Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JULÍ 1978
35
urum áfram
ÞRÓTTUR sigraði KR 3-2 í
þóíkenndum baráttuleik á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi,
ok hefur þar með tryggt sér sæti
í fjögurra liða úrslitum í bikar-
keppni KSÍ. Það var Halldór
Arason sem skoraði sigurmarkið
með laglegum skalla á marka-
mínútunni miklu 43. mínútu í
síðari hálfleiknum. Ilafnaði
knötturinn efst í samskeytum
marksins.
Fyrri hálfleikur var ekki vel
leikinn hjá liðunum í gærkveldi,
allar sendingar voru tilviljana-
kenndar og mikið reynt af lang-
spyrnum. Mikil barátta var samt
hjá báðum liðum. Fyrsta mark
leiksins kom á 38. mínútu. Sverrir
Herbertsson sendi knöttinn lag-
lega utan af kantinum á Sigurð
Indriðason sem var óvaldaður við
miðja vítateigslínuna, tók Sigurð-
ur knöttinn laglega niður með
brjóstinu og skaut síðan þrumu-
skoti út við stöng, sem markmaður
Þróttar réði ekki við. Var þetta
ljómandi laglega gert hjá Sigurði.
En Adam var ekki lengi í
paradís. Markamínútan var á
næsta leyti, og hana nýttu Þrótt-
arar sér til hins ýtrasta. Eftir
hornspyrnu frá vinstri myndaðist
þvaga við mark KR-inga, eftir
mikið spark og læti inn við
markteig hrökk knötturinn út
fyrir vítateiginn, þar sem Jóhann
Hreiðarsson var fyrir og var hann
ekki að tvínóna við hlutina, skaut
þrumuskoti og skoraði laglega.
Staðan í leikhléi var því 1—1.
Ekki voru liðnar nema rétt 10
mínútur af síðari hálfleiknum er
Sverrir Herbertsson tók mikla
einleikssyrpu upp miðju vallarins,
og rétt utan vítateigs skaut hann
frekar lausu skoti að því er virtist,
og í netinu hafnaði boltinn. Þetta
skot hefði markmaðurinn átt að
ráða við. Á 70. mínútu leiksins
náðu Þróttarar góðri sókn, Jóhann
Hreiðarsson var að elta knöttinn
rétt utan markteigsins er Magnús
Guðmundsson markvörður KR
hljóp út og brá Jóhanni illa. Valur
Benediktsson dæmdi réttilega
vítaspyrnu. Var þarna um algert
óþarfa brot að ræða hjá Magnúsi.
Páll Ólafsson tók vítaspyrnuna
fyrir Þrótt og skoraði af öryggi.
Nú sóttu liðin ó báða bóga en lítið
var um marktækifæri. Allt útlit
var fyrir að leikurinn yrði fram-
lengdur. En þessi umtalaða
markamínúta lætur ekki að sér
hæða. Á 43. mínútu síðari hálf-
leiksins fengu Þróttarar langt
innkast, knötturinn barst inn í
vítateiginn, KR-ingar náðu að
skalla knöttinn en ekki betur en
svo að hann hrökk fyrir markið, og
Halldór Arason kom á fleygiferð
og skallaði glæsilega í netið. Með
þessu marki innsiglaði Halldór
sigur Þróttar og áframhald í
bikarkeppninni.
- Þr.
Þróttur - KR 3:2
• Stelán Örn Sigurðsson fagnar marki Sverris Herbertssonar.
ENN VINNUR VALURIEYJUM
SIGURGANGA Valsmanna í knatt-
spyrnunni heldur áfram og í gær-
kvöldi bætti liðiö enn einni skraut-
fjöður f hattinn er pað bar sigurorð
af ÍBV í 8 liöa úrslítum og var pó
leikiö í Eyjum. Valur sigraði 2—0 og
stefnir nú aö sigri bæði í deild og
bikar.
Leikurinn í Eyjum í gærkvöldi var
hinn fjörugasti og á köflum mjög vel
leikinn af báöum liöum. Góð knatt-
spyrna, mikið af marktækifærum og
IBV - Valur 0:2
p. •
• Sveinn Skúlason Blikamarkvörður bægir hættunni frá með
tilþrifum miklum. Og hann hélt hreinu. er UBK lagði Fram að velli
í ga'rkvoldi.
Ovæntur
Blikanna
Breiðablik - Fram 2:0
í FYRSTA skipti í sumar fóru
áhangendur Breiðabliks ánægðir
heim af vellinum eftir að peirra
menn höfðu unnið Fram í bikar-
keppninni 2:0 á Fífuhvammsvellin-
um. Þetta var fyrsti sigur Breiða-
bliks á heimavelli í sumar. Þar með
eru Blikarnir komnir í 4-liða úrslitin
í bikarkeppni KSÍ og Þeir eru aðeins
feti frá úrslítunum.
Þaö var blíðuveður í Kópavoginum
í gærkvöldi, glaöasólskin og ekki
hægt að hugsa sér betra knatt-
spyrnuveöur. Það var fjölmennt á
vellinum en áhorfendur fengu ekki að
sjá góða knattspyrnu fyrir aurana, því
miöur. Leikurinn var mjög slakur,
mest þóf á miðjunni og framlínur
beggja liöa voru ákaflega bitlausar.
Segja má aö Breiöablik hafi skoraö
úr þeim tveimur tækifærum, sem
liðið fékk í leiknum. Fyrra markið
kom á 8. mínútu og var það hreint
gjafamark. Segja má aö þessi
sóknarlota hafi verið sú fyrsta, sem
Breiðablik fékk í leiknum og fram að
markinu hafði Fram sótt stöðugt. En
Blikarnir náðu skyndisókn og Gísli
Sigurösson fékk boltann, iék laglega
á vörn Fram og skaut síöan að
markinu. Boltinn fór í bakið á
Sigurbergi Sigsteinssyni og skoppaði
af honum í markiö framhjá Guð-
mundi markveröi, sem var búinn að
henda sér í gagnstætt horn.
Eftir markið sóttu Framararnir
áfram og tvisvar voru þeir nærri því
aö skora en Sveinn Skúlason var
mjög öruggur í marki Breiöabliks og
varði hann allt sem á markið kom,
m.a. erfið skot frá Sigurbergi og Pétri
Ormslev.
Seinni hálfleikurinn var mjög þóf-
kenndur. Sóknarmenn beggja liða
voru ákaflega daufir og þaö var helzt
að sjá á framlínumönnum Fram að
þeir nenntu þessu ekki. Varnirnar
höfðu því yfirhöndina og mörkin
komust sjaldan í hættu. Næst því aö
skora var Rafn Rafnsson, sem átti
lúmskt skot í bláhorn marksins en
Sveinn sá viö honum og varði mjög
vel.
Seinna mark Breiðabliks kom á
lokamínútu leiksins. Jón Orri Guð-
mundsson, sem komiö hafði inn sem
varamaður, lék á fullu í átt að marki
Fram. Þegar hann var kominn inn í
vítateig gaf hann góöa sendingu til
hægri á Hákon Gunnarsson, sem
kom á fullri ferö og negldi boltann í
netið.
Blikarnir léku ekki góöa knatt-
spyrnu aö þessu sinni en þeir
börðust mjög vel, voru miklu ákveðn-
ari í boltann og svo nýttu þeir færin
sín, en þaö skipti auövitaö sköpum.
Vörnin var sterkasti hluti liðsins með
miöveröina Einar og Benedikt sem
beztu menn. Sveinn var einnig mjög
góöur og sömuleiöis áttu þeir góöan
leik Sigurjón Rannversson og Hákon
Gunnarsson.
Framliöiö lék einn sinn léiegasta
leik í sumar. Vörnin var sterk en
miöjan slök, aö undanskildum Ás-
geiri Elíassyni og framlínan gjörsam-
lega bitlaus.
Hákon Gunnarsson, Knútur Krist-
insson og Gústaf Björnsson voru
bókaðir í leiknum. — SS.
glæileg tilþrif markvaröanna. Ekki er
aö efa, aö Valur á nú aö skipa besta
liöinu og þaö þarf miklu meira en
heppni til að ná þeim árangri sem
liöiö hefur náö aö undanförnu.
Valsliöiö er skipaö mjög jafngóöum
leikmönnum og í liðinu er mikill
baráttuvilji og sannkölluö leikgleöi.
Enn einu sinni varð slakur varnar-
leikur Eyjaliöinu aö falli. Bæöi mörk
Vals komu eftir hrikaleg varnarmis-
tök, þar sem öll dekkun í vörninni
rauk út í veður og vind, þegar
sóknarmenn Vals brunuöu upp
völlinn. Fyrra mark Vals kom á 20.
mínútu fyrri hálfleiks, þá brunaöi Jón
Einarsson upp kantinn, gaf fyrir og
þar var Ingi Björn gjörsamlega einn
og óvaldaöur í ákjósanlegu færi og
hann skallaði í horniö niöri, óverjandi
fyrir Ársæl markvörð.
Seinna mark Vals kom aöeins 6
mínútum síðar og enn var þaö Jón
Einarsson sem gaf fyrir, en nú var
það Guðmundur Þorbjörnsson sem
stóö á nákvæmlega sömu torfunni og
Ingi Björn fyrr, hann sneri auðveld-
lega á Friöfinn og skoraöi með föstu
skoti.
Eyjamenn voru nærri því aö
minnka muninn. Tómas Pálsson átti
glæsiskot í þverslá úr aukaspyrnu og
skömmu síðar varöi Siguröur
Haraldsson glæsilega í horn gott skot
Tómasar. Valsmenn skoruöu sitt
þriöja mark, aö því er virtist gott
mark, en línuvörður dæmdi rang-
stööu. Sigurður Haraldsson varði
síöan hreint stórkostlega geysifasta
aukaspyrnu Arnars Óskarssonar.
Valsmenn drógu sig nokkuö aftur
í seinni hálfleik, greinilega ánægöir
með fenginn hlut. Sóttu Eyjamenn
töluvert meira í seinni hálfleik, en
gekk sem fyrr erfiólega aö skapa sér
góö færi, enda komu Valsmenn vel
aftur og voru snöggir aö dekka upp.
Valsmenn notuöu síöan snöggar
stungusendingar fram vöilinn og
geröu þeir Jón Einarsson og Guð-
mundur Þorbjörnsson oft og tíöum
usla í óöruggri vörn ÍBV, en Ársæll
Sveinsson lokaði marki sínu meó
góöri markvörslu. Valsvörnin var
aftur á móti hin öruggasta og
Sigurður Haraldsson kóngur í ríki
sínu í vítateignum.
Lauk leiknum því með sigri Vals,
2—0. Eyjamenn léku á köflum ágætis
knattspyrnu, en varnarleikurinn er
mikill höfuðverkur hjá þeim. Þá hefur
hinum snöggu og leiknu framherjum
liösins gengiö erfiölega aó láta
boltann rata í netamöskvana að
undanförnu. Besti maöur liösins í
gærkvöldi var Sveinn Sveinsson, sem
baröist óhemju vel á miðjunni. Þá átti
Tómas Pálsson góðan leik.
Um Valslióió þarf ekki aö fjölyrða
meira en áður er getið, árangur
liðsins talar sínu máli. Þeirra leið
liggur upp á við og ekkert liða okkar
hefur yfir meira hugmyndaflugi í leik
að ráöa. Besti maður liðsins í
gærkvöldi var tvímælalaust Siguröur
Haraldsson, mjög góöur og traust-
vekjandi markvöröur. Einnig átti Jón
Einarsson ágætan leik. Dómari var
Þorvaröur Björnsson og dæmdi vel.
— hkj.
ÞRENNUR
HJÁ PÉTRI
OG MATTA
LOKSINS kom aó Því að Einherji
tapaði leik og pað gerðist er Þeir
fengu íslandsmeistarana frá
Akranesi í átta liða úrslitum Bikar-
keppninnar. Akurnesingar sigruöu
Einherja með 6—1. Jafnræöi var
meö liöunum tyrsta stundarfjórð-
unginn, en síöan tóku Skagamenn
leikinn í sínar hendur, en allt kom
fyrir ekki, boltinn vildi ekki í netið.
Annað hvort skutu Þeir framhjá eða
yfir, eöa Þá að Sveinn Antoníusson
varöi af stakri snilld, en Þó aldrei
eins og Þegar Matthías Hallgríms-
son skallaði aö marki eftir horn-
spyrnu, en Sveinn fleygði sér niður
eins og köttur og varði meistara-
lega. Einherjar vöröust vel á Þess-
um tíma og áhorfendur voru svo
sannarlega með á nótunum. Það var
svo á síðustu mínútum fyrri hálf-
leiks, að Skagamönnum tókst að
skora, Pétur Pétursson komst einn
inn fyrir og skoraöí af öryggi, 1—0
í hálfleik.
Á 12. mínútu s.h. skoraöi síðan
Pétur örugglega annað mark ÍA eftir
laglega sendingu frá Árna Sveins-
syni. Á 17. mínútu skoraði svo
Matthías af stuttu færi eftir horn-
spyrnu og tveimur mínútum síðar var
Matti aftur á feröinni eftir undirbún-
ing Péturs Péturssonar. Matthías
fullkomnaöi síöan þrennuna á 31.
mínútu, eftir að Skagamenn höfðu
splundraó vörn Einherja mjög
skemmtilega, 5—0. Á 39. mínútu
skoraði síöan Pétur þriöja mark sitt
og sjötta mark ÍA, eftir aö Karl
Þórðarson, sem átti mjög góöan leik,
Framhald á hls. 20
Einherji - ÍA 1:
Gullskalli Hall-
dórs kom Þrótt-