Morgunblaðið - 20.06.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.06.1978, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Slæm knattsppa í góða veðrínu ÞRÁTT fyrir besfu hugsanlegar aðstæður var fátt um fína drætti í leik Þórs og Ármanns í 2. deildinni á föstudagskvöld. Þórsarar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og var sá sigur sanngjarn ef miðað er við Þau marktækifæri sem liðin fengu, en ef miðað er við knattspyrnuna sem liöin sýndu hefði hvorugt liðiö átt að fá stig. Það var fremur fátt sem gerðist þessum leik. Annars vegar Árni í fyrri hálfleiknum, ef undan er skilið mark Ármenninga, sem Þráinn Ásmundsson skoraði á 44. mínútu. Þráinn komst einn inn fyrir vörn Þórs eftir sendingu Egils Steinþórssonar og skoraði af öryggi fram hjá Eiríki markverði Þórs. í síðari hálfieiknum áttu Þórsarar nokkur færi og tókst að nýta tvö þeirra, sem dugði til sigurs. Fyrra mark Þórsara kom á 71. mín. Jón Lárusson átti þá gott skot í slá sem hrökk út til Sigþórs Ómars- sonar sem skoraði auðveldlega. Síðara markið kom á 81. mín. og var Sigþór aftur að verki. Vörn Ármanns opnaðist þá illilega og eftirleikurinn var Sigþóri auðveld- ur. Besta tækifæri leiksins áttu síöan Þórsarar 5 mínútum fyrir leikslok. Gefin var há sending fyrir mark Ármanns þar sem Björn Víkingsson var einn og óvaldaöur, en Birni tókst einhvern veginn að koma boltanum fram hjá þar sem auöveldara virtist aö skora. Sem fyrr segir voru færin Þórsara og sigur þeirra því sann- gjarn. Það breytir því ekki að knattspyrnan sem liðið leikur er fjarri því sem boðlegt er af liði sem lék í fyrstu deild á síöasta ári. Lykilmenn, sem voru í fyrra, eins og til dæmis Sigþór Ómarsson, viröast gersamlega æfingarlausir og markvarslan hefir verið höfuð- verkur hjá liðinu til þessa. Jafnvel leikmenn eins og Sigurður Lárus- son, sem aldrei hafa sýnt uppgjöf, eru fjarri sínu besta. Það er eitthvað að hjá liöinu og Þórsarar veröa aö finna lausn á sínum málum ef liðið ætlar sér eitthvaö í ár. Um Ármannsliðið er fátt að segja. Þaö er skípað liprum strákum sem geta á stundum gert ýmsa góöa hluti en detta niður á milli. Vörn og markvarsla virðast vera gloppótt og ekki auövelt aö spá um gengi liðsins í ár fremur enn annarra 2. deildar liða, en 2. deildin viröist ákaflega jöfn aö öðru leyti en því að KR er yfirburðalið, öruggt um sæti í 1. deild aö ári. Tveir menn báru af öðrum í Stefánsson, ungur miðvörður hjá Þór, sem er mjög öruggur í sínum gerðum, og hins vegar Egill Steinþórsson hjá Ármanni, útsjón- arsamur og kraftmikill leikmaður. Friðjón Edvardsson dæmdi leik- inn af stakri prýði. — Sigb. G. Isfiröingar hirtu bæði fPilSlPlP®® • NorðfirðinKur sækir þarna hart að marki Fylkis og virðist hann Ljósm. Ilagnar Axeísson. hafa hetur í haráttunni. Ágúst varði vítið og Þróttur sigraði ÞRÓTTARAR komu nokkuð á óvart með því að sigra Fylki 2il um helgina í annarri deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn var lengst af mjög jafn, en ekki er að vita hver úrslit hcfðu orðið hefði ekki Ágúst markvörður þeirra Norðfirðinga varið vítaspyrnu Ómars Egilssonar á 25. mínútu fyrri hálfleiks cn þá var staðan ennþá OiO Fylkismenn sóttu heldur meira í byrjun og tvívegis varði Agúst vel skot þeirra. Áttu Þróttarar varla nokkuð sem nefna mætti færi fyrr en á 21. mínútu er Ögmundur varði vel skot frá Kristni. En fjórum mínútum síðar kom fyrrnefnd vítaspyrna og þótti mörgum um æði strangan dóm að ræða. Ómar Egilsson tók spyrnuna, en spyrna hans að markinu var grútmáttlaus, og átti Ágúst í litium erfiðleikum með að verja. Fátt fleira markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins og var jafnræði með liðunum. Ekki voru liðnar nema sjö mínútur af síðari hálfleik, er dómarinn blés í flautu sína og dæmdi vítaspyrnu á Fylki og var hér um næstum alveg eins brot að ræða og í fyrra vítinu. Enn þótti mönnum dómurinn strangur, en dómarinn var samkvæmur sjálfum sér. Bjarni Jóhannesson spyrnti og skoraði örugglega með þrumuskoti upp í vinkilinn. Fóru nú Fylkismenn að sækja af kappi og Þróttarar gerðu þá skyssu að draga sig aftur á vellinum, en fram að því hafði þeim reynst sóknin besta vörnin. Það fór líka svo að Fylkir jafnaði og var þar á ferðinni bakvörðurinn Kristinn Guðmundsson eftir hamagang og stangarskot í kjölfar horn- spyrnu 15 mínútum fyrir leiks- lok. Gerðu nú Fylkismenn harða hríð að marki Þróttar, en útkoman varð hins vegar sú, að þeir urðu sjálfir að hirða knöttinn úr eigin netmöskvum eftir að Bjarni hafði skorað annað mark sitt 7 mínútum fyrir leikslok. Kom markið eins og skrattinn úr sauðaleggnum eftir að hornspyrnu virtist hafa verið bægt frá. Lið Þróttar var mjög jafnt að þessu sinni, en Guðmundur Yngvason var þó þeirra bestur að mati undirritaðs, einnig átti Ágúst markvörður góðan dag. Hjá Fylki var bakvörðurinn Kristinn Guðmundsson lang- bestur, en einnig voru miðverð- irnir Ágúst og Ómar góðir. Framlína Fylkis náði sér aldrei á strik í leiknum og þar virtist langtímum saman hver leika fyrir sig. _ stigin í Sandgerði ÍSFIRÐINGAR gerðu góða ferð til Sand* gerðis á sunnudaginn. Þeir léku við heima- menn og unnu 1«0. Þetta var jafn leikur en ísfirðingarnir voru ákveðnari fyrir fram- an markið en Reyn- ismenn og því höfðu þeir sigur í leiknum. Reynismenn léku undan all- sterkum vindi í f.h. og sóttu þá mun meira en ekki tókst þeim frekar en í fyrri leikjum að skapa sér góð marktækifæri. í seinni hálfleiknum voru það Isfirðingarnir sem sóttu meira og sex mínútum fyrir leikslok tókst þeim að skora markið sem færði þeim bæði stigin. Markið skoraði Haraldur Stefánsson laglega með skalla eftir auka- spyrnu. Reynismenn börðust eins og ljón í lokin og reyndu að jafna en allt kom fyrir ekki. ísfirðingar voru heldur ákveðnari í leiknum en Reynis- menn. Það hefur háð Reyni mjög í leikjum sumarsins að allt bit hefur vantað í framlínuna og það sama var upp á teningnum að þessu sinni. - JJ/SS. KR-sigur á Eskifirði KR INGAR máttu teljast heppnir að sigra í leik sínum við Austra frá Eskifirði sem fram fór í 2. deild í knattspyrnu síðastliðinn föstudag á Eskifirði. Það var Siguröur Indriðason sem skoraði hið mikilvæga mark KR á 15 mínútu leiksins. Kom markið eftir að KR-ingar höfðu STAÐAN Staðan í annarri deild loknum síóustu leikjum: aA KR Ármann Haukar Fylkir ÍBÍ Aystri Þ6r Völsungur Þróttur Reynir 6 4 2 5 3 0 2 6 2 2 2 6 3 0 3 4 2 11 6 2 5 2 5 2 6 1 6 1 2 3 1 4 12:1 10 8:6 6 7« 6 6:6 6 4:4 5 4:5 5 4:5 5 4:7 5 7:12 4 4:7 3 Markhæstu leikmenn: Þróinn Asmundsson Árm. 5 Stefán Ö.Sigurðsson KR 4 fengið innkast á vallarhelmingi Austra. Var kastað langt inn á völlinn þar sem einum KR-ingi tókst að skalla vel inn í vítateiginn á Sigurð sem skallaði í netið. Var betta hálfgprt hennnismark Austramenn áttu besta marktæki- færið í leiknum er Bjarni Kristjánsson átti gott tækifæri á að skora en skaut í þverslá, hrökk knötturinn út og enn var skotið en nú í varnarvegg KR. Leikurinn var nokkuð jafn þótt svo að KR-ingar væru öllu ákveðn- ari í fyrri hálfleiknum. Ekki tókst þeim þó að skapa sér veruleg marktækifæri. Austramenn komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik’num og sóttu þá mun meira en KR. Besti leikmaður Austra í þess- um leik var Halldór Árnason. Hjá KR-ingum bar Ottó Guðmundsson nokkuð af og flestar sóknarlotur Austra strönduðu á honum. Ævar. • Sigurmark Völsungs í leiknum gegn Haukum. Hafþór Helgason hefur skallað boltann yfir markvörðinn og boltinn er á leiðinni í markið. Ljósm. Börkur Arnviðarson. Haukar réðu ekki við sterka vörn Völsungs ÞAO VAR mikiA um fallega og vsl leikna knaftapyrnu í Inik Völaunga og Hauka, sem fram fór á Húsavík á föafudagskvöld. Strax í upphafi kom í Ijós að Völsungar hötðu í fullu tré við Haukana, og kom það ýmsum á óvart þar sem Völsungar hafa átt mjög slæma leiki aö undanförnu. Allan fyrri hálfleik var nokkuö jafnt á komiö með lióunum, bæði sýnu þau mjög góða knattspyrnu og áttu oft fallegar sóknarlotur en lítið var um opin færi. í seinni hálfleik náöu Haukar betri tökum á miðjunni og press- uöu á vörn Völsunga, en gekk erfiðlega aö finna á henni glufur og þá sjaldan þaö fókst varöi mark- vörður Völsunga, Gunnar Straum- land meistaralega. Völsungar náöu hinsvegar oft aö skapa stórhættu viö mark Hauka meö snöggum sóknarlotum. Svo á 15. mín. gerðist þaö aö sóknarmanni Völs- ungs var brugöiö innan vítateigs og var þeim þá dæmd vítaspyrna sem Ingólfur Ingólfsson skoraöi úr. Eftir þetta hertu Haukamenn enn á sókninni og að stundarfjóröungi liðnum tókst Sigurði Aöalsteins- syni að senda knöttinn í mark Völsunna úr hrönnu færi á mark- teigshorni. A 40. mín. bættu Völsungar viö öðru marki og var þar að verki Hafþór Helgason, sem náöi að skalla knöttinn yfir markvörö Hauka eftir laglega aukaspyrnu sem Kristján B Olgeirsson tók. Þaö sem eftir var leiksins sóttu Haukar án afláts en allt kom fyrir ekki, 2:1 sigur Völsunga var í höfn. í liöi Hauka stóöu þeir sig best Ólafur Torfason, Siguröur Aöal- steinsson og Ólafur Jóhannesson. í liði Völsunga var það vörnin sem skaraði frm úr og þó einkum þeir Gísli Haraldsson og Guðmundur Jónsson. Sævar Frímannsson dæmdi þennan leik og skilaði hann hlutverki sínu ágætiega. B.A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.