Morgunblaðið - 28.07.1978, Page 5

Morgunblaðið - 28.07.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULI 1978 5 AU(;lVsIN(;AS!MINN EH: 22480 TEKIZT hefur að útvega fé til að halda áfram áætluðum fram- kvæmdum við Borgarfjarðar- brúna á þessu ári og að þvl er Snæbjörn Jónasson vegamála- stjóri tjáði Morgunblaðinu I gær, þá verður viðbótarféð tekið af þvf sem fæst með sfðustu benzfn- hækkunum, en alls er talið að benzfnhækkunin auki tekjur rfk- issjóðs um 300 millj. kr. Þegar Morgunblaðið ræddi við Snæbjörn sagði hann, að ríkis- stjórnin hefði nu séð svo um, að hluti af þvi fé sem fengist vegna sfðustu benzinhækkunar færi til framkvæmda við Borgarfjarðar- brúna. Kvaðst hann eiga von á að i sumar og haust yrði hægt að steypa þann hluta af gólfi brúar- innar, sem áætlað hefði verið, en ekki væri ljóst hvort hægt yrði að hefja framkvæmdir við fylling- una Borgarnesmegin. Um brúargerð á vegum Vega- gerðarinnar sagði Snæbjörn, að þar bæri hæst nýja brú yfir Víði- dalsá í Húnavatnssýslu, ennfrem- ur væri verið að byggja brú yfir Búðargil hjá Húsavík, yfir Eld- vatn hjá Syðri-Fljótum, í Svínadal og' yfir Breiðadalsár i Reyðarfirði og Breiðdal. ÁSGEIR Friðjónsson, sakadómari við ávana- og fíkniefnadómstólinn, sett- ur rannsóknarlögreglu- stjóri í fjárdráttarmáli skrifstofustjóra Rannsókn- arlögreglu ríkisins, hófst í gær handa um rannsókn málsins. Aðspurður, sagði Ásgeir að hann gæti ekki að svo komnu máli greint frá málavöxtum, því rann- sókn sín væri rétt að hefj- ast og hann hefði mest far- ið yfir frumskýrslur og yf- irheyrt aðila í gær. Árni Gunnarsson, alþingismaður: Afborgunarskilmálar bannaðir með lögum BANNA á með lögum hvers kon- ar afborgunarskilmála f verzlun hér á landi og hafa ströng viður- lög við brotum á slfku banni. Þetta segir einn nýkjörinna al- þingismanna Alþýðuflokksins, Arni Gunnarsson ritstjóri, f Al- þýðublaðinu f gær. Segir Arni f greininni, að sú aðferð að banna afborgunarskilmála f verzlun hafi vfða verið beitt með góðum árangri, en hún hefur þau áhrif, að fólk fjárfestir ekki fyrir pen- inga, sem það á ekki til og dregur stórlega úr kaupum á dýrum varningi. í greininni, sem birtist á bak- síðu Alþýðublaðsins I gær, rekur Árni nokkuð gengismál og segir að sumir stjórnmálamenn vilji ekki heyra minnzt á gengisfell- ingu og segir hann að vera megi að hægt sé að dulbúa gengisfell- ingu á einhvern hátt, t.d. með því flna orði „gengissig", síðan segir Árni: „öllum er ljóst að óttinn við gengisfellingu hefur gripið um sig í mynd kaupæðis, sem er að verða árlegur viðburður hér á landi. Eftirspurn eftir nýjum bíl- um er nú I hámarki, kaupmenn hafa ekki undan að selja heimilis- tæki hverskonar og svo mætti lengi telja. Allir telja sig græða á því að festa fjármuni sína fyrii hugsanlega gengisfellingu. Þettí er hluti af hinum alræmda verð- bólguhugsunarhætti. íslenzk stjórnvöld hafa aldrei gripið til neinna ráðstafana af nokkru tagi til að draga úr þessu kaupæði og koma almenningi I skilning um að verðbólguhugsun- arhátturinn er einn helzti þáttur- inn I þeim efnahagsvanda, sem við er að glíma. Hópar manna græða offjár á verðbólgunni, en þjóðfélagið I heild tapar ennþá meiru. Þegar reikningarnir eru gerðir upp að lokum, hefur þjóð- arheildin orðið fyrir alvarlegu tjóni.“ Niðurlag greinar Árna er svo- hljóðandi og er það feitletrað: „Eitt af ráðum, sem nota mætti til að draga úr kaupæði, er stafar af ótta við gengisfellingu, er að banna með lögum hverskonar af- borgunarskilmála í verzlun. Þess- ari aðferð hefur verið beitt með góðum árangri í öðrum löndum. Hún hefur þau áhrif, að fólk fjár- festir ekki fyrir peninga, sem það á ekki til og dregur stórlega úr kaupum á dýrum varningi. Slíkt bann gæti komið illa við marga, en við þvl er ekkert að gera. Slíku banni ætti að koma á hér á landi og hafa viðurlög ströng við brot- um á því.“ Margrét Reykdal listmálari heldur um þessar mundir sýningu á málverkum sinum á Kjarvalsstöðum. Á sýning- unni eru olíumyndir og nokkrar vantslitamyndir. Þær eru flestar fígúratífar og unnar á siðasta ári. Margrét hefur stundað nám í listaháskóla í Noregi í 5 ár. Þetta er önnur einkasýning hennar. Hluti benzínhækk- unarinnar fer í Borgarfj arðarbrú Rannsókn í máli skrif- stofustjórans hafin TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS m MvKARNABÆR Laugaveq 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ. Simi 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.