Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 1

Morgunblaðið - 03.08.1978, Side 1
48 SIÐUR 165. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Shcharansky úr haldi innan tíðar VínarhorK. 2. áuúst. AI\ Rciiter. SOVÉTMENN vilja fá úr haldi a.m.k. þrjá njósnara sem eru í haldi á Vesturlöndum í skiptum fyrir sovéska andófsmanninn Anatoly Shcharansky og annan ónefndan rússneskan gyðing. að því er áreiðanlegar heimildir í Vín hermdu í dag. Samningaviðræður eru taldar vera á lokastigi hvað varðar Shcharansky, sem í síðasta mán- uði var dæmdur af sovéskum rétti fyrir njósnir í þágu bandarísku leyniþjónustunnar. Þeir njósnarar sem talið er að Sovétmenn vilji fá lausa eru bandaríkjamaður í haldi í Bandaríkjunum og tveir Aust- ur-Þjóðverjar í haldi í Vest- ur-Þýzkalandi. Auk þess að sleppa Shcharansky og ónefndum gyðingi segja áreiðanlegar heimildir að þar að auki verði 6 rússneskum gyðingum veitt brottfararleyfi frá Sovét- ríkjunum. Ef af samningum verður er talið að Shcharansky verði fluttur frá Moskvu til ísraels, en hann hefur lýst þeim vilja sínum að setjast þar að. — í Moskvu hermdu fréttir að móður og bróður Shcharanskys hefði verið veitt leyfi til að heimsækja hann í fangelsi þar sem hann er hafður í haldi til að ræða þá möguleika við hann að honum yrði sleppt úr haldi innan tíðar. I Bandaríkjunum hefur Carter forseti lýst því yfir að ef Shcharansky verði sleppt hafi það mjög jákvæð áhrif á sambúð stórveldanna sem hefur verið með kaldasta móti upp á síðkastið. Flugumferð í ólestri áfram París. 2. áRÚst. Ucutcr. FRANSKIR flugumferðarstjórar unnu í dag að þvi' að koma flugsamgöngum aftur í samt lag eftir fimm daga seinagangsað- gerðir sínar, sem fa*rðu allt áætlanaflug í Vestur-Evrópu meira og minna úr skorðum. Allt útlit er þó fyrir að þeir grípi til sömu bragða aftur um næstu helgi til að leggja áherzlu á kröfur sínar um bætt starfsskil- yrði og hærri laun. Brúðhjónin Christina og Sergei Kauzov eftir giftinguna í Moskvu á þriðjudag. Þau hyggjast nú halda til „Síberíu“ til að eyða hveitibrauðsdögunum í friði og ró. Sjá frétt bl. 18. Síma mynd AP. r Anægja með afnám vopnabanns á Tyrki Dollarinn enn neðar London. 2. ágúst. AP. Dollar náði enn einu lágmarkinu gagnvart japanska jeninu á gjaldeyrismörkuðum í dag. Dollar var seldur á 184.65 jen sem er það lægsta frá upphafi og hafði lækkað um tæplega 3 jen frá deginum áður. Dollar hjarnaði á sama tíma nokkuð við gagnvart gjaldmiðlum í Evrópu, t.d. þýzka markinu og sérfræðingar staðhæfa að útkom- an hefði verið betri ef ekki hefði komið til orðrómur um 10% olíuhækkun seinna á þessu ári. Flugumferðarstjórar á fjórum stærstu flugvöllum Frakklands samþykktu að halda áfram að fara sér hægt um næstu helgi sæju stjórnvöld ekki að sér og settust að samningaborði með þeim fyrir þann tíma. Þeir krefjast þess að létt verði af þeim störfum og aðstæður bættar til að þeir geti sinnt þeim 300Ö flugvélum, sem daglega eiga leið um franska lofthelgi. Þar sem búist er við áð taka muni a.m.k. tvo daga að koma flugumferð í fastar skorður á ný, lætur að líkum að endurnýjaðar seinagangsaðgerðir flugumferðar- stjóranna myndu hafa langvar- andi áhrif á ákveðin flugfélög, sem neyðst hafa til að aflýsa flugferð- um fram að þessu. Briissd. 2. áKÚst — AP. FORYSTUMENN allra aðildar- rikja Atlantshaísbandalagsins utan Grikklands lýstu í dag mikilli ánægju sinni með þá ákvörðun Bandaríkjamanna að aflétta vopnasölubanni því af Tyrklandi sem sett var 1975 í kjölfar innrásar þeirra á Kýpur. Forystumennirnir telja ákvörð- unina ótvírætt verða til þess að auka varnarmátt bandalagsins á austanverðu Miðjarðarhafi, en það svæði var talið nokkuð veikur hlekkur í varnarkeðju bandalagsins. I yfirlýsingu stjórnarinnar í Bonn kemur fram að hún telur ákvörðunina um afléttingu vopna- sölubannsins vera vel til þess fallna að rétta við það ójafnvægi Verður Soares við stjórnvölinn áfram? Lissahon. 2. átíúst. AP. FJÖGURRA daga kapphlaup til að binda endi á stjórnarkreppuna í Portúgal hófst í morgun eftir að Eanes forscti hafði gefið stjórn- málaleiðtogum landsins frest fram yfir helgi til að koma sér saman um stjórn. Að öðrum kosti hyggst forsctinn beita sér fyrir utanþingsstjórn sem hann veldi ráðherra í sjálfur eða jafnvel þingkosningum. Eanes forseti lýsti þeirri skoðun sinni að æskilegt vaeri ef þess væri nokkur kostur að Söares tækist að jafna ágreininginn við íhaldsflokk miðdemókrata og héldi áfram. — Er Soares var spurður um þessa hugmynd, svaraði hann því til að sér fyndust harla litlár Wkur til þess að svo mætti verð«. Jose Ribeiro e Castro ieiðtogi íhaldsflokks sosíaidémókrata sagði um þá ákvöroun forseta landsins, að gefa aðeins fjögurra daga frest, að það sýndi hversu ábyrgur hann væri og það væri hið eina rétta í stöðunni. Hann gagnrýndi hins vegar harðlega þá hugmynd forsetans að gömlu ríkisstjórnarflokkarnir tveir reyndu með sér aftur. Samstjórn þeirra hefði „ekkert" fylgi meðal portúgalskra kjósenda. Diego Freitas do Amaral leið- togi íhaldsflokks miðdemókrata lýsti þeirri skoðun sinni enn einu sinni að hann teldi góða möguleika fyrir því að flokkur Soaresar og íhaldsflokkur miðdemókrata gætu sett niður innbyrðis deilur sínar og hafið viðræður um áframhatd.- andi stjórnarsamstarf. sem ríkt hefur í austurhluta I Miðjarðarhafsins milli NATO og | Atlaga að Sendiráði / Iraks Karachi. Pakistan. 2. ágúst. AP. TVEIR ungir Arabar réðust vopnaðir vélbyssum og með handsprengjur inn í sendiráð íraks í Karachi í Pakistan og kveiktu í anddyri sendiráðs- ins. Þegar sló í brýnu með árásarmönnum og lögreglu og féll annar árásarmannanna í þeirri viðureign en hinn var handtckinn. Einn sendiráðs- manna særðist og illa. Arás þessi í Karachi er hin þriðja í röðinni á skömmum tíma á sendiráðsbyggingar og aðrar eignir Iraka erlendis. I sambandi við árásina á sendiráðið í París, þar sem einn lögreglumaður féll fyrir kúlu öryggisvarðar í sendiráðinu hefur franska stjórnin nú ákveðið að öryggisvörðunum verði vísað úr iandi. Nokkuð hefur slegið í brýnu með írökum og skæruliðum A1 fatah vegna þessara mála, og gáfu írakar út yfirlýsingu í Baghdad í dag, þar sem Yasser Arafat leiðtogi skærutiðasam- takanna er eindregið varaður við auknum átroðningi við Iraka. Iraksstjórn telur að skæruliðar A1 fatah eigi mikinn þátt í þeim aðgerðum sem hafðar hafa verið í frammi við sendiráð landsins að undan- förnu. Austantjaldsríkjanna. Þá hafi vopnasölubannið aldrei gert annað en ógagn og rýrt verulega varnar- mátt bandalagsins gagnvart Sovétmönnum. Einnig hafa Vest- ur-Þjóðverjar í hyggju að veita Tyrkjum efnahagsaðstoð til þess að þeir geti nýtt sér til hlítar afnám bannsins, en þeir eru ekki taldir hafa bolmagn fjárhagslega til að kaupa það magn vopna sem nauðsynlegt er. Gríska stjórnin gagnrýnir ákvörðun Bandaríkjamanna harð- lega, og segir hana aðeins ala á ófriði og óöryggi milli Grikkja og Tyrkja og ábyrgð sú sem Banda- ríkjamenn axli með þessu sé óendanlega mikil. Korchnoi náði jafntefli ltauuio. Kilippscyjuni. 2. áirúst. \P. Victor Korchnoi náði óvamt jafntefli í 7. skákinni um heims- meistaratitilinn við Karpov í dag eftir að flestir skákskýrendur höfðu talið biðstöðu hans gjörtapaða. Þegar eftir að Korchnoi hafði leikið 42. leikinn í skákinni bauð heimsmeistarinn Karpov jafnteflí sem Korchnoi þáði. Þá gerðist það að ákveðið var að fjarlægja um 200 fremstu sætin í áhorfendasalnum, sen. þýðir það að rússneski dulsálfræðingurinn Zouchar sem jafnan hefur setið á öðrum bekk og starað á Korchnoi, verður að víkja aftur í salinn. Talið er fullvist að þessar breyt- ingar hafi verið gerðar að kröfu áskorandáns. Sjá nánar bls 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.