Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JULÍ 1978 33 VELVAKANDI SVARAR í SIMA OÍOO KL 10 — 11 FRA MANUDEGI __________ „Hverfisfjötu er skipt í þrjár akreinar að Snorrabraut. Þe(;ar ekiö er af Hverfisgötu skal velja nyrstu akreinina, ef ætlunin er að beygja norður Snorrabraut, en hinar tvær ef aka á suður Snorra- braut. Á Snorrabraut milli Hverf- isgötu og Laugavegar eru einnig þrjár akreinar. Vestasta akreinin er eins og merkingar sýna, ein- göngu fyrir þá sem ætla að be.vgja ,til hægri niður Laugaveg og er óheimilt að nota hana til aksturs suður Snorrabraut. Hinar tvær akreinarnar eru fyrir akstur suður götuna. Á Hofsvallagötu, sunnan Hring- brautar, eru tvær akreinar til norðurs, en norðanmegin Hring- brautar þrengist Hofsvallagata, þannig að þar er aðeins um eina akrein að ræða í norðurátt. Af því leiðir að eystri akrein Hofsvalla- götu, sunnan Hringbrautar, er eingöngu ætluð f.vrir hægri beygju en vestari akreinin, sem stenst á við Hofsvallagötu norðan Hring- brautar, er ætluð fyrir akstur beint áfram yfir Hringbraut og til vinstri inn á hana. Nóatún þrengist hins vegar ekki norðan Laugavegar og því er unnt að aka hægri akrein Nóatúns yfir gatnamótin og áfram norður götuna auk þess sem akreinin er ætluð fyrir þá sem beygja austur Laugaveg. Gatnamót í borginni eru mis- munandi. Akstur um þau er háður aðstæðum og gerð þeirra. Sem betur fer virðast árekstrar á framangreindum gatnamótum ekki stafa af því að fólk átti sig ekki á mismunandi reglum sem gilda um umferð þar. En á það ber að sjálfsögðu að leggja mikla áherslu að umferðarmerkingar við gatnamót séu sem greinilegastar. Þessir hringdu . . . • Biðraðir eða troðningur? Kona nokkur sem lengi hefur dvalið erlendis kvaðst vilja fá að koma því á framfæri að mjög skorti á að biðraðamenning væri fyrir hendi á Islandi og þætti sér það mjög miður. — Þegar komið er inn í strætisvagn, banka eða verzlun hér er aðalatriðið að troða sér og ota sér áfram, en engum dettur í hug að gera hina minnstu tilraun til að standa í biðröð, heldur er miklu fremur troðist og hamast. Þetta er eitt atriði sem maður tekur strax eftir þegar komið er heim frá dvöl erlendis, en þar er það nánast undantekning ef menn stilla sér ekki upp í biðröð og þar þykir það sjálfsögð regla og sjálfsögð kurteisi og tillitssemi. Annað atriði vildi ég fá að nefna í leiðinni, en það er hvað sumir unglinar geta oft leyft sér að vera dónalegir. Eg tók eftir því um daginn í strætisvagni að nokkrir unglingar létu háðsglósur ganga vegna þess að ófrísk kona var stödd í vagninum. Unglingarnir létu stríðnisorðin fjúka bara til að ergja konuna sem svona var á sig komin. Eg held að svona hegðun SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Lodz í Póllandi fyrr á þessu ári kom þessi staða upp í skák þeirra Pribyl. Tékkóslovakíu og Helmers. Noregi, sem hafði svart og átti leik. 33. ... Hxf3. 34. IIxf3 Dek og hvítur gafst upp. Ef 35. Hfl þá Be3+. Inkiov. Bulgariu sigraði á mótinu, hann hlaut 9‘/a v. af 15 mögulegum. Ilelmers varð annar með 9 v. Þeir Luczac. Póllandi og Lukacz. Ungverjalandi deildu með sér þriðja sætinu, hlutu báðir 8‘/2 unglinga hafi ég hvergi rekist á annars staðar, og manni verður bara spurn hvar annars staðar gæti þetta gerst? Með þessu litla dæmi finnst mér að við Islending- ar verðum að taka okkur á hvað varðar alla kurteisi og þó svo ég viti að þetta voru aðeins nokkrir unglingar og heyri sjálfsagt (von- andi) til undantekninga, þá þykist ég viss um að.þetta litla atvik lýsi nokkuð hvernig unglingar eiga það til að haga sér á almannafæri. Að lokum Iangar mig að taka undir það sem ég hef einhvers staðar séð, að mér finnst ekki rétt að sjónvarpið skuli fara í frí svo lengi, það eru mjög margir sem sakna þess og þ.vrfti að efla það svo að það geti leyft sér að ráða aukinn mannskap til starfa allt árið. HÖGNI HREKKVÍSI Utlaginn — olnlxigabamið Hraðinn er heimska og tak- ritningar nefna, að komast að og mark nútímafólks. Allir alltqf á spani. Allt — alltaf á síðustu stundu. Kapphlaupið um lífsgæðin orðið slíkt æði að lífsgæðin sjálf gleymast. Með hverju ári eykst hraðinn í lofti, á láði og á legi. Hraðskreið skip, hraðfara bílar, flugvélar, sem fara hraðar en hljóðið og eldflaugar, drápstæki æða þó hraðast. Samt veldur hraðinn á göt- unni óteljandi slysum, angri, þjáningum, lemstrunum, áhyggjum, harmi og dauða, auk alls hins ómælanlega tjóns efnalega. Þó aðeins brot af hraða eldflaugar. Bíllinn er þó ekki byggður sem drápstæki, heldur sem andsvar við hraða- óskum hversdagsins. Samt gæti hann verið tákn hraða og heimsku nútímans. Maðurinn sjálfur, sem allur þessi hraði á að þjóna, er að verða útlagi — olnbogabarn sinna eigin óska um hraða og lífsgæði, gervilífsgæði. Af þessum óskum leiðir alla streituna, kvíða, angist og kvöl, sem er einkenni fyrir sálar- ástand fólks í auðugustu löndum heims. Áður var þetta einu nafni nefnt aumingjaskapur og maður sem var alltaf að kvarta kallað- ur „eymdarskrokkur" með háði og lítilsvirðingu. En kona á svipuðu stigi sögð „móðursjúk“ ímyndunarveik. Nú eru þessi skilgetnu afkvæmi hraða og heimsku í mannlegri sál og samfélagi næstum fín tízkyfyr- irbrigði og rædd öllu öðru meira í finni samkvæmum og faglega hönnuðum læknastofum. Taugarnar og allt, sem þeim tilheyrir, skapar óteljandi við- fangsefni og krefst tæknilegra stofnana í tugatali, doktora, lækna, sálfræðinga og uppeldis- fræðinga. Öryggisleysið í hraða og glaumi dagsins á öllum sviðum, biðlund, rómsemi og trúnaði annarra, veldur uppgjöf, þunglyndi og kvöl. Utlaginn — persónuleikinn „hinn huldi maður hjartans" á hvergi griðastað. Ekki bætir úr að hlusta á fréttir og þætti fjölmiðlanna eða lesa blöðin, sem óðum færast i það horf að flytja aðeins efni í æsilegum stíl, með óhefluðu orðbragði. Að ekki sé minnst á efnið sjálft: Hermdarverk, mannrán, morð og valdabaráttu, þar sem vald- hafar milljónaþjóða eru myrtir og morðingjarnir setjast í há- sætin, hylltir af stórveldum heims næstu daga. En flestra þeirra bíður svo böðulshönd eða morðbomba við næstu vegamót óðar en varir. Þetta er nú um fjarlægu óttaefnin, þótt fátt sé orðið fjarlægt og heimur smár nú á dögum. En nálægu streitumálin eru samt ennþá fleiri í nánd, þar sem „bræður berjast og að bönum verðast" eða ætti heldur að segja: „Ástvinir rísa gegn ástvinum í hatri, hefnd og yfirgangi. Eiginmaður gengur um eins og grenjandi ljón. Börnin eru ekki örugg á eigin heimili. Allt er tryllt og armur lögreglunnar mildari en móður- faðmur. Eiginkonan reynir að féfletta eiginmann öllu, nema nærbuxun'um, ef hann sleppur þá í þeini. Hún telur allt sitt, ef þau skilja. En það gæti samt verið henni hagur, að hann yrði ekki nakinn í einstæðingsskapn- um. Hann þarf að senda henni barnameðlögin! Víst eru áhyggjuefnin mörg og erfitt að lofa þessum „hulda manni hjartans", sem helgar gægjast inn í tilveruna. Utlagi frá eigin heimili á ekki góða daga. Utlagi úr eigin sál er þó enn erfiðara hlutskipti. Glötun er að týna sjálfum sér, manngildi, heiðri og heilindum. Þar gengur hraði og glaumur, gleymska og heimska hart að nútímapersónu. Og þegar út í þennan hrunadans er stigið, nær tannhjól nautnanna tökum nieð tóbaki, brennivíni og pillum. Það eru ráðin til úrbóta. Þetta á allt að veita jafnvægi og rósemi hugans að nýju. Og til viðbótar skal etið sem mest og legið sem lengst. En bregðist veizlur og sólar- ferðir, skal leitað andalækna og miðla, farið kennske til Filipps- eyja eða minnsta kosti til Freeport. Alltaf að leita að sjálfum sér. Eða til að flýja sjálfan sig! Dýrt skal það vera. Enginn virðist vita, að þarna eru góð ráð ódýr kannske ókeypis. Sem sagt að drekka vatn eða kannske undanrennu eða ný- mjólk, hreyfa sig í hreinu lofti og eta ókryddaðan mat. Hugsa svo sem minnst um sjálfan sig. Gefa öðrum — ekki sízt þeim nánustu sem flest bros og hljóðláta nærgætni. Flýta sér hægt. Gefa sér tíma til að lesa og hugsa. Koma aldrei of seint. Eiga hljóðar stundir í einrúmi. Ef til vill orsakaðist öll streitan og aumingjaskapurinn af eigingirni og sjálfselsku, þar sem „hinn huldi maður hjart- ans“, hinn góði hluti manns eigin sálar var gerður útlægur líkt og fóstur í kviði aumrar og uppgefinnar móður við eyðingu. Kannske var lífið köld krafa án þakka og ástúðar. Fyrir nær tveim þúsundum ára sagði Kristur: „Ef ljósið í þér er myrkur. Hve mikið verður þá myrkrið?" Sé ljósið í þinni eigin sál útlagi á lífsbrautinni verða öll Ijós önnur mýraljós og saltvík- urtýrur. Þar duga hvorki pillur né miðlar. Sennilega er þetta of nærri kristnum dómi og kenningum hans svo skólaspekingar nútím- ans telji markhæft. Hér skal því færð fram önnur tilvitnun. Orð heiðins heintspek- ings og keisara í hinni frægu, fornu Rónt: Hann hét Marcus Aurelius. Hann segir: „Hið innra með þér býr guðlegur kraftur, heilóg vera. Gættu þessa kraftar sem hins æðsta sem þú átt. Sýndu þessari veru í sjálfum þér aldrei óvirð- ingu eða vanmat." Hann er því miður útlagi og olnbogabarn þeirrar kynslóðar. sem dýrkar pillur, áfengi og eiturlyf. Utlagi í landi hinnar köldu kröfu á vetrarhjarni vanþakk- lætis, hraða og heintsku. Reykjavík, 7/7 1978. Arelíus Níclsson. v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.