Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
Hvað segja þau um „síun” í
lagadeild Háskóla íslands ?
í TILEFNI fréttar í dagblaðinu Tímanum fyrir stuttu þar sem var m.a. rætt um „hráskinnaleik og síun“ í lagadeild Háskóla íslands,
sneri Morgunblaðið sér til kennara og nemenda í deildinni til að heyra viðbrögð þeirra við þessum fullyrðingum. í umræddri frétt
segir svo m.a.« „í lögfræði gildir sá hráskinnaleikur, að nemendur eru „síaðir“ úr á 1. ári, en svo aftur á 4. ári á miður drengilegan hátt
að mati blaðamanns. Eru dæmi þess að nemendur hafi orðið að hverfa frá námi eftir að hafa eytt 5—6 árum í þessa deild“.
Fara svörin hér á eftir og leggur Mbl. engan dóm á efni þeirra, en blaðið er að sjálfsögðu opið fyrir áframhaldandi umræðum'.
Ekki svaravert
segir Arnljótur Björnsson
Sía í lagadeild? Ekki svaravert...
— Mér finnst þessi ummæli
ekki svaraverð, sagði Arnljótur
Björnsson deildarforseti, og mér
finnst ekki taka því að eyða tíma í
að svara þeim. En segja má að það
sem gleymist oft í þessum umræð-
um sé það að nemendur koma
uppúr menntaskóla upp til hópa
með þriðju einkunn og með þann
efnivið eru kannski ekki gerðir
mjög stórir hlutir. En um eink-
unnir vil ég annars ekki fjölyrða,
þar geta rektorar menntaskólanna
gefið betri upplýsingar, sagði próf.
Arnljótur ð lokum.
Menntaskólarnir
hafa brugðist
hlutverki sínu
segir Sigurður Líndal
— Fyrst ber að nefna það að
skólakerfið og þeir skólar sem búa
menn undir háskólanám hafa
nánast hrunið saman, og þeir hafa
brugðist því hlutverki að búa
Arnljótur Björnsson deildarforseti
lagadeildar H.í.
menn undir háskólanám, sagði
Sigurður Líndal, þ.e.a.s. ef við
miðum við þann hefðbundna til-
gang háskólans að þar skuli
stundað vísindalegt nám.
— Vísindalegt nám gerir
ákveönar kröfur um að nálgast
viðfangsefnið með sérstökum
hætti og til þess þarf nokkra
þjálfun. Sá var einmitt tilgangur
menntaskólanna einu sinni að
veita fólki einhverja undirstöðu og
þjálfun í þessum vinnubrögðum.
Ég sé ekki annað en að frá þessu
hafi að miklu leyti verið horfið eða
minnsta kosti verið slakað á þeim
kröfum og vegna þess fara fleiri í
háskólanám en til þess eru fallnir
að mínu viti. Háskólinn krefst
ákveðinna hæfileika rétt eins og
aðrir skólar en það er alls ekki þar
með sagt að sé einhver ekki fallinn
til háskólanáms sé hann til einskis
nýtur.
— Þegar þetta er haft í huga er
tvennt sem háskólinn getur gert.
Annað hvort er að reyna að halda
sínum kröfum til streitu, þ.e.
kröfunum um fræðileg vinnubrögð
eða hreint að hverfa alveg frá
þeim. Ef horfið verður frá kröfun-
um um fræðileg og vísindaleg
vinnubrögð hlýtur það að leiða til
þess að þau færist út úr háskólan-
um og til einhvers annars aðila,
því að án fræða og vísinda getum
við ekki verið og varla yiljum við
leggja þau niður.
Hin leiðin er síðán sú að klóra í
bakkann og það hefur verið reynt í
lagadeild. Hvort það hefur tekizt
má deila um en ein afleiðingin er-
sú að mönnum vegnar misjafnlega1
í deildinni. Það er reyndar ekki
vandi að benda á að háskólinn
hefur í mörgum tilvikum slakað á
sínum kröfum t.d. með öllum þeim
fræðum sem hrúgað hefur verið í
skólann og kalla má „kjaftafræði".
Ef ætlunin er sú að háskólinn eigi
að slaka á sínum kröfum og hverfa
frá þeirri viðleitni að viðhalda
vísindalegum vinnubrögðum þá
hlýtur það að leiða til menningar-1
legrar hnignunar í víðtækustu
merkingu og þá á ég við bæði hvað
varðar andleg og tæknileg verð- f
mæti og lífskjörin myndu fyrr eða
síðar rýrna.
— Það má með vissum rökum
segja að almenna lögfræðin á
fyrsta ári sé nokkur sía og veit ég
ekki til að neinn ágreiningur ríki
um það atriði. Um hitt má
hugsanlega deila hvort námið sé
Sigurður Líndal.
skipulagt eins og ákjósanlegast sé,
en það er a.m.k. fullur vilji til að
leiðrétta það sem kynni að vera
ábótavant í því efni. En á hitt vil
ég einnig minna að það hefur verið
mikil lenzka hjá nemehdum í
menntaskólum og öðrum áþekkum
að rétt skríða yfir tilteknar
lágmarkseinkunnir og þessu halda
menn áfram í háskólanum, þar á
meðal í lagadeild, og það verða
menn vissulega að gera á eigin
ábyrgð. Það er í rauninni dálítið
furðulegt að menn sem hafa alla
tíð verið með lægstu þriðju
einkunn skuli nú allt í einu vera
furðulostnir yfir því að ná ekki
fyrstu einkunn eða annarri eink-
unn betri þar sem hún er áskilin.
Mér er fullkunnugt um að þetta er
ekki einangrað vandamál laga-
deildar og það er greinilegt að
nokkuð útbreitt er ^ð fólk er ekki
eins vel undirbúið til náms og áður
hefur verið.
— Skólakerfi það sem brotið
hefur verið niður á sér gamla hefð
og mótaðist mjög á 19. öldinni og
við skulum ekki gleyma því að ekki
hefur það staðið í vegi fyrir þeim
áþreifanlegu framförum í vísind-
um sem hvarvetna blasa við
síðustu 150 árin. Spyrja má
hvernig þróunin verði næstu 150
ár, sagði Sigurður Líndal að
lokum.
Lýsir skilningsleysi
segir Jón Steinar
Gunnlaugsson
— Að halda því fram að dreng-
skapur hafi eitthvað með það að
gera hvort menn falla á prófi eða
ekki er svo fáránlegt og lýsir siíku
skilningsleysi á eðli náms að engu
tali tekur, sagði Jón Steinar
Gunnlaugsson, sem kennir við
lagadeildina. Ef kennari lætur'
nemanda sinn ná prófum vegna
drengskapar, vegna þess að honum
finnst rétt áð nemandinn nái
vegna þess hve iengi hann hp'ir
stundað námið o.s.frv. þá er þa«.
mínu mati ekki rétt. Kennarar .
lagadeild ger& sér alls ekki far um
að fella nemendur með þungum,
prófum, en þeim ber skylda til að
gera eðlilegar kröfur og það má
stúdentum vera ljóst frá upphafi.
Jón Steinar sagði einnig að það
kæmi til álita að jafna náminu
meira niður en nú væri, þ.e. færa
hluta námsefnis í öðrum hluta
Jón Steinar Gunnlaugsson.
framar. Um það væri verið að
fjalla í deildinni um þessar mundir
og hefðu fulltrúar stúdenta lagt
fram sínar tillögur, en hvort þær
næðu fram að ganga væ'ri of
snemmt að segja til um nú.
Kemur aðeins
fram hlutlæg
afstaða kennara
segir Stefán Már Stefánsson.
— Þótt það komi fyrir aðf
nemendur falli þá segir það lítið
um námið, en þar kemur aðeins
fram sú hlutlæga afstaða okkar og
mat okkar á kunnáttu nemandans,
sagði Stefán Már Stefánsson er
Mbl. leitaði til hans. '
— En það er rétt að það komi
fram eins og laganemar vita
raunar að um þessar mundir
stendur yfir umræða um vissar
breytingar á náminu og nemendur
hafa þrýst á með að rýmkaður yrði
námstíminn. En hér er ekki um að
ræða róttækar breytingar heldur
má segja að nokkrir vankantar
hafi komið í ljós á reglugerð sem
er frá árinu 1972 og gera þarf
vissar breytingar á.
*
„Afangapróf ættu
að vera tíðari“
segir Ragnhildur Hjalta-
dóttir laganemi
Orsakir þess að einkunnir hafa
lækkað svo mjög á seinni hluta
laganámsins eru margar og ég
held að það hljóti að vera ágrein-
ingslaust að þeirra sé ekki ein-
göngu að leita í verri frammistöðu
nemenda frá því sem áður var.
Próf í lagadeild og þá sérstaklega
á öðrum hluta námsins hafa
þyngst á undanförnum árum. Ég
segi próf, því að kennsluhættir eru
enn með svipuðum hætti og áður,
þ.e. fyrirlestraformið. Enda þótt
fyrirlestraformið sé ágætt svo
langt sem það nær, þá er það alls
ófullnægjandi.
Það leiðjr Óhjákvæmilega af því|
mikla námsálagi sem er á hverjum
nema, að tíminn til sjálfstæðra^
vinnubragða (svo sem seminara,
ritgerða og rannsókna o.þ.h.) er
mjög naumur.
Þyngdarmunurinn á milli fyrsta
og annars hluta námsins er allt of
Steíán Már Stefánsson.
mikill og þyrfti samræmið á milli
hlutanna að vera meira. T.d. ætti
að flytja einhverjar námsgreinar
annars hluta yfir á fyrsta hluta.
Of mikill tími fer í að fullnægja
æfingaskyldu, en æfingarnar veita
einungis heimild til þess að þreyta
próf. Annað hvort ætti að minnka
þá skyldu eða — og finnst mér það
heppilegra að taka tillit til hennar
í heildareinkunn og þá jafnframt
að breyta fyrirkomulagi hennar.
Áfangapróf ættu að vera tíðari
og heimild til upptöku prófa
rýmri. Það er t.d. fráleitt að menn
skuli eiga það á hættu að falla út
úr deildinni á fjórða námsári.
í sambandi við það að auka
fjölbreytni í náminu, má geta þess
að á Norðurlöndunum og í Banda-
ríkjunum eru starfandi lögfræði-
skrifstofur sem veita efnalitlum
Iögfræðiaðstoð. Vinna laganemar
þá gjarnan í einhvern tíma á
þessum skrifstofum og er það liður
í þeirra námi. Bætir þetta úr
brýnni þörf hjá almenningi, auk
þess sem það veitir laganemum
þýðingarmikla reynslu sem þeir
búa að þegar þeir fara út í
lögfræðistörf. Tillögu í þessa átt
hefur dr. Ármann Snævarr m.a.
borið fram, og hapn hefur sýnt
þessu máli áhuga.
„Þá nytu laga-
nemar réttinda
á við aðrar
deildir44
segir Árni Pálsson, nýút-
skrifaður lögfræðingur um
lagadcild.
Jú; ég tel að breytinga sé þörf
frá því sem nú er með fyrirkomu-
lagið á náminu í lagadeild. í það
fyrsta ætti að fella niður svokall-
aða æfingaskyldu, sem nemar
verða að ljúka til þess að fá að
taka próf í einstökum fögum við
deildina. Alla vega verður að
minnka hana stórlega, þar sem
vinnuálagið sem hún skapar er
töluvert mikið. Námsefnið í hverju
fagi hefur aukist nokkuð mikið
undanfarin ár og þessi æfinga-
skylda sem samanstendur af
þremur þáttum í hverju fagi á
öðrum hluta t.d., tekur mikinn
tíma frá undirbúningslestri fyrir
prófin sjálf, og þjónar litlum
tilgangi öðrum en að vera einskon-
ar eftirlit með hverjum nema.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
í öðru lagi má nefna að fjölga
ætti möguleikum manna á að taka
svokölluð áfangapróf í hverju fagi,
en sem stendur er möguleikinn
skilyrðislaust aðeins einn fyrir
hvern nema. Þannig að hver mætti
taka þau próf vor eða haust sem
mundi leiða til þess að laganemar
nytu réttinda á við aðrar deildir í
Háskólanum um prófkosti. Enn-
fremur þyrfti að koma á jafnvægi
á milli námshlutanna, að því er
varðar þyngd, þ.e. í samanburði
við annan hluta, þá er fyrsti hluti
mun léttari. Það væri eðlilegra ef
meira jafnvægi væri þar á milli, og
námsgreinar þá færðar til.
Þá er það annað sem mér finnst
ekki eðlilegt miðað við aðrar
deildir, þ.e. þegar maður hefur
lokið fyrsta hluta námsins, og
fellur síðan á prófum annars
hluta, að próf hans af fyrsta hlúta
skuli ónýtast. Þetta gerist t.d. ekki
í viðskiptafræðinni, þar má hver
nemi endurtaka sín próf þar til
ákveðinn árafjöldi er liðinn. í
lagadeildinni fellur neminn út
eftir tvær tilraunir þó svo að sá
árafjöldi sem hann má vera í
deildinni sé ekki liðinn. Eitt og
annað má tína til, en ég held að
þessi atriði séu hvað brýnust.