Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 17 Tekjuskattur einstaklinga er talinn verða 13.400 m. kr., eða um 1.250 m. kr. meiri en áætlað var við samþykkt fjárlaga. Tekju- skattur einstaklinga lækkaði með því að barnabætur voru hækkaðar um 300 m. kr. (skv. lögum nr. 3/1978 um ráðstafanir í efnahags- málum) en hins vegar hækkaði tekjuskattur mun meira en þessu nemur vegna meiri tekjuaukning- ar 1977 en reiknað var með í fjárlagaforsendum. Þannig virðast nettótekjur til skatts hafa hækkað að meðaltali um rúmlega 45% (án fjölgunar) en í fjárlagaáætlun var reiknað með 41—42% hækkun. Þetta felur einnig í sér, að skyldusparnaður á hátekjur verð- ur mun meiri en áður var áætlað og gætu innheimtur skyldusparn- aður orðið 1.400—1.500 m. kr. samanborið við 1.000 m. kr. í fjárlagaáætlun. Skyldusparnaður- inn er ekki talinn með skatttekjum ríkisins, enda er þar um lána- hreyfingar að ræða. Tekjuaskattur félaga gæti orðið lítillega hærri en í fjárlögum, en niðurstöður álagningar í Reykja- vík liggja þó enn ekki fyrir. Gjöld af innflutningi hafa reynzt mun meiri á þessu ári m.v. tölur fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir á fjárlögum. Fyrir árið allt er talið, að heildargjöld af innflutningi verði 4,2 milljörðum meiri en reiknað var með í fjárlögum og nemi alls rúmlega 33,6 milljörðum króna. Aukningu tekna umfram fjárlög má að nokkru leyti rekja til mikillar aukningar almenns vöruinnflutn- ings, en einnig hefur bifreiðainn- flutningur aukizt frá því í fyrra. Þannig gæti innflutningsgjald af bifreiðum orðið nær 800 m. kr. umfram fjárlagaáætlun og er í þeirri áætlun þó gert ráð fyrir, að nokkuð dragi úr bifreiðainnflutn- ingi á síðari hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra. Ef bifreiðainn- flutningur það sem eftir er ársins verður svipaður og í fyrra, þýðir það 400 m. kr. í auknar tekjur. I fjárlagaáætlun var gert ráð fyrir nokkurri hækkun benzín- gjalds á miðju ári. Miðað við hækkun byggingarvisitölu til júní er heimild til talsvert meiri hækkunar benzíngjalds en reiknað var með í fjárlagaáætlun. Sé gert ráð fyrir, að þessi heimild verði að mestu notuð og ættu þá tekjur af benzíngjaldi að verða rúmlega 200 m. kr. umfram fjárlagaáætlun. Einnig skilar álagning jöfnunar- gjalds á innfluttar iðnaðarvörur líklega um 450 m. kr. tekjum á þessu ári. Sérstakt vörugjald er nú talið munu nema 8 milljörðum króna, eða 200 m. kr. umfram fjárlög vegna meiri innflutnings og meiri verðbreytinga en reiknað var með við samþykkt fjárlaga, en á móti vega áhrif af lækkun vörugjalds úr 18% í 16% í febrúar síðastliðnum. Söluskattur er nú talinn verða tæplega 51.3 milljarðar króna samanborið við 48,4 í fjárlögum. Hér skiptir mestu, að veltuaukn- ing hefur orðið snöggtum meiri en reiknað var með við samþykkt fjárlaga fyrst og fremst vegna meiri verðhækkana en þá var miðað við. Launaskattur er einnig talinn skila nokkru meiri tekjum en áætlað var við samþykkt fjárlaga, eða 7,9 milljörðum króna í stað 7,6 milljarða. Þessa hækkun má að sjálfsögðu rekja til meiri launa- hækkana á þessu ári en áður var reiknað með. ÁTVR. Frá áramótum til júní- loka í ár var aukning sölutekna ÁTVR miðað við sama tímabil í fyrra talsvert meiri en nemur verðhækkun milli þessara tveggja tímabila. Þannig hefur verið um söluaukningu að ræða og á það bæði við um tóbak og áfengi. Hér hafa því orðið talsverð umskipti frá fyrra ári að því er tóbakssölu varðar. Salan fyrri hluta ársins gaf tilefni til að ætla, að rekstrar- Framhald á bls. 20 hæfingu." Staðreyndir skipta manninn engu máli. Ástæðan kann að vera sú, að þessi skrif Halldórs eru aðeins einn kafli í ljótri sögu. Oþarfi er að rekja hana hér því að hún er almenn- ingi í fersku minni. Hér er um að ræða einn alvarlegasta og ljótasta kafla íslenskrar réttar- farssögu og sannarlega eru skrif Kristjáns Péturssonar og Hall- dórs Halldórssonar greinar á sama meiði. Ég geri ráð fyrir að almenningi sé þetta fullkomlega ljóst. Hvað stendur svo eftir af fullyrðingum Halldórs Hall- dórssonar? Vátryggingarfélagið h.f. fór ekki á höfuðið vegna ábyrgða fyrir Guðbjart Pálsson í Samvinnubankanum. Heil grein í Dagblaðinu 26. júní s.l. um einkaviðskipti Guðbjarts og Einars Ágústssonar reyndust staðlausir stafir. Felureikning- arnir voru ekki til. Halldór segir að Guðbjarti hafi staðið opnar dyr í Samvinnubankanum allt til dauðadags. Staðreyndin er þó sú að bankinn átti næstum engin viðskipti við hann eftir 1973 nema að inn komu greiðsl- ur af innheimtum sem voru til tryggingar hlaupareiknings- skuld. Onýtu skuldabréfin, sem Halldór talar um í síðustu Dagblaðsgrein sinni, hafr alltaf verið í skilum. Allar tölur, sem Halldór nefnir, eru fund íar út með samlagningu og maigföld- un og útkoman verður fjar- stæða. Ekkert stendur eftir nema stóryrðin. I greinum sínum reynir Hall- dór að gera Guðbjart Pálsson að stórafbrotamanni. Jafnhliða er reynt að koma höggi á Sam- vinnubankann og forsvarsmenn hans. Guðbjartur er látinn og getur því ekki svarað fyrir sig en alkunnugt er hvernig fór með eitt aðal „sönnunargagnið" gegn honum. Sú spilaborg er hrunin. Guðbjartur var bankanum mjög erfiður viðskiptamaður enda hafði bankinn ekki viðskipti við hann síðustu árin sem hann lifði. Hinsvegar hefi ég bent á upphaf þessara skrifa og þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið. Kramhald á hls. 21 Stutt athugasemd ,við styttri athugasemd Braga Asgeirssonar Bragi Asgeirsson kýs að líta á gagnrýni þá sem komið hefur fram á framlag hans til Sumar- sýningar Norræna hússins sem „fiðring" (Mbl. 15. júlí). Hann um það. Einnig reynir hann að réttlæta þá ákvörðun sína að sýna skólavinnu sína endurskoð- aða, án þess að láta endurskoð- unarinnar getið í ártalsmerk- ingum. Að vísu viðurkennir hann að módelteikningarnar séu að hluta „samtímaverk skóla- göngu“ en samt „sjálfstæð myndverk eigin kennda og tækni . gvo mjög eru þessar teikningar samtíma skólagöng- unni að þær eru beinlínis gerðar í æfingatímum skóla og eru af fyrirsætum sem væntanlega hafa þegið laun frá skólum fyrir ómakið. Við þetta rýrnar svolít- ið sjálfstæði myndverkanna, — t.a.m. er ekki líklegt að Braga hafi verið frjálst að teikna myndir af bílum þegar fyrirsæt- ur voru leiddar fram, eða þá myndir af vogaskálum eins og Salvador Dali gerði í sinni akademíu og var burtrekinn fyrir. Að sjálfsögðu gefa margar þessará mynda góða hugmynd um þroska og „kenndir“ Braga Ásgeirssonar sem myndlistar- manns og eru þær flestar ágætlega gerðar. En það skal aftur ítrekað að þetta eru myndir gerðar í tengslum við skóla og háfa flestir listamenn þann háttinn á að bíða með að sýna uns þeir eru farnir að gera sjálfstæð verk og láta skóla- verkin alveg eiga sig. Sú skoðun hefur teinnig komið fram í greinum Braga Ásgeirssonar sjálfs. Síðari hluta athugasemdar Braga skil ég hreint ekki, en þar reynir hann að réttlæta þá ákvörðun að merkja ekki teikn- ingarnar tveim ártölum, þ.e. upphafsári myndar og því ári sem verkin eru endurskoðuð. I staðinn ritar hann einhvern vaðal um „ársetningar ... sem til álita kemur að rita síðar á bakhlið myndverkanna ásamt skýringu". Það er undantekn- ingalaus regla meðal mynd- listarmanna, að breyti þeir gömlu verki, þá skal þess getið í ártali. Þetta er ósköp einfalt og getur ekki ruglað nokkurn mann, — 1952 — 1978, til dæmis. Bragi segir að uppruna- legri teikningu sé í engu breytt og þess vegna séu slíkar merk- ingar ekki nauðsynlegar. En maður lifandi, — ef litir breyta ekki áður litlausu verki, út á hvað gengur þá málaralistin? Mér er það satt að segja hulin ráðgáta hvers vegna Bragi Ásgeirsson afrækir þessa sið- venju, nema þá að einhvers konar sölusjónarmið ráði þar einhverju. Vinsamlegast, Aðalsteinn Ingólfsson. b ? S ÍP8.619 COMIC) 31? PO 1 % -i- £X X 1 C = m 7 8 9 4 5 6 1 2 3 I o | OO mm OMIC 312 Pog 312 PD Ný reiknivél byggð eftir forskrift Skrifstöfuvéla hf. Reynsla Skrlfstofuvéla h.f. og óskir vlð- skiptamanna okkar var höfð til hllðsjónar. Vlð lögðum áhersiu á lipurt talnaborð, hraðvlrka prentun, lausan strlmil, greini- legar Ijósatölur í grænum lit, tólf stata út- komu, og sjálfstætt mlnni, auk allra nýjustu tækniþátta. Útkoman er OMIC: Létt (2,1 kg) falleg og árelðanleg refknlvél til tjölbreyttustu verkefna OMIC kostar aðeins kr. 55.100,—(312P) kr. 59.900,—(312 PD) SKRIFSTOFUVELAR H.F. HVERFISGATA Hverfisgötu 33 ^20560 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.