Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 3 Fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær: Áætlaður greiðsluaf- gangur ríkissjóðs í ár 3,1 milljarður — Gengur til lækkunar á skuld við Seðlabankann MATTHÍAS Mathiesen fjár- málaráðherra hefur lagt fram skýrslu um fjármál ríkissjóðs árið 1978, en í skýrslunni er endurskoðuð áætlun um stöðu ríkissjóðs og horfur í ríkisfjár- málum á árinu. Kemur fram f skýrslunni að áætlaður greiðsluafgangur ríkissjóðs í ár muni nema 3.1 milljarði og á hann að ganga til lækkunar skuldar við Seðlabankann. A fundi mcð fréttamönnum í gær sagði fjármálaráðherra að skýrsla þessi væri gerð til að hægt væri að gera sér grein fyrir hvernig rfkisfjármálum væri háttað og hvernig séð væri fyrir fjármagni samkvæmt þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið um útgjöld. — Ég taldi rétt að gera þessa úttekt, sagði ráðherra, til að þeir sem tækju við stjórn fjármála ríkissjóðs gætu séö hvernig þau standa og gætu myndað sér skoðun um ástandið. I skýrslunni er kafli er fjallar um horfur í ríkisfjármálum og segir þar að frá því áætlun hafi síðast verið gerð um ríkisfjár- málin í lok marzmánuðar eftir efnahagsaðgerðir í febrúar, hafi forsendur varðandi þau breytzt í veigamiklum atriðum. „I fyrsta lagi koma þar til áhrif bráða- birgðalaganna um vísitölubætur á laun og áhrif á tryggingarút- gjöld ríkissjóðs og fleiri gjalda- liði auk tekjuliða áætlunarinn- ar, í öðru lagi hafa komið fram betri upplýsingar en áður og tekið tillit til niðurstöðu ríkis- fjármálanna á fyrra árshelm- ingi skv. gögnum ríkisbókhalds og í þriðja lagi er verðlag almennt hærra en raiknað var með í marzáætlun. Meginniðurstöður þessarar endurskoðunar á horfum í fjár- málum ríkisins á yfirstandandi ári eru þær, að gjöldin verði samtals 151.354 m. kr. á árinu eða 12.881 m.kr. hærri en í fjárlögum, þ.e. 9,3%. Tekjur eru nú áætlaðar samtals 150.596 m.kr. sem er 11.100 m.kr. hækkun frá fjárlögum eða 8,0%. Á lánareikningum að meðtöld- um viðskiptareikningum, en að frátöldum afborgunum lána í Seðlabankanum, er gert ráð fyrir að nettóinnstreymi nemi Fjármálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins kynntu skýrslu um endurskoðun ríkisfjármála fyrir íréttamönnum. Frá vinstrii Ilöskuldur Jónsson. Matthías Mathiesen, Gísli Blöndal og Sigurður Þórðarson. Ljósm. Emih'a. 3.916 m.kr. Niðurstaðan leiðir þannig til 3.158 m.kr. greiðsluaf- gangs, sem gengi til lækkunar skulda ríkissjóðs við Seðlabank- ann en í fjárlögum er gert ráð fyrir að þessar afborganir nemi 3.245 m.kr. Sé litið á einstakar breytingar á fjárlögum á gjaldahliðinni má nefna að áætlað er að launa- kostnaður hækki um 2.050 m.kr. sem er að mestu vegna meiri verðlagshækkana, en áður var reiknað með og vanáætlun í fjárlögum á launakostnaði á ríkisspítölum og hjá sýslu- mannsembættum. Gert er ráö fyrir að almannatryggingar hækki um rúma 4,8 milljarða og munar þar mest um sjúkra- tryggingarkostnað, um 3,8 milljarða. Niðurgreiðslur hækka Framhald á hls. 21 Jón L. Amason náði fyrri hluta alþjóð- legs meistaratitils JÓN L. Árnason náði fyrri hluta alþjóðlegs meistaratitils á alþjóðlega skákmótinu í New York, sem lauk í gær. Jón gerði jafntefli við Bandarikjamann- inn Rind i 11. og síðustu umferðinni í gær og fékk því alls 7 vinninga. Samkvæmt útreikningi skákstjóra þurfti Jón að hljóta 7,04 vinninga til þess að ná árángri alþjóðlegs meistara en vegna þess hve litlu munar verður árangurinn viðurkenndur sem íyrri áfangi titilsins að því tilskyldu að Jón verði vel yfir mörkunum þegar hann nær siðari áfanganum. sem vonandi verður fljótlega. Jón er 17 ára gamall og fjórði íslendingurinn. sem nær þess- um árangri á árinu. Hinir eru Ilelgi Ólafsson, Haukur Angantýsson og Margeir Pétursson. Úrslit annarra skáka íslenzku Framhald á hls. 21 Góð loðnuveiði vest- ur af Kolbeinsey GÓÐ VEIÐI var í fyrrinótt og í gærmorgun vestur af Kolbeinsey og í gærmorgun voru öll skip. sem voru á miðunum. farin til hafnar með afla. en þá voru önnur skip að koma út og var veiðiútlit gott að sögn. Loðnunni var að mestu landað á Bolungarvík og Siglufirði, en tvö skip fóru til Keflavíkur með samtals 1230 lestir. Þar sem loðnan er nú mjög feit taka verksmiðjurnar ekki við miklum afla í einu og ef tíð verður góð næstu daga og veiði einnig, þá má fastlega búast við að loðnuaflinn dreifist á hafnir víða um land. Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að nú væru komnar yfir 7000 lestir af loðnu á land og ekki væri hægt að segja að byrjunin væri slæm. Þeir bátar, sem tilkynntu afla frá því kl. 15 í fyrradag til kl. 14 í gær, eru þessir: Sæbjörg VE 320 lestir, Náttfari ÞH 310, Hrafn GK 380 lestir, Kap 2. VE 320, Guð- mundur RE 430, Skarðsvík SH 400, Skírnir AK 340, Hilmir SU 370, Sigurður RE 650 (þar af voru 200 lestir kolmunni), Gígja RE 630 og Harpa RE 600. á frystikista aö vera! HEjglZI „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í ,,DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Þetta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkennda „Pelyuretan" frauðplast. * í „DERBY“ frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FÁLKIN N ____________________________________________SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.