Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 Hærra fískverð á Is- landi en í Færeyjum Ludvig Storr látínn LUDVIG Storr stórkaupmaAur og aóalra'óismaóur Dana á íslandi lézt í Iícykjavík í fyrrinótt. á áttugasta ok fyrsta aldursári. Ludvig Storr var fæddur í Kaupmannahöfn 21. október 1897. Hann stundaði nám í verzlunar- skóla í Nyköping 1913—17, en fluttist til íslands árið 1922. Sama ár stofnaði hann fyrirtækin Bygg- ingavöruverzlun Ludvig Storr og Glerslípun og speglagerð h.f. í Reykjavík og varð forstjóri þeirra. Ludvig Storr var skipaður vara- ræðismaður Dana á Islandi 1939, ræðismaður 1946 og aðalræðis- maður 1956. Hann sat í stjórn Dansk — Islandsk Samfund 1939—62. Um árabil var hann formaður og í stjórn Det danske Selskab í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Rotaryfélags- skaparins í Reykjavík 1934, stofn- aði sjóð til styrktar isl. iðnnemum til náms í Danmörku og einnig stofnaði Ludvig Storr sjóð til hjálpar verðandi mæðrum. Ludvig Storr var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elín Sigurð- ardóttir, en hún lézt 1944. Síðari kona Ludvigs er Svava Einarsdóttir. ALLT FRAM í byrjun þessa árs var fiskverð í Færeyjum hærra en á íslandi, en nú standa málin þannig að fyrir 1. flokks þorsk er greitt hærra verð á íslandi. Á íslandi er nú greidd 121 kr. fyrir hvert kg. 1. flokks stórþorsks, þar við bætist síðan stofnfjárgjald og ef fiskurinn, er geymdur í kössum, eins og oftast er, er greitt sérstakt kassagjald, þannig að heildarverð fyrir hvert kg. af 1. flokks stórþorski er nú rétt um 150 kr. á íslandi. Fyrir samskonar fisk fást aftur á móti 144 kr. í Færeyjum. íslenzkir útgerðarmenn reyna nú mjög að láta skip sín sigla með fiskinn til Færeyja, þrátt fyrir lægra verð þar. Kemur þar tvennt til. Mjög illa gengur að fá greitt Líkfundur í GÆR fannst lík í fjörunni fyrir neðan Kirkjusand í Reykjavík. Reyndist þetta vera lik Gunnlaugs Vilhjálmssonar, Miklubraut 70, sem hvarf um miðjan júní. Gunn- laugur var 25 ára gamall. GERÐAR hafa verið ráðstafanir til þess að kalla saman stjórnar- fund í Verkamannasambandi Is- lands, og verður fundurinn síð- degis í dag eða á morgun. A dagskrá Lundarins verður m.a. útflutningshannið og verður það rætt í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Eins og kunnugt er vofir nú yfir, að frystihús stöðvist bæði á Nörðurlandi og á Suðurnesjum og fyrir fiskinn hjá frystihúsunum, sökum rekstrarerfiðleikanna, en í Færeyjum er greitt strax fyrir aflann og eins hefur víða borizt svo mikill fiskur að landi, að frystihúsin hafa ekki haft undan. Júní seldi fyrir 38 millj. kr. Hafnarfjarðartogarinn Júní lauk við að selja í Hull í gærmorgun en alls seldi skipið 173 tonn fyrir 38,8 millj. kr. Meðalverð á kíló var kr. 223. Þá seldi Fontur frá Þórshöfn í Fleetwood, var togarinn með 1647 kassa og fyrir aflann í þeim fengust 21.3 millj. kr. I dag selja tvö skipÁ Bretlandi, Guðsteinn GK selur í Hull og Þórir frá Höfn í Hornafirði í Fleetwood. eru uppsagnir starfsfólks á næsta leyti. Ríkisstjórnin kannar nú í samráði við formenn stjórnmála- flokkanna, hvernig unnt sé að bjarga rekstri frystihúsanna og koma í veg fyrir stöðvun. I þessu sambandi er stjórnarfundur hald- inn í Verkamannasambandinu, en aðstæður hafa nú breytzt nokkuð frá því er útflutningsbann var sett á, m.a. er í landinu ríkisstjórn, sem sagt hefur af sér og er því ekki líkleg til stórræöa í kjaramálum. Stjórn VMSI ræðir útflutningsbannið Utvarpshúsið á að kosta nær hálf- an þriðja milljarð ÁÆTLAÐUR kostnaður við bygg- ingu nýs útvarpshúss er nú 2.450 milljónir króna. Þetta kom fram á hlaöamannafundi sem Andrés Björnsson útvarpsstjóri hélt í gærdag eftir að menntamálaráð- herra hafði tekið fyrstu skóflu- stunguna að húsinu. Húsið mun standa við Háaieitisbraut og er ráðgert að fyrsta áfanga þess verði lokið árið 1984, og verði þá farið að sjónvarpa þaðan, en að útvarpið geti hafið störf sín þar í árslok 1983. Helsti tekjustofn framkvæmdanna er bygginga- sjóður Rfkisútvarpsins en árlegt framlag til hans er 5% af heildartekjum stofnunarinnar og mun það hækká í 10% frá árinu 1979. Engar áætlanir hafa verið gerðar um áframhaldandi bygg- ingarframkvæmdir eftir að fyrsta áfanga lýkur en hann er V3 af heildarbyggingunni. Það var á fjörutíu ára afmæli Ríkisútvarpsins að Gylfi Þ. Gísla- son þáverandi menntamálaráð- herra mælti fyrir stofnun sjóðs til að koma upp húsnæði fyrir út- varpið, sem nú er í leiguhúsnæði, og skipaði byggingarnefnd. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 28. desember 1970 en í henni áttu sæti þeir Andrés Björnssön, út- varpsstjóri, Benedikt Gröndal, formaður útvarpsráðs og Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins. Á skipulagsuppdrætti Reykja- víkur hafði verið gert ráð fyrir útvarpshúsi við Háaleitisbraut en byggingarnefnd hafði frá upphafi haft í huga að sjónvarpið fengi einnig aðstöðu þar. Haldnir voru Framhald á bls. 21 Mcnntamálaráðhcrra tekur fyrstu skóflustunguna að hinu nýja útvarpshúsi. Teikning af fyrsta áfanga nýja útvarpshússins. séð á austurhlið frá Iláaleitisbraut. » V Hannibal var sýndur á lands- móti hestamanna um siðustu helgi og var fimmti í klárhest- um með tölti. Nú eru boðnar 2,2 millj. f hestinn. Ljóms. Kristján. Meðal þeirra, sem vilja fá hestinn Hannibal keyptan er Þorkell Valdimarsson (t.v.), sem hér sést á tali við Svavar Gestsson. alþingismann og ritstjóra á landsmótinu á Skógarhólum um helgina. 2,2 millj. boðnar í hestinn Hannibal? ÞESSA dagana eru staddir hér á landi hópar erlendra hesta- manna. sem sóttu heim Lands- mót hestamanna og hafa þeir í framhaldi af því farið um landið til að kaupa hross. Morgunblaðið fékk það stað- fest í gær, að Þjóðverjar, sem hér eru, hefðu boðið 2,2 milljón- ir króna f hestinn Hannibal frá Stóra-Hofi, eign Sigurbjörns Eiríkssonar. og jafnframt hefði Þorkell Valdimarsson boðið í hestinn áþekka upphæð. Ekki hafði í gær verið gengið frá sölu á Hannibal. Hestur sá, sem hér um ræðir, er leirljós, undan Stjarna frá Bjóluhjáleigu, klárhestur með tölti og varð hann í fimmta sæti í keppni klárhesta á nýafstöðnu landsmóti. Á landsmótinu var boðið í nokkra þeirra hesta, sem voru framarlega í hinum ýmsu greinum. Þannig var lllynur frá Akureyri, sem stóð efstur í klárhestunum með tölti, falaður til kaups. Reynir Björgvinsson eigandi Hlyns sagði í samtali við Mbl. í gær, að menn hefðu komið til sín og falað Hlyn til Framhald á bls. 21 Kolmimnaveiðam- ar glæddust í gær „ÞAÐ hefur verið nokkuð erfitt að eiga við kolmunnann síðustu daga. bæði er hann dreifður og eins hefur verið töluverð ferð á honum. Þó er nú kominn reitings- afli í þau skip sem hér eru,“ sagði Magni Kristjánsson skipstjóri, sem nú er leiðangursstjóri á Grindvíkingi GK, en Grindvík- ingur var leigður til kolmunna- vciða- og rannsókna í stað rann- sóknarskipsins Baldurs, sem enn er ekki tilbúið i úthald eftir breytingar. Magni sagði að þeir á Grindvík- ingi hefðu í gærmorgun sett 70 tonna afla yfir í Seley SU, en Fyrsta loðn- an til Bol- ungarvíkur Bolungarvík 19. júlí. FYRSTA loðnan á þessu sumri barst hingað í nótt og í dag, en hingað komu 5 skip með alls um 2000 lestir. Bræðsla er þegar hafin, en verksmiðjan hér bræðir nú 450—500 lestir á sólarhring, en endurbætur voru gerðar á henni í fyrra og hún stækkuð. Gunnar. báturinn var leigður til að flytja afla í land frá Grindvíkingi og um borð í Grindvíking voru kominn 300 tonn í gær. „Annars hefur þetta gengið betur í morgun en í gær og fyrradag, og bátarnir hafa verið að rekast í 70—100 tonna höl,“ sagði Magni. Þá sagði hann, að veiðar tví- lembinganna Alberts og Arnar hefðu gengið svipað og hjá hinum skipunum og um miðjan dag í gær, hefði Albert verið nokkuð hlaðinn. Peningum stolið úr íbúð í FYRRINÓTT var stolið pening- um úr íbúð í Vesturbænum, en þar hafði fólk setið að sumbli. Húsráð- andinn taldi að horfið hefðu eitthvað á annað hundrað þúsund krónur úr íbúðinni og beindist grunur að ungum manni, sem hafði verið þarna gestkomandi. Rannsóknarlögreglan hafði upp á manninum og játaði hann brot sitt en taldi að peningarnir hefðu numið 80—90 þúsund krónum. Verður erfitt að sannreyna nokkuð í þessum efnum, þar sem báðir voru við skál um nóttina, eigandi peninganna og þjófurinn, og minn- ið í lakasta lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.