Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978
21
— Útvarpshúsið
Framhald af bls. 2
fundir með þáverandi borgar-
stjóra, Geir Hallgrímssyni og
síðar Birgi ísleifi Gunnarssyni og
tóku þeir báðir vel þeirri málaleit-
an að tryggja Ríkisútvarpinu 5,6
hektara lands við Háaleitisbraut
til athafna í framtíðinni.
Undirbúningstími framkvæmd-
anna er orðinn sem næst sjö og
hálft ár og hefur hraði þeirra verið
misjafn. Húsameistari ríkisins
hafði í upphafi forgöngu um
hversu staðið skyldi að verkinu og
var þá ráðinn hönnunarstjóri,
Karl Guðmundsson verkfræðing-
ur, og arkitektar, Helgi Hjálmars-
son og Vilhjálmur Hjálmarsson.
Einnig var leitað ráða erlendis og
urðu Irar fyrir valinu að tillögu
sambands útvarpsstöðva Evrópu.
Hinn 20. júní síðastliðinn fól
menntamálaráðherra Samstarfs-
nefnd um opinberar framkvæmdir
að bjóða út grunn útvarpshússins.
Tilboði Jarðýtunnar s/f var tekið
í fyrsta áfanga framkvæmdanna
(jarðvegsvinnu) og er búist við að
því verki ljúki í lok október og
verði þá byrjað að steypa botn
hússins.
— 2,2 milljónir
Framhald af hls. 2
kaups. — Svar mitt lá alveg
ljóst fyrir. Við hjónin ætlum að
eiga hestinn og hann verður
áfram reiðhestur okkar. Verð
var eitthvað nefnt og eitthvað
voru menn farnir að nálgast
tvser milljónir, en það breytti
ekki svari okkar, sagði Reynir.
Sem fyrr sagði eru ýmsir
útlendingar staddir hérlendis
um þessar mundir og hafa þeir
keypt töluvert af hrossum. Eftir
þeim upplýsingum, sem blaðið
aflaði sér virðist verð á betri
gæðingum 6 til 8 vetra vera
450—600 þúsund og stöku hestur
hefur farið í 800 þúsund. Hestar,
sem ekki hafa verið sýndir á
mótum eða eru lakari eru seldir
á milli 300 og 400 þúsund
krónur. Þá er vitað að stöku
stóðhestar hafa verið gefnir
falir á 700 þúsund til 1 milljón
en þeir voru óseldir eftir því sem
best var vitað í gær.
—Jón L. Ámason
Framhald af bls. 3.
þátttakendanna urðu þau í 11.
umferðinni að Sævar Bjarnason
gerði jafntefli við Burger,
Margeir Pétursson vann
Hertan, Jóhannes Gíslason vann
Runo, Guðni Sigurbjarnarson
gerði jafntefli við Gruchacz,
Bragi Halldórsson tapaði fyrir
Michailides og Asgeir Þ. Árna-
son tapaði síðustu tveimur
skákum sínum, gegn Shipman
og Sulman. Allt eru þetta
Bandaríkjamenn.
Jón hlaut sem fyrr segir 7
vinninga og varð í 8,—15. sæti
af 94 keppendum. Sævar hlaut
6'/z vinning, Margeir 5 'k vinn-
ing, Guðni og Jóhannes 5
vinninga og Ásgeir og Bragi 4 Vz
vinning.
Sigurvegari mótsins varð
rúmenski stórmeistarinn
Georghiu með 8'/i vinning og
Biyasis frá Kanada varð annar
með 8 vinninga. Hlýtur hann
stórmeistaranafnbót fyrir
árangurinn.
r
-—Arásir Halldórs
Framhald af bls. 17.
Svokölluð rannsóknarblaða-
mennska hefir verið mjög í
sviðsljósi hér að undanförnu.
Stutt er frá henni yfir til
ofsóknarblaðamennsku og virð-
ast framangreind skrif vera
þeirrar tegundar. Viðskipti
Guðbjarts Pálssonar við Sam-
vinnubankann hófust vegna
kaupa Guðbjarts á bifreiðum
hjá Véladeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Guð-
bjartur stofnaði og rak þá
Bílaleiguna Bílinn hér í Reykja-
vík. Á þessum tíma var rekstur
bílaleigu talinn skila góðum
árangri. Svo mun og hafa verið
um þessa bílaleigu um sinn.
Reynsla af þessum rekstri var
hinsvegar lítil hér á landi en
samt risu upp all margar
bílaleigur um þetta leyti. Gengu
þær misjafnlega og svo fór að
Bílaleigan Bíllinn lenti í rekstr-
arerfiðleikum. Gekk Guðbjarti
því illa að standa við umsamdar
afborganir skulda sinna, en
Vátryggingarfélagið h.f., sem
annaðist tryggingar bifreiða
Guðbjarts og var talið gott og
traust fyrirtæki, hafði gengið í
ábyrgð fyrir Guðbjart vegna
viðskipta hans við Samvinnu-
bankann. Hér er ekki um að
ræða viðskipti sem eru að neinu
leyti einstök, heldur munu allir
bankar og bankastjórar mæta
svipuðum viðhorfum og Sam-
vinnubankinn í þessu tilfelli.
Verkefni mitt sem bankastjóra
var að innheimta það fé sem
Guðbjarti hafði verið lánað við
þær aðstæður sem voru fyrir
hendi eftir að ljóst varð að
rekstur bílaleigu Guðbjarts mis-
tókst. Mér vitanlega hafa engin
lögbrot viðgengist í Samvinnu-
bankanum hvorki í sambandi
við þessi viðskipti né önnur.
Bankinn hefir kappkostað að
vera heiðarlegur og ábyggilegur
í viðskiptum, eins og ég veit að
hinir fjöldamörgu viðskiptavin-
ir hans vita og mun ég af
samviskusemi vinna að því, að
svo verðl áfram. Hins vegar er
hvimleitt að hafa ekki starfsfrið
fyrir rógburði óvandaðra
manna.
Reykjavík, 19. júlí 1978.
— Áætlaður
Framhald af bls. 3.
um 1600 m.kr. og vextir um 1.595
m.kr.
Helztu liðir, sem hækka á
tekjuhliðinni, eru söluskattur og
gjöld af innflutningi, svo og
tekjuskattur einstaklinga og
hækkun á áfengis- og tóbaks-
verði skilar auknum tekjum.
Tekjuskattur hækkar skv. áætl-
uninni um 1.250 m.kr., sölu-
skattur skilar tæpum 3 milljörð-
um meira en gert hafði verið ráð
fyrir, gjöld af innflutningi allt
að 4,2 milljörðum meiri og
hækkun á tóbaki og áfengi frá
11. júlí er talin geta skilað
rúmum eins milijarðs tekju-
aukningu.
Gert er ráð fyrir í skýrslunni
að lánsfjáráætlun hækki um
2.110 m.kr. og er þar um að ræða
framkvæmdir Rarik, almennar
framkvæmdir, og byggðalínur
490 m.kr., sæstrengur til Vest-
mannaeyja 290 m.kr., hönnun
Fljótsdalsvirkjunar 110 m.kr.,
620 m.kr. vegna skuldagreiðslna
Rarik og Orkustofnunar. Þá er
að nefna viðbótarfjármagn til
Grundartangahafnar 100 m.kr.
og til endurvinnslu borhola á
Kröflu o.fl. um 500-m.kr. Ákveð-
ið hefur verið að mæta þessari
umframfjárþörf með þeim hætti
að 1.500 m.kr. fáist með að nýta
heimild um nýja verðbréfaút-
gáfu, Framkvæmdastofnun út-
vegi lánsfé til Fljótsdalsvirkjun-
ar og Seðlabankinn útvegi allt
að 500 m.kr.
— Tónhvísl
Framhald af bls. 27
þótt ótrúlegt megi virðast tals-
vert af tónlistarmönnum, bæði
hljóðfæraleikurum og fræði-
mönnum, sem hafa séi hæft sig
á ákveðnu sviði. Vegna sundr-
ungar í tónlistarkennslumálum
Reykjavíkur eiga þessir menn
t\o kosti: annars vegar, að ráða
sig til starfa við einn hinn
fjögurra tónlistarskóla Reykja-
víkur, eða stærri skóla lands-
byggðarinnar, til að kenna öll
tónlistarfög önnur en þau sem
tilheyra sérsviði viðkomandi
tónlistarmanns. Hins vegar, að
ráða sig til starfa erlendis.
Enginn hinna reykvisku smá-
skóla hefur t.d. bolmagn til að
ráða í fulla stöðu sérfræðing í
músikólógíu. Þar af leiðandi er
engan slíkan fræðimann að
finna í Reykjavík, rúmlega
hundrað þúsund manna borg! Ef
skólarnir hefðu hins vegar dug
til að ráða slíkan mann til
starfa í sameiningu hefði sá
hinn sami meira en nóg að gera,
og þyrfti aðstoðar við.
Um drengskap
Svona mætti lengi telja, og
hafði undirritaður raunar ætlað
að minnast á tuttugu veigamikil
atriði að auki en verður nú að
hætta, enda ritstjórnin farin að
ókyrrast. Kannski veitist tæki-
færi til þess seinna. Ég get hins
vegar ekki stillt mig um að
æskja þess opinberlega að hátt-
virtir skólastjórar sjái sóma
sinn í því að bregðast við þessari
gagnrýni á málefnalegan og
drengilegan hátt. Hér er ekki
um persónulegar svívirðingar að
ræða, enda er ég alltof tengdur
þessum mönnum, bæði af
vináttu og persónulegum kynn-
um, til þess að hafa þörf fyrir
slíkt.
Um hnoss
I viðtalinu við skólastjórana
kom það skýrt fram, að þeir
teldu eðlilegt að Tónlistarskól-
inn í Reykjavík yrði gerður að
Tónlistarháskóla íslands. Það er
ágætt að menn eru á eitt sáttir
um þetta á yfirborðinu, þó hinu
sé ekki að leyna, að allt bendir
til að Söngskólinn muni veita
Tónlistarskólanum harða sam-
keppni á afmörkuðu sviði. En
hvað um það, til er nú skjalfest
yfirlýsing þessara manna þess
efnis að eðlilegt sé að Tónlistar-
skólinn í Reykjavík hljóti hnoss-
ið. Skólastjórarnir voru ekki í
neinum vafa um að landsbyggð-
armenn væru samsinna um
staðsetningu þessa háskóla ís-
lenskra tónmennta?
Um bíófyrirtæki
Nú þegar Tónlistarskólinn
hefur fengið skýlausann stuðn-
ing til þess að takast á hendur
þetta ábyrgðarhlutverk, sem
hann er í raun vanbúinn að axla,
hljóta tónlistarunnendur lands-
ins að beina augum sínum
þangað í trausti þess að senn
verði hafist handa. Vandi fylgir
vegsemd hverri. Tóniistar-
unnendur vænta. þess, að innan
tíðar verði gefin út opinber
yfirlýsing frá Menntamálaráðu-
neytinu, þess efnis, að
Tónlistarskólanum eigi að
hreyta í tónlistarháskóla. Tón-
listarunnendur æskja þess, að
haft verði nú þegar samráð við
helstu tónlistarmenn landsins
uni þetta mál. Tónlistarunnend-
ur gera jafnframt þá kröfu, að
Tónlistarskólinn verði ekki
lengur rekinn af einhverju
leynifélagi og bíófyrirtæki sem
enginn veit hver á og stjórnar,
heldur að skólinn verði gerður
að ríkisstofnun, ella fyrirfarist
forystuhlutverkið.
Um dug
Nú þýðir ekki lengur að þegja.
og halda að sér höndum. Þrýst-
ingurinn er orðinn of hár. Ef
Tónlistarskólinn lætur ekki til
skarar skríða nú þegar a.ni.k. í
orði kveðnu niunu áhugamenn
sjá til þess að það verði gert af
öðrum. Háskóli Islands hefur
sýnt forystuhlutyerkinu áhuga,
Kennaraháskóli íslands einnig
og Söngskólinn. Nú er annað-
hvort fyrir Tónlistarskólann í
Reykjavík að duga eða drepast!
Sjálfstæóisflokkurinn
Staða hans í nútíð og framtíð
Almennur fundur fyrir ajlt Sjálfstæðisfólk veröur haldinn um
ofangreint efni í VALHÖLL miðvikudaginn 26. júlí kl. 20.30
Davfð
Friðrik
Framsögn hafa
□ Davíð Oddsson, borgarfulltrúi og
□ Friðrik Sophusson, alþingismaöur
Aö loknum framsöguræðum taka
eftirtaldir pátt í hringborðsumræðum
um fundarefnið og svara fyrirspurn-
um fundarmanna.
Geir
Gunnar
Albert
Ragnhildur
Birgir
Baldur
□ Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra
□ Gunnar Thoroddsen,
iðnaöarráðherra
□ Albert Guömundsson,
alþingismaöur
□ Ragnhildur Helgadóttir,
alþingismaður og
□ Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi
□ Umræðustjóri:
Baldur Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri
Allt Sjálfstæðisfólk er eindregið hvatt til þess að mæta á
fundinn.
Heimdallur — Samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.