Morgunblaðið - 20.06.1978, Page 29

Morgunblaðið - 20.06.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 29 Ný dugmikil kynslóð fær auðugra land í hendur Ávarp Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra á Austurvelli 17. júní Herra forseti íslands, virðulega forsetafrú. Góðir áheyrendur. Stund er milli stríða. Byggðakosn- ingar afstaðnar fyrir þremur vikum. Alþingiskosningar verða háðar að viku liðinni. Kosningabaráttan hlýtur að skipta þjóðinni í mismunandi flokka, en dagur sem 17. júní sameinar þjóðina í eina órofa fylkingu. I dag minnumst við fengins frelsis og þeirra manna, sem við eigum það að þakka. Við fótskör Jóns Sigurðsson- ar, á afmælisdegi hans og lýðveldis- stofnunar á íslandi, gerum við okkur grein fyrir, að frelsisbarátta kynslóð- anna, eins og hún krystallaðist í starfi Jóns Sigurðssonar og annarra frum- herja, var ekki eingöngu fólgin í því, að Island yrði frjálst og óháð ríki, heldur skyldi hver íslendingur, leggja lóð sitt á vogarskálar til að ráða því, hvernig landinu væri stjórnað. Sjálfstæði landsins og lýðræði hafa verið samtvinnuð í hugum okkar, án annars njótum við ekki hins. Þessu er ekki almennt þannig farið. Mörg ríki hafa sem betur fer öðlast sjálfstæði á liðnum áratugum, en önnur raunar glatað því. Þátttökuríkj- um Sameinuðu þjóðanna hefur fjölgað ört. Ekki er með því sagt, að frelsi einstaklingsins til að hafa áhrif á stjórn síns eigin lands, hafi aukist. Svo sjálfsagt sem okkur íslendingum finnst tjáningarfrelsi einstaklings og frjáls atkvæðisréttur hans, er það staðreynd, að mikill meirihluti mann- kyns nýtur ekki slíkra mannréttinda. Frelsi og lýðræði verða aldrei fullkomnari en önnur mannanna verk. Það má ekki verða til þess að við látum okkur þau verðmæti í léttu rúmi liggja, heldur hvöt til að bæta úr því, sem á skortir eftir bestu getu. Við höldum 17. júní hátíðlegan um land allt, en hefjum nú hátíðahöldin í Reykjavík höfuðborg landsins. Fáar höfuðborgir geta státað af því að sameina það að hafa verið bólstaður fyrsta landnámsmannsins og höfuð- staður - sjálfstæðrar þjóðar rúmum ellefu hundruð árum síðar. En í borgarsamfélaginu eiga lýðræðislegir stjórnarhættir einmitt rætur sínar. Þéttbýli er ekki gamalt hér á landi. Sveitarhöfðingjar og kirkjuleiðtogar á stórbýlum sátu í valdamiðstöðvum á íslandi frá upphafi og fram á síðustu öld. Litlu bæjasamfélögin voru mið- stöðvar erlendra kaupmanna og tengd- ust á þann hátt erlendum stjórnendum á niðurlægingartímum þjóðarinnar. Sjálfstæðisbaráttan átti rætur í hin- um dreifðu byggðum og menntamenn- irnir, sem voru aflvakar hennar, dvöldust langdvölum erlendis í höfuð- borginni, Kaupmannahöfn. En fyrstu skrefin til nútíma Islands voru stigin hér í Reykjavík af Skúla Magnússyni, fógeta, og fylgt eftir með baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir endurreisn Alþing- is í Reykjavík. Nú á dögum spyrja sumir í fullri alvöru hvort sú iðn- og tæknivæðing, sem hófst á Islandi á dögum Skúla fógeta, sé komin of langt og skyggi á manninn sjálfan. Efasemdunum fylgir oft ósk um að aftur sé horfið til náttúrunnar og menn láti sér nægja þau gæði, sem afla má í sveita síns andlitis. Þörf er sú hugvekja, að vernda beri landið sjálft og auðlindir þess, um- hverfi okkar og átthaga. En verndun landsins felst ekki í því að láta vötn falla óbeisluð til sjávar eða láta hitann í iðrum jarðar ónotaðan. Mannvirki geta fallið vel að umhverfi sínu, og nytsemin þarf ekki að vera eina réttlætingin fyrir tilvist þeirra. Meta verður hverju sinni áhrif mannvirkjagerðar á umhverfið, nátt- úru landsins og lífskjörin. Mikilvægasti árangur, sem við höfum náð í verndaraðgerðum, er útfærsla fiskveiðilögsögu okkar í 200 mílur. Við íslendingar ráðum fyrst nú einir nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ný dugmikil kynslóð fær auðugra land í hendur á sama tíma og þeim eldri er búið fegurra ævikvöld. Nú er það undir okkur sjálfum komið að vernda fiskstofnana, sem eru í hættu, og nýta þá og aðrar auðlindir sjávar skynsamlega, bæði í eigin þágu og sveltandi heims. Með þeim hætti getur núlifandi kynslóð stækkað Island í raun og treyst undirstöðu lífskjara á Islandi betur en nokkur önnur k'ynslóð, ef hún þekkir sinn vitjunartíma. A hinn bóginn er því miður óvé- fengjanlegt, að gróðurlendi íslands dregst saman. Þrátt fyrir þjóðargjöf- ina á 1100 ára afmæli íslands byggðar er tæpast útlit fyrir, að við höldum í horfinu og getum skilað landinu jafngóðu og við tókum við því. Við eigum því hvarvetna verk að vinna. Ræktunarstörf til sjávar og lands, nýting orkulinda, fiskeldi í sjó, ám og vötnum, græðsla sands og örfoka svæða, kalla á skilning og hófsemi þannig að ekki sé gengið á höfuðstólinn. En þau krefjast einnig framtaks, fjármagns, hugkvæmni og starfsfúsra handa. Þegar grannt er skoðað, býst ég við, að fáir vilji hverfa aftur til tíma og lífskjara fyrir daga Skúla fógeta. Jafnvel þeir, sem helst tala um afturhvarf til náttúrunnar, eru meiri kröfugerðarmenn en svo, að þeir mundu sætta sig við það. Spurningin er sú, hvort við erum þess umkomin að nota iðn- og tæknivæðingu til að bæta og fegra mannlífið þannig að maðurinn lifi í sátt við umhverfið, íslendingurinn í sátt við landið sitt. Og þá er ekki síður ástæða til að íhuga hvort Islendingar eigi þann þroska að lifa í sátt hver við annan, þótt skoðanir séu skiptar, og hvort mennirnir beri gæfu til að lifa í friði í heiminum. Stundum er spurt, hvers vegna einstaklingar innan þjóðarheildar geti ekki ávallt sameinast eins og þjóðir gera gjarnan á hættu- eða hátíðar- stundum, í styrjöldum og við Islend- ingar við lýðveldisstofnunina. Á slikum stundum er markmiðið eitt og óumdeilt. Allt annað víkur fyrir því. Vandinn er meiri á virkum dögum, þegar áhugi manna beinist í fleiri áttir. Þá reynir fyrst á það, hvort menn geta í senn verið frjálsir að mynda sér skoðanir og setja sér markmið, um leið og þeir skilja að nauðsynlegt er að lifa í lögbundnu samfélagi, þar'sem hlutskipti náung- ans og örlög annarra þjóða geta skipt þá sjálfa sköpum. Við Islendingar höfum oftar en einu sinni á stuttum sjálfstæðisferli sýnt, að við þolum ekki íhlutun annarra í okkar eigin mál. Við höfum óhikað boðið stærri þjóðum birginn, þegar um ósanngjarnar kröfur hefur verið að ræða, eða nauðsyn hefur knúið okkur til að verja þverrandi auðlindir sjávar. Ekki höfum við heldur hlutast til um málefni annarra þjóða. Við viljum góða sambúð við allar þjóðir og eiga við þær gagnkvæm vinsamleg við- skipti. En hvorki helst okkur uppi að einangra okkur, né, getum við leyft okkur þann munað að sitja aðgerða- lausir hjá í vályndri veröld. Við hljótum raunar að vilja vera þátttak- endur í baráttu þjóða fyrir þeim stjórnarháttum, sem eru okkur jafn helgir og sjálfstæðið. Á 5 ára lýðveldisafmæli orðaði Tómas Guðmundsson þessa hugsun svo: „En vit, að öll þín arfleifð, von og þrá, er áskorun frá minning, sögu og ljóðum, að ganga af heilum hug til liðs við þá, sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóðum." Með þessum orðum óska ég öllum landsmönnum ánægjulegrar þjóðhá- tíðar. 103 stúdentar Akureyri, 19. júní. MENNTASKÓLANUM á Akur eyri var slitið í 98. sinn hinn 17. júní. Jafnframt eru nú 50 ár liðin síðan fyrstu stúdentarnir brautskráðust frá skólanum. Athöfnin fór fram í Akureyrar- kirkju og í upphafi hennar lék blásarakvintett. Síðan flutti Tryggvi Gíslason skólaslitaræðu og brautskráði 103 stúdenta, 33 úr máladeild, 15 úr félagsfræði- deild, 34 úr náttúrufræðideild og 21 úr eðlisfræðideild. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Þórunn Rafnar (N) fyrstu ágæt- iseinkunn 9,0. I nýstúdentahópnum var 3 þús- undasti stúdentinn, sem braut- skráist frá MA, Bryndís Valgarðs- dóttir, en hún varð einmitt 20 ára þennan dag. Tveir 50 ára stúdentar voru viðstaddir skólaslitin, Haukur Þorleifsson og séra Guðmundur Benediktsson og flutti hinn fyrr- nefndi ávarp við athöfnina. Af hálfu 40 ára stúdenta talaði Ármann Snævarr hæstaréttar- dómari og afhenti að gjöf bækur um listasögu. Jóhann Lárus Jónas- son læknir talaði af hálfu 25 ára stúdenta, en þeir gáfu stjörnusjón- auka með myndavél og margs konar fullkomnum búnaði. Björn Jósef Arnviðarson lögfræðingur talaði af hálfu 10 ára stúdenta, sem gáfu myndarlega fjárhæð í skíðaskálasjóð, en ákveðið er að reisa skálann i sumar í nágrenni Akureyrar. í tilefni skólaslitanna voru öll málverk menntaskólans til sýnis almenningi á Möðruvöllum, raun- greinahúsi MA. Myndina tók Eðvarð Sigurgeirs- son. - Sv.P. fráMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.