Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 36
AlKiLÝSINCiASÍMlNN KK:
22480
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978
Frystihús í Eyjum
hætta fiskmóttöku
Rekstrarstaðan vonlaus
FRYSTIIIÚSIN í Vestmannaeyj-
um hætta að taka við fiskafla frá
og mcð n.k. mánudegi 24. júlí
vcgna hinna miklu rekstrarerfið-
leika, sem þau eiga við að etja.
Þeir Vcstmannaeyjabátar, sem
koma inn til löndunar á mánu-
daK. fara því vart út á ný, cn ekki
cr Kert ráð fyrir að allur Eyjaflot-
Sá stóri
í Hvítá
í FYRRADAG veiddist einn
stærsti laxinn, ef ekki staersti
sem veiðzt hefur sunnan jökla
á þessu sumri.
Gerðist þetta austur í Iðu hjá
Hvítá. Var þar með stöngina
sína Ulfar Sveinbjörnsson,
Reykvíkingur. Hann veiddi
þennan dag þar eystra alls 7
laxa. Var sá stóri kominn á
land 15 mín. eftir að hann tók
hjá Úlfari, sem beitti flugu,
sem hann hefur sjálfur búið til.
Við vigtun þegar eftir löndun
reyndist laxinn vera 23ja punda
og mældist 104 sentimetrar á
lengd. — Hinir laxarnir sem
Úlfar veiddi í Iðu í fyrradag
voru flestir 14—16 pund á
þyngd.
inn hafi lokið löndun fyrr en á
miðvikudagskvöld, og þá á
vinnslu í frystihúsunum að vera
lokið fyrir laugardaginn 29. júlí.
Talið er að um 800 manns vinni
við frystihúsin í Vestmannaeyjum
eða séu á hátaflotanum þar og
togurum, en alls eru gerðir út um
60 bátar frá Eyjum um þessar
mundir, auk þriggja togara.
Áður höfðu frystihús á Reykja-
nesskaganum tilkynnt að þau
hadti fiskmóttöku þann 27. júlí
n.k. vegna rekstrarvanda.
Eyjólfur Marteinsson hjá ísfélagi
Vestmannaeyja sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að nú þýddi
ekki lengur að halda áfram, allt
væri að stranda af sjálfu sér.
Einhvern tíma hefði þótt furðu-
legt, að mest skyldi tapið vera á
frystihúsunum, þegar mest bærist
að landi, eins og nú. Rokafli hefði
verið hjá Eyjabátum að undan-
förnu og eins hjá togurunum.
„Stöðvun frystihúsanna segir
strax til sín hér, því að um leið og
þau geta ekki borgað hráefnið, þá
geta útgerðarmenn hvorki borgað
sjómönnum né öðrum skuldunaut-
um, síðan virkar þetta beint á
annað athafnalíf hér,“ sagði
Eyjólfur.
Stefán Runólfsson forstjóri
Vinnslustöðvarinnar sagði að
vegna þeirrar stöðu sem nú væri
komin upp hjá frystihúsunum í
Eyjum væri sjálfhætt. „Hér hang-
ir allt saman á einni keðju og um
leið og einn hlekkurinn brestur,
Framhald á bls. 20
Vinstri stjórnarviðræðumar;
Sala sól-
blóma hefur
aukist um
helming
—en lítil hreyfing
er á smjörinu
VEGNA undanfarandi hækk-
ana á smjöri hefur sú vara lítið
selst í verzlunum í borginni.
Mbl. ræddi við nokkra verzlun-
armenn af þessu tilefni.
í verzluninni Ilerjólfi í Skip-
holti fengust þær upplýsingar,
að síðari hækkunin á smjöri
hefði ekki komið þar á fyrr en
um hádegi f gær og engin
hreyfing síðan verið á sölu þess
þann daginn. Töluvert smjör
hefði selst á milliverðinu, en
sala sólblóma hefði aftur aukist
að mun. Verðið á 250 gr af
Framhald á bls. 20
VIÐRÆÐUNEFNDIR Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks sátu að störf-
um frá þvi' klukkan 10 til 12 og
frá 14 til 16 í gær og var
aðalumræðuefnið efnahagsmál.
Þar kom fram eins og fyrr
töluverður ágreiningur, en aðilar
voru sammála um það eftir
fundinn að um hann væri ekkert
Eyrarbakki:
Starfsfólki Hraðfrystistöðv-
arinnar sagt upp störfum
40 hafa þegar hætt vinnu
Eyrarbakka. 19. júli.
SÍÐASTLIÐINN föstudag var
starfsfólki Hraðfrystistöðvar
Eyrarbakka sagt upp störfum.
Lausráðnu fólki þá þegar og
fastráðnu frá og með 21. júh'. Hjá
llraðfrystistöðinni hafa undan-
farið unnið um 80 manns. Orsök
uppsagnarinnar er, að fyrirsjáan-
legt var að nú þegar yrði ckki
hægt að greiða vinnulaun og
hráefni, auk þess sem tilvist
fyrirtækisins yrði stefnt í hreinar
ógöngur með taprekstri í þeim
mæli, sem nú er við að búa.
Á liðnum vetri voru miklar
lagfæringar gerðar á Hraðfrysti-
stöð Eyrarbakka, sem miðuðu að
því að auka hagkvæmni í rekstri
frystihússins. Jafnframt var tekin
Framhald á bls. 20
að segja efnislega. Hins vegar
sagði Lúðvík Jósepsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, að hugs-
anlega myndu línur skýrast í
dag. Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið hefur munu við-
ræðunefndirnar ætla sér að ræða
varnarmálin í dag og kanna
hvort samkomulagsgrundvöllur
cr í þeim efnum, „það er ekki til
neins að ræða efnahagsmál í 5
daga og svo þegar kemur að
varnarmálunum þá springur
allt,“ sagði einn þeirra, sem
Morgunblaðið ræddi við í gær.
Viðræðunum verður fram haldið
klukkan 09 í dag.
Fundirnir í gær snerust aðallega
um efnahagsmál og voru menn
sammála á fundinum, að afla
þyrfti meiri upplýsinga um þau til
þess að unnt yrði að ganga úr
skugga um, að þær leiðir, sem til
tals hefðu komið væru í raun
Varaforseti ASI hafnaði beiðni
um viðræður við Alþýðiiflokk
án samráðs við miðstjóm ASI
SNORRI Jónsson. varaforseti
Alþýðusambands Islands hefur
hafnað beiðni Benedikts
Gröndals. formanns Alþýðu-
flokksins um samvinnu AI-
þýðuflokks og Alþýðusam-
bands í kjaramálum. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um bar Snorri þessa beiðni
ekki undir miðstjórn Alþýðu-
sambandsins og virðist því
hafa hafnað samvinnu við
Alþýðuflokkinn upp á sitt
eindæmi. Morgunblaðið rcyndi
í gær að ná tali af Snorra
Jónssyni, en hann var ekki í
hænum.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum mun Benedikt
Gröndal hafa rætt við Snorra
Jónsson síðastliðið mánudags-
kvöld og óskað eftir viðræðum
um samvinnu Alþýðuflokks og
Alþýðusambands íslands í
kjaramálum. Snorri tók dræmt
í málið, en neitaði ekki. Enginn
miðstjórnarfundur var boðaður
í Alþýðusambandinu, en á
þriðjudagskvöld hringdi Snorrl í
Benedikt og hafnaði þessum
viðræðum.
Morgunblaðinu er kunnugt
um að á þriðjudag hélt Lúðvík
Jósepsson fund með nokkrum
verkalýðsleiðtogum Alþýðu-
bandalagsins og þar á meðal var
Snorri Jónsson. Fundinn sátu
einnig Eðvarð Sigurðsson og
Guðmundur J. Guðmundsson og
er Morgunblaðinu ekki kunnugt
um fleiri fundarmenn. Morgun-
blaðið hafði í gær tal af
nokkrum miðstjórnarmönnum í
ASÍ og höfðu þeir ekkert heyrt
um beiðni Benedikts, fyrr en
þeir lásu um hana í Ðagblaðinu
í gær.
Furðuðu menn sig á því,
að slík beiðni skyldi ekki borin
undir miðstjórnarfund ASI.
Vamarmálin og fleiri mála-
flokkar á dagskrá í dag
færar. Alþýðubandalagsmenn tala
ýmist um millifærslu- eða niður-
færsluleið. Telja Alþýðuflokks-
menn að ekki sé ljóst, hvort þessar
tvær leiðir séu nægjanlegar til
lausnar efnahagsvandanum. Munu
fléiri gögn um efnahagsmálin
væntanleg næstu daga.
Enn er allt á huldu, hvort
viðræður þessar leiða til stjórnar-
myndunar og er talið að skörp skil
myndist ekki í viðræðunum og
útséð verði um það hvort viðræð-
urnar takast, fyrr en afstaða
Alþýðubandalagsins í varnarmál-
um liggur fyrir með hliðsjón af
þessari stjórnarmyndun. Alþýðu-
flokki verður þar ekki hnikað, að
sögn kunnugra.
Framhald á bls. 20
Tapa 30
þús. kr.
á tonni
„SEM dæmi um hve ástandið er
erfitt hjá okkur, má nefna að við
töpum 30 þús. krónum á hverju
tonni af 1. flokks þorski, sem við
tökum á móti og nú eru í mcsta
lagi tvær vikur þar til við
neyðumst til að stöðva, ef ekkert
verður gert,“ sagði Steindór
Gíslason, framkvæmdastjóri
frystihússins Hólsness h.f. á
Skagaströnd þegar Mbl. ræddi
við hann í gær.
Steindór kvað frystihúsið á
Skagaströnd velta, samkvæmt
áætlun, ca. 850 millj. kr. á þessu
ári. Veltan væri mest yfir sumarið,
ca. 100 millj. kr. á mánuði og
stafaði það af því, að þá bærist
meiri fiskur að en yfir vetrartím-
ann, þar sem smærri bátar væru
nú að veiðum. Sagði Steindór að
meðalvelta á mánuði yfir árið væri
ca. 70 millj. kr. og tapreksturinn
á frystihúsinu væri um 10 millj.
kr. á mánuði.