Morgunblaðið - 20.06.1978, Side 16

Morgunblaðið - 20.06.1978, Side 16
16 MORGUNBL,AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Halldór I. Elíasson: Nokkur orð Sú tegund skattlagningar, sem fer mest í mínar taugar, telst ekki til beinna skatta eða óbeinna en frekar til faldra eða fólginna. Eins og alkunna er hafa alþingismenn ekki gert sig ánægða með það löggjafarvald sem stjórnarskráin tryggir þeim heldur hafa þeir tekið sér allmikil og sívaxandi fjármálavöld, ekki einungis yfir stofnunum ríkisins svo sem þeim ber heldur einnig yfir öllu at- vinnulífi þessarar þjóðar. Þeir hafa komið upp veglegum sjóðum sem ekki þurfa að hafa áhyggjur af ávöxtun eða óttast verðbólgu. Hin fólgna skattheimta í formi jöfnunargjalda eða hvað þetta nú heitir sér fyrir fjármagninu. Það var því með mikilli ánægju sem ég las eftirfarandi í grein forsætis- ráðherra í Mbl. 15. þ.m.: „Ég er þeirrar skoðunar, að afnema eigi í áföngum framlög á fjárlögum til fjárfestingarlánasjóðanna ... “ Geir Hallgrímsson hefði þó einnig mátt taka afstöðu til hvort alþingi eigi yfirleitt að hafa slíka sjóði undir höndum eða hvort hægt sé að nota bankana sem eru hvort sem er útbólgnir. Líklega hafa flestir sjálfstæðis- menn tekiö því með þolinmæði þegar stjórnvöld komu upp útlána- þaki bankakerfisins í stað þess að v'"lda aftur af eftirspurn með 'egum aðferðum við það. Menn litu á þetta sem málamiðlun, sem væri betri en ekkert í viðnámi gegn verðbólgunni. Vonbrigðin urðu mikil þegar í ljós kom við lestur ársskýrslu seðlabankastjóra ári síðar að ríkisvaldið hafði dregið til sín allan sparnað bankakerfisins og bætt við annarri eins upphæð með yfirdrætti og erlendum lántökum. Menn hafa svo verið að átta sig á því til hvers þetta fé hefur verið notað og ekki hefur það bætt úr. Reynt hefur verið að telja okkur trú um að þarna hafi ríkisvaldið verið að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þetta má kannski segja sósíalist- um en ekki þeim sem álíta að peningar í ríkiskassa séu ekki líklegri til að efla atvinnu en séu þeir annarsstaðar í landinu. Ég ætla að Geir Hallgrímssyni sé þetta ljóst þar sem hann segir í áðurnefndri grein: „Ég er þeirrar skoðunar, að verðbólgan stafi ekki alfarið af launakostnaði eðs hækk- uðum launum eða kaupi. En þegar hækkun launa fer saman við of mikla eftirspurn að öðru leyti, er voðinn vís. T.d. þegar halli er á ríkissjóði, meira er lánað út en sparnaði nemur, og erlend lán eru tekin umfram það sem vinnuafl eða vöruframboð leyfir." Spurningin er hvort nefnd um- mæli Geirs Hallgrímssonar og önnur viðlíka nægi til þess að í REYKJAVfK HVERFISSKRIFSTOFUR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK á vegum fuHtrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Heykjavík og hverfafélaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrif- stofur. Nes- og Melahverfi: Lýsi, Grandavegi 42, sími 25731 og 25736. Opið frá 16—20 Sörlaskjóli 3, sími 10975, opiö frá 18—22. Vestur- og Miöbæjarhverfi: Ingólfsstræti 1 A, sími 25635. Austurbæ og Norðurmýri: Hverfisgata 42, 3. hæð sími 19952. Hlíða- og Holtahverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900. Laugarneshverfi: Bjarg, v/Sundlaugaveg, sími 37121 og 85306. Langholt: Langholtsvegi 124. sími 34814. Háaleitishverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900. Smáíbúöa-, Bústaöa- og Fossvogshverfi: Langagerði 21, kjallari. Sími 36640. Árbæjar- og Seláshverfi: Hraunbær 102 B, (aö sunnanveröu) sími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi: Seljabraut 54, 2. hæð, sími 74653. Fella- og Hólahverfi: Seljabraut 54, 2. hæð, sími 74311. Skóga- og Seljahverfi: Seljabraut 54, 2. hæð, sími 73220. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16—22 og laugardaga frá kl 14—18. Stuðningsfólk D-listans, er hvatt til að snúa sér til hverfisskrifstofanna, og géfa upplýsingar, sem að gagni geta komiö í kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk, sem er eða veröur fjarverandi á kjördag o.s.frv. endurvekja traustið á forystuliði Sjálfstæðisflokksins hjá þeim mörgu sem eru hikandi við að greiða flokknum atkvæði sitt í komandi kosningum. Ég óttast að svo sé ekki þar sem ekki hefur vantað á að ummæli t.d. Geirs hafi jafnan verið í fyllsta samræmi við stefnu flokksins. Það sem skort hefur er að verkin væru í samræmi við stefnuna. Var ekki t.d. ríkis- stjórnin á síðustu dögum þingsins að setja lög um enn eitt jöfnunar- gjaldið til að borga vextina fyrir „ungu bændurna" en árinu áður höfðu menn verið svo bjartsýnir að halda þá geta staðið undir verð- tryggðum lánum. Því miður hefur forysta Sjálf- stæðisflokksins verið of upptekin undanfarna daga við að verja aðferðir ríkisstjórnarinnar þannig að ekki hefur verið unnið nægilega að því að byggja upp traust manna á forystunni og leggja áherzlu á það sem flokkurinn vill og ætlar. Jafnvel gæti sá skilningur skapazt að hugmyndin væri að vinna áfram eftir svipuðum leiðum og núverandi ríkisstjórn hefur bundið sig við. Ég tel að það séu mistök að ætla að það séu fyrst og fremst kjararánslögin svokölluðu sem tæta nú fylgið af Sjálfstæðis- flokknum. Þar skiptir meiru að þessi lagasetning opnaði augu almennings fyrir ráða- og að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarin ár. Það er einkum í efnahagsmálum sem sjálfstæðisstefnan hefur haft mikla yfirburði yfir aðrar ríkjandi stjórnömálastefnur. Ef flokks- menn hafa ástæðu til að efast um heilindi forystunnar við stefnu flokksins á þeim sviðum er voðinn vís. Ég ætla mér ekki hér að hafa uppi skoðanir á því hvernig menn eigi að kjósa enda er álit mitt í því efni tæpast áhugavert. Ég vil hinsvegar vona að forystumenn flokksins fari að finna til ábyrgðar gagnvart fleirum en núverandi ríkisstjórn. Vissulega er sárt til þess að vita, að góð mál eins og landhelgismálið skuli hverfa í skuggann af efnahagsmálunum en við verðum að horfast í augu við Seltjarnarnesi 15.6. ‘78 Halldór I. Elíasson Oddur Olafsson, alþm.: Hagsbætur í hús- næðismálum fyrir aldraða og öryrkja Félagsmál Húsnæði er að jafnaði erfiðasta framfærsluvandamál hverrar fjöl- skyldu. Húsnæðið er dýrasti liður framfærslunnar, þess vegna er það að aldraðir og öryrkjar, það er tekjulægstu hópar þjóðfélagsins, búa gjarnan í lélegasta húsnæðinu sem er á markaðinum hverju sinni. Þessir hópar þurfa þó öðrum fremur gott húsnæði vegna þess að þeir eru meira innan dyra en aðrir og hreyfa sig yfirleitt minna. Jafnvel þeir aldraðir, sem búa í eigin húsnæði, geta lent í miklum örðugleikum vegna þess að þeir hafa ekki efni á því að halda við íbúð sinni eða gera á henni endurbætur. Til þess að ráða nokkra bót á í þessu efni þá var samþykkt á. Alþingi 1975 breyting á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkisins er fól það í sér að aldraðir eiga nú kost á því að fá lán hjá þeirri stofnun til viðhalds eða endurbóta á eigin húsnæði, áður hafði sömu stofnun verið gefin heimild til þess að lána öryrkjum í sama skyni. Þessar breytingar á lögunum um Húsnæðismálastofnun geta orðið öryrkjum og öldruðum til mikilla hagsbóta. Fatlaðir geta látið breyta íbúð- um sínum þannig að þær verði auðveldari til umferðar, t.d. til þess að eldhús sé meira við þeirra hæfi eða að lagfæra snyrtiher- bergi í sama tilgangi. Út á þessar umbætur á Húsnæðismálastofn- unin að lána. Aldraðir geta m.a. fengið aðstoð til þess að setja tvöfalt gler í glugga svo að íbúðir þeirra verði hlýrri og kostnaður minni við upphitun þeirra. Á norðlægum slóðum er allhár íbúðarhiti öldruðum nauðsynlegur vegna þess að þeir hreyfa sig minna en fólk á besta aldri. Á síðasta ári las ég í blaði norskra öryrkjasamtaka að þar væru að taka gildi lög er tryggðu öldruðum lánafyrirgreiðslu til umbóta og viðhalds á eigin húsnæði. Þeir töldu þetta miklar hagsbætur, svo ætti einnig að vera hjá okkur. Ekki verður annað sagt en að á síðustu árum hafi verið gert stórt átak til þess að bæta húsnæðisað- stöðu öryrkja og aldraðra. Hundr- uð sérhannaðra íbúða hafa verið teknar í notkun, íbúða sem byggð- ar hafa verið af félagasamtökum eða sveitarfélögum og sem notaðar eru ýmist fyrir aldraða eða öryrkja. Þessi lausn á húsnæðisvanda þessara þjóöfélagshópa er hin hagstæðasta og er víða að ryðja sér til rúms nú síðustu árin. Allmikill fjöldi þessara íbúða er nú í byggingu víða um landið og ásamt með aukinni heimilishjálp og heimilishjúkrun er einmitt þessi aðferð mannleg og æskileg enda í samræmi við óskir flestra þeirra öldruðu sem með lágmarks- þjónustu geta á þennan hátt haldið sjálfstæði sínu og sjálfræði lausir við ágalla stofnanalífsins. Þá hefur einnig nokkuð áunnist varðandi þá aldraða er nauðsyn- lega þurfa að vistast á stofnun. Á síðasta ári var tekin í notkun 66 rúma deild fyrir aldraða langlegu- sjúklinga. Þessi deild er í leiguhús- næði sem ríkisspítalarnir leigja af Öryrkjabandalagi íslands. Þar fer fram meðferð og þjaðlfun sjúkl- inganna undir stjórn okkar hæf- asta öldrunarsjúkdómasérfræð- ongs. Þessi starfsemi, ásamt þeirri deild sem Reykjavíkurborg hefur nýlega opnað í Hafnarbúðum fyrir langlegusjúklinga, ætti að bæta til stórra muna það vandræðaástand sem lengi hefur ríkt í sjúkrahús- málum aldraðra þótt full úrbót fáist máske fyrst þegar B. álma Borgarspítalans verður tekin í notkun. Nú sem stendur eru um 1000 rúm fyrir langlegusjúklinga í landinu og 1118 rúm á 18 vistheim- ilum hér og hvar um landið. Öldruðum fjölgar ört í landinu þar eð meðalævin lengist og við lifum nú lengur en aðrar þjóðir gera. Þess vegna er eðlilegt að nokkurn tíma þurfi til þess að fullnægja hinni margþættu þörf er skapast til aðstoðar við þennan stóra hóp en víða um landið er nú verið að vinna að þessum málum. „Laxáí AðaldaF’ gefin út að nýju Jakírt; V'. HaisK-iii ^Laxá cíAðaldal Ix-.iÁsögubók laxvciðimanna UT ER komin að nýju bókin „Laxá í Aðaldal" eftir Jakob V. Hafstein og er hún nú i handhægri ferðaútgáfu og fylgir henni snælda (kassetta), þar sem Jakob ræðir um vatnasvæði, lífríki og leyndardóma Laxár. Bókin „Laxá í Aðaldal" kom fyrst út árið 1965 og seldist þá fljótlega upp og hefur mikið verið spurt eftir henni síðan. Hin nýja útgáfa er nokkuð frábrugðin hinni fyrri hvað allt útlit snertir og umbrot. Einnig hefur jfni bókarinnar verið endurskoðað og bókin þannig úr garði gerð að hún henti veiðimönnum sem best við ána og við undirbúning veiða. í bókinni er lýst 135 stangveiðistöðum við Laxá og því hvernig veiðimaður- inn á að hegða sér við veiðina á hverjum stað. Þessu til viðbótar eru sex kort á tólf blaðsíðum þar sem veiðistaðir eru merktir inn á. Á leiðinni að Laxá getur veiðimaðurinn hlustað á leiðbeiningar Jakobs varð- andi veiðiskap við ána og tekið undir með honum og MA-kvartettinum, því að bókinni fylgir snælda með tali og tónum þar sem Jakob ræðir um Laxá og MA-kvart- ettinn syngur lögin Upp til fjalla og Vögguvísu Emils Thoroddsens en Jakob syng- ur Söng villiandarinnar, Fyrir sunnan Fríkirkjuna, Lapíljóð og Blómabæn. Forsíða bókarinnar Aðaldal- Bókin er filmusett hjá Prentstofu G. Benediktsson- ar, prentuð í Sólnaprenti og bundin í Arnarfelli. Tón- bandið á snældunni vann MIFA-tónbönd á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.