Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 13
IÐJA vill
takmarka
innflutn-
ing iðn-
aðarvara
Blaðinu hefur borist svohljóð-
andi fréttatilkynning frá Iðju á
Akureyrii
Á stjórnarfundi í Iðju, félagi
verksmiðjufólks á Akureyri, hald-
inn 14. júlí 1978 voru teknir fyrir
til umræðu þeir erfiðleikar, sem
steöja nú að hvers konar iðnaðar-
framleiðslu í landinu, vegna hins
gegndarlausa innflutnings erlends
iðnvarnings og hinnar ört vaxandi
innanlands verðbólgu, sem er nú
að tröllríða öllum atvinnurekstri
og afkomu almennings.
Stjórn Iðju lítur svo á, að brýna
nauðsyn beri til, með tilliti til
atvinnuöryggis iðnverkafólks, að
takmarka svo sem frekast má
innflutning iðnaðarvara, sem
fluttur er inn í landið í samkeppni
við íslenskan iðnað, sérstaklega
ber að hafa í huga að banna eða
draga verulega úr innflutningi
skófatnaðar, vinnufatnaðar og
hlífðarfatnaðar, sem íslenskur
iðnaður getur framleitt og stenst
samanburð um verð og gæði.
Stjórnin bendir einnig á, að á s.l.
10 til 20 árum hafa orðið stórkost-
legar framfarir í vélabúnaði iðn-
aðarins, húsakosti hans og tækni-
menntun, allt byggt á því grund-
vallarsjónarmiði að geta séð
landsmönnum fyrir nauðsynjum í
þessu efni og spara gjaldeyri og
auka atvinnumöguleika í landinu.
Það er því hörmulegt til þess að
vita að íslensk stjórnvöld skuli af
ráðnum hug leyfa ótakmarkaðan
innflutning á iðnaðarvörum og
skapa með því rekstrarerfiðleika
og í sumum tilfellum algera lömun
iðnaðarins, sem haft hefur í för
með sér, að hundruðum iðnverka-
manna hefur verið sagt upp
störfum og óvissan er framundan.
Stjórn Iðju skorar því á stjórn-
völd að taka hér upp nýja stefnu,
sem marki þau sjónarmið að efla
íslenskan iðnað, veita honum þá
aðstöðu og vaxtarmöguleika að
landsmenn allir geti sem best búið
að sínu nú og í framtíðinni.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978
13
THE OBSEKVER THE OBSERVER tSOt THE OBSERVER THE OBSERVER iStít THE O
Hópur skæruliða í auðnum Eritreu. Myndin er tekin á síðasta ári.
„Við yfirgáfum þorpið okkar í
maí 1976 og tókum aðeins það
sem við gátum borið með okkur.
Ég var bóndi með lítið bú. Við
gengum í 12 stundir í senn um
nætur að mestu því við óttuð-
umst hermenn Eþíópíu. Að
lokum náðum við fylkingu okkar
manna, sem stungu okkur á
vagn sem ók okkur hingað.“
Aðspurður um hvort hann
óttaðist að býli hans stæði ekki
enn á sínum stað svaraði hann
því neitandi. „Móðir mín og
bróðir urðu eftir í þorpinu, ég
yfirgaf það vegna barnanna
minna.“
Þetta kvöld hélt Said-fjöl-
skyldan heim á leið í troðfullum
vagni af fólki og hafurtaski. í
tvær nætur var ferðinni haldið
áfram, sofið á daginn og ekið um
nætur á afar slæmum vegum,
þar til bænum Keren var náð
sem er undir yfirráðum skæru-
liða. Keren er stærsti og falleg-
asti bærinn undir stjórn skæru-
liða en þeir náðu þar yfirráðum
fyrir 12 mánuðum. í borginni er
nú rafmagn, hreint vatn í þróm
og þar er einnig að finna
kaffihús, verzlanir o.fl. Borginni
er stjórnað af fimm hópum sem
kallast Æskusamtökin, Samtök
Vonarglæta í landi
örvæntingarinnar
Þegar rökkva tók um kvöldið
voru Mohammed Said og kona
hans Amena, sem hafði stóran
hring í nefinu, reiðubúin til
brottfarar með eigur sínar.
Eigurnar voru allar í einni
ferðatösku, nokkrum tágakörf-
um og þremur pappapokum.
Börn þeirra eru fjögur, Saleha,
10 ára, Mohammed Sahel, 7 ára,
Fatima, 3 ára, og Nagat, sjö
mánaða gamall.
Fjölskyldan var á leið heim til
héraðs síns í nágrenni við
Massawa, eftir tveggja ára dvöl
í geysistórum flóttamannabúð-
um í Debat í Norður-Eritreu.
„Við erum tilbúin og höfum
verið nokkurn tíma.
Við verðum aðeins að bíða
eftir vagninum, sem gæti komið
í kvöld, annað kvöld eða síðar.
Guð einn veit það,“ sagði
Mohammed, höfuð fjölskyldunn-
ar.
I flóttamannabúðunum í Deb-
at eru 13.000 manns, sumir láta
sér þar nægja skjól um nætur af
tjöldum sem breidd eru á milli
trjáa og runna. Þessi hópur er
aðeins lítið brot af þeim milljón
mönnum sem neyðst hafa til að
flýja heimili sín í stríðshörm-
ungunum í landinu s.l. 17 ár.
Fólkið hefur flúið frá öllum
héruðum Eritreu, bæði kristnir
og múhameðstrúar, hálendingar
og lálendingar, hirðingjar og
fólk úr borgum. Ef nokkur
stofnun hefur getað dregið úr
stéttaskiptingunni, sem áður
ríkti í landinu, þá eru það
flóttamannabúðirnar í Debat.
Heimili fjölskyldu Mohamm-
ed Said er í múhameðstrúar-
þorpinu 5 km frá Rauða hafinu.
„Áður en bardagarnir byrjuðu
bjuggu þar um 4 þúsund manns,
nú er þar aðeins helmingur af
þeirri tölu. Nokkrir hafa flutzt
til Súdans, þeir heppnu hafa
fengið vinnu í Saudi-Arabíu, en
flestir eru í búðum eins og
þessum," sagði Mohammed með
tilheyrandi handahreyfingum.
kvenna, Samtök verkalýðsins,
Samtök bænda og Samtök borg-
ara. Þar er fyrir „lögregla
alþýðunnar" og „alþýðudómstól-
ar“.
Enn hélt Said-fjölskyldan
áfram ferð sinni og eftir nokkra
daga náði hún til síns heima-
þorps, Makero. Þð virtist hálf-
tómt og ég spurði hvort það væri
, mikið breytt eftir „frelsun"
skæruliðanna? „Nei, ekki enn.
Það verður ekki fyrr en þegar
fólkið fer aftur að streyma að,
að við munum sjá breytingar til
hins betra.“
Richard Trench.
Makero. Eritreu 11. júlí.
ítalskar ferðatöskur
Vorum aö fá sendingu af
sérlega vönduðum ítölskum
feröatöskum á ótrúlega góöu
6.760-
8.560-
ö.obO -
SENDUM í PÓSTKRÖFU
rn
10.900-
12.160-
Hallarmúla 2 — Hafnarstræti 18 — Laugavegi 84.