Morgunblaðið - 28.07.1978, Side 16

Morgunblaðið - 28.07.1978, Side 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULÍ 1978 AtkvKðisréttur, rétturinn til að hafa áhrif á skipan sveit- arstjðrna og Alþingis, er einn mikilvægasti þáttur almennra þegnréttinda og á þar af leiðandi að vera eins jafn hjá þegnum þjððfélagsins, hvar sem þeir búa á landinu, og aðstæður frekast leyfa. Þegar kjördæmabreytingin var gerð árið 1959 lætur nærri, að hvert atkvæði I fámennustu kjördæmunum hafi jafngilt 2W atkvæði ( hinum fjölmennustu. Rökin fyrir þessu misvægi vðru þau, að fbúar Reykja- vlkur- og Reykjaneskjördæma, sem byggju I nánd og snertingu við stjðrnsýslustöðvar þjððfélagsins, hefðu betri aðstöðu til að hafa áhrif á þjððmálast jðrn og til að nýta ýmiss konar samfélagslega þjðnustu en strjálbýlisfðlk. Þess vegna væri eðlilegt að nokkurt misvægi væri I atkvæðisrétti, til að vinna upp annan aðstöðumun. tbúaþrðun f landinu sfðustu tvo áratugina hefur hins vegar aukið þetta misvægi atkvæða svo mjög, að ekki verður lengur við unað. Lengi hafði verið beðið tillagna frá stjðrnarskrárnefnd, sem m.a. fælu f sér úrbætur f þessu efni, og Ifkurnar á tillögugerð úr þeirri átt eru sennilegasta skýringin á þvf, hve þingflokkar og þingmenn brugðu seint við til frumkvæðis að leiðréttingu f þessu efni á liðnu þingi. Þegar hins vegar þðtti sýnt, að stjðrnarskrárnefnd skilaði ekki tillög- um um sitt viðamikla viðfangsefni fyrir þinglok, brugðu einstakir þingmenn, einkum úr röðum Sjálfstæðisflokksins, skjðtt við. Ellert B. Schram, Guðmundur H. Garðarsson og Olafur G. Einarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks úr Reykjavfkur- og Reykjaneskjördæm- um, fluttu ásamt Jðni Skaftasyni, þingmanni Framsðknarflokks, frum- varp til laga um breytingu á kosníngalögum. Frumvarp þetta fðl það f sér, að tii þess að finna, hverjir frambjððendur þingflokks hafi hlotið uppbðtarþingsæti sem aðalmenn, skuli raða frambjððendum á lands- kjörlista eftir atkvæðafjölda hvers og eins. Hverfa átti frá hlutfalls- reglu um útreikning uppbðtarsæta. Þessi ákvæði, ef samþykkt hefðu verið, hefðu flutt uppbðtarþingsæti frá strjálbýliskjördæmum til þéttbýliskjördæma og dregið að nokkru úr misvægi atkvæða eftir búsetu kjðsenda. Oddur Ölafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks úr Reykjaneskjör- dæmi, flutti frumvarp til stjðrnskipunarlaga. Frumvarpið gerði ráð fyrir þvf að fjölga kjördæmum úr átta f nfu, þ.e. skipta Reykjaneskjör- dæmi f tvö kjördæmi, sem hvort um sig hefði 5 kjördæmakjörna þingmenn. Fyrra kjördæmið átti að spanna Hafnarfjörð, Gullbringu- sýslu, Grindavfkurkaupstað,. Njarðvfkurkaupstað og Keflavfk. Hið sfðara Garðabæ, Kðpavog, Seltjarnarnes og Kjðsarsýslu. Þá átti að f jölga kjördæmakjörnum þingmönnum Reykvfkinga um 2. Þetta hefði þýtt að kjördæmakjörnum þingmönnum hefði fjölgað úr 49 f 56. A mðti átti að fækka landskjörnum þingmönnum úr 11 14, þann veg að heildartala þingmanna yrði ðbreytt. Frumvarp þetta varð ekki útrætt fremur en hið fyrra. Þá flutti Jðn Armann Héðinsson, þingmaður Alþýðuflokks, frum- varp til breytinga á kosningalögum. Meginefni þess frumvarps var, að stjðrnmálaflokkur, sem hlotíð hefði fimm af hundraði eða meira af samanlögðum gildum atkvæðum f öllum kjördæmum landsins, kæmi til greina við úthlutun uppbðtarþingsæta, þð hann hefði ekki hlotið kjördæmakjörinn þingmann. Frumvarp þetta varð ekki útrætt. Það sem vekur athygli við málatilbúnað þennan f heild er, að þingmenn Sjálfstæðisflokks úr Reykjavfkur- og Reykjaneskjördæm- um hafa frumkvæði og forystu f málinu. Þingmenn úr lýðræðisflokk- unum þremur, Alþýðuflokki, Framsðknarflokki og Sjálfstæðisflokki, eiga sameiginlega aðild að viðleitni til leiðréttingar á rfkjandi rang- læti. Alþýðubandalagið eitt sker sig úr með þvf að hunza þetta réttlætismál með öllu, hvað málatilbúnaði á Alþingi viðvfkur, sem vel getur með öðru komið fram f tæplega 1900 atkvæða tapi þess f Reykjavfk frá borgarstjðrnarkosningum til alþingiskosninga fyrr f sumar. Þegar einsýnt var, að Alþingi myndi ekki afgreiða neins konar breytingar á kosningalögum f önnum sfðustu vikna þingsins, flutti allsherjarnefnd sameinaðs þings tillögu til þingsályktunar um skipan nýrrar nefndar til að gera tillögur um breytingu á stjðrnarskrá o.fl. Tillaga þessi olli nokkrum skoðanaskiptum, sem ekki verður farið nánar út f hér og nú. Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, beitti sér sfðan fyrir flokkasátt um málsmeðferð. Flutti hann ásamt Ólafi Jðhannessyni, Lúðvfk Jðsepssyni, Benedikt Gröndal og Magnúsi T. Ólafssyni tillögu til þingsályktunar sem fðl það f sér, að strax og Alþingi kemur saman f haust tilnefni þingflokkar fulltrúa f stjðrnar- skrárnefnd, sem sett eru 2ja ára tfmamörk til að skila álitsgerð og tillögum um endurskoðun stjðrnarskrárinnar. Nefndin hafi sérstak- lega til meðferðar kjördæmaskipan, kosningaákvæði stjðrnskipunar- laga, kosningalög og starfshætti Alþingis. Morgunblaðið hefur margoft á undangengnum árum fjallað um þetta efni og ýtt á eftir leiðréttingu, enda eiga mannréttindi á borð við kosningarétt að ganga sem jafnast yfir þjððfélagsþegnana. Það hefur hins vegar einnig horft á málið frá sjðnarhðli strjálbýlisfðlks, sem á mörgum sviðum býr við verri kost en fbúar höfuðborgarsvæðisins, og þvf talið eðlilegt, að stefnt verði að fullum jöfnuði, bæði hvað varðar vægi atkvæða og önnur þegnréttindi, f áföngum, eftir þvf serit aðstæður frekast leyfa. Misvægi kosningaréttar eftir búsetu er hins vegar orðið svo himinhrðpandi, að þar þurfa leiðréttingar til að koma strax — eða áður en gengið verður til kosninga á ný. f leiðara Mbl. 5. júlf sl. er vakin athygli á þvf að samhliða jöfnun kosningaréttar þurfi að athuga fleiri skynsamlegar og sanngjarnar breytingar á kosningarétti og kosningaskipan. Spurning sé, hvort l*rðfkjör, sem lýðræðisflokkarnir hafa viðhaft undanfarin ár, geti áazt f þá veru, að kjðsendur fái frjálst val um það, hvernig þeir raði 'imbjððendutn á þeim lista, er þeir greiða atkvæði f almennum •sningum og kosningin þann veg gerð persðnubundin. Þetta er eitt af ffiörgum atriðum sem athuga þarf f sambandí við jöfnun og aukningu þegnréttinda f landinu. Sr. Þórir Stephensen: 99 Forðastu svoddan fíflskugrein.” AÐ UNDAN förnu hefur mikið verið skrifað í dag- blöðin um efni, sem snert hafa mál Guðbjarts heit- ins Pálssonar, er lést 21. mars 1977. Það síðasta, sem ég hef lesið um þetta hefur fjallað um við- skipti ákveðinnar lána- stofnunar, þar sem ábyrgir bankastjórar hafa um fjallað. Fram- kvæmdir lánastofnunar- innar eru, samkvæmt skrifum þessum, taldar gruggugar mjög. Um réttmæti slíkra ásakana er ég ekki maður til að dæma, og sjálfsagt fáir meðal almennings. En annað hefur undrað mig í þessum skrifum öll- um. Það er, hvers vegna þarf alltaf jafnframt að nota tækifærið til að sverta minningu Guð- bjarts heitins. Mál hans voru öll tekin til dóms- rannsóknar skömmu fyr- ir andlát hans og munu fá sína afgreiðslu lögum samkvæmt. Vafalaust verða þau þá rædd opin- berlega, en vonandi þá líka siðlega og áreitnis- laust. Séu blaðamenn sann- færðir um, að lánastofn- Guðbjartur Pálsson. anir séu að fremja ósæmilega hluti, þá get ég ekki séð, að dagblöð séu hinn rétti vettvangur til að sækja þau mál, heldur dómstólar lands- ins. Annars er það auð- vitað þeirra mál, blaða- mannanna, en ekki mitt. En það er annað, sem mér finnst snerta mig og örugglega marga fleiri. Það eru þau, vægast sagt, hörðu og óvægilegu orð, sem sífellt er tönnlast á um látinn mann, fullyrð- ingar sem enginn dóm- stóll hefur enn staðfest. Og alveg burt séð frá sekt eða sakleysi Guð- bjarts Pálssonar, þá hefur það alltaf þótt heldur lítilmannlegt að ráðast á þann, sem ekki getur svarað fyrir sig, hvað þá látinn mann. Dettur engum í hug, að þessi maður á fullorðna móður á lífi, fimm börn og sum þeirra innan fermingaraldurs, systk- ini og aðra nána ástvini? Kemur engum til hugar, að þetta fólk beri tilfinn- ingar í brjósti, er óþarft sé að níðast svo á, sem gert hefur verið? Man nú enginn lengur orð sr. Hallgríms Péturssonar: „Forðastu svoddan ffflsku- grein, framliðins manns að lasta bein. Sá dauði hefur sinn dóm með sér, hver helst hann er. Sem best haf gát á sjálfum þér.“ Er ekki mál, að leið- indaskrifum þessum linni, en drengskapur og tillitssemi við minningu látinna og tilfinningar aðstandenda þeirra fái að vera í fyrirrúmi, þegar um svo viðkvæm mál er fjallað? Norrænt listasetur opnað í Helsingfors LISTASETUR Norður- landa í virkinu Sveaborg í Helsingfors verður opn- að í dag, föstudag, og þar með hefst starfsemi sem miðar að því að efla nor- ræna samvinnu á sviði myndlistar. Listasetrið verður opnað með tveimur sýn- ingum. önnur er höggmynda- sýning þar sem sýnd verða verk tíu myndhöggvara, tveggja frá hverju hinna fimm Norður- landa. tslenzku myndhöggvar- arnir sem eiga verk á sýning- Frá Sveaborg unni eru Jón Gunnar Arnason og Hallsteinn Sigurðsson. Hin sýningin er um Sveaborg. A henni verða teikn- ingar eftir sænska listamann- inn Stig Claesseon og ayk þess myndir og gögn um sögu Svea- borg. Tilgangur norræna listaset- ursins er að efla og samræma norræna samvinnu i málaralist, höggmyndalist, teikningu, graf- ík, húsagerðarlist, leirkeragerð, handsaum o.fl. með það fyrir augum að breikka og auðga nor- rænt menningarumhverfi, að því er segir í frétt frá listasetr- inu. Seinna er ætlunin að starf- semi listasetursins nái einnig til kvikmynda, ljósmynda, myndsegulbands, leikhúss og annarra listgreina. I stefnuyfirlýsingu lista- setursins segir að setrið eigi að vera verkstæði listamanna frá öllum Norðurlöndunum þar sem þeir geti fengið næði til að hugsa, gera tilraunir og vinna úr tilraunum sinum án þess að vera bundnir af markaðskröf- um. Listasetrið er eitt af rúmlega 30 norrænum stofnunum' sem heyra undir menningarmála- stofnun Norðurlanda i Kaup- mannahöfn. Forstöðumaður listasetursins var nýlega ráðinn til fjögurra ára Erik Kruskopf menningar- ritstjóri Hufvudstadsbladed í Helsingfors. Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aöalstraati 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakiö. Jöfnun og aukníng þegnréttinda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.