Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Birgir ísl. Gunnarsson: Skálkask j ólið Svik Alþýðubandalagsins í borg- arstjórn í verðbótamálinu er sá gtjórnmálaatburður, sem varpað hefur skugga á allt annað í kosningabaráttunni til Alþingis. Hin mikla athygli, sem afstaða Alþýðubandalagsins hefur vakið, er skiljanleg, því að það er einsdæmi í íslenzkri stjórnmála- sögu, að jafnstór orð og viðhöfð voru fyrir kosningar skuli étin jafn rækilega ofan í sig svo stuttu eftir kosningar. En hvaða ástæðu gefur Alþýðu- bandalagið fyrir þessari kúvend- ingu? Hversvegna er ekki nú unnt að greiða fullar vísitölubætur eins og lofað var fyrir kosningar? Þeir segja að athugun á fjármálum borgarinnar hafi leitt í ljós, að peningar væru ekki fyrir hendi til að efna kosningaloforðið. I þessari grein verður fjallað nokkru nánar um þetta skálkaskjól. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1978 var samþykkt í borgar- stjórn þann 19. janúar í vetur. Frumvarp að fjárhagsáætlun hafði verið lagt fram. I þeirri ræðu fjallaði ég mjög ítarlega um væntanlegan launakostnað borg- arinnar á árinu 1978. Upphaflega frumvarpið gerði ráð fyrir tæpum 120 millj. króna til að mæta væntanlegum launahækkunum. Þá upphæð taldi ég alltof lága og að hana yrði að endurskoða milli umræðna. Við síðari umræðu kom fram tillaga frá borgarráði um hækkun þessarar fjárhæðar í 350 millj. kr. Þegar ég gerði grein fyrir þeirri tillögu í borgarstjórn sagði ég m.a.: „Sú fjárhæð, sem nú er áætluð til að mæta þessum launa- hækkunum, eða tæpl. kr. 350 millj. er í raun einnig of lág miðað við áðurgreindar forsendur og verði ekki gripið til viðnámsaðgerða af hálfu stjórnvalda, sem nokkuð hefur að undanförnu verið rætt um að óhjákvæmilegt muni reyn- ast, kann að reynast óhjákvæmi- legt, að borgarstjórn taki fjár- hagsáætlunina til endurskoðunar og breytinga síðar á þessu ári, því að þá er Ijóst að allverulega mun á skorta að fjárveitingar til launagreiðslna muni reynast nægjanlegur". Af þessum orðum frá 19. janúar s.l. má sjá, að ein af forsendum þess, að fjárhagsáætlun stæðist varðandi launin var sú, að gripið yrði til viðnámsaðgerða af hálfu stjórnvalda. Svo var reyndar gert, Birgir ísl. Gunnarsson en þrátt fyrir það jukust launa- hækkanir það mikið, að nú vantar um 250 millj. kr. til að launaliður áætlunarinnar standist. Allt þetta lá ljóst fyrir í kosningabaráttunni fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Þetta vissu allir borgarfulltrúar og ekki sízt borgarráðsmenn. Þrátt fyrir þetta héldu frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins því óhikað fram, að fullar vísitölubætur ætti að greiða og ekkert yrði því til fyrirstöðu, aðeins ef menn greiddu þeim atkvæði. I kosningabaráttunni sjálfri fór ég heldur ekkert dult með að skera yrði niður framkvæmdir síðar á árinu og nauðsynlegt væri að taka fjárhagsáætlunina til endurskoð- unar. Þetta atriði var sérstaklega rætt í blöðum, einkum að því er snertir gatnagerð. Engu var því leynt í þessum efnum. Yfirdráttur borgarsjóðs í Landsbankanum og staða gagnvart viðskiptamönnum lá einnig ljós fyrir. Það er því sannkallað skálka- skjól, sem þeir Alþýðubandalags- menn reyna nú að skríða í, þegar þeir eru að afsaka svikin á aðalkosningaloforðinu. En það er næðingssamt í því skjóli. Sterkir vindar fyrirlitningar og undrunar gnauða nú um kosningasvikarana og því eru þeir eins og á berangri staddir, þar sem þeir hrekjast til og frá. Borgarstjórnarkosningunum verður ekki breytt, en borgarbúar og allir landsmenn eiga nú tæki- færi til að refsa þeim, sem hafa reynst sannir að blekkingum og ósannsögli. Það tækifæri gefst í Alþingiskosningunum næstkom- andi sunnudag. Ellert B. Schram: Af hverju Sjálf- stæðisflokkinn? Kosningabaráttan hefur mjög snúist um efnahagsmálin og er það að vonum. Ríkisstjórnin náði ekki þeim tökum á verðbólgunni, sem hún stefndi að, og að því leyti hefur hún gefið stjórnarandstöð- unni höggstað á sér. Þetta er sjálfsagt að viðurkenna, enda þótt það sé kaldhæðni örlaganna, að einmitt þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin greip til í febrúar s.l. og voru til þess fallnar að veita viðnám gegn verðbólgunni hafa verið helsti skotspónn gagnrýn- innar, og eru taldar orsök þess, að stjórnarflokkarnir töpuðu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum. XXX Verðbólgan hefur reynst þessari ríkisstjórn erfiður ljár í þúfu, eins og fleiri ríkisstjórnum og hún réði örlögum vinstri stjórnarinn- ar. Annars vegar er um að ræða stjórn sem hefur haft á bak við sig mikinn meirihluta á þingi, og yfirgnæfandi fylgi í síðustu al- þingiskosningum. Hins vegar var ríkisstjórn sem naut fylgis svo- kallaðra verkalýðsflokka, og hefði því að mati „verkalýðsforingj- anna“ átt að hafa meiri og betri frið til að frainkvæma efnahags- stefnu sína. Reynslan af þessum tveimur ríkisstjórnum leiðir í ljós, að engum umtalsverðum eða varan- legum árangri verður náð í stríðinu gegn verðbólgunni, nema með víðtækri samstöðu og sameig- inlegu átaki. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa lagt fram tillögur um leiðir til lausnar á efnahagsvandanum. í sjálfu sér verður það ekki dregið í efa, að flokkar og frambjóðendur meini vel með slíkum tillögum. Það er hinsvegar af og frá að ímynda sér að fólk trúi því, að með því að kjósa viðkomandi flokka, verði hans tillögur framkvæmdar og lausnin fundin. Kjósendur eru eldri en tvævetur, og þeir vita sem er, að flestar þessar tillögur munu hljóta sömu örlög og öll önnur fögur fyrirheit, ef og meðan þær eru einhliða og einstrengingslegar. Það sem fólk vill heyra eru hreinskilnislegar umræður, viður- kenning á mistökum og einlægur vilji til að leysa vandamálið sameiginlega. Hér skal t.d. strax fullyrt, að framhjá verkalýðs- hreyfingunni verður ekki gengið frekar en hagsmunum vinnuveit enda. I framtíðinni er sjálfsagt að virða gerða kjarasamninga, en þá verða flokkar og hagsmunasamtök jafnframt að koma í veg fyrir ófrið með því að slá af og sýna skilning, þegar samningar eru gerðir. XXX Einhverjum kann að þykja þetta barnaleg einfeldni, en einfeldni er skyld heiðarleikanum og sannleik- anum, og því fyrr sem þjóðin horfist í augu við þessar stað- reyndir því fyrr komumst við eitthvað áleiðis gegn verðbólgunni. Því geri ég þetta að umtalsefni að eftir úrslit sveitarstjórnakosn- inganna eru ýmsar blikur á lofti. I þingkosningunum á sunnudaginn verður ekki kosið um ríkisstjórn- ina, heldur um flokkana hvern fyrir sig og áhrif þeirra og styrk til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þeir tveir flokkar sem heyja stjórnmálabaráttuna í nafni al- þýðunnar og telja sig hafa einkarétt á að tala máli hennar juku nokkuð fylgi sitt í kosningun- um í maí. Á forystusveit þessara flokka setja nú mestan svip sinn sjálfumglaðir lýðskrumarar, sem allt vita best sjálfir. Eftir úrslitin í Reykjavík tala þeir fjálglega um að láta kné fylgja kviði og einangra Sjálfstæð- isflokkinn. Af orðum þeirra og framkomu verða ekki aðrar álykt- anir dregnar en það sé þeirra háleitasta markmið að koma Sjálfstæðisflokknum, stefnu hans og viðhorfum algerlega fyrir Eliert B. Schram. kattarnef. Brjóta hann á bak aftur með góðu eða illu. XXX Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur gegna sínum hlutverkum í íslenskum stjórnmálum. Þeir eiga það hins vegar báðir sameiginlegt að vera sósíalískir flokkar, boða völd einnar stéttar á kostnað annarrar, berjast gegn eignarrétti og hafa meiri trú á ríkisforsjá en einstaklingsframtaki. Þegar við bætist yfirlæti og valdahroki, þá er þessi nýja valdastétt ekki líkleg til að hafa forystu um þá þjóðar- Nordurlandskjördæmi eystra: Innlend orka til hús- hitunar í kjördæminu Stefnt ad edlilegri byggðaþróun, at- vinnulegri og félagslegri SEM forystuflokkur í ríkis- stjórn hefur Sjálfstæðisflokkur- inn flutt flest hinna stærri mála er hann hefur staðið að á kjörtímabilinu í formi stjórnar- frumvarpa. Mbl. þykir engu að síður rétt að vekja athygli á nokkrum þingmálum, er ein- stakir þingmenn flokksins hafa flutt — einir eða með öðrum — og snerta kjördæmi þeirra sérstaklega. Verður byrjað á Norðurlandi eystra og mál rakin í tímaröð, þ.e. eftir því, hvenær þau vcru fram borin, en ekki eftir vægi þeirra. Ekki er um tæmandi skrá að ræða. • Flugvöllur í Grímsey I apríl 1974 bera Lárus Jónsson og Halldór Blöndal fram fyrirspurn til samgönguráðherra varðandi flugvöll í Grímsey, m.a. varðandi lagningu flugbrautarjárns á brautina. • Norðurlandsáætlun í samgöngumálum í marz 1974 kemur til umræðu á Alþingi fyrirspurn frá Lárusi Jóns- syni um samgönguáætlun Norður- lands, gerð hennar og fyrirhugaða framkvæmd. • Orkusala til Norðurlands Um svipað leyti kemur til umræðu fyrirspurn frá sama þingmanni varðandi fyrirhugaða orkusölu Landsvirkjunar til Norðurlands. • Landshlutaáætlun Norður-Þingeyjarsýslu í nóvember 1974 kemur til um- ræðu á Alþingi fyrirspurn frá Halldóri Blöndal um gerð lands- hlutaáætlunar N-Þingeyjarsýslu, en almenn byggðaþróunaráætlun fyrir sýsluna hófst vorið 1973. • Vetrarsamgöngur I marz 1975 kemur til umræðu fyrirspurn frá Lárusi Jónssyni um bættar vetrarsamgöngur í snjóþung- um byggðarlögum og könnun á hagkvæmari og stórvirkari snjó- ruðningstækj um. • Gatnagerðargjald á Akureyri Á þessu þingi flytja Jón G. Sólnes o.fl. frv. til laga um holræsagjald, sátt og það samstarf, sem nauO- synlegt er, til að ráðast gegn efnahagsvandanum, og skapa frið- samlegt andrúmsloft. Það þarf enginn að halda, að mikil virði-'g verði borin fyrir sjálfstæðum atvinnurekstri. Það þarf enginn að halda að þessir nýju valdhafar verði feimnir við að beina áróðri sínum grímulaust inn í skólana og ríkisfjölmiðlana, þeir boða stétta- átök og þjóðnýtingu. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem ekki telur sig sósíalískan. Ekki vegna þess, að hann hafi ekki skilning á félags- legri samhjálp og þörfum lítil- magnans, heldur einmitt vegna þess, að hann telur að félagslegar þarfir eigi að taka mið af einstakl- ingunum sjálfum. Þetta er sérstaða Sjálfstæðis- flokksins og hann er eina stjórn- málaaflið sem getur veitt öfga- kenndum vinstri öflum viðnám, staðið vörð um frjálsan atvinnu- rekstur. Án Sjálfstæðisflokksins verður aldrei nein þjóðarsátt í efnahagsmálum. Þetta eru ástæðurnar fyrir því, að nú verða allir frjálshuga Islendingar að sameinast um Sjálfstæðisflokkinn og styrkja stöðu hans með atkvæði sínu á sunnudaginn kemur. byggingargjald og gatnageröargjald á Ákureyri, að beiðni bæjarstjórnar Akureyrar. • Tollahöfn í Dalvíkurkaupstað Lárus Jónsson flytur, ásamt öðr- um, frv. til laga um að Dalvík verði tekin í tölu tollhafna. Frv. varð ekki útrætt. • Viðbrögð gegn hafískomum að Norðurlandi 14. maí 1975 samþykkir Alþingi ályktun frá Lárusi Jónssyni um viðbrögð gegn hafískomum að Norð- urlandi. Tillagan fól það í sér að ríkisstjórn léti kanna hugsanlegar afleiðingar truflana á vöruflutning- um til byggðarlaga á Norðurlandi ef hafís kynni að leggjast þar að landi og gera áætlun um hvern veg skuli bregðast við slíkum vanda. • Brúargerð yfir Eyjafjarðará 18. maí 1978 samþykkir Alþingi þingsályktun frá Lárusi Jónssyni um athugun á hagkvæmni brúargerðar yfir Eyjafjarðará nálægt Laugalandi er tengi byggðina í Hrafnagils- og Öngulsstaðahreppum. • Innlend orka til húshitunar Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson flytja tillögu til þingsályktunar, ásamt fleirum, um notkun innlendr- ar orku til upphitunar húsa í Norðurlandskjördæmi eystra. Tillag- an gerði ráð fyrir gerð áætlunar um notkun og dreifingu innlendrar orku Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.