Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978
H.S.I. SKULDAR
17 MILLJÓNIR KR.
EINS og skýrt hefur verið frá á Handknattleikssamhand íslands nú við verulega
fjárhagsörðugleika að etja. Munu skuldir sambandsins nema um 17 milljónum
króna samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað. Þó að hin jmsu
sérsambönd innan ÍSI eigi við svipuð vandamál að etja mun skuldabaggi HSI vera
langmestur. Hefur stjórn HSÍ átt sérstakan fund með forráðamönnum ISÍ um Jiað
hvernig hægt verði að leysa þetta vandamál. Ekki alls fyrir löngu þurfti ÍSI að
hlaupa undir bagga og greiða skuld að upphæð um 2 milljónir hjá Flugleiðum
sem HSI sá sér ekki fært að greiða.
Kostnaður við undirbúninK
íslenska landsliðsins fyrir HM
keppnina í Danmörku fyrr á
þessu ári var mikill, og mun
hann vera ein aðalástæðan fyrir
þessum miklu skuldum. Aldrei
fyrr hefur jafn miklum fjár-
munum verið varið í slíkan
undirbúninfí, þótt svo að upp-
skeran hafi verið rýr.
Fjáröflun sambandsins hefur
ííenffið frekar illa á síðasta
starfsári, o}í því miður fer allt
of mikill tími stjórnarmanna í
að afla peninKa í rekstur sam-
bandsins.
HSI mun þurfa á miklum
tekjum að halda næsta starfsár.
Kostnaður vegna ferða landsliða
er alltaf að aukast. Ráðinn
hefur verið þjálfari í fullt starf
og mun hann einnig annast
útbreiðslustarf á vegum sam-
bandsins. Laun hans munu
verða 335 þúsund krónur á
mánuði og - þá á sambandið
sjálfsagt eftir að ráða sér
framkvæmdastjóra á launum.
Kjartan Örn Steinbach sem
gegnt hefur því starfi, hefur
látið af störfum.
Ekki bólar neitt á ráðstefnu
þeirri sem stjórn sambandsins
hugðist efna til um landsliðs-
málin. Stóð til að kryfja til
mergjar skýrslu sem landsliðs-
nefnd undir forystu Birgis
Björnssonar átti að skila af sér.
Skýrslan mun vera ókomin
ennþá, aðeins örfá blöð bárust
frá nefndinni um æfingar o.fl.
hluti sem allir vissu um. Virðist
óljóst hvort landsliðsnefndin
undir forystu Birgis Björnsson-
ar skili einhverju af viti frá sér.
Þó hefði verið full þörf að ræða
hvernig staðið var að þessum
málum þar sem hrakfarir lands-
liðsins í HM keppninni undir
stjórn nefndarinnar voru með
eindæmum, og skuldinni um of
skellt á pólska þjálfarann Janus
Cervinski.
A fundinum sem stjórn HSÍ
hélt með stjórn ÍSÍ, lagði HSÍ
fram fjáröflunarleiðir, og leggur
sambandið traust sitt á að þing
IHF, alþjóðaþingið sem haldið
verður hér í haust, færi því
tekjur til að létta pessum miklu
skuldum af sambandinu.
- þr.
• Þátttakan í Ileimsmeistarakeppninni varð HSÍ ákaflega dýr en
uppskeran heldur rýr. Myndin cr írá leik íslendinga og Dana í
keppninni. Linar Magnússon á hér skot að danska markinu.
Viðar
semur
NÚ HEFUR verið frá því gengið,
að Viðar Símonarson mun þjálfa
Stjörnuna í Garðabæ á komandi
keppnistímabili. Óvíst er þó hvort
hann muni einnig leika með liðinu.
Stjörnumenn eru þegar farnir að
æfa af kappi undir umsjá Viðars
og ætla þeir sér nú stærri hluti en
sl. vetur en þá vantaði herslumun-
inn að liðið kæmist í fyrstu deild.
„Veldi Vals og Akraness
ekki ógnað næstu árin"
— segir Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari, í samtali við MbL
— Eftir Þeim leikjum að dæma, sem ég hef séð í sumar, eru Valur og
Akranes í algjörum sérflokki og ég get ekki séð að önnur íslenzk lið ógni
veldi peirra næstu árín, sagði Tony Knapp fyrrum landsliðspjálfari í samtali
við Morgunblaðiö, en Knapp er nýlega farinn til Noregs eftir að hafa dvalið
hér í fríi í hálfan mánuð. Undir lok heimsóknarinnar átti Mbl. samtal viö
Knapp, sem hér birtist.
— Ég sá Val leika gegn Fram og
hreifst mjög af leik liðsins, sagði
Knapp. Það er enginn vafi að
Valsliðið er mun betra en það var í
fyrra, þaö er miklu meira öryggi yfir
liðinu en þá. Ég tel engan vafa leika
á því að nýi þjálfarinn Nemes eigi
þarna stærsta þáttinn. Þeir þjálfarar,
sem hafa verið með Val og Akranes
á undanförnum árum eru mjög góðir
en það hefði verið fróðlegt að sjá þá
fást við lakari lið t.d. eins og Víking.
Þjálfarinn nær aöeins þeim árangri,
sem hægt er að ná með þeim
mannskap, sem fyrir er.
Jón næsti atvinnu-
maður okkar?
— Eru einhverjir sérstakir leik-
menn, sem þú hefur hrifist af?
— Já, það eru einkum þrír leik-
menn, sem ég hreifst af í þeim
leikjum sem ég sá og á ég þá við nýja
leikmenn en ekki þá „gömlu“ sem ég
þekki frá fyrri árum og vissi aö voru
góðir. Þessir nýju leikmenn eru Jón
Einarsson í Val og Víkingarnir Arnór
Guðjohnsen og Lárus Guðmunds-
son. Arnór og I árus eru á fyrsta ári
í meistaraflokki og ákaflega efnilegir
en ég man eftir Jóni frá í fyrra og
hann hefur tekið alveg ótrúlegum
framförum. Það hlýtur að vera
Nemes að þakka. Ég hef trú á því að
Jón verði atvinnumaöur í framtíðinni,
hann hefur allt til að bera til þess að
verða mjög góður knattspyrnumaö-
ur. Ef ég væri ennþá landsliösþjálfari
myndi ég hiklaust hafa hann í
landsliöinu og ég teldi kjörið að láta
hann leika fyrsta leikinn sinn gegn
Bandaríkjamönnum seinna í sumar.
— Ef víð snúum okkur að öðru,
Tony. Þær yfirlýsingar þínar hafa
vakið athygli að þú hefðir áhuga á
íslenzkum knattspyrnumönnum í liö
þitt Víking í Noregi. Hefurðu talað viö
leikmenn í þessari ferð?
— Ummæli mín hafa veriö misskil-
in og rangtúlkuö. Tilgangur ferðar-
innar hingað var sá einn aö eyða
fríinu mínu hér á íslandi, því ég kann
svo vel við mig hér. Ég þarf ekki að
líta á neina leikmenn eða tala við
neinn leikmann því að ég þekki svo
vel þá leikmenn, sem ég hef áhuga
á, að ég þarf ekki að gera mér
sérstaka ferö hingaö til þess aö sjá
þá. Hitt er ekkert launungarmál að ég
hefði mikinn áhuga á því að fá tvo
tiltekna menn í liöiö mitt í Noregi,
menn sem ég þekki vel úr íslenzka
landsliöinu. Ég hef hitt annan þeirra
að máli og nefnt þetta við hann en
hinn hef ég ekki talaö viö einfaldlega
vegna þess að ég hef ekki áhuga að
fá þá fyrr en næsta sumar. Ég tel að
þessir menn geti gert það gott í
Noregi og ég vona að þeir vilji prófa
að leika þar næsta sumar. Nöfn
þessara tveggja manna vil ég ekki
nefna, tel þaö ekki rétt þeirra vegna
og félaga þeirra.
Víkingi gengió vel
— Hvernig hefur gengiö síðan þú
tókst við Viking í Stafangri?
— Þetta hefur gengiö mun betur
en allir áttu von á og þar á meðal ég.
Víkingur var fjögur ár í röð meistari
á árunum 1972—’75 en í fyrra dalaði
liðið mikið og var þá í fallhættu.
Forráðamenn félagsins vildu skapa
festu í liöinu og þeir buðu mér
samning til tveggja ára og það var
mér mikill heiöur. Ég skrifaöi undir og
þetta hefur allt saman gengiö mjög
vel. Við erum nú í 3. sæti þegar mótið
er hálfnað með 15 stig eða 6 stig
meira en í fyrra. Liðið hefur spilað 32
leiki í vor, deildarleiki og æfingaleiki,
og skorað 91 mark gegn 23, sem er
mjög góður árangur. Seinni hluti
mótsins byrjar 31. júlí og ef við
höldum 3. sætinu verð ég mjög
ánægður. Ég hef hagaö æfingunum
hjá liöinu alveg eins og æfingunum
hjá íslenzka landsliöinu og ég læt þaö
leika sömu leikaðferðir, þær gáfust
mér svo vel.
Tók ísland fram-
yfir sólarlönd
— Þú heldur sambandinu við
ísland þótt þú sért hættur aö starfa
hér?
— Já, mér finnst ég bundinn
• Tony Knapp.
einhverjum böndum við þetta land
eftir þau ár, sem ég starfaði hér. Ég
hefði auðvitað getað eytt fríinu mínu
í sólarlandi en ég kaus ísland þótt
veðrið væri ekki eins tryggt. Þegar ég
kom til Keflavíkur á dögunum fann ég
strax þetta hlýja viðmót, sem ég hef
orðið svo oft var við hjá íslendingum.
Fólk kinkaöi kolli til mín eins og það
þekkti mig, flugfólkið og fólkið sem
ég mætti í Fríhöfninni. Ég hef alltaf
haft það á tilfinningunni að íslending-
ar hafi kunnaö að meta þann árangur
sem ég og strákarnir í landsliðinu
náðum og hvaö við gerðum fyrir
íslenzka knattspyrnu þau 4 ár, sem
ég var hér. Það er ákaflega gaman
að finna þessar hlýju tilfinningar og
þaö þakklæti, sem streymir írá
fólkinu og þetta gerir það þess virði
aö hafa staöiö í þessu öllu, þó launin
hafi kannski ekki verið svo ýkjahá. Ég
vissi t.d. um tvo þjálfara, sem höfðu
hærri laun en ég. En ég er þakklátur
strákunum í landsliðinu og KSÍ fyrir
að gefa mér þetta tækifæri og
árangur liðsins hefur gert nafn mitt
þekkt í Evrópu og hans vegna hef ég
fengið ótal tilboð um þjálfarastörf. Ég
vil aö lokum biöja um kveðjur til allra
vina minna á íslandi.
— SS.
HM
/eU.GtLj£Mö'|kJev‘\^ Ekxi ÍÍTL-E.VN4T ct>’F<A’Sr-f
AjkXJCA '350, Oír v/lLOA ' CtETU ‘S'íIVÓA,
SEk4 VH(=f=,jU-
Afe ölA
EWöuefvioj
ÓT
WEMBLSV )3bé>-
' tV-V/LL-WK1'T