Morgunblaðið - 28.07.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JCLl 1978
+ SIGURBJÖRN STEFÁNSSON. Stigahlið 41, lézt að Hátúni 10B. þann 26. júli. Fyrir hönd aðstandenda.> Dóra Guðmundsdóttir.
+ SIGUROUR HEIOBERG. Sólvalhígötu 54. lést á Heilsuverndarstöðinni miðvikudaginn 26 júli. Guðný Guðmundsdóttir og fósturdatur hins látna.
Afi okkar. INGVARJÓNSSON. frá Skagaströnd. andaðist á elliheimilinu Blönduósi að morgni 27 júli. Jóhanna Valdamarsdóttir, Margrét Valdemarsdóttir. Jón Valdemarsson, Valdemar Valdemarsson, Ólafur Valemarsson.
+ Systir okkar, SESSEUA JÓHANNESDÓTTIR SVENDSEN frá Fagradal, Hólsfjöllum. lést að heimíli sinu Anesv 10 N-8616, Basmoen, Noregi 25 júli. Jarðarför ákveðin 2 ágúst Fyrir hönd vandamanna Sveinbjöm Jóhannesson Jón Jóhannesson
+ Sonur okkar og bróðir, HJÖRTUR ÞÓR GUNNARSSON lézt á Landspítalanum 26 júlí. Hadda Hálfdánardóttir Gunnar Jóhannesson Jóhannes Gunnarsson Gunnar Gunnarsson
+ Maðurinn minn GUÐJÓN GÍSLASON. Hvolsholti. verður jarðsettur frá Villingarholtskirkju laugardaginn 29 júli kl. 2. Skúla Þórarinsdóttir.
+ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa ÓLAFS ODDS GUOJÓNSSONAR Vigdts Ólafsdóttir Ólafur M. Ólafsson, Hlin Nielsen, Laufey Ólafsdóttir. Stefán Þorvarðarson, og bamaböm
+ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HERMANNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR. Bókhlöðustig 5. Stykkishólmi Guð blessi ykkur öll Sigurborg Stulaugsdóttir, Guðlaug G uðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson og aðrir vandamenn.
+ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins og föður KJARTANS JÓNSSONAR. vélsmiðs. Faxastlg 8A, Vestmannaeyjum. Ragnhildur Jónsdóttir Svanhvit Kjartansdóttir.
+ Hjartanlegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð, hjálp og vináttu við fráfall og jarðarför TRYGGVA GUÐMUNDSSONAR. Austurhól. Homafirði. Foreldrar. systkini og aðrir vandamenn.
Korchnoi hef-
ur undirtökin
AÐEINS 50 ihorfendur urðu
vitni aí því í Baguio City &
Filippseyjum í g»r að Viktor
Korchnoi þjarmaSi illilega aS
Anatoly Karpov heimsmeist-
ara í skemmtilegri skðk. Þeg-
ar skákin fór í biS var staSa
Korchnois mjög sigurstrang-
leg a8 áliti skákskýrenda í
Baguio og viSar. Korchnoi
var aS vísu kominn í tíma-
þröng undir lok skákarinnar.
en þaS hindraSi hann ekki í
aS tefla af mikilli nákvæmni.
Mikill hitabeltisstormur geis-
ar nú í Baguio auk þess sem
rignir eins og hellt sé úr fötu og
er það vafalaust skýringin á því
hversu fáir áhorfendur mættu
til leiks. Aðstoðarmenn keppi-
nauta voru þó að sjálfsögðu á
staðnum og var enski stór-
meistarinn Raymond Keene,
einn af aðstoðarmönnum
Korchnois, mjög hress í bragði
er hann var spurður álits á
biðskákinni: „Hvítur hefur unn-
ið tafl '. Korchnoi stýrði hvitu
mönnunum í skákinni. Argen-
tínski stórmeistarinn Miguel
Najdorf tók í sama streng:
„Korchnoi hefur góða vinnings-
möguleika, hann tefldi mjög
vel i dag". Bandariski stór-
meistarinn Robert Byrne hafði
sama álit á stöðunni og Najdorf
og fréttaritari Mbl. Harry
Golombek segir allar likur á að i
dag komi fyrsti vinningur ein-
vígisins.
Reyndar kom óvænt atvik
fyrir í fimmtu skákinni. Meðan
Karpov var að hugsa um 23.
leik sinn fóru Ijósin af i eina
mínútu. Það er orðið mjög at-
hyglisvert hversu oft rafmagns-
truflanir og skákeinvígi fara
saman. En lítum nú á fimmtu
skákina:
Hvitt: Viktor Korchnoi
Svart: Anatoly Karpov
Nimzoindversk vörn
1 c4 — Rf6, 2 d4 — e6. 3.
Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5.
Re2 — d5
(í þriðju skákinni lék Karpov
hér 5.... cxd4, 6. exd4 —
d5, en varð að sætta sig við
Skák
Margeir Pétursson
skrifar um fimmtu
einvígisskákina
þrengri stöðu eftir 7. c5!)
6. a3 — Bxc3 + , 7. Rxc3 —
cxd4. 8. exd4 — dxc4, 9.
Bxc4 — Rc6, 10. Be3 —
0-0, 11.0-0
(Stöður ekki ósvipaðar þessari
eru mjög altjengar á skákmót-
um núorðið. Hvítur hefur stakt
peð á d4, en i stað þess bisk-
upaparið og frjálsari stöðu)
b6. 12. Dd3 — Bb7, 13.
Had1 — h6,
(Nauðsynlegt var að hindra 14.
Bg5 Eftir t.d. 13. . . Dd7,
14 Bg5! — Rd5, 15. Rxd5
— exd5, 16. Ba2 hefur hvítur
mjög góð sóknarfæri).
14. f3!
(Óvæntur. en djúphugsaður
Steinunn Guðbjarts-
dóttir — Minning
Fædd 13. október 1946
Dáin 22. júif 1978
Kæra tengdadóttir, þótt mjög sé
mér erfitt um mál, á þessari
stundu, er við heyrðum um hið
skyndilega andlát þitt, vil ég
minnast þín með nokkrum
kveðjuorðum, þótt orð séu magn-
vana og fátækleg. Það er þá að-
eins til að þakka samverustund-
irnar, undanfarin ár. Þakka og
minnast þeirra gleðidaga er þú
gast átt með okkur, þó þeir væru
alltof fáir, sökum veikinda þinna
og vanheilsu. Við sem búum við
sæmilegt heilsufar eigum oft erf-
itt með að setja okkur i spor
þeirra er sffellt búa við vanlfðan
og dvfnandi heilsu og við gerum
okkur tæpast grein fyrir þvf, þeg-
ar viðkomandi er lfka ungur að
árum, og þvf eðlilegt að langt líf
sé framundan, að skapadægrin
séu að nálgast. En enginn ræður
sfnum næturstað og engu fáum
við breytt um ákvarðanir hans er
öllu ræður okkur til góðs, því við
sem dauðlegir menn, skynjum
ekki eða skiljum þau lögmál er
ráða ríkjum. Þó vitum við, að kær-
leikurinn er þeirra mestur.
Steinunn Guðbjartsdóttir, and-
aðist f svefni aðfaranótt laugar-
dags 22. þ.m. aðeins 32 ára gömul.
Hún hafði verið sæmilega hress
daginn áður og voru þau hjónin í
sumarferðalagi að Húsafelli með
börnum sfnum er andlát hennar
bar að.
Steinunn var fædd 13. október
1946, dóttir Guðbjarts Erlingsson-
ar er lengi var vagnstjóri hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur og
konu hans Sigurborgar Magnús-
dóttur. Guðbjartur og Sigurborg
eignuðust sex börn. Guðbjartur
andaðist er Steinunn var enn á
barnsaldri. Hafði sá sorgaratburð-
ur mikil og djúp áhrif á hina
viðkvæmu barnssál hennar, og
stóð henni enn skýrt fyrir hug-
skotsjónum, þó langt væri nú um
liðið.
Steinunn giftist Halldóri B
Þorsteinssyni 22. nóvember 1965
Eignuðust þau tvö börn: Þorstein,
er nú er 12 ára og Asthildi 10 ára.
Bæði voru börnin góð foreldrum
sfnum, myndarleg og dugleg. Og
er missir þeirra mikill, við fráfall
móður sinnar, er þau svo ung
verða að há svo mikla lffsreynslu
með föður sínum. Við biðjum
algóðan guð að styrkja þau og
blessa á þessari sorgarstundu og
gefa þeim þrek og mátt til að
standast þessa raun.
Við tengdaforeldrar Steinunn-
ar Guðbjartsdóttur viljum færa
móður hennar Sigurborgu Magn-
úsdóttur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og við þökkum henni
af heilum hug hve mikið hún var
þeim hjónum og börnum þeirra.
Systkinum Steinunnar, Kristjáni
og Bryndfsi, þökkum við hið ljúfa
og fallega samband þeirra við
systur sína og fjölskyldu hennar
frá fyrstu tíð. Þessu kærleiksrfka
og góða fólki viljum við enn einu
sinni þakka og við teljum okkur
rfkari að hafa átt samleið með
þeim á lffsleiðinni.
Ein alþjóðleg bæn, sem alltaf er
f fullu gildi, og enginn er svo stór
eða sterkur að hann geti ekki af
heilum hug tekið sér hana f
munn, og tileinkað sér þann boð-
skap og þá speki er hún færir
honum: Guð gef mér æðruleysi,
til að sætta mig við það, sem ég fæ
ekki breytt. Kjark til að breyta
þvf, sem ég get breytt og vit til að
greina þar á milli.
Við biðjum Halldóri og börnum
hans blessunar guðs, styrk og
þrótt í erfiðleikum þeirra á þess-
ari sorgarstundu.
Þorsteinn Halldórsson
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vínáttu við andlát og útför
bróður okkar. ÞORSTEINS EINARSSONAR
múrara,
RauSarárstig 30. Guðborg Einaradóttir
Ingvaldur Eínarsdóttir
Guðriður Einarsdóttir
Guðrún Einarsdóttir
Júllus Einarsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ogútför.
HARALDAR KRISTJÁNSSONAR,
stöðvarstjóra. ísafirði.
Pétur Haraldsson. Geirlaug Jónsdóttir,
Ásta Dóra Egilsdóttir, Jón Jónsson,
Egill Kristjánsson, Guðrún Guðjónsdóttir.
Kristján Kristjánsson. Elsa Sigurðardóttir.