Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR. 20. JÚLÍ 1978 , ,K vennabandid ’ ’ sextíu ára „Kvennablaðið“ í VesturíIIúna- vatnssýslu. sem er samband kvenfélaga í sýslunni. átti 60 ára afmæli' í vor. Af því tilfni gaf það sjúkrahúsinu á Hvammstanga litsjónvarpstæki af vandaðri gerð. Kvennabandið hefur undan- farna áratusi veitt sjúkrahúsinu Framhald af bls. 35 hafði sent stórglæsilega á Matthías, sem renndi síöan á Pétur og Sveinn markvörður fékk ekki við neitt ráðið. Það var svo á síöustu mínútu leiksins, aö Einherji skoraöi sitt eina mark, þá komst Vigfús Davíðsson inn í sendingu hjá varnarmönnum lA og renndi knettinum laglega fram hjá Jóni Þorbjörnssyni, sem kom hlaup- andi út á móti. Einherji átti af og til skyndisóknir í hálfleiknum, en allt kom fyrir ekki og fyrsti tapleikur liösins á keppnistímabilinu var staö- reynd. Auk Sveins markvaröar, átti Ingólfur Sveinsson mjög góðan leik, en hjá ÍA voru bestir Karl, Pétur og Matthías. Mjög góður dómari leiksins var Rafn Hjaltalín. - JS. — Starfsfólki Framhald af bls. 36 upp bónusvinna í frystihúsinu. Þessar breytingar hafa gefið mjög góða raun og er sýnt að rekstur hússins væri arðbær við eðlileg rekstrarskilyrði. Slík skilyrði hafa þó ekki verið fyrir hendi og greiðsluþrot Verðjöfnunarsjóðs kippir öllum grundvelli undan áframhaldandi rekstri sé litið til lengri tíma, en takmörkuð afurða- lánafyrirgreiðsla og gífurleg fjár- binding í birgðum setja fyrirtæk- inu stólinn fyrir dyrnar strax. Undanfarið hafa 80 manns haft góða og stöðuga atvinnu í Hrað- frystistöðinni og hráefnisöflun fyrirtækisins hefur verið við hæfi þess fjölda á dagvinnu og eftir- vinnutíma. Tveir humarbátar og einn togbátur hafa lagt upp hjá frystihúsinu, sem auk þess hefur unnið helming afla togarans Bjarna Herjólfssonar á móti Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Þar eð fyrirsjáanlegt var, að engin tök yrðu á að standa við greiðslur á afla togarans úr síðustu veiðiferð var gripið til þess óyndis úrræðis að láta togaranna selja afla sinn, sem bæði var mikill og góður, í Færeyjum. Vegna þess að viðskiptabátum fyrirtækisins yrði greinilega mik- ill vandi á höndum að selja afla sinn öðrum aðila mun þó verða reynt að vinna afla þeirra meðan nokkur kostur er msð eins fáu fólki og unnt er. Bátarnir þrír eru nú að veiðum og munu landa afla sínum á föstudag. Allsendis er óvíst hvort fyrirtækið treystir sér til frekari aflakaupa, þannig er margvíslegan stuðning með gjöf- um og fleiru. Einnig hefur það sýnt hcilsugæslumálum í V-Húna- vatnssýslu mikinn áhuga. Mynd- in er frá afhendingu sjónvarpsins og sýnir stjórn Kvennabandsins ásamt fulltrúum úr kvenfélögum sýslunnar og einnig lækni og starfsfólk sjúkrahússins. — Karl. eins líklegt að bátarnir verði þá að hætta veiðum. I stuttu máli er ástandið þannig að um s.l. helgi misstu nálægt 40 starfsmenn Hraðfrystistöðvarinn- ar, mestmegnis unglingar í sumar- vinnu, atvinnu sína og flestir þeirra 40 sem enn eru við vinnu missa hana fyrirsjáanlega um næstu helgi að óbreyttu ástandi. Fréttaritari. — Vinstri stjórnin Framhald af bls. 18 Jónasson óskaði þess svo við samráðherra sína að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lagasetningu um frestun á framkvæmd nýju vísitöl- unnar tíl, desemberloka, enda yðri þá vísitölustigin 17 greidd eftir á fyrir desember nema samkomulag yrði um annað. Forsætisráðherra skrifaði svo Alþýðusambandi ís- lands bréf um máliö en 26. þing ASÍ kom saman 25. nóvember í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg. Forsætisráðherra fór á þingið 28. nóvember og gerði grein fyrir málavöxtum en Alþýðusambands- þingið neitaöi fyrir sitt leyti að fallast á beiðni forsætisráðherra um frestun. Á ráðherrafundi dag- inn eftir náðist ekki samkomulag um stuðning við lagafrumvarp um frestun vísitölunnar. Nýja kaupgreiðsluvísitalan kom svo til framkvæmda í byrjun desember og 4. desember baöst Hermann Jónasson lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sagði forsætisráð- herra á þingi, aö í ríkisstjórninni væri ekki samstaöa um nein úrræði í efnahagsmálunum. Stjórnin sat svo til 23. desember að minnihlutastjórn Emils Jónssonar tók við völdum. (Samantekt: fj) Heimildir: Stjórnarráð íslands 1904—1964 eftir Agnar Kl. Jónsson og íslandssaga Alfræði Menningar- sjóðs eftir Einar Laxness. — Varnarmálin Framhald af bls. 36 Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði að ekkert væri unnt að segja um viðræðurn- ar í gær, þs^r væru byrjunarvið- ræður. Hann kvaðst mundu reyna að koma því í kring að menn ynnu rösklega að þessum viðræðum, talsvert væri til af gögnum, sem vörðuðu stöðu mála, en þó þyrftu menn að afla meiri gagna til þess að unnt yrði að átta sig á stöðunni í heild. Morgunblaðið spurði Bene- dikt Gröndal, hvort hann væri bjartsýnni eftir þennan fund á að viðræðurnar leiddu til ríkisstjórn- ar og kvað hann allt of snemmt að leggja nokkurn dóm á slíkt. „Ég trúi því að allir aðilar vilji kanna málin af fyllstu alvöru og reyna stjórnarmyndun. Ég vona að ekki verði mikill dráttur á því, að það komi í ljós,“ sagði Benedikt. Eftir viðraéðufundina hófst þingflokksfundur í Alþýðubanda- laginu, sem stóð til klukkan 19 eða í hálfa þriðju klukkustund. Al- þýðuflokkurinn var einnig með þingflokksfund, sem stóð frá klukkan 17 til klukkan 18,30 eða í hálfa aðra klukkustund. Steingrímur Hermannsson, rit- ari Framsóknarflokksins kvað fundinn hafa snúizt almennt um efnahagsmál og rætt var hvernig haga ætti umræðunum. Menn voru sammála um að leggja höfuð- áherzlu á efnahagsmálin og hefja viðræðurnar um þau, almenna umræðu um vandann í dag og langtímamarkmið. Fóru báðir fundirnir í þann málaflokk. Steingrímur kvað allt of fljótt að leggja nokkurt mat á við- ræðurnar sem slíkar. Margir punktar hefðu þó komið upp, sem menn virtust a.m.k. geta rætt um. Þá væri og eftir að ræða fjölmarga aðra punkta. Ekkert hefði t.d. verið minnzt á varnarmálin. Hann kvaðst búast við því að þau yrðu til umræðu í dag, því að verkefni fundarins væri að fara yfir öll málin og skipta síðan viðræðunum í undirnefndir. Ætlunin með almennu umræðunum í gær hefði verið að athuga, hvort einhverjir stórir ágreiningspunktar kæmu upp og byndu endi á þetta strax. Komi þeir ekki í ljós koma undirnefndir til greina. Út af fyrir sig kvað Steingrímur það hárrétt sjónarmið að ekki þýddi að eyða mörgum dögum í viðræðurnar, ef allt springi svo á varnarmálunum. Steingrímur kvað Framsóknarmenn ekkert hafa á móti því að ræða varnar- málin. „Við teljum að okkar stefna sé þar út af fyrir sig skýr, en við höfum alltaf talið að herinn eigi ekki að vera hér til eilífðar. Við segjum hins vegar að efnahags- málin séu algjörlega númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og að engin önnur mál eigi að koma í veg fyrir að þau verði það. Því getum við ekki staðið í átökum út af varnarmálum á meðan efnahags- lífið er eins og það er. Við teljum það rangt. Alþýðuflokkurinn er með yfirlýsta stefnu, að hann vilji ekki hrófla við varnarliðinu og er þá alveg ljóst að ekki er meirihluti á þingi fyrir breytingu þar. Því sýnist okkur, að ef menn ætla að fara að leggja áherzlu á það, þá er það sama og að segja að menn fari ekki í slíka stjórn. Það er ljóst, þar sem ekki er meirihluti. Það er afdráttarlaus yfirlýsing hjá Alþýðuflokknum." Allir eru sammála — sagði Steingrímur Hermannsson, að nauðsynlegt sé að hraða þessum viðræðum, svo að þær tefji ekki fyrir og því þurfa þeir agnúar að koma í ljós, sem komið geta í veg fyrir stjórnarmyndun þessara flokka. — Weizman í reiðikasti Framhald af bls. 1 hann vera einum of vingjarn- legur í garð Sadats. Á þinginu í Jerúsalem urðu í dag harðar deilur um viðhorfin til friðarsamninga við Egypta milli Begins og Shimon Peresar leiðtoga stjórnarandstöðunnar og lyktaði umræðunum með ópum og framíköllum án þesS nokkrar ályktanir væru gerðar. — Korchnoi stefnir að jafnteflum Framhald af bls. 1 skákina sem endaði með jafn- tefli eftir 18 leiki í gær. Skáksérfræðingar sögðu í dag að Korchnoi hafi í skákinni í gær leikið jafnteflisleiknum í þeirri stöðu sem komin var upp, en þá höfðu skákmennirnir teflt í tvo tíma. Þykir þetta koma heim og saman við kenningu Tals sem að ofan er get-ið. Margir telja að einvígið geti staðið í allt að þremur mánuð- um og að Korchnoi hyggist reyna á úthald Karpovs, en í einvígi þeirra fyrir fjórum árum í Moskvu reyndist Korchnoi hafa betra úthald og sótti mjög á það forskot sem Karpov áskotnaðist í fyrstu skákum einvígisins. — Frystihúsin í Eyjum Framhald af bls. 36 lamast allt athafnalíf á staðnum. En stöðvun frystihúsanna hér verður kannski til þess að menn vakni og sjái hvar peningar landsmanna verða til,“ sagði Stpfán. — Lítið miðaði í viðræðum Framhald af bls. 1 Um það leyti sem fundunum í Leeds kastala lauk í dag lýsti Anwar Sadat Egyptalandsforseti yfir því á fundi Einingarsamtaka Afríku í Khartoum í Súdan að ísraelsmenn dreymdi enn um aukna útþenslu og sagði að þaö viðhorf gæti í framtíðinni valdið miklum skaða. Enda þótt lítið hafi miðað í samkomulagsátt á fundunum undanfarna daga sagði Kamel utanríkisráðherra Egypta þó í dag að ísraelsmenn hefðu fengizt til að taka aftur til skoðunar tillögur þær sem Egyptar hafa lagt fram varðandi Vesturbakka Jórdanár, en þeim hafði áður verið algerlega hafnað. Þá segja heimildir í röðum ísraelsmanna að í viðræðunum nú sem voru mjög óformlegar hafi ísraelsmenn í fyrsta sinn öðlazt raunverulegan skilning á hug- myndum og afstöðu Egypta og sama væri að segja um Egypta. — Mannrétt- indi Meinhof Framhald af bls. 1 með tilliti til þess hve fangarnir voru hættulegir og með tilliti til þeirrar hættu sem v-þýzku þjóðfé- lagi stafar af hryðjuverkasamtökum. V-þýzki dómsmálaráðherrann, Hans-Jochen Vogel, sagði í dag að þessi úrskurður mannréttinda- nefndarinnar, sem situr í Strass- bourg í Frakklandi, væri „mikil- vægt framlag til þess að byggja upp að nýju álit Þýzkalands erlendis." Fangarnir þrír, sem hér um ræðir, sviptu sig lífi í október þegar v-þýzk víkingasveit hafði gert atlögu gegn flugræningjum á flugvelli í Sómalíu og náð vélinni úr höndum þeirra en flugræningj- arnir höfðu gert kröfu um að þremenningunum yrði sleppt laus- um í skiptum fyrir Hanns-Martin Schleyer formann v-þýzka vinnu- veitendasambandsins og flugfar- þegana. Schleyer fannst myrtur stuttu síðar. — Sala sólblóma Framhald af bls. 36 sólblóma væri kr. 186 en sama magn af smjöri kostaði 560 kr. í Breiðholtskjöri hefur smjör- sala verið afskaplega róleg að sögn verzlunarstjórans. Salan datt þar alveg niður strax eftir fyrstu hækkunina á smjörinu og síðan hefur fólk nærri eingöngu keypt sólblóma í stað smjörs. Hann sagði ástæðuna fyrir lítilli sölu örugglega ekki vera þá að fólk hefði hamstrað smjör fyrir hækkun, hún hefði komið það snöggt að margir hefðu ekki áttað sig á því og kvaðst hann ekki bjartsýnn á að smjörsala á nýjasta verðinu yrði lík og áður var. Freysteinn Sigurðsson í Hag- kaup í Skeifunni sagöi að verzlunin ætti enn nokkuð af smjöri á milliverðinu, en hreyf- ing á sölu þess hefði minnkað töluvert eftir hækkunina. En sala sólblóma hefði aftur aukist um helming hjá þeim. Um næstu framtíð vildi hann spá því um smjörsöluna, að hún yrði aðeins um 'A af sölunni fyrir hækkanirnar. Starfsmenn í verzlun Slátur- félags Suðurlands í Hafnar- stræti og í fleiri verzlunum höfðu þessa sömu sögu að segja, að smjörsala væri nú mjög dræm og vildu flestir spá því að eðlileg sala á þvi á núverandi verði kæmi ekki til miðað við sölu þess áður. — Sjúkratrygg- ingar hækka Framhald af bls. 17. hagnaður ÁTVR hefði farið nokk- uð fram úr fjárlagaáætlun, þótt verð hefði verið óbreytt út árið. Verðhækkunin 11. júlí sl. gæti skilað rúmlega 1 milljarði í tekjuaukningu í ár, þótt gert sé ráð fyrir, að nokkuð dragi úr sölu vegna verðhækkunarinnar, a.m.k. fyrstu mánuðina. Samtals er hér reiknað með, að hagnaður ÁTVR verði 12,9 milljarðar í ár í stað 11,3 í fjárlögum. Aðrir óbeinir skattar munu að öllum líkindum verða meiri en talið var við samþykkt fjárlaga, eða 6,6 milljarðar tæpir í stað 6,2 í fjárlögum. Ymsar tekjur og arðgreiðslur úr B-hluta munu verða 2,1 millj- arðar kr. samanborið við 1.8 milljarð kr: í fjárlögum vegna meiri vaxtainnheimtu á síðasta ári en reiknað hafði verið með við fjárlagaáætlun. Lánahreyfingar Á meðfylgjandi fylgiskjali 4 er gert ráð fyrir 670 m.kr. nettóút- streymi á lánahreyfingum sbr. fjárlög en þá eru taldar með afborganir af lánum í Seðlabanka að fjárhæð 3.245 m.kr., sem raunar ætti ekki að telja með við áætlun um greiðsluafkomu ríkissjóðs. Að þessum afborgunum frátöldum verður nettóinnstreymi 2.575 m.kr. skv. fjárlögum. Til viðbótar þessu innstreymi kemur svo skyldu- sparnaður á félög skv. efnahags- ráðstöfunum í febrúar og endur- áætlun skyldusparnaðar almennt að fjárhæð 1.600 m.kr. og fyrir- huguð aukalántaka vegna Grundartangahafnar 75 m.kr. Á móti valda aðgerðir eftir sam- þykkt fjárlaga útstreymi á lána- hreyfingum, þ.e. hækkun afborg- ana af lánum utan Seðlabanka um 84 m.kr. vegna gengisbreytingar- innar í febrúar, og ennfremur er nú áætlað að nettó-útstreymi á viðskiptareikningum verði 250 m.kr., einkum vegna tollalána. Niðurstaðan verður þanng nettó-innstreymi að fjárhæð 3.916 m.kr. Lánsfjár- áætlun 1978 Á meðfylgjandi fylgiskjali 5 eru settar fram breytingar á lánsfjár- mögnuðum ríkisframkvæmdum frá lánsfjáráætlun yfirstandandi árs. Heildarniðurstaðan er sú, að lánsfjáráætlun hækki um 2.110 m.kr. Er þar um að ræða fram- kvæmdir RARIK, alm. fram- kvæmdir og byggðalínur 490 m.kr., sæstreng til Vestmannaeyja 290 m.kr. og hönnun Fljótsdals- virkjunar 110 m.kr. Ennfremur eru 620 m.kr. vegna skulda- greiðslna (RARIK 470 m.kr. og Orkustofnun 150 m.kr.), sem lagt hefur verið út af ríkisstjóði til bráðabirgða. Að öðru leyti er um að ræað viðbótarfjármagn til hafnargeröar á Grundartanga 100 m.kr. og til endurvinnslu borhola við Kröflu o.fl. 500 m.kr. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að mæta þessari umframfjárþörf með eftirfarandi hætti: Nýtt verði heimild í lögum um efnahagsráð- stafanir frá febr. sl. um 1.500 m.kr. nýja verðbréfaútgáfu, kostnaður við hönnun Fljótsdalsvirkjunar 110 m.kr. verði fjármagnaður með lánsfé frá Framkvæmdastofnun og lánsfjármögnun á vegum Seðla- bankans nemi 500 m.kr. — Þrennur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.