnað af ágangi arnar. Frumvarpi þessu var vísað til rikisstjórnarinn- ar. Sendist: B.Í.S. Box 1247 Litakeppni Öllum börnum 12 ára og yngri er heimil þátttaka í keppni þessari. Lita skai myndina með vaxlitum og finna gott slagorð fyrir sirkusinn. Dómnefnd mun velja 3 myndir 29. júní, og hljóta eigendur þeirra 10 boðsmiða hver, í bestu sæti, á eina sýningu Gerry Cottles sirkusins. Póstleggið myndina fyrir 25. júní. Nafn_______________________________________________________________________ Aidur Heimili________________________________________________Staður___________________ Slagorð (ekki fleiri en 12 orð): oc i FYRIR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI VINNIÐ TÍU BOÐSMIÐA Á SIRKUSINN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.