Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 fHttgtmllIftfcifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aóaistræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. i minuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Svikin lof orð, glundroði, bitlingastríð Landsmenn hafa kynnzt því sem við mætti búast af nýrri vinstri stjórn í landinu með því að fylgjast með athöfnun hins nýja vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þær hafa einkennzt af sviknum kosningaloforðum, glundroða og baráttu um bitlingana. í marga mánuði fyrir borgarstjórnarkosningar hömuðust Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag á kröfunni um „samningana í gildi“. Að kosningum loknum og eftir að hinn nýi meirihluti hafði tekið við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur, var fyrsta verk þessara flokka að svíkja gefin fyrirheit. Vísitöluskerðingin nam hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar 1050 milljónum króna. Hinn nýi meirihluti hefur ákveðið að bæta aðeins 30% af þeirri skerðingu. Þannig standa Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag við stóru orðin og þannig mundu þeir haga sér, ef kjósendur veittu þeim brautargengi inn í ríkisstjórn. Mikil fyrirheit og loforð fyrir kosningar. Svik eftir kosningar. Þessi kosningasvik hafa vakið þjóðarathygli en eftirtekt fólks hefur ekki síður beinzt að glundroðanum, sem nú þegar einkennir vinstri meirihlutann í Reykjavík. Hans fór að gæta að ráði, þegar einn af borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins greiddi atkvæði í stjórn BSRB með mótmælum gegn þeirri ákvörðun vinstri meirihlutans í borgarstjórn að bæta aðeins 30% af skerðingunni. Síðan vippaði borgarfulltrúinn sér á borgarstjórnarfund og greiddi atkvæði þar með því, sem hún hafði mótmælt í BSRB-stjórninni. Næsta glundroðamerki sást, þegar sami borgarfulltrúi sagði í bókun í stjórn BSRB, að ekki hefði náðst samstaða í meirihluta borgarstjórnar um greiðslu fullra vísitölubóta strax. Þegar innt var eftir því, hver hefði verið á móti því varð lítið um svör. Kristján Benediktsson, borgarfull- trúi Pramsóknar, kvaðst ekki hafa staðið gegn greiðslu fullra vísitölubóta. Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokks, upplýsti að hvorki borgarfulltrúar Alþýðubandalags né aðrir hefðu nokkru sinni lagt fram tillögu um greiðslu fullra bóta. Sigurjón Pétursson sagði, að fjárhagsstaða borgarinnar leyfði ekki greiðslu strax vegna þess, að það vantaði milljarð. Guðrún Helgadóttir sagði á borgarstjórnarfundi, að fjárhags- staðan væri engin afsökun fyrir því, að borga ekki fullar vísitölubætur strax. Þeir peningar sem til þyrfti væru bara smápeningar í stóra kassanum. Þegar hér var komið sögu upplýsti Morgunblaðið, að Guðrún Helgadóttir hefði sagt orðrétt á stjórnarfundi BSRB, þegar hún var innt eftir því, hvers vegna ekki væru greiddar fullar vísitölubætur strax: „Við komumst ekki lengra með Kristján Benediktsson." Þar með hefur borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins lagt sökina á herðar Framsóknarfulltrúans. En jafnframt skýrði Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, frá því að ágreiningur innan Alþýðu- bandalagsins hefði valdið því, að ekki náðist samkomulag innan nýja meirihlutans um greiðslur fullra vísitölubóta, eins og tveir af þremur meirihlutaflokkum höfðu lofað. Þetta sjónarspil er forsmekkur af því, sem koma skal. Svona var ástandið í vinstri stjórninni 1971—1974 og svona verður ástandið ef vinstri stjórn nær völdum í landinu á ný á sunnudaginn kemur. En ekki nóg með það. Baráttan um bitlingana stendur nú yfir í meirihlutaflokkunum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands hefur lengi setið í hafnarstjórn. Hann gerði kröfu til þess að verða formaður hafnarstjórnar. Þá kom til sögunnar Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, og sagði: Nei takk, ég ætla að verða formaður hafnarstjórnar! Alþýðubanda- lagið féllst á það og jafnframt hófu tveir helztu forsprakkar þess í borgarstjórn, þau Sigurjón Pétursson og Adda Bára Sigfúsdóttir, tilraun til þess að bola Guðmundi J. Guðmundssyni úr hafnarstjórn. Þeirri tilraun er ekki lokið. Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag var kosningu í hafnarstjórn frestað. Nú stendur yfir í Alþýðubandalaginu hinn versti slagur um það, hvort Guðmundur J. verður áfram í hafnarstjórn eða hvort Sigurjóni Péturssyni og Öddu Báru tékst að sparka honum þaðan. Ef Guðmundur J. fer með sigur af hólmi í þeirri orustu hefst svo slagur um það, hvor þeirra verður formaður hafnarstjórnar, hann eða Björgvin Guðmundsson. Þetta er vinstri stjórn í hnotskurn: svikin loforð, glundroði, og bitlingastríð. Vill þjóðin kjósa þetta yfir sig á landsmálavett- vangi líka? [SIGURVON SIGURVON tekur nýtt hús i notkun í Sandgerdi Sandgerði, 19. júní. SLYSAVARNADEILDIN Sig- urvon í Sandgerði, sem er elsta deildin innan Slysavarnafélags íslands. hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt í gær með kaffiboði í nýju slysavarnahúsi sem björgunarsveit deildarinn- ar hefur reist hér við Strand- götu. Húsbyggingin hefur staðið yfir nú f nokkur undanfarin ár og f gær var húsið tekið formlega í notkun og vígt af sóknarprestinum séra Guð- mundi Guðmundssyni með að- stoð kirkjukórs Hvalsnes- kirkju. Húsið er hið myndarlegasta í alla staði, um 2100 rúmmetrar að stærð á tveimur hæðum og hefur mestur hluti vinnunnar við húsbygginguna verið unninn í sjalfboðaliðsvinnu af björgun- arsveitarmönnum og fleirum og hafa mjög margir lagt þar mikið af mörkum. Hluta neðri hæðarinnar keypti Miðneshreppur af björg- unarsveitinni undir slökkvistöð og var sá hluti hússins tekinn í notkun fyrir tæpum tveimur árum. Hinn hluti neðri hæðar- innar er notaður fyrir björgun- arstöð og einnig hefur Bókasafn Miðneshrepps þar stórt herbergi á leigu. En á efri hæðinni er vistlegur fundar- og samkomu- salur. Margt manna var við afmæl- is- og vígsluathöfnina, þar á meðal forseti Slysavarnafélags Islands, Gunnar Friðriksson, og framkvæmdastjóri þess, Hannes Hafstein. Margar ræður voru fluttar og árnaðaróskir og kveðjur komu víða að. Einnig bárust deildinni margar góðar gjafir, bæði frá einstaklingum og félögum, þar á meðal ein milljón króna frá Slysavarnafélagi Islands og ein milljón króna frá Miðneshreppi. Formaður Sigurvonar er Kristinn Lárusson en formaður björgunarsveitarinnar er Sigurður Guðjónsson. — Jón Sigurður Guðjónsson formaður björgunarsveitarinnar afhendir Gunnari Friðrikssyni forseta SVFÍ húsið en Gunnar afhenti það síðan Kristni Lárussyni formanni Sigurvonar sem er fremst til hægri á myndinni. Eiríkur Alexandersson: 150 milljónírkr. til Suðurnesja í RÆÐU Eiríks Alexanderssonar bæjarstjóra í Grindavík, sem skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, í útvarps- og sjónvarpsumræðun- um á sunnudaginn kom það fram, að stjórn Fiskveiðisjóðs hefði ákveðið að verja a.m.k. 150 milljónum kr. til fyrirtækja á Suðurnesjum. Eiríkur sagði m.a.: „Nú hefur það áunnizt, að skv. ósk ríkis- stjórnarinnar og fyrir ötula bar- áttu Sjálfstæðismanna í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, hefur Byggðasjóður verið opnaður fyrir Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi vegna fiskiðnaðar og skipa- kaupa. Þá hefur miklu fé verið veitt til Suðurnesja úr gengis- munarsjóði, og ennfremur er mér kunnugt um, að á síðasta fundi stjórnar Fiskveiðisjóðs voru allir stjórnarmenn sammála um, að af þeim 300 milljónum kr., sem ákveðið hefur verið að verja til viðbótar til stuðnings fiskiðnaðin- um í landinu á yfirstandandi ári, skuli a.m.k. 150 milljónir ganga til fyrirtækja á Suðurnesjum." Tilkoma hitaveitu jafngildir 3,5% kaupmáttaraukningu „ÞETTA er það sem hefur verið að gerast víða um land, að hitaveiturnar færa með sér kaup- máttaraukningu“, sagði ólafur Daviðsson hjá Þjóðhagsstofnun er Mbl. ræddi við hann í fram- haldi af þcim ummælum Matt- hfasar Á. Mathiesen fjármálaráð- herra í sjónvarpi á sunnudaginn að sparnaður vegna Hitaveitu Suðurnesja jafngilti 3,5% kaup- máttaraukningu fyrir meðalfjöl- skyldu á Suðurnesjum. Ólafur Daviðsson sagði að vísi- tala framfærslukostnaðar mældi framfærslukostnað í Reykjavík, þar sem er hitaveita, en olía er ekki inni í vísitölugrundvellinum. Sagði Ólafur að gjaldskrár hita- veitna væru ekki allar eins, en lækkun kyndingarkostnaðar með tilkomu hitaveitu jafngilti líklega um 3,5% af vísitölu framfærslu- kostnaðar, sem væri sparnaður af MINNINGARFYRIRLESTUR prófessors Níelsar Dungals verð- ur fluttur í Lögbcrgi, stofu 101, þriðjudaginn 20. júní klukkan 17. Fyrirlesturinn flytur prófessor ráðstöfunartekjum og kæmi fram sem aukinn kaupmáttur. Að vísu mætti benda á á móti að olíustyrk- urinn félli niður, en hann sagði Ólafur að mætti líta á sem tímabundið ástand. J.N.P Davies frá háskólanum í Albany í New York fylki í Bandaríkjunum. Fjallar fyrirlest- urinn um nýjungar í faraldsfræði krabbameins með sérstöku tilliti til Hodgkins-sjúkdóms. Minningarfyrirlestur Níelsar Dungals í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.