Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 25 Kaupmáttur launa: Kaupmáttur verka- kvenna jókst á 1. ársfjórðungi Mjög miklar sveiflur hafa verið í kaupmætti á liðnum árum. Kaupmáttur tímakaups verkamanna óx á árinu 1972 um 17.4% miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar, en veru- legur hluti þessarar kaup- máttaraukningar eða 10.5% var kominn til vegna vinnutímastytting- arinnar 1. janúar 1972, segir í fréttabréfi Kjara- rannsóknanefndar. Enn- fremur segir, að á árinu 1973 hafi kaupmáttur haldist svipaður og 1972. — Hámarki nær kaup- máttur greidds tímakaups svo á fyrri hluta ársins 1974, en lækkaði verulega milli áranna 1974 og 1975 og enn nokkuð frá 1975 til 1976. — Á síðari hluta ársins 1977 hækkaði kaup- máttur tímakaups veru- lega, þannig að meðal- kaupmáttur ársins var sá hæsti sem mælst hefur, að undanskildu árinu 1974. — Á 1. ársfjórðungi 1978 hélst kaupmáttur tíma- kaups svipaður og á 4. ársfjórðungi 1977. Hjá verkamönnum rýrnaði hann um 0.9% og um 1.6% hjá iðnaðarmönnum. Kaupmáttur tímakaups verkakvenna jókst hins vegar um 1% á þessu tímabili. I97fv 1 ‘»7f. 1977 1 9 7 B Ilér má sjá þróun kaupmáttar greidds tímakaups, miðað við vísitölu framfærslukostnaðar 1971=100. Kaupmáttur greidds tímakaups, miðað við vísitölu framfærslukostnaðar 1971=100. t>rettán sátu norrænan borg- arlæknafund 6.-8. júlí s.l. var haldinn í Reykjavík norrænn fundur borg- arlækna, en slíkir fundir eru haldnir á tveggja ára fresti. Frá hinum Norðurlöndunum mættu borgarlæknar höfuðborganna og annarra stærstu borga, samtals 13 fulltrúar. Fundurinn var haldinn í Heilsuverndarstöðinni. Aðalfundarefni voru nýjungar á sviði heilsuverndar á Norðurlönd- unum, annars vegar aðgerðir til að fyrirbyggja sjúkdóma og hins vegar aðgerðir til eflingar heil- brigði. Umræður um eflingu heilsu- verndar og almennrar læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa hafa farið mjög í vöxt á öllum Norðurlöndun- um undanfarin ár og eru aðgerðir á því sviði víða hafnar, en annars staðar, svo sem í Danmörku, er umfangsmikilli úttekt á þessum málum nýlokið og ákvarðana stjórnvalda skammt að bíða. Til að bæta enn árangur heilsu- verndarstarfsins er nauðsynlegt að kanna nýjar leiðir sem taka mið af þeirri staðreynd í hve ríkum mæli má rekja vanheilsu og sjúkdóma í nútímaþjóðfélagi til óhollra lifnaðarhátta og breyttra félagsaðstæðna frá því sem áður var. I því sambandi er athyglinni beint að stóraukinni heilbrigðis- fræðslu og áróðri, sem sérstaklega þarf að höfða til þeirra sem ennþá hafa engin sjúkdómseinkenni. Snúast verður gegn andvaraleysi nútímamannsins um eigin heilsu og gera mönnum skiljanlegt að hve miklu leyti heilbrigði og sjúkdóm- ar hvíla á eigin herðum. Það kom fram að þjóðhagslegt mikilvægi aukinnar heilsuverndar hefur einnig verið aflvaki umræðna og nýrra átaka á þessu sviði. Þá var rætt um baráttu gegn slysum meðal barna og unglinga, en á þessu aldursbili eru slys algengasta dánarorsökin. Algeng- asta orsök langvarandi heilsutjóns og örorku hjá yngstu aldursflokk- unum eru slys. Fram komu upplýs- ingar um ýmsar skipulegar að- gerðir, sem teknar hafa verið upp til varnar slysum hjá þessum aldurshópi. Er auðsætt að brýna nauðsyn ber til, að slysavarna- starfi hér á landi verði beint inn á þetta svið í ríkara mæli en verið hefur. Vaxandi áfengisnotkun unglinga var eitt af umræðuefnum fundar- ins, en þetta vandamál gerir nú í æ ríkara mæli vart við sig á öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um bólusetningar gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt, og ýmis sérstök vandamál tengd útrýmingu slíkra sjúkdóma hjá börnum. í síðasta lagi var gryint frá útbreiddum salmonella-faraldri, sem kom upp í Stokkhólmi 1977 vegna mengunar matvæla í einu af stærstu mötunéytum Stokkhólms. Frá borgarlækni. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með INÍóríett ... / Nú fyrirliggjandi margar gerðir á hagstæðum verðumt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.