Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978
Vigfús Kristjánsson frá
Hafnarnesi - Minning
Fæddur 6. íebrúar 1899
Dáinn 1. júlí 1978
Vigfús Kristjánsson, húsa-
smíðameistari og fræðimaður, lézt
hinn 1. júli s.l. í Borgarspítalanum
í Reykjavík.
Hann var fæddur 6. febrúar 1899
í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð,
næstelztur fjögurra barna Kristj-
áns Guðmundssonar, Hafnarnesi,
og konu hans, Guðrúnar Vigfús-
dóttur frá Syðra-Langholti í
Hrunamannahreppi. Þau hjón
hófu búskap sinn í Hafnarnesi og
bjuggu þar þar til faðir Vigfúsar
dó aðeins 43 ára að aldri, árið 1905.
Móðirin stóð þá ein eftir með
fjögur börn sín á aldrinum 1—8
ára. Búið var gert upp og Guðrún
hraktist með börn sín frá Hafnar-
nesi árið eftir. Stefán Jónsson,
frændi Guðrúnar, tók Guðmund
son hennar í fóstur. Vigfús var
aðeins 6 ára, þegar faðir hans dó,
en hann minntist samt alltaf
þeirra fáu gleðiríku ára, sem
fjölskyldan átti saman í Hafnar-
nesi, með gleði og kenndi sig við
þann stað, þegar hann gaf út
sagnaþætti sína nær 40 árum eftir
að þau hurfu þaðan.
Lífsbarátta móður, sem hafa
varð ofan af fyrir sér og þrem
börnum sínum, varð að sjálfsögðu
hörð og ströng og fátæktin mikil.
Og börnin þrjú, sem eftir voru
heima, urðu að vinna baki brotnu
með móður sinni til að draga björg
í bú. (Þeirri lífsbaráttu hefur
Vigfús lýst vel í bók sinni: „í
ólgusjó lífsins", sem hann gaf út
árið 1973). Lítill tími gafst til
annars en þrotlausrar vinnu, og
þótt hugurinn stefndi til mennta
og námfýsin væri mikil, varð að
hemja þá þrá. Tilefni eina tæki-
færisins, sem Vigfúsi bauðst á
lífsleiðinni til annarra mennta en
sjálfsmenntunar eftir að stuttu
barnaskólanámi hans lauk, var að
Trésmíðafélag Reykjavíkur breytti
reglum sínum varðandi réttindi
ófaglærðra smiða árið 1942. Varð
Vigfús þá, ef hann átti ekki að
missa þá atvinnu sem hann hafði
stundað um árabii, að búa sig
undir og gangast undir próf í
húsasmíði, sem hann og gerði og
stóðst með prýði, 45 ára gamall.
Við ýmiss konar vinnu á sjó og
landi kom fljótt í ljós, að þar sem
Vigfús fór, var samvizkusamur,
vinnusamur og handlaginn maður
á ferð. Annar drjúgur þáttur í
skapgerð Vigfúsar duldist heldur
engum, sem kynntust honum að
einhverju marki: Hann var mikill
náttúruunnandi og dýravinur og
tók jafnan málstað þeirra sem
minnst máttu sín. Hið síðasttalda
átti eflaust rætur í biturri reynslu
hans sjálfs af skammsýnu mann-
gildismati, þegar hann var að alast
upp. Um náttúruást hans, vináttu
við mállaus dýrin og varnarlausa
lítilmagna í hópi manna bera
sagna- og ævisöguþættir hans
ljósastan vottinn. Bækur hans
hafa að geyma lifandi þjóðlífslýs-
ingar og margvíslegan fróðleik
annan. Námfýsina varð hann að
hemja á yngri árum, en fróðleiks-
þorstanum reyndi hann að svala
með lestri og fræðimennsku, þegar
færi gafst. Nokkuð af árangrinum
af þeirri iðju hefur birzt: „Sagna-
þættir I“, 1945, „Sagnaþættir II“,
1946, „Sagnaþættir, viðauki við II.
bindi", 1951 og „í ólgusjó lífsins",
1973. Og margt annað ritaði hann
sem aldrei hefur birzt á prenti.
Eitt af því, sem Vigfús ávallt
minntist með stolti og ánægju, var
þáttur hans i stofnun Slysavarna-
félags íslands árið 1928 og virk
þátttaka í þeim félagsskap æ
síðan. Starfsemi Rauða Krossins
var honum einnig mjög hjartfólgin
og lagði hann honum allt það lið
sem hann mátti.
Vigfús átti viðkvæma lund, sem
gat glaðzt innilega yfir laufblaði
sem titraði í vorblænum eða yfir
björtu barnsbrosi sem beint var til
hans. En skap hans var einnig
veðurbarið og hert 1 stormum
lífsins, og á stundum gat virzt eins
og það væri stinnt og ósveigjan-
legt, einkum ef honum fannst
hann vera órétti beittur eða á sig
hallað að ósekju. Hann var maður
ærukær og kom sá þáttur eðlisfars
hans ekki sízt fram í því, að hann
stóð sofinn og vakinn vörð um heill
og velferð móður og systkina.
Steinn bróðir hans dó ungur að
árum árið 1920, en móðir hans
andaðist árið 1953 í hárri elli, 91
árs gömul. Sigurlaug systir hans
lifir bróður sinn, og hélt hún
heimili fyrir hann til hinztu
stundar af einstakri umhyggju og
natni. Kom það ekki hvað sízt í
ljós síðustu æviár Vigfúsar, þegar
heilsu hans tók að hraka, hvað góð
systir er bróður. Samheldnin og
systkinaþelið var þeim eðlileg
afleiðing þess að þau voru systkin,
en ekki þungbær skyldukvöð.
Það, sem öðru fremur veitti
Vigfúsi styrk til hinztu stundar,
var þó án efa bjargföst trú hans
á Guð. Hann fól sig og sína ávallt
föðurumsjá Guðs og lagðist aldrei
svo til hvílu, að hann bæði ekki um
náð og miskunn þess Drottins sem
hann trúði á og treysti. Nú hefur
hann náð fundum hans sem hann
treysti sem vini og írelsara. Það er
gleðiefni.
Sigurlaug hefur beðið okkur að
geta þess, að þótt hún sakni
samvistanna við bróður sinn, sé þó
þakklætið fyrir samfylgdina henni
efst í huga, minningarnar um
góðan bróður séu eins og sólin,
sem varpar birtu og fegurð á allt.
Ennfremur vill hún að fram
komi þakklæti sitt fyrir alla þá
hlýju og umhyggju sem bróður
hennar og henni sjálfri var
auðsýnd af starfsfólki Borgar-
spítalans þann tíma sem Vigfús lá
þar. Hún sendir þeim sínar
innilegustu kveðjur og þakkir.
Hún þakkar einnig sóknarpresti
og safnaðarsystur Laugarnessókn-
ar alla umhyggju og kærleika
síðustu mánuðina, sem Vigfús
lifði.
Við vottum Sigurlaugu, systur
Vigfúsar, og öðrum ættingjum
hans okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Hróbjartsdóttir,
Benedikt Jasonarson.
Afmœlis-
og minn-
ingar-
greinar
AF GEFNU tilefni skal það
enn ítrekað. að minningar-
greinar. sem birtast skulu í
Mbl.. og greinarhöíundar óska
að birtist í blaðinu útfarardag.
verða að berast með nægum
fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tvcim dögum fyrir
birtingar dag.
t
Faöir minn,
SIGVALDI ÞORKELSSON,
Hrafnabjörgum,
N.-MÚI.
lést í sjúkrahúsi Neskaupstaöar, mánudaginn 17. júlí.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Jón Sigvaldaaon.
t
Minningarathöfn um elsku drengina okkar,
STEFÁN ÆGISSON,
SÍMON HILMARSSON,
EGIL ANTONSSON,
GUNNARJÓNSSON,
sem fórust 17. júní sl. fer fram í Dalvíkurkirkju, sunnudaginn 23. júlí kl. 2
e.h.
Blóm og kransar afbeönir en þeim, sem vilja mlnnast hinna látnu, er bent
á Björgunarsveit Slysavarnadeildanna á Dalvík.
Alma Stefánedóttir, Ægir Þorvaldaaon,
Guórún Benediktadóttir, Stefán ArnDóraaon,
Halla Jónaadóttir, Anton Angantýaaon,
Hekla Tryggvadóttlr, Jón Jónaaon.
t
STEINUNN THORSTEINSSON,
Ijóamyndari,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 21. júlí kl. 3 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóö Hringsins.
Þórunn Thoatrup, Axel Thorateinaaon,
Bryndía Jónadóttir, Snmbjörn Jónaaaon.
t
Alúöarpakkir til allra sem heiöruöu minningu eiginmanns míns, fööur,
tengdafööur og afa
JÓNS SÍMONARSONAR
bakarameiatara.
Hanneaína Ág. Siguröardóttir, Símon Jónaaon,
Jóhanna G. Jónadóttir, Ólafur Marfuaaon,
Siguróur Ó. Jónaaon, Anna Linnet
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför konu minnar og móöur
okkar
GUDRÚNAR M. SKÚLADÓTTUR
Eyateinn Eymundaaon,
Lilja Eyateinadóttir,
Svava Eyateinadóttir,
Skúli Eyateinaaon.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför
mannsins míns og fööur okkar
EINARS GÍSLASONAR
málarameiatara
Kriatín Friðateinadóttir,
Áata Einaradóttir,
Giali Einaraaon
t
Systir mín,
SIGURLAUG VILHELMSDÓTTIR,
lést aö Sólvangi Hafnarfiröi þann 10. júlí.
Útförin hefur fariö fram.
Ólöf Vilhelmadóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÁRNI ÓLAFUR PÁLSSON,
Hringbraut 39,
verður jarösunginn föstudaginn 21. júlf frá Dómkirkjunni kl. 13.30.
Kriatín Jóhanneadóttir,
Jóhannea Árnaaon, Guórún Sveinjóndóttir,
María Árnadóttir, Gunnar Bjarnaaon
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför
bróöur míns,
VIGFÚSAR KRISTJÁNSSONAR,
húeaamföameiatara.
Sigurlaug Krfatjánadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vlnarhug viö fráfall og útför fööur okkar,
tengdafööur og afa,
JÓNASAR ÞORVALDSSONAR,
fyrrv. akólaatjóra,
Framneaveg 27,
Reykjavfk
Ingunn Hjördía Jónaedóttir, Jónaa Sch. Arnfinnaaon,
Valgeröur Anna Jónaadóttir, Eliaa Hergeiraaon,
Þorvaldur Jónaaaon, Margrát Ármannadóttir,
Ragnheiöur Jónaadóttir, Gunnar Ólafaaon,
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar,
móöur, tengdamóöur og ömmu
STEFANÍU MARTEINSDÓTTUR
Árgilaatööum,
Arngrimur Jónaaon, Jón Arngrímaaon,
Guórún Arngrímsdóttir, Benjamfn Jóhanneaaon,
Ágústa Arngrimedóttir, Sæmundur Óakaraaon,
Martha Arngrimadóttir, Svavar Frióleifeaon,
og barnabörn.