Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 29
\ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 29 félk í fréttum SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Svo mikið or hatrið or illskan í hoiminum. að óg or á stundum að því kominn að tjefast upp. Ilvors virði or þetta líf? Ilvað or til ráða? Ég er yður sammála um, að þetta eru erfiðir tímar. Annað hvort gera þeir útaf við okkur eða verða okkur hvatning til dáða. En lærisveinar Jesú urðu líka að berjast. Hins vegar trúðu þeir á krossfestan og upprisinn Krist, og þess vegna breyttu þeir rás sögunnar. Horace Traubel éag&i elnu sinni: „Hvað á ég að taka t.it bragös á slíkum tímum? Ég get sagt skoðun mína, þegar aðrir þegja. Ég get hugsað um fólk, þegar aðrir hugsa um fé. Ég get haldið áfram að vinna, þegar aðrir hafa hætt að leika sér. Ég get sagt kærleikur, þegar aðrir segja hatur. Hvað get ég gert? Ég get gefið mig Guði á vald, þegar aðrir gæta þess, að skapari þeirra eignist ekki vesælar sálir þeirra“. Nú á ekki við að beygja sig undir vald hins illa. Nei, nú ber okkur að endurnýja heit okkar við Guð og ganga honum heilshugar á hönd. Þetta gæti orðið óskastund kristninnar. Myrkrið er alltaf mest rétt fyrir dögun. Ef við horfum til hans, sem er „ljós heimsins", gæti ljós hans, sem endurspeglast í okkur, rekið myrkrið á flótta. Minnizt þess, að hann sagði: „Þér eruð ljós heimsins". SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fjölskyldu- Ijósmyndir AJSnjR5TR€TI 6 3’MI 12644 Tísku- sýning ★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30. Sýningin er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðnaðar og Hótels Loftleiða. Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar gerðir fatnaðar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. ★ Verið velkomin. HÚTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Kynnti tœkja- húnað lögreglu Nei, þetta er ekki James Bond á leið til einhverrar dularfullrar eyjar til að berjast við „Manninn með öskubakkann". Þetta er Chris Mathews, enskur lög- regluþjónn á sýningu, sem haldin var í Lincoln í Englandi í þeim tilgangi að kynna tækjabúnað lögregl- unnar, allt frá fyrstu tíð til þess sem koma skal. Hver veit, ef til vill mun íslenska lögreglan svífa í svona apparötum yfir Hallæris- planinu árið 1990. Joan Kennedy alkóhól- isti Joan Kennedy, kona Edwards Kennedy öl- dungadeildarmann hefur nýlega lýst því yfir að hún sé alkóhól- isti. Þó segist hún ekki hafa smakkað áfengi í heilt ár. Myndin var tekin er Joan var við minningarathöfn í Kapellu Areington kirkjugarðsins í Washington. + Richard Nixon fyrrum Bandaríkjaforseti virðist vera að fá uppreisn æru, ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. Ekki er nóg með að fólk hylli hann og hann haldi ræður heldur hafa stuðningsmenn hans og aðdáendur keypt hús það, er hann ólst upp í- Húsið var byggt 1912, af föður Nixons. Þetta kemur sér aftur á móti ekki vel fyrir núverandi leigjendur hússins, sem hafa fengið tvo mánuði til að hypja sig á brott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.