Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 15 V Táknrænt skotmark umhverfisflokkanna> Sorphaugar iðnríkisins og brenglað verðmætaskyn. fellst hann alls ekki á að flokkur frjálsra demókrata sé ekki lengur ljósberi frjálslyndis hvort heldur er í mennta- umhverfismálum eða viðvíkjandi frelsi borgaranna. í stuttu máli virðist hann á þeirri skoðun að stefna flokksins hafi í flestum málum verið rétt, hins vegar hafi ekki tekizt að „skýra hana nægjanlega fyrir kjósend- um“. En úrslit fylkiskosninganna í Hamburg og Niedersachsen benda ekki eingöngu til þess að frjáls- lyndisstefnan þyki hafa þynnst út í meðförum frjálsra demókrata heldur að þeim sem og öðrum flokkum hafi láðst að hlýða á raddir minnihlutahópa. Það hefur komið fram áður að „grænu og marglitu listarnir" eru ekki strangt til tekið pólitisk framboð. Þetta sannast í þvi að í hópi þeirra er jafnt að finna hægrisinna sem vinstrimenn. Ef litið er á hverjir það eru, sem listunum lögðu lið, kemur í ljós að þar kennir margra grasa. Auk málefna, sem áður eru nefnd, ber hæst baráttumenn fyrir auknum lýðréttindum og um- burðalyndi gagnvart minnihluta- hópum og gegn skrifræði og tölvuveldi. Þar fyrir utan má nefna kvennasamtök, hagsmuna- hópa fanga, leigjenda, kynvillinga og iðngreinahópa. Stjórnvísinda- maður einn í Kiel bendir á að raði menn vestur-þýzkum stjórnmála- flokkum á „hægri-vinstri“ mæli- kvarða hljóti „grænu listarnir" að falla í miðið. Það er því greinilegt að hið nýja framboð heggur stærst þar sem frjálslyndir hafa lengst af gumað af að hafa markað sér bás í stjórnmálabaráttunni. Flestir þýzkra kjósenda virðast fagna tilkomu umhverfisflokk- anna nýju. Það kemur fram í fyrrnefndri skoðanakönnun Emn- id-stofnunarinnar að 32 af hundr- aði álíta að hún sé til góðs enda þótt þeir myndu ekki sjálfir greiða þeim atkvæði. 20 af hundraði sögðust e.t.v. mundu greiða þeim atkvæði og fimm af hundraði örugglega. Könnunin var gerð aðeins fáeinum dögum eftir kosn- ingarnar meðal 18 ára og eldri í Niedersachsen og Hamburg. Hún sýnir einnig að 55 af hundraði kærðu sig kollótta þótt frjálsir demókratar fengju engan fulltrúa á þing. 1980. Ein athyglisverðasta niðurstaða skoðanakönnunarinnar sýnir að það eru einkum yngstu kjósend- urnir auk þeirra sem lokið hafa námi, sem nýju flokkunum fylgi og eru jafnframt hinir sömu og flestum mótmælum hreyfa. Leiðir hún meira að segja að því líkur, að hvorki meira né minna en þriðj- ungur kjósenda á aldrinum 18 til 24 myndu greiða umhverfisflokk- unum atkvæði. Er það nokkurn veginn í samræmi við þá stað- reynd að „marglitir" fengu 24 af hundraði atkvæða þessa aldurs- hóps í kosningunum í Hamborg og náðu öðru sæti á eftir jafnaðar- Lambsdorff efnahagsmála- ráðherra er einn þeirra, sem gagnrýnt hafa Genscher fyrir málamiðlunarpólitík. mönnum (42%) á undan kristileg- um demókrötum og frjálslyndum. Skýring á því hvernig frjálslyndir töpuðu fylgi í fylkiskosningurum lýsir greinilega ekki hvers vegna svo fór. Aður hefur verið vakin athygli á misheppnaðri umlosun- arstefnu varakanzlarans, Gens- chers. Spurt er hvernig almenn- ingur í Vestur-Þýzkalandi eigi að geta áttað sig á flokki, sem reynir á ólíkan hátt að vinna málefnum sínum brautargengi í samstjórn með kristilegum demókrötum í fylkjum og héruðum svo sem Hessen, Saarbrúcken og Hannover og með jafnaðarmönnum í ríkis- stjórninni í Bonn? Auk þess, sem. ráðabreytni af þessu tagi ruglar kjósendur í ríminu eru stjórn- málalegar afleiðingar hennar flokknum stórháskalegar. Foryst- an má í engu rasa um ráð fram og verður að gæta þess að slaka til og semja hvar sem ágreinings verður vart gagnvart meðstjórnendunum. Hefur það einmitt verið kjarninn í gagnrýni flokksmanna á Gensch- er að hann komi fram eins og málamiðlanir væru takmark i sjálfu sér. Þótt Genscher sjálfur taki ásökun þessa ekki nærri sér (í „Der Spiegel“:„ ... ekkert fæst algerlega málamiðlunarlaust") verður ekki a'nnað sagt en að hún lýsi stíl hans mæta vel. Sem dæmi má nefna aðstöðu hans er nift- eindasprengjan kom til umræðu og hann gætti þess að samþykkja hvorki né neita að henni yrði komið fyrir í Vestur-Þýzkalandi. Ekki virtist honum heldur ganga vel að ákveða sig er allt ætlaði um koll að keyra vegna hneykslismála í tíð Maihofers innanríkismálaráð- herra úr hans flokki eða þegar velja þurfti eftirmann hans. Árangur umhverfisflokkanna hefur greinilega vakið forystu- menn í öðrum flokkum til vitundar um nauðsyn þess að hlusta á raddir mótmælahópa. Frjálslyndir hafa dregið fram úr pússi sínu flokksályktanir bæði gamlar og nýjar í þeim tilgangi að reisa frjálslyndisstefnuna úr flagi. Menntamál og jafnréttismál líta nú aftur dagsins ljós og hugmynd- ir um að gera skattakerfið hag- stæðara til fjárfestinga eru í deiglunni. Hér kemur ekki sízt til óttinn við mótmælaflokk Her- manns Frederdorfs, sem gæti tætt enn meira fylgi af gömlu flokkun- um gerði hann alvöru úr þeirri hótun sinni að bjóða fram 1980. Frederdorf, sem er jafnaðarmaður og forseti bandalags þýzkra skatt- heimtumanna, hefur gert snarpar árásir á skattakerfi landsins en neitar þó að hann vilji leggja skatta af að mestu, líkt og Glistrup berst fyrir í Danmörku. En hvort sem frjálsir demókrat- ar reyna að bera sig borginmann- lega eða ekki er engu síður bersýnilegt að bæði jafnaðarmenn og kristilegir demókratar eru farnir að búa sig undir aö vera án þeirra. Þannig hefur heyrst að jafnaðarmenn hyggist t.d. ekki ljá frjálslyndum atkvæði oftar. í væntanlegum 'f.vlkiskosningum í Hessen hyggjast hernaðarsérfræð- ingar jafnaðarmanna þvert á móti vinna tvo hundraðshluta af frjáls- lyndum og reyna þannig að ná naumum meirihluta gegn kristi: legum demókrötum í Þinginu. í Bæjaralandi í október og Rín- landi-Pfalz verður einnig á bratt- an að sækja en í báðum þessum fylkjum fékk flokkur frjálsra demókrata litlu meira en fimm af hundraði. Þrátt fyrir hrakspárnar hefur Helmut Schmidt kanzlari ráðið flokksmönnum sínum að koma mjög nærgætilega fram við frjáls- lynda fram á haust. Það verða örlög frjálslyndra sem fyrst og fremst segja til um hvort stjórnin heldur velli næstu tvö ár. Þá benda skoðanakannanir til að eina von frjálslyndra til að lifa af sé að standa dyggilega við hlið jafnaðar- manna, enda munu um tveir þriðjungur fylgismanna fyrr- nefndra telja það hyggilegast. Það er því engan veginn einfalt verk- efni sem forysta Frjálsra demó- krata hefur með höndum. Það samræmist best stefnu flokksins að vinna með jafnaðarmönnum. .Og samt verður ekki annað af ummerkjum ráðið en að einmitt þessari samvinnu sé um að kenna hvernig komið er; að þeir hafa fyrirgert sjálfstæðu yfirbragði sínu. KP. Emingarsam- tök ræða er- lenda íhlutun Kartoum — 10. júlí — Reuter. Á FUNDI Einingarsamtaka Afríkuríkja lýsti Obasanjo þjóðarleiðtogi því yfir að ekki bæri að fordæma hernaðar- lega íhlutun Sovétmanna og Kúbumanna í Afríku. en um leið lýsti hann því yfir að þessar þjóðir ættu ekki að ofbjóða gestrisni Afríkubúa, því að þeir hefðu ekki losað sig undan nýlenduoki Evrópu- ríkja til þess eins að binda sig aftur á sama klaía. Sovétmenn og vinir þeirra hefðu verið velkomnir til Afr- íku til að rétta baráttumönn- um fyrir frelsi hjálparhönd og tryggja sjálfstæði nýfrjálsra ríkja í álfunni, en hins vegar væri fráleitt að þeir hreiðruðu þar um sig frekar en orðið væri. Hernaðarleg íhlutun af hálfu erlendra ríkja er það mál, sem setur mestan svip á leiðtogafundinn í Kartoum, en hingað til hafa umræður verið frekar dauflegar og fátt borið til tíðinda. Veöur víða um heim Amsterdam 18 skýjað Apena 35 léttskýjað Berlin 20 skýjað Chicago 31 skýjað Frankfurt 22 skýjað Genf 21 rigning Helsinki 16 skýjað Jóhannesarb. 17 heiðskírt Kaupmannah. 17 skýjað Lissabonn 26 léttskýjaö London 21 skýjað Los Angeles 28 heiðskírt Madrid 34 léttskýjað Malaga 27 léttskýjað Moskva 16 skýjað New York 30 heiðskírt Osló 17 skýjað Palma 26 léttskýjað París 19 léttskýjað Reykjavík 12 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Stokkhólmur 17 skýjað Tel Aviv 29 heiðskírt Tókýó 33 skýjað Vancouver 23 léttskýjað •yínarborg 20 rigning. Sjaranski fluttur í Vladimir-fangelsi Moskvu — 10. júlí — Routor ÞEGAR forcldrar andófsmanns- ins Anatólí Sjaranskís komu í morgun til að heimsækja hann í Lefortovo-fangelsið. þar sem hann hefur verið vistaður síðast- liðna 16 mánuði. var þeim til- kynnt að hann hefði verið fluttur í hið alræmda Vladimir fangelsi, sem er um 200 kílómetra austur af Moskvu. Móðir Sjaranskís fékk leyfi til að heimsa'kja hann í Lefortovo í gær og var henni þá tjáð að hún mætti heimsækja hann þangað svo oft sem hún óskaði. Margir pólitískir fangar hafa verið í Vladimir-fangelsinu þar sem aðbúnaður er mjög lélegur, þar á meðal Vladimir Búkovskí, sem látinn var laus í skiptum fyrir Luis Corvalan, kommúnistaleið- toga frá Chile, um áramótin 1976 og 1977. I litháensku blaði, sem barst til Moskvu í dag, eru birt ákæruatriði í málinu gegn Viktorias Petkus, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi og fimm ára þrælkunarvinnu í síðustu viku. í blaðinu segir að réttarhöldin yfir Petkus hafi farið fram í kyrrþe.v til að hlífa ungmennum, sem hafi umgengizt Petkus, en síðan snúið frá villu síns vegar. Petkus hefur verið virkur andófsmaður í Litháen, en var meðal annars dæmdur fyrir að hafa afvegaleitt unglinga og feng- ið þá til að taka þátt í kynsvalli og drykkjuskap. Þetta gerðist 1976 — Víkiúgur I lendir á Mars og hefur myndasendingar til jarðar. 1974 — Tyrkir gera innrás í Kýpur. 1969 — Neil A. Armstrong stígur fyrstur rnanna fæti á tunglið. 1962 — Hlutleysi Laos ábyrgzt á ráðstefnu í Genf. 1954 — Vopnahlé í Indókína undirritað í Genf: Frakkar fara frá Norður-Víetnam og komm- únistar frá Suður-Víetnam, Kambódíu og Laos. 1951 — Abdullah konungur Jórdaníu ráðinn af dögum. 1944 — Stauffenberg reynir að ráða Hitler af dögum. 1936 — Montreaux-sáttmálinn um yfirráð Tyrkja yfir tyrk- nesku sundunum. 1913 — Tyrkir taka Adríanópel. 1895 — Bandaríkjamenn grípa inn í deilu Breta og Venezúela. 1871 — Brezka-Kólumbía geng- ur í kanadíska sambandsríkið. 1866 — Austurríkismenn ger- eyða flota ítala i sjóorrustunni við Lissa. 1858 — Napoleon III og Cavour hefja viðræður um sameiningu Italíu. 1810 — Kólombia lýsir yfir sjálfstæði. Aftnæli dagsins. Yacinthe Rigaud, franskur listmálari (1659—1743) — Sir Edmund Hillary, nýsjálenzkur fjall- göngumaður (1919-------) — Francesco Petrarch, ítalskt skáid (1304-1374). Innlent. Þorláksmessa hin fyrri lögieidd 1237 — Bein Þorláks tekin upp og skríniögð 1198 — Fundur lærðra og ieikra í Shálholti 1353 — Skálholtssam- þykkt (Árnesingaskrá) 1375 — Jóni Gerrekssyni biskup drekkt í Brúará 1433 - D. Síra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ 1689 — Sýsiumenn kæra Prese landfó- geta fyrir drykkjuskap og óreiðu 1745 — Eldmessa Jóns Stein- grímssonar 1783 — Sigurður Greipsson glímukóngur 1926 — D. Kiemens Jónsson 1930 — Ólafur krónprins afhendir Snorrastyttuna 1947 — Skrúfað frá vatnsleiðslunni tii Eyja 1968 — Stofnun Flugleiða 1973 — F. Ríkharður Jónsson 1888 — Stefán Jóh. Stefánsson 1894 — Dr. Jakob Benediktsson 1907. Orð dagsins. Kannski brenndu þeir Róm af því Neró lék á fiðluna — Oliver Herford, bandarískur rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.