Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
5
Litróf úr sænskri
Níu af fremstu listamönn-
um Svía halda grafíksýn-
ingu í Norræna húsinu.
FÖSTUDAGINN 4. ágúst verður
opnuö í Norræna húsinu sýning á
grafíkmyndum 9 sænskra lista-
manna.
Hópur pessi kallar sig IX-gruppen,
og hefur hann reynzt flestum sam-
bærilegum hópum langlífari. Með-
limirnir eru allir taldir í röð fremstu
listamanna Svía og fást peir allir við
annað en grafík. Árið 1964 tóku peir
boði um samsýningu í Póllandi og
stofnuöu pá til pessa hóps. Síðan
hafa peir sýnt saman 35 sinnum víða
um heim.
Myndlistarmennirnir 9 eru Gösta
Gierow, Karl Erik Hággblad, Bengt
Landin, Lars Lindeberg, Alf Osson,
Nils G. Stenqvist prófessor, Göran
Nilsson forstööumaður Sveriges All-
mánna Konstförening og Philip von
Schantz prófessor, forstööumaður
Moderna Museet í Stokkhólmi. Þeir
Per Gunnar Thelander notar kartöfl-
una í pessari mynd: „Reiðmaður".
grafíklist
koma allir til landsins á föstudag og
verða viö opnun sýningarinnar þá um
kvöldið. Síðan ráðgera þeir að
dveljast hér á landi í nokkra daga,
hitta íslenzka listamenn og ferðast um
landið.
i sýningarskrá er rædd forsenda
þess, hve IX-gruppen hefur orðið
langlífur hópur. Þar segir, að gagn-
stætt við mörg slík samtök ungra
listamanna, hafi þeir félagar engar
sérstakar sameiginlegar skoöanir sem
þeir reyni að fylgja í hvívetna og hefti
sköpunargleöi þeirra. „Þeir mynda
öllu heldur litróf, sem endurspeglar
ólík viðhorf innan þeirrar kynslóðar,
sem hefur rutt sér braut í sænskri
grafíklist,“ segir í skránni.
Á sýningunni í Norræna húsinu eru
66 myndir, og eru þær allar til sölu.
Hún verður opin frá 5. til 20. ágúst kl.
14—19 daglega.
IX-gruppen: F.v.: Gösta Gierow, Pár Gunnar Thelander, Karl Erik Hággblad,
Alf Otsson, Philip von Schantz, Göran Nilsson, Nils G. Stenqvist, Lars
Lindeberg og Bengt Landin.
□ gallabuxum
□ flauelsbuxum
□ canvasbuxum
□ bolum
□ stutterma blússum
□ stutterma skyrtum
□ kjólum
□ pilsum
□ mittisjökkum
dömu og herra
□ vestum
□ plastregnkápumo.fl.
Ofsalegt
úrval
af
fatnaöi
fyrir
verzlunar-
mannahelgina
Sumar- og feröaskór í
úrvali
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
MvKARNABÆR
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Sími 28155
15%
afsláttur