Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 20.06.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 23 Blikarnir í sárum eftir eitt tapið enn IIANN'var undarlcgur í meira lagi leikurinn í Kópavogi í gærkveldi. Fyrri hálflcikur hefði vart getað verið lélegri þó að leikmenn hefðu haft bundið fyrir augun og sérstaklega voru það Valsmenn sem virtust vart kunna að sparka. Blikarnir voru mun skárri og voru þeir þó engir snillingar. En jafnvel gegn slökum Völsurum í fyrri hálfleik virtist vörn Blikanna vera miður sín og í síðari hálfleik var sá grunur staðfcstur, er Valsmenn fóru að leika meira í átf við það sem menn eiga von á frá þeirra hendi. Leiknum lauk með öruggum sigri Vals, 4 — 1 og Blikarnir hafa ekki íyrr í sumar sokkið jafn djúpt í forina. leikur þeirra í sfðari hálfleik var næstum til skammar og ekki var til barátta í fólkinu. Ef við rennum augunum yfir minnisbókina, kemur í ljós að hægt er að fara fljótt yfir fyrri hálfleikinn, Blikarnir léku betur úti á vellinum, enda léku Vals- menn alls ekki, en brodd vantaði í sókn heimamanna og færi áttu þeir ekki nógu góð. Valsmenn áttu þrjú þrátt fyrir allt, þar af Ingi Björn tvö og Jón Einarsson eitt. En Ægir Guðmundsson markvörð- ur UBK, í meiðslaforföllum Sveins Skúlasonar, varði tvívegis vel og þriðja færið rann klaufalega út í sandinn. Staðan í leikhléi var því í samræmi við leikinn, eða eitt stórt núll. I síðari hálfleik snerist þetta algerlega við og var hann jafn ólíkur hinum fyrri og búrhveli er ólíkt hrossaflugu. Nú voru það Blikarnir sem hneigðust til leik- leysu og Valsmenn, sem mættu tvíefldir til leiks, gengu á lagið af grimmd. Þegar á fyrstu mínútu brunuðu Valsmenn upp hægri kantinn, gefið var fyrir markið og enginn Bliki sá ástæðu til þess að fipa Guðmund Þorbjörnsson við að skora. Tveim mínútum síðar var Jón Einarsson í góðu færi, en skaut yfir. Og Valsmenn óðu í færum, á 12. mínútu tók Albert hornspyrnu hægra megin og Ingi i w; síS. , * ,ianinmwr mí0 m Björn skallaði fast í netið, og enn stóðu varnarmenn Blikanna stjarfir. Mínútu síðar var Ingi næstum búinn að skora þriðja markið, en það þurfti engu að síður ekki að bíða lengi eftir því. Það kom aðeins 3 mínútum síðar, þá skoraði Ingi Björn auðveldlega eftir að Albert hafði einleikið í gegn um gaddfreðna vörn UBK. Það rigndi mörkum þessar mínút- urnar og það voru Blikarnir sem áttu það næsta á 19. mínútu, en þá skoraði Sigurjón Randversson af stuttu færi eftir góðan undirbún- ing Hákonar Gunnarssonar. Og enn var skorað. Á 22. mínútu var Albert enn á ferðinni á hægri kantinum ög sendi nú á Atla sem skoraði af mjög stuttu færi, 4—1 fyrir Val. Fram til þessa höfðu Valsmenn leikið rnjög vel, enda stóð ekki steinn yfir steini hjá UBK og þó að dofna tæki yfir leiknum, héldu Valsmenn öllum völdum á vellinum og þeir Albert, Jón og Ingi Björn hefðu allir getað bætt mörkum við. Blikarnir fengu þó eitt af bestu færum leiksins átta mínútum fyrir leikslok, er þeirra frískasti leikmaður Hákon Gunnarsson lék upp hægri væng- inn og sendi vel fyrir markið og í þeim hamagangi sem þar fór fram i 9$, ■ x. ■■ : ... . .*-■*■- , ■:■*?■■ ■ ■ m Ingi Björn Albertsson átti góða spretti í síðari hálfleik og skoraði þá tvívegis. Hér skorar hann annað mark sitt og þriðja mark Vals og átti Albert Guðmundsson (annar frá hægri) allan heiðurinn af markinu. björguðu Valsmenn tvívegis á línu frá þeim Hinrik og Ólafi. Munaði svo litlu í síðara skiptið, að áhorfendur voru farnir að fagna marki. Það er einkennilegt með Valslið- ið hvað það á erfitt með að leika vel í 90 mínútur, iðulega eru þeir góðir aðeins annan hálfleikinn en hrynja síðan saman í hinum, hlýtur þetta að vera þeim umhugs- unarefni. Sigurður Haraldsson var þeirra eini maður sem lék vel allan leikinn, en í síðari hálfleik var Albert frábær og flestir Vals- mennirnir mjög góðir. Blikarnir eiga greinilega í mikl- um erfiðleikum þessa dagana, þeir áttu það til að leika myndarlega saman úti á vellinum en vörnin var álíka örugg og 100 ára gömul mæðiveikigirðing. Og sóknarleik- urinn er fjarri því að vera nógu mín) Ingi Björn (57. og 61. mín) og Atli Eðvaldsson (67. mín). Áminningari engin. Dómarii Eysteinn Guðmundsson, Áhorfenduri 1010. STAÐAN Staðan í fyrstu deild eftir leiki *N Llð vlkunnar *N J , Gunnar Gíslason (KA) Þorbergur Atlason (KA) Úlfar Hróarsson (Þrótti) Jóhannes Guðjónsson (ÍA) Janus Guölaugsson (FH) Albert Guðm. (Val) Gunnar Ö. Kristinss. (Víking), Karl Þórðarson (ÍA) Ólafur Danivalss. (FH) Pétur Péturss. (ÍA) Sigurlás Þorleifss. (ÍBV) beittur. Langbesti leikmaðurinn í helgarinnari þeirra röðum var varamaðurinn ÍA 7 6 1 0 22- -5 13 Hákon Gunnarsson sem oft skap- Valur 6 6 0 0 17- -5 12 aði hættu við mark Vals. Ægir Fram 7 4 0 3 10- -8 8 Guðmundsson, markvörður UBK ÍBV 6 3 2 1 10- -7 8 og bróðir Alberts hjá Val átti Þróttur 6 1 4 1 9- -10 6 einnig þokkalegan dag og er varla Víkingur 7 3 0 4 10- -12 6 hægt að saka hann um mörkin. KA 6 1 3 2 6- -7 5 ÍBK 7 1 2 4 9- -13 4 1 STUTTU MÁLI. FH 7 0 3 4 8- -19 3 Kópavogsvöllur 1. deild. UBK — Valur 1—4 UBK 7 0 1 6 4- -18 1 Mörk UBKi Sigurjón Randversson á 64. mínútu. Mörk Vals. Guðmundur Þorbjörnsson (46. Markhæstu menn eru nú> Matthías Hallgrímsson ÍA 9 Ingi Björn Albertsson Val 6 ÞBÓTTUR: Rúnar Sverrisson Guðmundur Gíslason Úlfar Hróarsson Jóhann Hreióarsson Sverrir Einarsson Halldór Arason Sverrir Brynjólfsson Agúst Hauksson Daói Harðarson Póll Ólafsson Baldur Hannesson Þorgeír Þorgeirsson (varam) Þorvaldur Þorvaldss. (varam) FH: Þorvaldur Þórðarson Jón Hinriksson Þórir Jónsson Gunnar Bjarnason Logi Ólafsson Janus Guðlaugsson Viðar Halldórsson Andrés Kristjánsson Ásgeir Arnbjörnsson Ólafur Danivalsson Leifur Helgason Pólmi Sveinbjörnss. (varam) Elnkunnagjðfin KA: Þorbergur Atlason Helgi Jónsson Sigbjörn Gunnarsson Guðjón Haröarson Haraldur Haraldsson Gunnar Gunnarsson Gunnar Gíslason Eyjólfur Ágústsson Elmar Geirsson Jóhann Jakobsson Ármann Sverrisson Gunnar Blöndal (vm) ÍBV: Póll Pólmason Örn Óskarsson Snorri Rútsson Þórður Hallgrímsson Friðfinnur Finnbogason Sveinn Sveinsson Valpór SigÞórsson Óskar Valtýsson Sigurlós Þorleifsson 1 Pólsson Karl Sveinsson Ólafur Sigurvinsson (vm) Dómari: ArnÞór Óskarsson 1 Dómari: Óli Olsen FRAM: Guðmundur Baldursson Trausti Haraldsson Gústaf Björnsson Gunnar Guðmundsson Kristinn Atlason Sigurbergur Sigsteinss. Rafn Rafnsson Kristinn Jörundsson Pétur Ormslev Ásgeir Elíasson Eggert Steingrímsson Rúnar Gíslason (vm) VÍKINGUR: Diðrik Ólafsson Adolf Guðmundsson Magnús Þorvaldsson Gunnar Örn Kristjónsson Róbert Agnarsson Heimir Karlsson Jóhannes Bafðarson Viðar Elíasson Lórus Guðmundsson Arnór Guðjohnsen Óskar Tómasson Dómari: Arnar Einarsson IA: Liö UBK: Ægir Guömundsson Gunnlaugur Helgason Benedikt Guðmundsson Valdimar Valdimarsson Einar Þórhallsson Helgi Helgason Vignir Baldursson Jón Orri Guðmundsson Hinrik Þórhallsson Jón Þorbjörnsson 3 Sigurjón Randversson 2 Guðjón Þórðarson 2 Ólafur Friðriksson 2 Árni Sveinsson 2 Heiðar Breiðfjörð (varam) 1 Jóhannes Guöjónsson 3 Hókon Gunnarss. (varam) 3 Jón Gunnlaugsson 3 Jón Áskelsson 2 Karl Þórðarson 4 Jón Alfreðsson 2 • * Pétur Pétursson 3 Matthías Hallgrímss. 2 Kristinn Björnsson 2 ÍBK: Lið Vals: Þorsteinn Bjarnason 2 Sigurður Haraldsson 3 Óskar Færselh 2 Guðmundur Kjartansson 2 Guöjón Guðjónsson 2 Grímur Sæmundsen 2 Sigurður Björnvinss. 3 Höröur Hilmarsson 2 Gísli Torfason 2 Dýri Guðmundsson 2 Skúli Rósantsson 3 Sævar Jónsson 2 Einar Á. Ólafsson 2 Ingi Björn Albertss. 3 Ólafur Júlíusson 2 Atli Eðvaldsson 2 Steinar Jóhannsson 2 Albert Guðmundss. 4 Rúnar Georgsson 2 Guðmundur Þorbjörnss. 2 Friðrik Ragnarsson 1 Jón Einarsson 2 Þórður Karlsson (vm) \ 1 Úlfar Hróarss. (varam) 1 Vilhjólmur Kjartanss. (varam) 1 Dómari: Dómari: Valur Benediktsson 2 Eysteinn Guðmundsson 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.