Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 15 Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu víðkunn- ar. Óteljandi tegundir af kjöt- og sjávarréttum auk íslenskra þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum. Bjóðið viðskiptavinum og kunningjum í kræsingar kalda borðsins. Verið velkomin, Hótel Loftleiðir. B8S HOTEL LOFTLEIÐIR Nýr leikskóli í Grundarfirdi (•rundarfirði 10. júní ItlSIÐ ER aí Krunni í Grundar- íirði nýtt leikskólahús sem verð- ur væntanlega tekið í notkun í haust. Húsið er einingahús, fram- leitt aí Ilúseiningum í Sijflulirði. í 1 1/2 ár hefur verið starfrækt- ur leikskóli á vegum Rauða kross deildar Grundarfjarðar í leiguhús- næði, en nýja húsið er byggt sameiginlega af Rauða kross deildinni og Eyrarsveitarhreppi. Teikningar eru eftir Örnólf Hall .... ... ... og Ormar Þór. leikskolabyggingin Fréttaritari 1 Grundarfirði Jón Ásgeirsson: Gegn betri vitund? I tónlistargagnrýni eftir undir- ritaðan, sem birtist 6. júní um Kammertónleika á Listahátíð 1978, er eftirfarandi athugasemd skotið inn. „Þorkell Sigurbjörnsson skilar hér einni af þeim pöntunum, sem Nomus nefndin úthlutar í formi starfslauna og greidd eru af úr Menningarsjóði Norður- landa, en hann er einnig ritari í íslenzku nefndinni, sem er aðili að samnorrænu úthlutunar- nefndinni. Samkvæmt nýútkom- inni skýrslu Nomus um úthlutun á pöntun tónverka, fjármögnuð- um af Norræna Menningarmála- sjóðnum, virðist Þorkell vera Vinsælasta tónskáld Norður- landa.“ Degi seinna birtist athugasemd frá Erik Sönderholm og segir hann þar m.a. „Höfundur umsagnarinnar, Jón Ásgeirsson, gefur í skyn, að eitthvað óheiðarlegt sé við tilurð tónverks Þorkels Sigur- /■' björnssonar — að Þorkell hafi i hreinlega misnotað aðstöðu sína í Nomusnefndinni. Þó ég efist um að slíkt sé hægt, vil ég hér með upplýsa, að pöntunin á verki Þorkels kom upphaflega frá Norræna húsinu." Seinna í athugasemdum Erik Sönderholm er þessi klausa. „Ég lagði til við Strokkvartett Kaupmannahafnar að hann pantaði verk hjá Þorkeli. Kvartettinn varð við þessum óskum og var pöntunin af- greidd hjá Nomus nefndinni, án þess að Þorkell kæmi þar á nokkurn hátt nærri." 8. júní birtist svar undirritaðs við athugasemd Erik Sönderholm. Þar segir m.a.: „Ég vissi vel hver átti upphafið að þeirri pöntun, sem hér um ræðir og þrátt fyrir staðhæf- ingar yðar og tengsl við Þorkel Sigurbjörnsson, er það óvið- komandi því sem ég skaut lausu skoti að. Staðhæfing yðar um afgreiðslu pöntunarinnar á umræddu tónverki fyrir Strok- kvartett Kaupmannahafnar stangast á við tilkynningu í Nomus nytt, 23. tölublaði, maí 1977. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir (birtist með grein- inni) er Þorkell eini ísl. fulltrú- inn í dómnefndinni, þar sem m.a. var fjallað um áðurnefnda pöntun." Þar upp á svarar Þorkell Sigur- björnsson 9. júní. Gerir hann þar grein fyrir veru sinni á umrædd- um fundi og lýkur greininni svo: „Síðan lagði hvert land fram sinn lista af umsóknum. Þegar kom að Danmörku, var þar ofarlega — að þeirra mati — umsókn frá Köbenhavns Strygekvartett, þar sem kvart- ettinn sótti um styrk til að panta verk af undirrituðum (svipað henti annað tónskáld, sem var þarna viðstatt). Vék ég þá af fundinum, svo sem vera bar. Ekki var ég ábyrgur fyrir þeim umsóknum, sem dönsku fulltrúarnir lögðu fram, né heldur því, hvernig óskir þeirra voru uppfylltar á áðurgreind- um fundi. Þetta veit Jón Ásgeirsson eins og aðrir, sem sóttu aðal- fund Tónskáldafélags Islands, þar sem Jón kom fram með svipaðar aðdróttanir og hann hefur nú birt á prenti sem tónlistargagnrýni í Morgun- blaðinu. Þá voru þær allar bornar á bak aftur. Nú byrjar hann á ný gegn betri vitund. Þetta er eitthvað nýtt skáld- skaparform hjá honum.“ Vegna þessara skrifa þykir mér of margt óupplýst, er málið varðar, svo hægt sé að láta svo sem nóg sé komið. Varðandi umræðu um þessi mál á aðalfundi Tónskáldafélagsins, er rétt að geta þess að umræðurnar lognuðust út af, án þess að hrakin væri staðhæfing mín, að samband væri milli stjórnunaraðstöðu og vin- sælda umræddra manna. Ég vil vera laus við að hafa sjálfdæmi um eigin heiðarleika og samvizku, en Þorkell veit vel, að um langan tíma hef ég rætt þessi mál og mörg önnur, bæði við hann sjálfan og aðra sem eiga hlut að. Því miður er það algengt, að umræða innan félaga virðist engu breyta og athugasemdir eru grafnar í félags- lega þagnarskyldu. Menn fara sínu fram og treysta á hugleysi félags- manna. Það sem rekur mig til leiks, er sú trú mín að hér sé um að ræða mikilsvert hagsmunamál fyrir öll ísl. tónskáld. Hér er ekki skóað með öfund, né klæddur upp auðvirðilegur leikur með álit og frama einstakra manna. Til að skilja þetta mál, er nauðsynlegt að greina frá þeim starfsþætti Menningarmálasjóðs Norðurlandaráðs, er lýtur að fjármögnun þeirrar iðju er nefnist tónsmíði. Norrænu tónverkapantanirnar eru, eins og fyrr segir, fjármagn- aðar af Norræna Menningarmála- sjóðnum og er fjallað um þessar pantanir á fundi stjórnskipaðrar dómnefndar. Umsóknarformið er þannig, að einhver stofnun eða einstaklingur, sem með ýmsum hætti tengist flutningi tónlistar, óskar eftir því að tiltekið tónskáld sé ráðið til að semja tónverk, sem lauslega er skilgreint í lengd og umfangi. Stærð verksins hefur mikið að segja við verðákvörðun og eru 5—25 þúsund danskar krónur meðal útlínur upphæð- anna. Sú skipan hefur verið á, að umsóknaraðilar fá ekki afgreidda pöntun til handa samlendu tón- skáldi. Islenzkir aðilar geta t.d. ekki pantað tónverk frá íslenzku tónskáldi. Sá aðili sem hefur áhuga á að panta tónverk getur bæði fengið upplýsingar frá félögum og stofn- unum viðkomandi landa og með persónulegum samböndum. Þar sem pantanirnar eru í flestum tilfellum ríflega greiddar, hefur ásókn verið mjög mikil og komið fram gagnrýni víða á Norðurlöndunum, að menn í valdaaðstöðu og með persónuleg sambönd við pöntunaraðila, hafi gert margháttaðar tilraunir til að verða sér úti um pantanir og í þeirri umræðu hafa márgar hug- myndir þessu til varnar komið fram. Meðalfjöldi umsókna hefur verið á milli 30—40 árlega og af þeim hafa aðeins 14 að meðaltali verið afgreiddar. Þessi pöntunar- háttur var tekinn upp 1970 og hefur sá hemill verið notaður að ekki er hægt að fá afgreidda pöntun til sama tónskáldsins tvö ár í röð. Til að fyrirbyggja misnotkun og samspil á milli tónskálda og flytjenda, hefur sú hugmynd verið rædd á Norður- löndunum, að Tónskáldafélögin sjái um allar upplýsingar til pöntunaraðila. Hvað svo sem hefur verið gert í því máli, þá er það ekki til umræðu hér, heldur niðurstöður þeirrar skýrslu, sem Nomus hefur nýlega sent frá sér og gefur nákvæmt yfirlit yfir pantanir á tónverkum til tónskálda á öllum Norðurlönd- unum. Þar greinir frá, að 61 norrænt tónskáld hafi fengið slíka pöntun einu sinni, 28 tvisvar syinum óg aðeins fimm tónskáld þrisvar sinnum, en þeir eru; Rautavara, Bergman, Kokkonen, Holmboe og Atli Heimir Sveins- son. Einn og ser, með fjórar pantanir, er svo Þorkell og á þessum upplýsingum stendur sú staðhæfing mín, að Þorkell hljóti að vera einn af vinsælustu tón- smiðum Norðurlanda. Eftirmáli íslenzkt samfélag er orðið svo gegnsýrt af aðstöðusamspili ætt- ingja óg vina að sá sem ætlar sér nokkru þar um að þoka, rekur sig fljótlega á að siðgæðinu er svo stýrt að af tiltækinu verður uppskeran í bezta lagi vansæmd en annar skaði svo miðaður við styrkleikahlutföll í aðstöðu og vinafjölda. Landalög og mannrétt- indi eru ekki virt og er stjórnun í þessu landi að verða óframkvæm- anleg, vegna þess að þau lög ein gilda er henta samstöðuhópunum til ábata hverju sinni. Sá sem rís gegn einhverri fjölskyldu- eða vinatryggingaeiningu er sakfelld- ur eins og gagnrýnandi í Rússlandi og ásakanir hans túlkaðar sem geðbilun, sjúkleg öfund, dónaskap- ur, fleipur gegn betri vitund og ofsóknir á saklaust fólk. Þetta sérkenni íslenzkra sambýlishátta kemur í veg fyrir málefnalega gagnrýni og er undirstaða þess siðgæðis, að aðstaðan og nýting hennar sé sjálfsögð, jafnvel lög- vernduð en ekki skyldu- eða þjónustubindandi fyrir neinn. Þar sem öll raðform eru ofin úr þessum þáttum, verður gagnrýni á einn þeirra uppreisn gegn heild- inni og getur raskað skiptajafn- vægi hagsmunahópanna og verið keðjuverkandi. Þarna er fundinn lykillinn að málefnalausri gagn- rýni, sem mótast af mörkun þess jafnvægis, sem samfélagið hefur tamið sér hverju sinni og þeirri áhættu, sem öll andmæli fela í sér fyrir gagnrýnandann. Þeir sem álíta gagnrýni nauð- synlega, telja að mikilvægi hennar byggist ekki eingöngu á leiðrétt- ingu þess sem úrskeiðis hefur farið, heldur geti verið mótandi fyrir gang mála í framtíðinni og hemill gegn frekari víxlsporum. Sé gagnrýnin aftur á móti bæld niður, geti slíkt leitt til ógæfu, sem harðdrægust þekkist í einræöis- ríkjum og birtist í grímulausum stjórnunarglæpum. Lýðræði verður því aðeins varð- veitt og haldið hreinu, að gagnrýni sé í hávegum höfð og sjálfdæmi í eigin sök ekki viðurkennd sem marktæk niðurstaða. Misnotkun á stjórnunar- og hagsmunasamstöðu getur leitt til ofræktunar í gagn- rýni og komist ofræktir ofstækis- hópar til valda standa þeir venju- lega, fyrir skoðanaeyðingu, sem er mannlegu samfélagi jafn hættuleg og röskun á jafnvægi í lífríki jarðarinnar. Lýðræði byggist á jafnvægi í mannlegum samskipt- um, þar sem skoðanaskipti eru ræktuð og á þann hátt komið í veg fyrir hugmyndafræðilega rán- yrkju og ómanneskjulega hags- munaflokkun. Jón Ásgeirsson Kalda borðið -kjörið í hádeginu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.