Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 Endurskoðuð áætlun ríkisútgjalda; Sjúkratryggingar hækka um 4,8 milljarða og laun um rúma 2 milljarða króna Horfur í ríkis- fjármálum 1978 Ilér fer á eftir í heild greinar- KerO sú um stjjðu ríkisfjármála sem Matthías A. Mathiesen fjár- málaráðhcrra kynnti á fundi með fréttamönnum í gær. Frá því að áætlun var síðast fíerð um ríkisfjármálin í lok marzmánaðar eftir efnahagsað- gerðirnar í febrúar sl., hafa forsendur varðandi þau breytzt i veigamiklum atriðum. I fyrsta lagi kom þar til áhrif bráðabirgðalag- anna um vísitölubætur á laun og áhrif á tryggingaútgjöld ríkissjóðs og fleiri gjaldaliði auk tekjuliða áætlunarinnar, í öðru lagi hafa komið fram betri upplýsingar en áður og tekið tillit til niðurstöðu ríkisfjármálanna á fyrra árshelm- ingi skv. gögnum ríkisbókhalds og í þriðja lagi er verðlag almennt hærra en reiknað var með í marzáætlun. Meginniðurstöður þessarar endurskoðunar á horfum í fjár- málum ríkisins á yfirstandandi ári sbr. fylgiskjal 1 eru þær að gjöldin verði samtals 151.354 m.kr. á árinu, eða 12.881 m. kr. hærri en í fjárlögum, þ.e. 9,3%. Tekjur eru nú áætlaðar samtals 150.596 m. kr., sem er 11.100 m.kr. hækkun frá fjárlögum, eða 8%. Á lána- reikningum, að meðtöldum við- skiptareikningum, en að frátöld- um afborgunum lána í Seðla- bankanum, er gert ráð fyrir að nettóinnstreymi nemi 3.916 m. kr. Niðurstaðan leiðir þannig til 3.158 m. kr. greiðsluafgangs, sem gengi til lækkunar skulda ríkissjóðs við Seðlabankann en í fjárlögum er gert ráð fyrir, að þessar afborgan- ir nemi 3.245 m.kr. Gjaldahlið Á meðfylgjandi fylgiskjali 2 um gjaldaáætlun 1978 eru sýndar breytingar útgjalda, skipt á teg- undir, sem áætlað er að verða muni frá afgreiðslu fjárlaga. Skal í því sem hér fer á eftir gerð grein fyrir helztu atriðum þessara breytinga, en samtals er talið að gjaldahlið fjárlaganna muni hækka um 12.881 m.kr. á árinu og verða samtals 151.354 m.kr. sem er 9.3% aukning. Laun. Efnahagsaðgerðirnar í febrúar fólu m.a. í sér takmörkun á verðbótum á laun, og miðað við áætlun fjárlaga um launahækkan- ir á árinu hefðu þær þýtt um 410 m.kr. lækkun á launakostnaöi. Á hinn bóginn er áætlað, að bráða- birgðalögin frá júní ásamt meiri verðlagshækkunum en áður var reiknað með, muni leiða til um 1.500 m.kr. hækkunnar á launa- kostnaði á árinu. Þar við bætist líkleg vanáætlun í fjárlögum á launakostnaði á ríkisspítölum og hjá sýslumannsembættum að fjár- hæð samtals 960 m.kr. Heildar- hækkun launakostnaðar sam- kvæmt þessu er því 2.050 m.kr. Önnur rekstrargjöld. Vegna gengisfellingarinnar í febrúar og almennra verðlagshækkanna um- fram fjárlagaforsendur er þessi gjaldaliður áætlaður 425 m.kr. hærri en í fjárlögum. Viðhald. Þessi liður er nú áætlaður 60 m.kr. hærri en í fjárlögum af völdum gengisbreyt- ingarinnar í febrúar. Vextir. Eftir uppgjör síðasta árs kom í ljós, að vextir voru nokkuð vanáætlaðir í fjárlögum, og var að nokkru tekið tillit til þess við efnahagsaðgerðirnar í febrúar. Útkoma fyrri hluta árs gefur til kynna, að yfirdráttarvextir verði enn meiri en síðasta áætlun gerði ráð fyrir, þannig að við fjárlaga- töluna þurfi að bæta 1.595 m. kr. Almannatryggingar. Gert var ráð fyrir að efnahagsráðstafanirn- ar í febrúar lækkuðu útgjöld vegna lífeyristrygginga um 170 m.kr., en á móti kom sérstök hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbót að fjárhæð 80 m.kr. Þá er áætlað, að hækkanir, er taka mið af bráðabirgðalögunum í júní, leiði til 1.100 m.kr. útgjaldaauka um- fram fjárlagaáætlun. Þannig verð- ur nettóhækkun lífeyristrygging- anna 1.010 m.kr. út árið. Sjúkra- tryggingarkostnaður er áætlaður samtals 3.885 m.kr. hærri en í fjárlögum, þar af 1.935 m.kr. vegna daggjaldahækkana (að með- töldum halla frá fyrra ári), 650 m.kr. vegna lyfja- og sérfræði- kostnaðar og 1.300 m.kr. vegna annarra liða sjúkratrygginganna, sem fram kom við sérstaka rannsókn á útgjöldum sjúkrasam- laganna. Samtals er útgjaldaauki ríkissjóðs vegna almannatrygg- inga þannig áætlaður 4.895 m.kr. á fjárlögum. Niðurgreiðslur. Efnahagsráðstafanirnar í febrúar og fleiri ákvarðanir gerðu ráð fyrir 1.420 m.kr. aukningu niður- greiðslna á árinu. Er hér einkum um að ræða niðurgreiðslu á kjötvörum, smjöri og ull. Vegna þess að mun meira hefur verið selt af smjöri á sérstakri niðurgreiðslu en áætlað var, er nú gert ráð fyrir að enn bætist við 202 m.kr., þannig að niðurgreiðslur verði 1.622 m.kr., hærri en í fjárlögum. Útflutningsbætur. Vegna upp- gjörs frá fyrra ári nemur sérstök greiðsla 460 m.kr., sem er umfram fjárlagaáætlun. Aðrir rekstrarliðir og tilfærsl- ur. Útgjöld í þessum flokki eru talin munu fara 1.007 m.kr. fram úr áætlun m.a. vegna gengisfell- ingarinnar i febrúar og sérstakra umframgreiðslna af völdum verð- lagshækkana svo og ráðstöfunar á hluta jöfnunargjalds iðnaðarins. Framkvæmdaframlög. Þessi framlög eru nú áætluð 767 m.kr. hærri en í fjárlögum. Er þá ekki gert ráð fyrir, að hækkun markaðra tekjustofna umfram fjárlagaáætlun komi ekki til útgreislu á árinu 1978. Tekjuhlið Tekjuáætlun fjárlagá 1978 hefur nú verið endurskoðuð af Þjóðhags- stofnun og fer hér á eftir greinar- gerð stofnunarinnar um breytta tekjuáætlun, sbr. fylgiskjal 3. Áætlunin er byggð á grundvelli talna um innheimtar tekjur ríkis- sjóðs til júniloka og nýrra áætlana um þjóðarframleiðslu, þjóðarút- gjöld og innflutning í ár. Einnig liggja fyrir niðurstöður tekju- og eignaskattsálagningar í fjórum skattumdæmum, þar á meðal Reykjavík. Ileildartekjur rfkissjóðs eru nú taldar verða um 150,6 milljarðar króna, um 11,1 milljarði umfram fjárlög eða 8,0%. Söluskattur og gjöld af innflutningi valda hér mestu, en einnig verður tekju- skattur einstaklinga meiri en reiknað var með í fjárlögum auk þess sem hækkun á áfengis- og tóbaksverði skilar auknum tekj- um. Eignaskattar verða sennilega minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum, eða tæplega 1.900 m. kr. samanborið við rúmlega 2.000 m. kr. í fjárlögum. Álagður eigna- skattur einstaklinga og félaga verður minni en þar var reiknað með. Athugasemd frá Kristleifí Jónssyni bankastjóra Síðari hluta ársins 1976 voru Guðbjartur heitinn Pálsson og Karl Guðmundsson handteknir í Vogum á Reykjanesi og gefið að sök, að vera með smyglað áfengi í fórum sínum. Þessi varningur var í tösku í farangursgeymslu bifreiðar þeirra. Framburður hinna handteknu var á þá leið, að töskuna ættu tvær stúlkur, sem verið hefðu farþegar í bifreiðinni og óskað hefðu eftir að láta aka sér til Voga. Stúlkurnar hefðu hinsvegar skyndilega horfið þegar þangað var komið. Þrátt fyrir framburð hinna handteknu dæmdi fulltrúi bæjarfógeta þá tafarlaust í gæsluvarðhald. Rannsókn var hafin í máli þeirra félaga og skyndilega er Kristján Péturs- son, tollþjónn á Keflavíkurflug- velli, orðinn þátttakandi i rann- sókninni. Gerði hann ásamt Hauki Guðmundssyni húsleit á heimili Guðbjarts Pálssonar. Hirtu þeir þar ýmis plögg Guðbjarts og höfðu með sér til Keflavíkur. Síðan kom í ljós eins og alkunna er, að allar þessar aðgeröir voru vandlega undir- búnar og voru raunar hluti af vægast sagt Ijótum leik. Haukur Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumaður, hafði fengið stúlkurnar tvær til að koma fyrir smygluðu áfengi og bjór- kassa í bifreið Guðbjarts og beið hann síðan reiðubúinn til hand- tökunnar í Vogum. Lögreglu- maðurinn ætlaði að slá sig til riddara og áætlunin virtist ætla að heppnast en svo fór, að upp komust svik um síðir og Haukur Guðmundsson hefir orðið að játa afbrot sitt. Slíkar aðfarir munu, sem betur fer, vera einsdæmi í íslenzkri réttarfarssögu og hafa þær vakið viðbjóð alls heiðar- legs fólks. Það er ærið og íullkomið siðleysi að bera sakir á saklaust fólk þó að „sönnunar- gögnin" séu ekki líka búin til. Skömmu eftir handtökuna fara að birtast í Morgunblaðinu greinar eftir Kristján Pétursson um fjármál Guðbjarts heitins Pálssonar og viðskipti hans við Samvinnubankann á árunum 1962 til 1965. Telur hann sig hafa í höndum óyggjandi gögn til sönnunar skrifum sínum. Þessar greinar Kristjáns samanstóðu þó mest af ósann- indum. Guðbjartur Pálsson, sem þá var á lífi, svaraði greinum Kristjáns og yfirlýsing frá bankaráði Sam vinnubankans um hið rétta í málinu var birt. Síðan gerist það, að í sumar fara að birtast greinar eftir Halldór Halldórsson í Dagblað- inu um sama efni og virðast þær vera beint framhald af greinum Kristjáns Péturssonar enda mjög í sama stíl. Eins og Kristján Pétursson telur hann sig hafa í höndum óyggjandi upplýsingar. Ekki er þess þó látið getið hvaðan þær eru komnar eða hvernig þær eru fengnar. I greinum Halidórs ægir sainan rógi, ósannindum og margskonar aðdróttunum og munu sjaldan hafa sést á prenti stóryrtari ásakanir. Blekkingar hans eru með eindæmum. Hann leggur saman óskylda hluti og margfaldar og fær út hinar ótrúlegustu upphæðir. í greinar- gerð frá bankaráði, sem birt var í blöðunum nýlega, var sýnt fram á hvernig hann hagar vinnubrögðum sínum þar sem hann meðal annars leggur sam- an framlengingarvíxla og kallar það útlán til Guðbjarts Pálsson- ar og telur sig sanna að útlán til Guöbjarts hafi verið 320 milljónir króna. Sem dæmi um þessi vinnubrögð Halldórs má nefna, að í Dagblaðinu 12. þ.m. segir hann svo: „Þegar ég nefni töluna 320 milljónir var ég ekki að tala um heildarupphæðina, sem hann fékk, heldur vanskil og upphæð þeirra." Þarna er blekkingartalið dæmalaust en venjulegt fólk skilur orðin „upphæð vanskila" þannig, að um sé að ræða ógreidda skuld, sem ætti að vera búið að greiða. í grein í Tímanum 12. þ.m. birtir Halldór skrá yfir víxla sem hann segir að bankaráðið hafi gleymt að nefna. Víxlaskrá sú, sem birt var með yfirlýsingu bankaráðs, náði aðeins yfir víxlaviðskipti Guðbjarts á árinu 1964 og var birt til að sýna vinnubrögð Halldórs þar sem hann leggur saman framleng- ingárvíxla og niðurstaðan er útlán til Guðbjarts Pálssonar. Eins er með þá skrá sem hann birtir með grein sinni 12. þ.m. Allir víxlarnir nema einn, þ.e.a.s. fyrsti víxillinn að upp- hæð kr. 140.000.-, eru fram- leningarvíxlar. Fimm þeir fyrstu eru síðan framlengdir í víxli að upphæö 1.465.000.-, sem áður hefur verið getið um. Tveir síðustu víxlarnir á skrá Hall- dórs eru svo framlenging á þeim víxli. Um þessa víxla segir Halldór Orðrétt: „Hinsvegar minnist bankaráðið ekki á hina átta. Það vill einmitt þennig til að þeir eru ekki framlengingar- víxlar.“ í grein í Dagblaðinu sama dag segir Halldór: „í þriðja lagi verð ég að benda á að mér var lífsins ómögulegt að sjá af afsagnar- gerðum fógeta hvort um var að ræða framlengingarvíxla eða ekki. í augum þess embættis eru allir víxlar nýir víxlar." Þannig er samræmið í málflutningi Halldórs. Það er ekki gerð tilraun til að fara með rétt mál og ef sannleikurinn er sagður er hrópað „haugalygi". í greinargerð bankaráðs í Morgunblaðinu í febrúar 1977 var ekki sagt að skuld Guðbjarts væri 380.000,- í lok ársins 1964, eins og Halldór heldur fram, heldur 1.207.000.-, keyptir víxlar af Guðbjarti.á árinu 1964 voru hinsvegar 380.000.-. Það virðist útilokað að Halldór geti nokk- urn tíma farið með rétt mál. Sama er að segja um fullyrð- ingar Halldórs um það sein hann kallar einkaviðskipti Ein- ars Ágústssonar og Guðbjarts Pálssonar. Þegar bankaráðið upplýsir hið rétta í málinu segir Halldór: „Staðhæfing gegn stað- ÁRÁSIR HALLDÓRS HALLDÓRSSONAR Á SAMVINNUBANKANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.