Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 5 NÝLEGA afhentu Lionsklúbburinn Bjarmi, Kvennabandið og Kvenfélagið Iðunn sjúkrahúsi Hvammstanga fæðingar- rúm að gjöf. Fæðingarrúm þetta kostaði samtals um 870 þúsund krónur þegar felld höfðu verið niður af því gjöld, en hefði annars kostað liðlega 1200 þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson héraðslæknir veitti rúminu viðtöku ásamt sr. Róbert Jack formanni sjúkrahússnefndar. Formaður framkvæmdastj. Alþýðuflokks: Vill minnihlutastjórn Alþýðuflokks með hlut- leysi Sjálfstæðisflokks FORMAÐUR framkvæmdastjórn- ar Alþýðuflokksins. Eyjólfur SÍRurðsson. lýsir því yfir í Alþýðublaðinu í gær, að hann telji sjálfsast eins og málin horfi nú við, að Alþýðuflokkurinn óski eftir því við Sjálfstæðisflokkinn að hann veiti minnihlutastjórn Alþýðuílokksins hlutleysi og verji hana falli á Alþingi. Eyjólfur segir síðan, að Alþýðu- flokkurinn eigi að ganga hreint til verks, ráðast gegn þeim vanda sem við er að etja eftir að hann hefur náð samkomulagi við verkalýsð- hreyfinguna, sem hann telur að hægt eigi að vera að ná. Einnig sé möguleiki á að breyta stjórnar- skránni í þá átt að jafna kosninga- rétt landsmanna og láta síðan kjósa eftir eitt ár um þá stöðu sem skapazt hefur eftir eins árs stjórn Alþýðuflokksins. Eigendur Kirkjufells, Ásgeir M. Jónsson og Gerður Ólafsdóttir (i miðið), ásamt Sesselju Jónsdóttur afgreiðslustúlku. Ljósm. Kristján. Kirkjufell í nýju húsnæði VERZLUNIN Kirkjufell hefur nýlega flutt í nýtt húsnæði að Klapparstíg 27, en verzlunin var áður til húsa að Ingólfsstræti 6. Kirkjufell hefur verið starfrækt í rúmlega fimm ár og tóku núverandi eigendur, hjónin Gerður Ólafsdóttir og Asgeir Markús Jónsson, við verzluninni fyrir tveimur og hálfu ári. Húsnæði það, sem Kirkjufell er í núna, er mun stærra en það sem verzlunin var i áður og sagði Ásgeir M. Jónsson að verzlunarrýmið væri um 112 fermetrar að flatarmáli og 30 fermetra lagerpláss. Innrétting- ar teiknaði Kristín Sætran innanhússarkitekt. — Verzlunin verður starf- rækt með mjög svipuðu sniði og var, sögðu þau Ásgeir og Gerð- ur, en með nýju húsnæði höfum við skipt henni í tvær deildir, annars vegar gjafavörudeild og hins vegar deild fyrir bækur, plötur og ýmsa kirkjumuni. Af gjafavörum erum við einkum með hollenzkar steinstyttur og skrautpostulín frá fyrirtækinu Funny Design í Vestur-Þýzka- . landi, en Kirkjufell hefur einka- umboð fyrir þessar vörur. Frá þessum aðilum koma gjafavör- urnar og ætlum við að reyna að binda okkur við þessa aðila. — í hinni deildinni er að finna ýmsar kristilegar bækur og plötur, aðallega erlendar bækur, en nokkuð er farið að koma af þessum bókum á íslenzku enda fer markaður fyrir þær vaxandi. Þá erum við með allskyns kirkjumuni, er alltaf til eitthvað af höklum, rykkilíni og fleiru, en flestir þessir munir eru sérstaklega pantaðir, enda erfitt að liggja með mikið af þeim. Við reynum að hafa nokkur sýnishorn, en höfum annars myndalista sem við notum til að aðstoða fólk til að panta þessa muni. Einnig erum við með allar fermingar- vörur á einum stað og höfum annazt prentun á t.d. servíettum og gyllingu á sálmabækur og Biblíur og fleira sem tilheyrir fermingum og gjöfum við svipuð tækifæri. Verzlunin Kirkjufell er opin á almennum verzlunartíma nema lokað verður kl. 12.30—13.30 í sumar. Bílvelta á Háaleit- isbraut UM KL. 10.30 í gærkvöldi valt Volkswagern bifrcið á Háaleitis- hraut. þrennt var í bifreiðinni og mun það ekki hafa slasast alvar lega. Tildrög óhappsins voru þau að Volkswagen bifreiðin, sem var á leið austur Háaleitisbraut, var að fara fram úr annarri bifreið. Þegar Volkswagen bifreiðin var komin langleiðina fram úr bifreið- inni gaf leigubifreið, sem ók nokkru framar, stefnuljós til vinstri upp að blokkinni Háaleitis- braut 15—17. Ökumaður Volks- wagen bifreiðarinnar komst ekki inn á milli bifreiðarinnar sem hann var að fara fram úr og leigubifreiðarinnar, þar sem bilið milli þeirra mjókkaði skyndilega er leigubifreiðin hægði á sér. Virðist þá sem ökumaðurinn hafi ætlað að gefa í og bjarga sér fram fyrir leigubifreiðina, en fataðist þá aksturinn og valt bifreiðin upp á gangstéttina norðan götunnar og hafnaði á vinstri hlið. MYNDAMÓTA Ad.ilstra*ti 6 sinn 25810 Leiðrétting: 1650 millj. kr. opinber gjöld í Éyjum í FRÉTT í Morgunhlaðinu í gær um opinber gjöld í Vestmannaeyj- um féll niður 1 milljarður króna þannig að Eyjamenn virtust sleppa vel við opinber gjöld, en alls eru gjöld Eyjamanna 1650 milljón- ir króna, en ekki 650 eins og sagt var í blaðinu í gær. Ingi Tómas Björnsson skattstjóri í Eyjum hafði samband við Morgunblaðið í gær og sagði að miðað við það sanna í málinu gæti hann því miður ekki viðurkennt að vera sá kotbóndi sem 650 milljónir gefa til kynna, þótt slíkt kæmi sér ugg- laust vel fyrir þá sem eiga að greiða gjöldin. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær Laugaveg 20. Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.