Morgunblaðið - 28.07.1978, Síða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULl 1978
fclk f
fréttum
+ Þessar myndir voru teknar á
dögunum, er Helmut Schmidt
kanzlari V-Þýzkalands og for-
sætisráðherra Kanada voru f
Qanmörku og áttu fund með
forsætisráðherra Dana, Anker
Jörgensen. — A efri myndinni
má sjá kanslarann f danskri
sveitakirkju þar sem þeir
höfðu viðkomu. Þar settist
Schmidt við orgel kirkjunnar
og lék á það. Sóknarpresturinn
f kirkjunni, sem heitir Jordlöse
Kirke, hafði spurt gestinn
hvort hann myndi ekki fáanleg-
ur til að leika á kirkjuorgel
næsta sunnudag. — Á neðri
myndinni eru þeir Ánker Jör-
gensen og Pierre Trudeau (til
hægri). Hann kom þar að sem
mótmælt var seladrápi Kanada-
manna. Þar hafði hann sagt við
nærstaddan selavin, sem sagð-
ist vera að mótmæla kópadrápi:
— Drepið þið Danir ekki sjálfir
humar og rækjur með að stinga
þeim lifandi ofan f sjóðandi
pottana?
+ Þetta er hún María Ástríður, stórhertogadóttir í Luxembourg, sem nú er í
Lundúnum að læra ensku. Stúlkan er orðin 24 ára og mörg undanfarin ár hafa
ýmsir bent á hana sem heppilegt kvonfang Karls Bretaprins. Filipus prinsfaðir fór
nýlega til Luxembourgar og þá fengu sögurnar um yfirvofandi hjónaband byr
undir báða vængi, en siðameistarar í Buckingham-höll brugðust hart við og sögðu
slíkt hina mestu firru. Erindi Filipusar hefði verið það eitt að heiðra
stórhertogahjónin, Jón og Jósefinu Karlottu, á silfurbrúðkaupsdegi þeirra.
+ Þetta er ungur færeyskur
pólitíkus, Adolf Hansen. Hann
er að hefja undirbúning að því
að stofna nýjan stjórnmála-
flokk I Færeyjum. Segir hann í
samtali við blaðið Dimmalætt-
ing, að hann hafi átt samtal við
Kjartan Mohr sem er í forustu-
liði Framburðsflokksins, um að
stofnaður verði nýr stjórnmála-
flokkur: Fiskivinnuflokkur
sem verði flokkur þeirra er
starfa við fiskframleiðsluna á
sjó og í landi, „alt sum hevur
tilknýti til fiskivinnu.“
Flýtur varla
yfir laxinn
í Norðurá
Veiðin hefur verið sæmilega
góð hér að undanförnu, þó að
vatnið sé orðið svo lítið að varla
flýtur yfir laxinn," sagði Guð-
jón i veiðihúsinu við Norðurá.
Frá því að nýir leigutakar tóku
við Norðurá þann 1. júli, hafa
veiðst um 1000 laxar, sem er
feiknalega góð veiði. Meðal-
þunginn er 6—7 pund og
stærsti laxinn til þessa vó 17,5
pund. Hann veiddist milli
Fossa á flugu. Veiðin á því
svæði er orðin mjög góð og
einnig er töluvert farið að veið-
ast fyrir ofan Glanna. Á mánu-
daginn höfðu tæpir 900 laxar
gengið um teljarann i Laxfossi.
Sem fyrr segir, hefur ótrúlega
vel veiðst í þurrkunum að und-
anförnu og hafa veiðimenn
fengið allt upp i 5—6 laxa á dag
og í fyrradag veiddist einn 16
punda fyrir neðan Laxfoss og
veiddist hann á flugu eins og
allt siðan 1. júlí en þá var bann-
að að beita maðki.
Mokveiði
í Grímsá
Svo góð hefur veiðin verið í
Grimsá i sumar, að nú vantar
aðeins tæpa 100 laxa upp á, að
heildarafli siðasta sumars hafi
náðst á land. Þegar við ræddum
við Jóhannes i veiðihúsinu i
gær, voru komnir 1054 laxar á
land og hafði veiðin verið furðu
góð miðað við þurrkana að und-
anförnu, en Grímsá er orðin
æði vatnslítil eins og vænta má.
T.d. var veiðin í fyrramorgun
mjög góð, veiddust þá 40 laxar,
þar af 16 í Skarðshyl, en þeir
sem hann flengdu misstu þó um
20 fiska. Hafði leiðsögumaður-
inn að sögn aldrei komist í ann-
að eins. Fyrri vika var metvika,
en þá veiddust hvorki meira né
minna en 370 laxar. Það voru
útlendingar sem veiddu þetta
allt og þess má geta, að 80% af
aflanum slepptu þeir erlendu
aftur i ána. Laxinn I Grímsá er
mjög misjafnlega stór, flestir
eru laxarnir frá 3 pundum og
upp I 14 pund, en stærsta lax-
inn til þessa veiddi Svavar
Gestsson þann 7. júli I Fossin-
um á Skrögg-túpu. Það var 17,5
punda hængur. Besti veiðistað-
urinn er Armótahylurinn, þar
sem Tunguá fellur í Grímsá, en
einnig eru Strengirnir, Þing-
nesstrengirnir og Lambakletts-
fljót góð. Teljari er í ánni
skammt neðan Lambakletts og
hafði hann talið í gær um 930
laxa. Það hljómar skringilega,
þegar haft er í huga að heildar-
aflinn er kominn yfir 1000
fiska, en þess ber að geta, að
teljarinn bilaði i heila viku fyr-
ir skömmu, auk þess sem vitað I
er að mikill lax var kominn í
ána áður en teljarinn var gang-1
settur.
Gljúfurá
hefur tekið
við sér
Þær voru ekki uppörvandi
fréttirnar sem Mbl. fékk um
veiðina i Gljúfurá, þegar rúm
vika var liðin af veiðitimanum,
varla tugur laxa kominn á land
og áin köld sem jökull. Það var
betra hljóðið I Sigurði i Sól-
heimatungu þegár við ræddum
við hann í gær, þá sagði hann
okkur, að fljótlega eftir áður-
nefnt viðtal hefði áin tekið að
hlýna verulega og veiðin að
glæðast og í gær voru um 160
laxar komnir á land, þar af
nokkrir 10 punda og einn 18
punda, sem veiddist í Kerinu
snemma í sumar. Meðalþung-
inn er 6—7 pund. Þrátt fyrir
þurrkana að undanförnu hefur
veiðst vel í ánni, en hún er þó
orðin ansi vatnslitil nú. Það
bjargar Gljúfurá, að vatnsmiðl-
unarstifla er i Langavatni. Hún
getur þó brugðist ef þurrkarnir
eru langvarandi, eins og t.d. í
ágústlok í fyrra.
—gg-
Þessir voru að fá ’ann, minna má nú sjá. Myndin er þó ekki frá
þvf ( sumar og sennilega hefur enginn lax veiðst enn sem skákað
gæti tröllinu á myndinni. Stærsti lax sem fregnir hafa borist um I
sumar var 23 punda fiskur austur við Iðu og einnig hafa borist
fregnir af 22 punda löxum, m.a. I Þverá og Soginu.